Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ígær hófust,og eftir atvik-um héldu áfram, umræður um frumvörp sjáv- arútvegs- og land- búnaðarráðherra um stjórn fisk- veiða. Frumvörpin eru liður í þeirri viðleitni rík- isstjórnarinnar að veikja stjórnkerfi fiskveiða. Fleiri slík munu fylgja í kjölfarið ef marka má stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka sem að henni standa. Ríkisstjórnin hefur valdið miklu uppnámi í sjávarútveg- inum með umfjöllun sinni og stefnumörkun á þessu sviði. Áhyggjur manna ná þó miklu víðar því að hægur vandi er að sjá að nái stefnan fram að ganga er vegið að mikilvæg- ustu undirstöðu efnahagslífs þjóðarinnar og framtíð hennar sett í fullkomið uppnám. Aðrir atvinnuvegir og lífskjör al- mennings verða ekki ósnortin af þessu. Ragnar Árnason prófessor flutti á dögunum áhugavert erindi um þýðingu sjávar- útvegsins fyrir íslenskt þjóð- arbú og áhrif fyrningarleið- arinnar svokölluðu á sjávar- útveginn og þar með á þjóðar- búið í heild sinni. Í umfjöllun- inni kom fram að sjávar- útvegurinn væri „yfirgnæf- andi mikilvægasti grunn- atvinnuvegur þjóðarinnar“. Sem grunnatvinnuvegur hefði hann ekki aðeins bein áhrif á landsframleiðsluna, en þau metur Ragnar á 8-9%, heldur einnig óbein. Heildaráhrif sjávarútvegsins fyrir þjóð- arbúið eru að hans mati 16- 25% af landsfram- leiðslu, sem er mun hærra hlut- fall en hjá nokk- urri annarri at- vinnugrein. Ragnar bendir á að vinsældir kvótakerfisins fari nú vaxandi í heiminum og um 25% heimsaflans séu nú veidd undir slíku kerfi. Afleiðingar þessa hafi verið mjög jákvæð- ar, til að mynda hafi hag- kvæmni aukist og umgengni við auðlindina batnað, líkt og við þekkjum hér á landi. Forsendur kvótakerfisins, bæði hér og annars staðar, eru að öryggi ríki og að úthlutanir séu varanlegar og framselj- anlegar. Sé þessum meg- inreglum ekki fylgt minnkar hagræðið eða hverfur jafnvel alveg. Afleiðingar fyrning- arleiðarinnar eru að sögn Ragnars minni þjóðar- framleiðsla og fátækari þjóð. Ísland þarf ekki á því að halda að bæta áfalli á borð við fyrningarleiðina eða aðrar vanhugsaðar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða við önnur áföll sem dunið hafa yfir þjóð- ina. Nú þarf að styrkja und- irstöðurnar en ekki að höggva í þær. Ísland hefur verið í farar- broddi og fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að beitingu kvótakerfis í fiskveiðum. Það skýtur skökku við að nú þegar þetta kerfi hefur sannað gildi sitt og er orðið stærsta ein- staka stjórnkerfi fiskveiða í heiminum skuli sest að stjórn- artaumunum hér á landi rík- isstjórn sem vill varpa árangri síðustu áratuga fyrir róða. Þegar kvótakerfið hefur sannað sig í heiminum er öfug- snúið að ríkisstjórn Íslands vilji spilla því. } Frumvörp um fátækt Þrátt fyrir tafirog fyrirstöðu innan ríkisstjórn- arinnar eru mikil tækifæri til auk- innar iðnfram- leiðslu hér á landi á næstu misserum og árum. Kís- ilmálm- og sólarkísilverk- smiðja Thorsil sem fyrirhuguð er í Ölfusi er nýjasta dæmið um þetta en um allt land er að finna fjölda annarra svipaðra dæma og möguleikarnir eru miklir. Framkvæmdir á borð við verksmiðju Thorsil eru gríð- arlega flóknar og undirbún- ingsferlið viðkvæmt. Þess vegna er mikilvægt að allir leggist á eitt um að koma slík- um málum í gegn, en því hefur ekki verið að heilsa hér á landi síðastliðið ár. