Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Minningar á mbl.is Ólafur Ágúst Veturliðason Höfundur: Þóra frá Stað Meira: mbl.is/minningar Við höfum kvatt hinstu kveðju kæra systur, mágkonu og frænku, Erlu Stef- ánsdóttur. Fjölskylda okkar hefur alla tíð verið nátengd Erlu og börnum hennar, Sigríði Huld og Stefáni Snæ. Þau systkin hafa nú kvatt foreldra sína með stuttu millibili en faðir þeirra, Konráð Pétursson, lést á sl. ári. Sterk systratengsl hafa ætíð verið milli mömmu og Erlu en Erla var yngst í sex systkina hópnum á Uppsölum hér í Ólafs- vík, hjá móðurafa og -ömmu minni, Stefáni Kristjánssyni og Svan- borgu Jónsdóttur. Börn Erlu, Stebbi og Sigga, höfðu ætíð mikil tengsl við Uppsali öll sín uppvaxt- arár enda var samgangur minn og systkina minna meiri við þau og móður þeirra en ella hefði verið því Uppsalir og heimili okkar eru á sama túnfætinum. Við Stefán Rafn, yngri bróðir minn, eigum góðar minningar um samvistarstundir við þau sumrin löng því þau systkin sóttu ætíð fast að komast vestur til afa og ömmu en ekki síst til Siggu frænku, kennara í Ólafsvík, en hún bjó mestan hluta ævi sinnar á Uppsölum. Hún hafði líkt og mamma mikil og sérstök tengsl alla sína tíð við Erlu og börn henn- ar. Erla hafði líka mikil og góð tengsl við systur okkar, Svanborgu heitna Elinbergsdóttur. Reyndist Erla Svönu afar vel í veikindum Erla Stefánsdóttir ✝ Erla Stefánsdóttirfæddist á Upp- sölum í Ólafsvík 4. apríl 1930. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 28. janúar sl. Útför Erlu fór fram frá Garðakirkju 11. febrúar sl. hennar og mótlæti. Erla var í raun henn- ar traustasti vinur, stoð og stytta, einnig sonum Svönu, þeim Bergi Heiðari og Birgi Erni. Sjálfur dvaldi ég oft á heimili Erlu. Þær stundir eru um margt eftirminnileg- ar og dýrmætar í minningunni. Erla var afar umhyggju- söm fyrir velferð okkar ekki síður en sinna eigin barna. Hvatti hún mig í námi mínu og vali á viðfangs- efnum tengdum þeim markmiðum. Tók ég mikið mark á heilræðum Erlu í þessa veru því ég hef ætíð litið mikið upp til hennar sem reynslumikils kennara. Oft hef ég haft á orði að áhugi minn fyrir kennarastarfinu hlyti að koma úr móðurgenunum því auk Erlu voru þau systkinin frá Uppsölum alls fjögur sem störfuðu sem kennar- ar; þ.e.a.s. Fríða á Laugarvatni, síðar Reykjavík, Sigga í Ólafsvík og Þorgils fyrst í Ólafsvík en lengst af á Akranesi. Það var og alltaf tilhlökkunar- efni að koma til Erlu og krakk- anna á Digranesveginum. Jafnan byrjaði Erla á því að tilkynna mér að nóg væri til af kaffinu og kringlur væri hún nýbúin að kaupa enda vissi hún af dálæti mínu á því veislufangi. Auk með- lætisins og atlætis alls var það sel- skapurinn við kaffiborðið sem var oft æði skemmtilegur. Eftir að hafa hlýtt mér yfir helstu fréttir að vestan spurði hún um viðfangs- efni mín og áform og færði um- ræðuna að málum líðandi stundar heima og heiman og síðast en ekki síst pólitíkinni. Kímni hennar og á stundum stríðni naut sín á þessum stundum sem öðrum. F.h. foreldra minna, Elinbergs og Gestheiðar Guðrúnar, og bræðra minna, Sigurðar og Stef- áns Rafns, og – ég veit fyrir víst – Svönu systur okkar, þökkum við og fjölskyldur okkar Erlu Stef- ánsdóttur samfylgdina. Við biðjum algóðan Guð að styrkja Siggu, Stebba og fjöl- skyldur þeirra í sorg þeirra og söknuði. Sveinn Þór Elinbergsson. ✝ Sigurlaug Björns-dóttir fæddist í Holti á Síðu 17. júlí 1916. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi hinn 3. febrúar síð- astliðinn. Sigurlaug var dóttir hjónanna Marínar Þórarins- dóttur, f. 8.6. 1874, d. 24.1. 1965, og Björns Runólfssonar, f. 11.6. 1878, d. 6.5. 1969. Systkini Sigurlaugar voru: Jón, f. 12.3. 1907, d. 15.2. 1994, Sigrún, f. 30.11. 1909, d. 16.10. 1984, Runólfur, f. 8.2. 1911, d. 16.12. 1995, og Siggeir Þórarinn, f. 15.1. 1919, d. 29.1. 