Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 ✝ Sigrún Ármanns-dóttir fæddist á Myrká í Hörgárdal 1. maí 1930. Hún lést á heimili sínu 5. febr- úar 2010. Foreldrar hennar voru Ármann Hans- son, f. 22.12. 1888, d. 9.01. 1986, og Þóra Júníusdóttir, f. 26.3. 1902, d. 21.10. 1981. Systkini Sigrúnar eru: Árdís, f. 12.10. 1919, d. 18.9. 1994, Álfheiður, f. 26.11. 1922, Guðríður, f. 19.2. 1924, Rann- veig, f. 22.7. 1925, Bryndís, f. 25.3. 1927, d. 19.11. 1940, Þórólfur, f. 30.10. 1928, Unnur, f. 10.2. 1930, Þórunn, f. 16.10. 1937, Bryndís, f. 28.2. 1941. Árið 1956 giftist Sigrún Jónasi Kr. Jónssyni, f. 21.7. 1926, bifreiða- stjóra frá Valadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jón Aðalberg Árnason, f. 23.7. 1885, d. 12.10. 1938, og Dýrborg Daníelsdóttir, f. 1.10. 1879, d. 29.1. 1970. Sigrún og Jónas eignuðust fimm börn 1) Þóra, maki Sverrir Karlsson, börn: a. Hrund, maki Burkni, þeirra börn: Bjarmar Ernir, Birnir Breki og Emilía Ína; b. Sig- urgarður, maki Tukta, þeirra börn: Nongc og Daisy; c. Þórólfur Skólm. 2) Daníel, sambýliskona Henný Gústafsdóttir, börn a. Sigrún Lind hennar, barn Björg- vin; b. Pálmi, maki Tinna, þeirra börn: Thelma og Viktor; c. Anna Þóra; d. Hafdís. 3) Ármann. 4) Borg- þór, börn: Ísabella Ruth og Styrmir Bjarki. 5) Jón Berg, maki Helena Melax, börn: Benedikt og Eydís. Sigrún lauk prófi frá Húsmæðra- skóla Suðurlands á Laugarvatni 1950. Sigrún og Jónas hófu búskap sinn í Reykjavík. Árið 1964 fluttu þau í Kópavoginn þar sem þau hafa búið síðan. Ásamt uppeldi barna sinna og húsmóðurstörfum vann Sigrún meðal annars á leikskól- anum Kópasteini, Landspítalanum við Kleppsveg og Landspítalanum í Kópavogi. Útför Sigrúnar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 17. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir okkur, Þóra, Daníel, Ármann, Borgþór og Jón Berg. Minning um hlýju, kærleik og um- hyggju fer um huga minn þegar ég hugsa um þig. Alltaf var gott að koma til þín og alltaf fór ég sáttur, sæll og saddur frá þér. Í Borgarfirðinum áttuð þið afi ykkar sumarsæluhús, þar áttum við margar góðar stundir saman. Nú bý ég þar og hef margs að minnast. Þakka þér fyrir mig, amma mín. Þinn Þórólfur Skólm. En nú liggja leiðir sundur, ljósin blika köld, aldrei verður okkar fundur eftir þetta kvöld. Þegar brátt þín mynd og minning máist föl og hljóð, er til marks um okkar kynning aðeins þetta ljóð. (Jón Helgason.) Elsku amma, mikið er gott að skyldum ná að kynnast. Eydís. Þegar pabbi hringdi og sagði mér að baráttu þinni væri lokið mynd- aðist tómarúm innra með mér sem ég reyni að fylla upp í með góðu minningunum um þig. Þau voru ófá skiptin sem ég skott- aðist yfir til ykkar afa og alltaf jafn gott að gista hjá ykkur. Þú varst alltaf til staðar og tilbúin til að hlusta þegar eitthvað bjátaði á, ég veit þú gerir það enn. Þú kenndir mér svo margt og varst alltaf svo góð og traust. Þú leyfðir mér að baka með þér og ég fékk alltaf að taka þátt í elda- mennskunni. Öll ferðalögin með ykkur afa í Klambrakot eru mér minnisstæð og einnig blómið sem þú hjálpaðir mér að gróðursetja þar. Ég er svo þakklát fyrir stundirnar sem ég átti með þér og ráðin sem þú gafst mér. Undir lokin í veikindum þínum er mér minnisstætt þegar þú sagðir við mig að ég væri baráttu- kona, eins og þú. Ég mun aldrei gleyma kvöldunum sem þú last fyrir mig, fórst með bænirnar okkar og hélst í höndina á mér þangað til ég sofnaði. Mig langar að kveðja þig með bæn sem þú kenndir mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín verður sárt saknað elsku amma mín. Sigrún Lind. Elsku amma nú ertu komin á betri stað þar sem þér líður vel. Sú vissa hjálpar okkur að takast á við söknuðinn og sársaukann. Nú lifir þú í minningum okkar og draumum þar sem þú ert hraust og glöð og færir okkur ómælda ást og ham- ingju. Elsku amma við munum alltaf muna þær góðu stundir sem við átt- um saman í gegnum tíðina. Við mun- um alltaf muna eftir kærleikanum og ástinni sem þú sýndir okkur. Þú kenndir okkur að vera betri mann- eskjur og varst alltaf til staðar þeg- ar við þurftum á þér að halda. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum til þín elsku amma er umhyggjusemi og góðvild. Alltaf mátti maður búast við því að það væri vel tekið á móti manni í Bröt- tutungunni. Minningin um ömmu mun lifa í hjörtum okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Vertu sæl elsku amma, Ísabella og Styrmir Bjarki. Í dag kveðjum við yndislega tengdamóður okkar. Hún tók okkur opnum örmum og átti okkur með húð og hári frá fyrsta degi. Hlýja hennar og væntumþykja umvafði okkur og börn okkar. Rúna hugsaði um allt og alla, kaffi og eitthvað gómsætt með var alltaf tekið fram þegar við kíktum í Bröttutunguna og enginn fór þaðan svangur. Aldrei féll henni verk úr hendi og allt sem hún gerði gerði hún vel, það sást vel á heimili þeirra Jónasar og öllu um- hverfi þeirra. Margar góðar minningar eigum við frá fjölskylduferðum upp í Klambrakot. Notalegt var að hlusta á Rúnu raula lagstúf á meðan hún gekk frá í eldhúsinu, að því loknu arkaði hún út að grisja birkið, huga að græðlingum eða annað að sýsla. Í einni slíkri fjölskylduferð hvarf hafnaboltakylfa. Eftir mikla en árangurslausa leit komumst við að þeirri niðurstöðu að Rúna hlyti að hafa gefið henni nýtt hlutverk sem hrísluprik. Málið er þó enn óleyst. Eitt sinn fengum við þá snilld- arhugmynd að merkja okkur kaffi- bollana til að minnka uppvaskið, trúlega hefur þetta verið þýðingar- lausasta hugmynd sem upp hefur komið í Klambrakoti því auðvitað máttum við vita það að óhreinir boll- ar voru óhreinir bollar hjá Rúnu hvort sem þeir voru merktir eða ekki. Rúna var alltaf til staðar fyrir okkur og yndislegri eða þægilegri konu er vart hægt að finna. Vonandi vissi hún hvað við mátum hana mik- ils. Það gleður okkur ósegjanlega að hún fékk að sofna örugg á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar sem hún ól af sér. Brynja og Helena. Fyrir hönd fjölskyldunnar langar mig í nokkrum orðum að minnast Rúnu frænku minnar, sem nú hefur lokið baráttu þeirri sem enginn nær að sigra, eftir löng og erfið veikindi. Það var alltaf svo gott að leita til Rúnu. Það var alveg sama hvernig maður þurfti að kvabba á henni, hún tók því alltaf vel og leysti úr öllum málum sem upp voru borin. Ef þurfti að koma drengjunum í pössun þá var ekkert sjálfsagðara og það var ekki bara að hún hugsaði um þá vel og vandlega, heldur bakaði hún ofan í þá pönnukökur, vöfflur, lummur eða annað álíka góðgæti og sinnti þeim af sérstakri nærgætni. Það var alltaf gaman að heim- sækja þau hjónin, Rúnu og Jónas. Þau voru alltaf sannir vinir sem hollt var að ræða við og þaðan fóru allir andlega ríkari en þegar þeir komu. Ég minnist þess sem drengur úr sveitinni hjá afa og ömmu að það voru sérstök tímamót þegar Rúna, Jónas og börnin komu norður á sumrin og dvöldu þar kannski í nokkrar vikur. Þá var eins og nafli alheimsins hefði dottið þar niður, það var svo mikið um að vera. Jónas kom á þessari líka drossíunni að sunnan, leigubíl með stórum tikk- andi gjaldmæli, og við sveitastrák- arnir, sem sáum þessi ósköp, höfð- um aldrei fengið að líta neitt þessu líkt. Þessar heimsóknir þeirra norð- ur á bernskuárunum líða ekki úr minni. Nú er sólin hennar Rúnu hnigin til viðar í hinsta sinn. Ég varð aldrei var við að á hana bæri nokkurn skugga. Rúna hefði t.d. aldrei getað orðið útrásarvíkingur, til þess var umhyggja hennar fyrir náunganum of rík. Hún var vakin og sofin yfir öllum sem til hennar leituðu og átti alltaf eitthvað