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem að málinu koma telja horfur um fjármögnun já- kvæðar, en verk- smiðjan ein kostar hátt í þrjátíu milljarða króna og gera má ráð fyrir öðru eins í virkjunarframkvæmdir. Töluverðir fjármunir bíða eftir að fá að koma til landsins og skapa ný störf. Í þessu til- viki er rætt um allt að 400 störf á byggingartímanum og 160 við framleiðsluna. Það munar um minna þegar fregn- ir berast af því að þúsundir manna hafi flutt af landi brott og stjórnvöld verða að fara að skynja að hlutverk þeirra er að auðvelda fjármagni til at- vinnuuppbyggingar leið inn í landið en ekki að standa í vegi fyrir því. Nú er brýnt að laða að fjármagn til at- vinnuuppbyggingar. } Tækifæri en líka fyrirstaða Þ að má merkilegt teljast hvernig svo einföld sannindi sem að hitastig í lofthjúpi jarðar hafi farið hækkandi á síðustu öldum og muni hækka enn hafa snúist upp í trúar- bragðadeilur – í stað þess að ræða hvað eigi að gera og hvort það eigi yfirleitt að gera nokkuð koma menn sér fyrir í skotgröfum og skjóta hver á annan og það býsna föstum skotum. Fyrir stuttu fékk Helgi Björnsson Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Jöklar á Ís- landi. Í ræðu hans þegar hann tók við verðlaun- unum fjallaði hann um jökla á Íslandi, sem von- legt var, og benti meðal annars á að í jöklunum væri vatnsforði sem svaraði til úrkomu á Íslandi í tuttugu ár, að jafndreifður um landið væri jök- ulísinn 35 metra þykkur og að hann væri að jafnaði um 350 metra þykkur þar sem jöklar eru. Það sér hver í hendi sér að jöklar þeir sem við nú höf- um arð af (vatnsaflsvirkjanir) hljóta að hafa myndast við kaldara loftslag en það sem nú er hér á landi, enda benti Helgi á það að miðað við núverandi meðalhita á Íslandi myndu ekki myndast jöklar, nema smájöklar á hæstu fjallatindum. Eins og hann orðað það svo vel „lifa“ jökl- arnir á eigin uppsöfnuðum sparnaði – sparnaði sem við njótum líka. Á Íslandi missa jöklar að jafnaði einn metra á ári af þykktinni jafnað yfir breidd þeirra – þeir bráðna því býsna hratt og stefnir í að þeir verði horfnir að mestu eða öllu leyti á næstu tveimur öldum eða svo; afrennsli verður mikið úr jöklunum alla þessa öld, en upptök ánna færast til og loks hverfur jökulvatnið, land rís og eldvirkni eflist, svo vitnað sé í orð Helga. „Það er óumdeilanleg eðlisfræði að mengun veldur hlýnun jarðar, jöklar bráðna hratt, þetta eru staðreyndir, niðurstöður mælinga.“ Nú blandast væntanlega engum hugur um það að Helgi Björnsson er einn af okkar fremstu vísindamönnum og þeir sem séð hafa bók hans hljóta að samsinna því að hún er vitn- isburður um merkilegt ævistarf og byggð á traustum vísindalegum heimildum. Það breytir því ekki að menn kasta hnútum að Helga fyrir bókina eins og til að mynda það gáfnaljós sem lét þetta vaða á Eyjunni: „Þessi Helgi Björns var í viðtali í sjónvarpinu um daginn. Einn sem hefur kolgleypt globalwarming-vitleysuna. Bókin án efa vel gerð og falleg en ég gef ekki fimmaura fyrir fræðin sjálf, a.m.k. að þessu leyti.