2004. Sigurlaug var til heimilis hjá for- eldrum sínum í Holti framan af ævi. Árið 1959 giftist hún Ólafi Vil- hjálmi Nikulássyni, f. 12.10. 1916, d. 21.10. 2004, og hófu þau búskap í Holti árið 1960 og bjuggu þar til 1967. Þá brugðu þau búi og fluttust til Reykjavík- ur, í Rauðagerði 72, þar sem þau bjuggu til hárrar elli. Ólafur vann lengst af við bensínafgreiðslu hjá Skeljungi og Sig- urlaug starfaði við ræstingar. Árum saman önnuðust þau hjón einnig hesta, sína eigin og annarra, í Víðidal. Seinustu árin dvöldu þau hjón í Borgarfirði, Sig- urlaug fyrst á Lundum í Stafholt- stungum hjá systurdætrum sínum og síðar ásamt Ólafi á Dvalarheim- ili aldraðra í Borgarnesi. Sigurlaug var jarðsett í kyrrþey í Stafholti hinn 10. febrúar sl. Sigurlaug Björnsdóttir, föðursyst- ir mín, er fallin frá, síðust systkin- anna frá Holti. Sigurlaug, eða Ulla frænka, hefur ávallt verið stór hluti af minni tilveru. Hún bjó í næsta húsi fyrstu ár ævi minnar, og að skreppa yfir til Ullu var daglegur viðburður. Ulla frænka kenndi mér að prjóna, hekla og gimba. Hjá henni fékk ég að róta í kistlum fullum af gersemum, glerperlum og fallegum hnöppum, og hjá henni las ég Guð- rúnu frá Lundi og Heima er best. Hún kenndi mér að meta og hafa gaman af gróðri og að sitja hest. Seinustu árin hennar í Holti tók hún mig smástelpuna með sér í nærri daglega útreiðartúra. Er ég fór í menntaskóla í Reykja- vík voru heimsóknir til Ullu og Óla manns hennar eins og að draga að sér andrúmsloft heimahaganna. Þar voru þau hjónin sjálf, hlutir úr búi ömmu og afa, saga sveitarinnar og ættarinnar ljóslifandi, og seinni árin Anna Björg systir mín, sem dvaldist hjá þeim fyrstu menntaskólaárin. Þau veittu henni húsaskjól, þótt íbúðin þeirra væri svo lítil að það var varla pláss fyrir hana. Þar var lifað samkvæmt mottóinu þröngt mega sáttir sitja og hjartarúm var nóg. Þau urðu því allnokkur kvöldin, er við systur sátum yfir góðgerðum í Rauðagerðinu og spjölluðum við Ullu og Óla. Ulla hafði gaman af hvers kyns hannyrðum. Á efri árum dreif hún sig á myndlistarnámskeið, og eru margar vatnslitamyndir eftir hana í eigu okkar systkinabarnanna. Landslagsmyndir af Holti útsaum- aðar eftir Ullu eigum við systur báð- ar. Þá seinni saumaði hún á níræð- isaldri. Seinni árin dapraðist henni sjón, en hún heklaði þó heilu rúm- teppin með tilfinningu fingranna að leiðarljósi. Hún las mikið, skáldskap og þjóðlegan fróðleik. Hún gerði þó upp á milli, bæði á handavinnu og bókum, henni leiddist að prjóna sokka og hafði lítið gaman af ljóða- lestri. Þau hjónin létu sér nægja litlu íbúðina í Rauðagerðinu, og vildu heldur nota aurana sína sér til ánægju. Þau elskuðu að ferðast, bæði utanlands og innan, fóru vítt um landið á Lödunni sinni eða á hestum. Hestar voru líf Ullu og yndi. Á yngri árum, meðan hún var í Holti, reið hún oft út og í Reykjavík snerist líf þeirra um að sinna eigin og ann- arra hestum. Lykt af hestum er samofin minningunni um þau hjón. Ulla hafði gaman af garðrækt, og átti lítinn en vel nýttan garð í Rauða- gerðinu. Þar voru aspir, reynir, rifs- ber, þyrnirósir og jarðarber, og fleiri fjölærar jurtir en hægt er að ætlast til að geti vaxið á svo litlum bletti. Hún var líka óþreytandi að fegra sitt litla heimili. Í hverri heimsókn til hennar mátti finna eitthvað sem þau Óli höfðu brallað til að bæta heimilið. Ulla var límið í föðurfjölskyldunni minni. Bræður hennar höfðu ekki sérlega mikið samband sín á milli, en í gegnum Ullu héldu þeir tengslun- um. Hún var náin systur sinni, og eftir fráfall hennar hélt hún góðu sambandi við systurdætur sínar og í Borgarfirðinum hjá þeim naut hún skjóls seinustu árin. Við Anna Björg samgleðjumst minni góðu frænku að hafa nú loks fengið hvíld, og biðjum fyrir bestu kveðju til Óla. Kristín Marín Siggeirsdóttir. Sigurlaug Björnsdóttir Elsku amma mín hefur nú yfirgefið okkur. Gangur lífsins segja sumir og Andr- ea litla dóttir mín sagði „pabbi, það