til að gefa öðrum af visku sinni og skynsemi. Heimurinn væri betri ef allir væru eins og Rúna frænka. Við viljum þakka Rúnu fyrir allt sem hún hefur fyrir okkur gert. Hún lætur eftir sig minningu sem mun lifa. Það er aðdáunarverð sú al- úð og umhyggja sem Jónas og börn- in sýndu Rúnu í veikindum hennar. Við sem hnípin stöndum eftir vott- um Jónasi, Þóru, Danna, Ármanni, Bogga, Jonna og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum al- mættið að leiða þau í gegnum sorg- ina. Aðalsteinn Hákonarson og fjölskylda. Látin er í Kópavogi Sigrún Ár- mannsdóttir móðursystir okkar, Rúna frænka. Fyrir nokkru var ljóst hvert stefndi en mikið skarð er höggvið í frændgarðinn við fráfall hennar. Rúna fæddist á þeim sögu- fræga stað Myrká í Hörgárdal á verkalýðsdaginn 1930. Hún var sjö- unda barn afa okkar og ömmu, sú þriðja yngsta af systkinunum frá Myrká en móðir okkar, Bryndís, yngst. Þótt ellefu ár hafa verið á milli þeirra systra var mikill sam- gangur á milli heimilanna. Rúna var sú eina þeirra systkina sem flutti ung suður fyrir fjöll og heiðar en hún og Jónas maður hennar byggðu sér heimili í Kópavogi þegar upp- bygging var þar sem mest. Á þess- um árum var ekki skotist í bæinn eins og nú tíðkast, hvað þá að rennt væri fram og aftur á einum degi. Ferðin að norðan tók marga klukku- tíma og sjaldan farið nema stoppað væri í einhverja daga. Þá var jafnan gist hjá Rúnu og Jónasi. Þangað var alltaf gaman að koma, þau hjónin af- burða gestrisin og skemmtileg. Rúna og Jónas voru og oft fyrir norðan í sumarfríum og gistu þá jafnan hjá foreldrum okkar á Blönduósi á leið sinni í Myrká. Það var alltaf tilhlökkun í kringum þær heimsóknir. Oft hittust líka á heim- sóknir í sveitina og var þá mikið fjör, þar sem kynslóðirnar komu saman. Þar naut Rúna sín enda átti hún ein- staklega auðvelt með að ná til bæði barna og fullorðinna. Rúna bar sérstaka umhyggju fyr- ir öllu sínu fólki. Það var okkar lán að vera í þeim hópi. Hún kom norður að hjálpa til við undirbúning þegar við systkinin vorum fermd og sá þó fyrir stóru heimili sjálf. Einu sinni var eitt okkar á sjúkrahúsi í Reykja- vík. Á hverjum degi kom Rúna eða einhver af hennar fólki í heimsókn að stytta sjúklingnum stundir. Þeg- ar læknarnir höfðu gert sínar rann- sóknir þótti sjúklingurinn þó ekki nógu hress að óhætt væri að senda hann norður. Þá tóku Rúna og Jónas hann að sér í nokkrar vikur. Fyr- irlagðar föstur, rannsóknir og spít- alamatur urðu til þess að sjúkling- urinn gat orðið ekki borðað nokkurn skapaðan hlut. Þótti stefna í óefni þangað til hangikjötið og uppstúf- urinn hennar Rúnu komu sjúklingn- um svo aftur á bragðið og varð til þess að hann fór að hressast. Á með- an stappaði Jónas stálinu í sjúkling- inn með því að lesa skemmtilegustu kaflana úr Njálu. Það fór vel saman að borða hangiket og heyra sögur af Lamba. Þegar foreldrar okkar fluttu svo suður var einstaklega gott að eiga Rúnu og Jónas að, bæði fyrir okkur sem fluttum með og hin sem urðu eftir fyrir norðan. Sérstaklega var móður okkar mikil stoð í systur sinni. Fyrir það verðum við ævin- lega þakklát. Við sendum Jónasi og börnum þeirra Rúnu, Þóru, Daníel, Ár- manni, Borgþóri og Jóni og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Rúnu. Lilja, Árný, Arnar, Ómar og Unnar Árnabörn. Með þessum orðum vil ég kveðja kæra frænku mína og þakka sam- fylgdina. Sigrún eða Rúna eins og flestir kölluðu hana var yndisleg kona, hjálpsöm og hjartahlý. Rúna var alin upp í stórum systkinahópi á Myrká í Hörgárdal og áttu heima- hagarnir fyrir norðan alltaf ríkan sess í huga hennar. Alla tíð hafa ver- ið góð tengsl og miklir kærleikar á milli Myrkársystkinanna sem kveðja nú þriðju systurina. Eftir að Rúna settist að í Bröttubrekkunni í Kópa- vogi með Jónasi manni