Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is NORTHERN Wave er skipt í tvo flokka, stuttmyndir og tónlistarmyndbönd. Það er Dögg Mósesdóttir sem sér um hátíðina líkt og hin fyrri ár en hún er skipulögð í sam- vinnu við Grundarfjarðarbæ og nýtur einnig starfskrafta spænska kvikmyndagerð- armannsins Pedro Vila Taboas og spænska framleiðandans Judith Hernandez Cortes. Um útlitshönnun hátíðarinnar sér Árni Val- ur Axfjord. Dögg segir dagskrána liggja fyrir, allt sé komið, klappað og klárt, lítið eftir nema að binda síðustu hnútana í skipulagi hátíð- arinnar. „Þetta eru 25 myndbönd og 50 stuttmyndir, frá 20 löndum,“ segir Dögg um framboðið. Verkin komi víða að og mörg frá Austur-Evrópu í ár. Úrvalið sé gott og myndir komi víðar að en áður. Margir vilja heimsækja Ísland – Hvernig tekst ykkur að fá allar þessar stuttmyndir og myndbönd á hátíðina? „Við auglýsum bara á síðum sem kvik- myndagerðarfólk fer inn á og finnur hátíðir alls staðar í heiminum, fólk er náttúrlega oft að leita að annaðhvort þekktum hátíð- um, s.k. A-hátíðum, eða þá hátíðum sem haldnar eru í löndum sem fólk langar að heimsækja, það er oft þannig. Ísland er náttúrlega frekar vinsælt hjá kvikmynda- gerðarmönnum, það langar marga að koma hingað.“ Dögg segir umsóknir um að fá að sýna verk sín á hátíðinni hafa verið svo margar að hún og samstarfsmenn hennar hafi þurft að hafna um helmingi þeirra. – Nú segir á vefsíðunni að hugmynda- fræðin á bak við hátíðina sé byggð á ný- bylgjustefnunni, Nouvelle Vague upp á frönsku, að þið viljið endurheimta við- urkenningu á kvikmyndagerð sem list- grein … „Já, þetta er svolítið í anda Nouvelle Vague sem var í Frakklandi. Í rauninni er kvikmyndagerð farin að ganga svolítið út á „entertainment“ í dag, peninga og sölu- mennsku og við viljum reyna að halda utan um þá kvikmyndagerðarmenn sem eru meira í þessu út af listsköpuninni frekar en þessari skemmtun, taka áhættu. Við leggj- um nú ekki mikla áherslu á söguna sem slíka heldur myndsköpunina.“ Eitthvað fyrir alla – Nú er þetta eitt heljarinnar partí líka á Grundarfirði? „Jú, þetta er bara stórt menningarpartí og við reynum náttúrlega að hafa eitthvað fyrir alla. Það voru margir í fyrra sem sáu ekki eina einustu stuttmynd, voru bara á tónleikum,“ segir Dögg og hlær. „Það er kaffihús og bar á staðnum, í sýning- arsalnum í samkomuhúsi Grundarfjarðar, og þetta er þannig að fólk getur rölt inn og út og jafnvel fengið sér kaffi og tertu eða bjór, farið og komið aftur. Það er alltaf eitt- hvað í gangi.“ Tónleikar eru hluti af hátíðinni og að þessu sinni verður frítt inn, hljómsveitir sem troða upp meira á jaðrinum en áður. Dögg nefnir þar sveitirnar Bárujárn, DLXATX og Quadruplos. „Svo er ég að vinna í því að fá pólska pönk-multimedia- electro-hljómsveit,“ segir Dögg og hlær að lýsingunni. Listamenn sem taka áhættu  Northern Wave-kvikmyndahátíðin fer fram í Grundarfirði 5.