deyja allir“ en þó blossa upp ýmsar tilfinningar, sumar ókunnar en margar góðar. Ég veit að amma er komin á góðan stað, röltir um án aðstoðar, raular ljóðlínur og brosir með augunum sínum eins og ég sá hana svo oft gera. Amma var mér kær og endur- minningar fljúga í gegnum hug- ann. Kyrrðinni í Ægisgötunni hjá ömmu og afa mun ég aldrei gleyma. Þangað kom ég oft sem barn og leið yndislega við hlið ömmu í sófanum þar sem ekkert var sagt, ég kastaði teningum, rýndi í myndir eða bækur með Birna Björnsdóttir ✝ Birna Björns-dóttir fæddist á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 22. maí 1922. Hún lést á dval- arheimilinu Hlíð 31. janúar 2010. Útför Birnu var gerð frá Akureyr- arkirkju 11. febrúar 2010. geislandi augu ömmu að baki mér, hljóðið úr veggklukkunni og afa í stólnum sínum fyrir framan mig. Þessara stunda sakna ég oft. Stund- um læddist ég upp í rúm til hennar þegar ekki lá vel á henni og þar var sama hlýjan sem veitti litlum dreng öryggi. Á meðan afi smíð- aði bíla, yatzy-ten- inga eða annað að minni beiðni á verk- stæðinu spiluðum við amma yatzy eða á spil og var hún mikill refur. Hún lét mér í hendur að reikna út öll stig og var dugleg að láta mig reikna út hitt og þetta með til- heyrandi hvatningu sem hefur síð- ar gagnast mér vel. Þakka ég henni og afa það reglulega. Eitt- hvað reyndi hún að kenna mér að syngja þótt það hafi nú að lokum reynst ómögulegt. Ég fékk þá bara ísblóm í staðinn einu sinni sem oftar. Þegar sólin skein sett- umst við út í garð. Ég rólaði, tíndi ber eða lék mér í fótbolta meðan hún horfði á með ánægjuglampann í augunum. Henni leið vel að hafa barnabörnin hjá sér og mér leið vel í návist hennar. Ferðum mínum til Akureyrar hefur því miður fækkað mikið í seinni tíð og hafa Borgþór og Andrea því ekki fengið að njóta nærveru langömmu sinnar eins og ég hefði kosið. Hryggð Borg- þórs eftir að honum varð ljóst að hann fengi ekki að sjá hana aftur er vitnisburður um þá gjöf sem amma gaf honum með hlýju sinni á stuttum tíma. Fyrir það er ég þakklátur. Nægjusemi er orð sem lýsir henni hvað best. Hún fór ekki fram á mikið og þakkaði lengi og vel fyrir þær fáu heimsóknir sem ég átti til þeirra í seinni tíð. Pen- ingaseðlar handa börnunum fylgdu oft þessum heimsóknum og hugsaði maður oft að nú væri maður búinn að rýja þau inn að skinni því lífsstíll þeirra bar ekki merki um ríkidæmi. Amma vildi bara að aðrir nytu góðs af því litla sem hún átti í skápnum sín- um, peningar gerðu hana ekki hamingjusamari. Ég veit hins vegar að afi gerði hana hamingju- sama enda er hann stærsti lottó- vinningur sem hún gat hugsað sér. Ég kveð þig með söknuði elsku amma mín og bið góðan Guð að vaka yfir afa sem þrátt fyrir æðruleysi sitt á um sárt að binda. Arnsteinn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR, Hofslundi 4, Garðabæ, lést fimmtudaginn 28. janúar. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 19. febrúar kl. 13.00. Gísli Ólafsson, Katrín G. Sigurðardóttir, Stefán S. Kristmannsson, Johanna Engelbrecht, Sigurjón Kristmannsson, Sigrún H. Kristmannsdóttir, Peter Landvall, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdaföður og afa, ÁGÚSTS HILMARS ÞORBJÖRNSSONAR fyrrv. útgerðarmanns og skipstjóra. Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Jón Þorbjörn Ágústsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Gísli Karl Ágústsson, Þóra Björg Gísladóttir, Ólafur Pétur Ágústsson, Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir, Halldór Halldórsson, Ágústa Margrét Vignisdóttir og afabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, barnabarns og frænda, BIRGIS ELÍSAR BIRGISSONAR, Logafold 117, Reykjavík. Birgir Guðmundsson, Guðrún Elísdóttir, Andri Steinn Birgisson, Birna Kolbrún Birgisdóttir, Guðmundur Óskarsson, Sjöfn Kjartansdóttir, Birna Júlíusdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.