Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Þórólfur Matthíasson, prófessorvið Háskóla Íslands, gerir það ekki endasleppt í baráttu sinni fyrir hagsmunum breskra og hollenskra stjórnvalda. Eftir að Eva Joly hafði hirt hann fyrir að skrifa erlendis gegn íslenskum hagsmunum svarar hann henni kokhraustur í innlendum og erlendum blöðum til að tryggja að sjónarmið hans um Icesave kom- ist örugglega til skila þar sem þau geta mögulega skaðað Ísland mest.     Þórólfur telurekki einungis að Icesave-klafinn yrði Íslendingum ekki þungbær, heldur telur hann einnig að Íslend- ingum beri að leggja á sig þessar byrðar. Skiptir engu þótt efna- hagsleg og lagaleg rök segi annað.     En Þórólfur lætur sér ekki nægjaað skrifa í erlend blöð. Í fyrra- dag tókst honum að koma sér að í BBC World Service, þannig að nú má telja öruggt að skilaboð hans hafi komist í gegn.     Skilaboð Þórólfs til hlustenda BBCvoru þau að Íslendingar yrðu að borga. Máli sínu til stuðnings tók hann stórfurðulegt dæmi um það að foreldrar yrðu að borga tjónið ef unglingurinn á heimilinu tæki fjöl- skyldubílinn og keyrði á vegg.     Á sama tíma og Þórólfur sendi frásér þessi skilaboð sátu menn á vegum íslenskra stjórnvalda og rök- ræddu við fulltrúa breskra og hol- lenskra stjórnvalda.     Engin leið er að segja hversu mikiðógagn málflutningur manna á borð við Þórólf og áður Indriða H. Þorláksson, aðstoðarmann fjármála- ráðherra, hefur gert í þeim við- ræðum sem verið er að reyna að koma af stað. Hitt verður ekki af þeim tekið að þeir gera sitt ýtrasta. Þórólfur Matthíasson Barist fyrir breskum hagsmunum Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 3 skýjað Lúxemborg 0 heiðskírt Algarve 17 skýjað Bolungarvík -1 skýjað Brussel 2 heiðskírt Madríd 5 alskýjað Akureyri 0 alskýjað Dublin 5 skýjað Barcelona 11 skýjað Egilsstaðir 0 snjókoma Glasgow 3 skúrir Mallorca 14 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 2 alskýjað London 4 skúrir Róm 8 skúrir Nuuk 0 skýjað París 3 heiðskírt Aþena 14 skýjað Þórshöfn 3 skúrir Amsterdam 2 léttskýjað Winnipeg -16 léttskýjað Ósló -5 snjókoma Hamborg 0 heiðskírt Montreal -2 alskýjað Kaupmannahöfn -1 snjókoma Berlín -1 snjókoma New York 0 snjókoma Stokkhólmur -4 alskýjað Vín -3 skýjað Chicago -1 léttskýjað Helsinki -9 alskýjað Moskva -11 heiðskírt Orlando 8 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 17. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.06 0,4 8.12 3,9 14.27 0,4 20.28 3,8 9:17 18:08 ÍSAFJÖRÐUR 4.05 0,3 10.06 2,1 16.31 0,2 22.21 1,9 9:31 18:03 SIGLUFJÖRÐUR 0.30 1,2 6.23 0,2 12.42 1,2 18.44 0,1 9:14 17:46 DJÚPIVOGUR 5.27 1,9 11.37 0,2 17.40 1,9 23.52 0,2 8:49 17:35 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Fremur hæg norðlæg átt, en norðan 8-10 með austurströnd- inni. Stöku él norðan- og aust- antil, en annars léttskýjað að mestu. Frost 3 til 12 stig, kald- ast í innsveitum. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag Norðaustlæg átt, yfirleitt 8-15 m/s og snjókoma eða él, en þurrt og bjart að mestu um landið suðvestanvert. Frost 0 til 8 stig, mildast við sjóinn. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-10 m/s og él, einkum norðan- og austantil, en skýjað með köflum eða létt- skýjað og þurrt að kalla vest- anlands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. HUGSANLEGUR flutningur Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum í Grafarvogi hefur nú aftur verið tekinn til skoðunar, eftir að hafa verið á ís allt árið 2009. Að sögn Sigurðar Ingvarssonar, forstöðumanns á Keldum, var á sínum tíma búið að teikna þarfa- greiningaráætlun sem gerði ráð fyrir um 6.000 fm nýbyggingu vestast í Vatnsmýri þegar málinu var ýtt til hliðar, en nú verður byrjað upp á nýtt. Sá hönnunarkostnaður er ekki ljós, en að sögn Guðmundar R. Jónssonar, prófessors við véla- og iðntækniskor HÍ, er unnið að því að fyrir frum- hönnun á fyrsta áfanga yrði hann aldrei hærri en 200 milljónir. Flutningurinn hefur verið til skoð- unar allt frá árinu 2001 en hvorki verið skilgreind- ur í fjárlögum né settur á tímaáætlun. „Við erum að fara af stað með þetta aftur og nú er verið að spóla aðeins til baka,“ segir Sigurður. Keldur og Háskóli Íslands vinna að því að endur- skoða þarfagreininguna, en það er fyrst og fremst vegna þess að í fyrri áætlun var gert ráð fyrir því að Læknagarður og Eirberg yrðu rifin. Vegna kreppunnar hefur nú verið hætt við það og í staðinn stendur til að nýta þær byggingar að hluta undir Tilraunastöðina. Hún verður því ekki byggð frá grunni eftir þörfum starfseminnar eins og áður stóð til. „Það þarf að hugsa dæmið upp á nýtt út frá Læknagarði. Nákvæm staðsetning er ekki ljós, en það liggur alveg fyrir að þetta verður á sama svæði, nokkrum metrum til eða frá.“ Sigurður segir sannarlega þörf á breytingum. „Það er stöðug þróun á okkar fræðasviðum og allt- af að koma öflugri og betri tækni til að keyra þess- ar rannsóknir í gegn á stærri skala og það krefst betri aðstöðu, við sækjum nú þegar á þetta svæði til að nota tæki sem við höfum ekki.“ una@mbl.is 6.000 m² nýbyggingu ýtt til hliðar Eldri áætlanir um flutning Tilraunastöðvarinnar að Keldum endurskoðaðar Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Stóri bramafiskur (Brama brama) er ekki algengur fiskur við Ísland. Nokkuð hefur þó veiðst af honum fyrir sunnan land í nágrenni Vestmannaeyja og upp með vestur- og austurströnd lands- ins. Ekki er vitað til að slíkur fiskur hafi veiðst inni á Húnaflóa fyrr en nú fyrir nokkrum dögum. Sigurbjörn Berg, skipstjóri á Hildi GK, rak þess vegna upp stór augu þegar hann fékk einn slíkan á línuna í Birgisvíkurpollinum, sem er gjöfult veiðisvæði í vestanverðum Húnaflóanum. Bjössi, sem verið hef- ur á sjó í áratugi, hafði aldrei séð svona fisk áður og kom honum í hendur BioPol á Skagaströnd en það fyrirtæki er m.a. í samvinnu við Haf- rannsóknastofnun. „Ég þorði ekki að fara með hann heim og éta hann nema vita hvað kvikindið héti,“ sagði Bjössi, „Sá næsti endar í pottinum hjá mér.“ Sjálfsagt hefði verið í lagi fyrir Bjössa að borða fiskinn því stóri bramafiskur þykir góður matfiskur og er vinsæll sem slíkur á Spáni og Portúgal. Helstu heimkynni hans eru í Mið- jarðarhafinu og í Atlantshafinu við norðvesturstönd Afríku. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skrítinn Fiskurinn sem Hildur GK landaði er u.þ.b. 45 sentimetrar á lengd. „Ég þorði ekki að fara með hann heim“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.