-7. mars  25 myndbönd og 50 stuttmyndir frá 20 löndum  Meiri áhersla lögð á myndsköpun en sögu, segir stofnandi hátíðarinnar Morgunblaðið/Valdís Thor Dögg Mósesdóttir Stjórnandi hátíðarinnar. Liten penis Úr norskri stuttmynd í flokki gamanmynda sem segir af karli sem sækir stuðnings- hóp fyrir karla með lítil typpi. Höfundur myndarinnar er Stian Hafstad. Fulla dagskrá og frekari fróðleik um hátíðina má finna á northernwavefestival.com. DÓMNEFND á Nort- hern Wave verður alíslensk í ár, skip- uð þeim Hilmari Oddssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Ragnari Bragasyni. Tvenn verðlaun verða veitt fyrir stuttmynd og ein fyrir besta tónlist- armyndbandið. Íslensk dómnefnd Vegur og metur Ragn- ar Bragason leikstjóri. VEFURINN Freaking News hélt á dögunum býsna sér- kennilega keppni, nefnilega í því að búa til ljósmyndir tengd- ar Avatar með einum eða öðr- um hætti, með því að nota Photoshop-forritið. Útkoman er stórfurðuleg, enda máttu kepp- endur splæsa saman persónum úr Avatar við aðrar raunveru- legar eða listaverk. Má á síð- unni m.a. sjá Avatar-Hr. Bean, Avatar-Obama og Avatar-Mónu Lísu. Myndirnar tala sínu máli. Hr. Bean í Avatar-stíl Ashton Kutcher, Julia Roberts, Jessica Alba, Bradley Cooper, Jamie Foxx, Anne Hathaway, Jennifer Garner, Patrick Dempsey, Queen Latifah og fjöldi annarra þekktra leikara SUMIR ERU HEPPNIR Í ÁSTUM AÐRIR EKKI! FRÁBÆR, GAMANSÖM OG RÓMANTÍSK MYND SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS BJARNFREÐARSON Robert Downey Jr. og Jude Law eru stórkostlegir í hlutverki Sherlock Holmes og Dr. Watson HHHH -NEW YORK DAILY NEWS HHH „FYNDIN OG VEL LEIKIN“ - S.V. – MBL. Besti leikarinn, Robert Downey Jr. 11 TILNEFNINGAR TIL ESÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAU NA HHH „BÍÓMYND SEM UNDIRRITAÐUR GETUR MÆLT MEÐ...“ „SENNILEGA EINHVER ÖFLUGASTA BYRJUN SEM ÉG HEF SÉÐ...“ - KVIKMYNDIR.IS – T.V. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FRÁ SAMA LEIKSTJÓRA OG FÆRÐI OKKUR PRETTY WOMAN HHH „Flottur stíll, góðar brellur, af- bragðs förðun og MIKIÐ blóð. Ég fékk semsagt allt sem bjóst við og gekk alls ekki út ósáttur.” T.V. -Kvikmyndir.is SÝND Í ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI VALENTINE'S DAY kl. 5:40D - 8:10D - 10:40D L MAYBE I SHOULD HAVE kl. 6 L THE BOOK OF ELI kl. 10:40D 16 UP IN THE AIR kl. 10:20 L BJARNFREÐARSON kl. 6 - 8:10 L PLANET 51 m. ísl. tali Sýnd á föstudag L / ÁLFABAKKA VALENTINE'S DAY kl. 5:30 - 8D - 10:40D L DIGITAL THE BOOK OF ELI kl. 10:20 16 VALENTINE'S DAY kl. 8 - 10:40 VIP-LÚXUS WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 5:50 7 THE WOLFMAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 UP IN THE AIR kl. 8 L TOY STORY 2 - 3D m. ísl. tali kl. 5:50 3D L 3D-DIGITAL SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:40 12 AN EDUCATION kl. 8 L BJARNFREÐARSON kl. 5:50 - 10:10 L AN EDUCATION kl. 5:50 VIP-LÚXUS PLANET 51 m. ísl. tali Sýnd á föstudag L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.