Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Stiklur Starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar þrífur stétt við lækinn í Hafnarfirði á meðan ungur piltur stiklar á steinum innan um endur og álftir sem kippa sér ekki upp við athafnir mannfólksins. Golli SÍÐUSTU vikur hefur almenningur á Íslandi horft upp á aðgerðir í bankakerf- inu sem hafa leitt til, og munu leiða til þess, að menn í við- skiptalífinu, sem bera mikla ábyrgð á því efnahagshruni sem hér varð, og sæta jafnvel rann- sóknum, fá umfangs- miklar afskriftir himinhárra skulda sinna, en halda fyr- irtækjum sínum eins og ekkert hafi í skorist. Nægir þar að nefna mál tengd Jóhannesi Jónssyni og Högum og Ólafi Ólafssyni og Samskipum og jafnvel fleiri fyr- irtækjum. Eigendur smærri fyr- irtækja sem lent hafa í rekstrar- vanda í kjölfar efnahagshrunsins kannast fæstir við að hafa hlotið sambærilega meðferð í banka- kerfinu og eigendur stórfyr- irtækjanna. Á sama tíma hækkar höfuðstóll lána venjulegs fólks sem á enga von um að fá sam- bærilega meðferð í bankakerfinu. Heimilin í landinu hafa einfald- lega þurft að sætta sig við að skuldavanda þeirra sé slegið á frest, að minnsta kosti á meðan verið er að afskrifa skuldir útrás- arvíkinganna. Venjulegu fólki misbýður Það er engin furða að venju- legu fólki skuli misbjóða þessi vinnubrögð. Með þessari máls- meðferð og verklagi senda bank- arnir eftirfarandi skilaboð út í samfélagið: Eftir því sem þú skuldar meira, því meiri fyrir- greiðslu færðu í bankakerfinu og því meiri möguleika áttu á að halda eignum þínum. Þetta er það „Nýja Ísland“ sem hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms býður Ís- lendingum upp á nú þegar hún fagnar ársafmæli sínu. Jafnræð- issjónarmið virðast ekki gilda lengur og engin leið er að átta sig á því eftir hvaða reglum er farið við afskriftir skulda, endurfjármögnun og endurskipulagningu fyrirtækja. Þó virð- ist sem á skulda- málum þeirra aðila sem mest ítök höfðu í bankakerfinu fyrir bankahrun sé tekið með silkihönskum á meðan varnarlaust og venjulegt fólk, sem ekkert hefur til sakar unnið, þarf að sætta sig við að vera tekið mun fastari tökum. Með þessu er ég ekki að segja að ekki megi gera neitt fyrir neinn. Það er hins vegar grundvallaratriði að jafn- ræði ríki, sömu reglur gildi fyrir alla, reglurnar séu gagnsæjar og að þeim sé beitt með sann- gjörnum og skynsamlegum hætti. Því er ekki að heilsa um þessar mundir. Svör forsætisráðherra Á blaðamannafundi ríkisstjórn- arinnar fyrir helgi sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, að sér fyndist óeðlilega að málum staðið, en ríkisstjórnin gæti ekki gripið til neinna að- gerða. Það væri eftirlitsnefndar og Bankasýslu ríkisins að bregð- ast við. Í Kastljósi sjónvarpsins á dögunum var Jóhanna innt álits á því sem er að gerast í bankakerf- inu. Þá sagði hún meðal annars: „Veistu það að það er margt sem ég hef séð hérna í fréttunum sem ég er yfir mig hneyksluð á og alveg sammála fólkinu í land- inu með það.“ Svo bætti hún við: „Já, ég hef margsinnis bara verið agndofa yfir sjónvarpinu, að sjá þessar fréttir.“ Ekki gera ekki neitt Af framgöngu Jóhönnu Sigurð- ardóttur síðustu daga og vikur virðist það því miður hafa farið framhjá henni að það er hún sjálf sem er forsætisráðherra í þessu landi, en ekki einhver ann- ar. Misbjóði forsætisráðherranum það sem er að gerast í banka- kerfinu eða annars staðar í þjóð- félaginu nægir ekki að hún hneykslist bara með okkur hin- um, lýsi sig sammála fólkinu í landinu og haldi svo áfram að horfa á sjónvarpið. Forsætisráð- herrann getur ekki skýlt sér á bak við embættismenn og stofn- anir sem þeir starfa við. Henni og ríkisstjórninni ber að grípa til raunverulegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að þeir hlutir sem almenningi misbýður haldi áfram. Það telur núverandi for- sætisráðherra sig því miður ekki geta gert og virðist auk þess hvorki hafa vilja né burði til þess að grípa til aðgerða sem allir sjá að nauðsynlegt er að ráðast í. Hún ætlar ekki að gera neitt. Á meðan ná þeir sem síst skyldi fram vilja sínum í bankakerfinu og almenningi er áfram misboðið. Forsætisráðherra sem þannig bregst við þeim alvarlegu að- stæðum sem uppi eru hlýtur að velta því alvarlega fyrir sér hvort hún og ríkisstjórn hennar eigi eitthvert raunverulegt erindi lengur við fólkið í landinu. Eftir Sigurð Kára Kristjánsson » Það er hins vegar grundvallaratriði að jafnræði ríki, sömu reglur gildi fyrir alla, reglurnar séu gagn- sæjar og að þeim sé beitt með sanngjörn- um og skynsamlegum hætti. Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins. Nýja Ísland SAMFÉLAG sem byggist á sterkum sjáv- arútvegi sem með sjálf- bærum veiðum skapar þjóðarbúinu miklar gjaldeyristekjur, þiggur ekki ríkisstyrki og skap- ar örugga atvinnu fyrir fjölda fólks þykir víðast hvar um heiminn öf- undsvert. Íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið hefur ásamt því harð- duglega fólki sem starfar í greininni, skapað slíkar aðstæður í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir það hefur kerfið frá tilkomu þess verið umdeilt og hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar er á móti kerfinu enda keppast sumir stjórnmálamenn við að draga úr trúverðugleika þess. Stað- reyndin er sú að þrátt fyrir að núver- andi kerfi sé ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk er það besta fyrirkomulagið sem völ er á. And- stæðingar þess hafa ekki getað mót- mælt þeirri staðreynd með fullnægj- andi rökum enda hafa engar heildstæðar raunhæfar tillögur um annað betra kerfi litið dagsins ljós. Háskaleg hugmyndafræði Stefna ríkisstjórnarflokkanna um að hefja ríkisvæðingu aflaheimild- anna 1. september nk. byggist á háskalegri hugmyndafræði sem ekki hefur verið hugsuð til enda. Viðbrögð sveitarstjórnarmanna, útgerð- armanna, sjómanna og annarra sem starfa í greininni hafa ekki látið á sér standa og hafa öll verið á einn veg. Sú vísbending um útfærslu fyrning- arleiðarinnar sem birtist í skötusels- frumvarpi sjávarútvegsráðherra sem nú er til umfjöllunar á Alþingi stað- festir þá skoðun. Leiðin virðist vera sú að auka aflaheimildir þvert á ráðleggingar vís- indamanna og þar með er sjálfbærni kerfisins fórnað. Arðseminni verð- ur miðað við umræðuna af hálfu vinstrimanna einnig fórnað líkt og strandveiðarnar sanna. Auðlindin í hafinu er tak- mörkuð og sagan segir okkur að þegar takmörk- uð verðmæti eru til skiptanna verða alltaf einhverjir sem telja sig ekki fá næg gæði í sinn hlut. Úthlutun takmarkaðra gæða verður alltaf um- deild, sama hvaða kerfi er notað. Réttlæti og sátt er því ekki í augsýn, sérstaklega ekki á þeim forsendum sem vinstriflokkarnir leggja fram. Í hnotskurn Íslenskur sjávarútvegur er burðar- ás í íslensku atvinnulífi og ein sterk- asta stoðin sem við þurfum nú sem aldrei fyrr á að halda til að styrkja ís- lenskan efnahag til framtíðar. Við eig- um sjálfbæran sjávarútveg sem skilar arði án ríkisstyrkja. Ég er stolt af þeirri staðreynd og legg til að við leyf- um okkur að njóta þess að vera ábyrg fiskveiðiþjóð sem er öðrum fyrirmynd á þessu sviði. Sjálfbær sjávarútvegur án ríkisstyrkja Eftir Unni Brá Konráðsdóttur Unnur Brá Konráðsdóttir » Íslenskur sjávar- útvegur er sjálfbær, skilar arði og er óháður ríkisstyrkjum. Ég legg til að við leyfum okkur að vera stolt af þeirri stað- reynd. Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.