sínum átti fólkið að norðan alltaf skjól á heimili þeirra sem oft var mannmargt. Það var því engin tilviljun þegar fjöl- skylda mín flutti suður árið 1972 að leitað var til Rúnu og Jónasar eftir húsnæði. Bjuggum við fjölskyldan í kjallaranum í Bröttubrekkunni í tvö ár og kynntust því fjölskyldurnar vel. Samskipti okkar voru afar ánægjuleg þann tíma og ætíð síðan. Þótt verkefnin væru mörg á stóru heimili heyrðist frænka mín aldrei kvarta heldur leysti hlutina vel af hendi á sinn vandvirka og hljóðláta hátt. Það var gaman að koma í heim- sókn í Bröttubrekkuna og alltaf var eitthvað gott drifið á borðið til að gefa gestum og svo var spjallað og hlegið. Síðustu misserin átti Rúna við veikindi að stríða, en fyrir tilstilli fjölskyldunnar gat hún verið heima til hinstu stundar eins og hún sjálf vildi helst. Ég kveð þig elsku Rúna mín og þakka af heilum hug samfylgdina. Við hjónin sendum Jónasi og fjöl- skyldunni allri samúðarkveðjur. Heiðrún Sverrisdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast þín elsku besta Rúna mín. Ég hugsa að ég hafi nú alveg sagt þér það hversu mikið mér þykir vænt um þig og hversu mikið ég lít og hef litið upp til þín en maður seg- ir það víst aldrei of oft. Það var alltaf svo yndislegt að koma í heimsókn til ykkar Jónasar í Bröttutunguna, að keyra upp brekkuna hvort sem var í sólinni að sumri eða í hálkunni að vetri og leggja í brattanum í þeirri von að bíllinn myndi ekki renna neitt svakalega langt. Stóri stofuglugg- inn, sem við stóðum oft við og dáð- umst að útsýninu sem þið höfðuð og þegar maður keyrði brott eftir góða heimsókn þá var eitthvað svo ynd- islegt að sjá þig eða ykkur hjóna- kornin bæði standa og veifa í glugg- anum í kveðjuskyni. Tíminn sem ég bjó hjá ykkur þegar ég ákvað að flytjast úr sveitinni á mölina verður mér alltaf einstaklega minnisstæður því þá fyrst fékk ég í raun að kynn- ast ykkur Jónasi almennilega og hefur tengingin við ykkur verið ótrúlega sterk síðan þrátt fyrir að heimsóknirnar hefðu mátt vera fleiri nú hin síðari ár. Ég mun seint gleyma því þegar mér tókst að brjóta opnarann á þvottavélinni ykkar og leið mjög illa yfir því en Jónas náði með einskærri snilld sinni að föndra einhverja töfralausn. Þið kipptuð ykkur ekki mikið upp við þessa óþarfa hörku mína við þvottavélina. Ég verð ykkur ætíð þakklát fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í stórborginni fjarri mínum allra nánustu. Eins verða stundirnar með ykkur í sveitinni þegar þið komuð í heimsókn á Myrká mér mjög minnisstæðar. Þegar við fjölskyldan á Myrkár- bakka sáum mann með ljá á lofti og konu með hrífu gangandi á eftir hon- um þegar við horfðum heim að Myrká þá vissum við að þið Jónas voruð mætt á svæðið og gátum farið að hlakka til að hitta ykkur enda alltaf svo skemmtilegt að vera í kringum ykkur. Það var svo gott að sjá þig og Jón- as og Þóru í sumar og lituð þið öll svo vel út og báruð ykkur vel þrátt fyrir erfiða tíma. Þú varst svo sæt og góð og yndisleg rétt eins og þú hefur alltaf verið. Það var svo gott að fá að faðma þig og spjalla við þig en einhvern veginn grunaði mig innst inni að þetta yrði í síðasta skiptið sem ég fengi að sjá þig. Myndin af þessari stundu mun ætíð lifa í brjósti mér ásamt öllum hinum yndislegu minningunum sem ég á um þig. Ég á eftir að sakna þín elsku frænka. Elsku Jónas, Þóra, Danni, Manni, Boggi og Jonni og allir ykkar góðu afkomendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur héðan frá Danmörku. Hugur minn er hjá ykkur. Ykkar, Árdís Ármannsdóttir. Sigrún Ármannsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is TILBOÐSDAGAR 20-50% afsláttur af völdum legsteinum með áletrun á meðan birgðir endast 10% afsláttur af öðrum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.