“ Eitt af því sem lærist þeim sem fylgjast með umræðu á netinu er að oft er lítið að marka hana, en vill svo til að þar er að finna legíó af „sérfræðingum“ um þessi málefni, menn sem gera gys að þeim vísindum sem búa að því sem Helgi vísar til. Þeir eru þó sjaldan eða aldrei vísindamenntaðir; byggja skoðanir sínar ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda, en sækja þess í stað innblástur í pólitísk fræði og frasasöfn. Hvernig er hægt að eiga orðræðu við menn sem afneita óumdeilanlegri eðlisfræði? Erum við þá ekki búnir að færa okkur á svið hins yfirskilvitlega? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill „Globalwarming-vitleysan“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is Í slensk lög heimila ekki svo- kallaða staðgöngumæðrun, sem samkvæmt skilningi laganna er það þegar fram- kvæmd er tæknifrjóvgun á konu sem fallist hefur á að láta barnið af hendi strax við fæðingu. Fyrir skömmu skilaði vinnuhópur heilbrigðisráðherra áfangaskýrslu um staðgöngumæðrun, sem er ætl- að að verða grundvöllur upplýstrar umræðu um málefnið, og verður fylgt eftir með opnum fundi í næsta mánuði. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til þess hvort leyfa eigi stað- göngumæðrun, heldur bent á ýmis siðferðileg og læknisfræðileg álita- efni, og farið yfir hvernig löggjöf- inni er háttað í öðrum löndum. Um jákvæðar afleiðingar þess að leyfa staðgöngumæðrun þarf vart að fjölyrða. Ýmsir sjúkdómar, með- fætt legleysi og legnám er meðal þess sem veldur því að konur geta ekki getið börn, sem veldur þeim og mökum þeirra oft mikilli óhamingju. Í skýrslunni kemur fram að ætla má að verði staðgöngumæðrun leyfð hér á landi, en bundin við tilvik þar sem kona getur t.d. sökum sjúk- dóms í legi eða legleysis ekki getið barn, muni allt að fimm pör nýta sér þjónustuna á hverju ári. Jafnframt segir að flestar rannsóknir bendi til að ekki sé líffræðileg áhætta af staðgöngumæðrun, umfram það sem gildir um aðrar tæknifrjóvg- anir. Siðferðilegu álitaefnin við stað- göngumæðrun eru hins vegar fjöl- mörg, eins og bent er á í skýrslunni. Ber þar fyrst að nefna hættur sem fylgja því að heimila að pör eða ein- staklingar greiði konu fyrir að ganga með barn. Slíkt hlutgerir og niðurlægir þær sem selja þjón- ustuna, segir í skýrslunni, enda sé hætta á að litið sé á konuna sem hýsil utan um fóstur en ekki ein- stakling með tilfinningar og þarfir. Auk þess sé hætta á að með því verði litið á börn sem söluvöru. Þá sýnir reynslan frá löndum þar sem slík viðskipti eru leyfð að selj- endur þjónustunnar koma iðulega úr lægri þjóðfélagsstéttum, benda skýrsluhöfundar á, sem býður t.d. hættu á arðráni heim. Hætta á að verði markaðsvara Flest lönd sem á annað borð heimila staðgöngumæðrun banna af ástæðum sem þessum að slík þjón- usta sé veitt í hagnaðarskyni. Engu að síður er greiðsla vegna kostnaðar og jafnvel miska iðulega leyfileg. Upphæðirnar sem skipta um hend- ur geta því verið umtalsverðar, sem veldur því að erfitt er að koma í veg fyrir að staðgöngumæðrun verði að markaðsvöru ef hún á annað borð er leyfð, segja skýrsluhöfundar. Staðgöngumæðrun sem hreinni „velgjörð“ fylgja einnig ýmis sið- ferðileg vandamál. Staðgöngumóðir myndar t.d. oft sterk tengsl við barn, jafnvel þótt það sé henni líf- fræðilega óskylt, og getur því valdið henni miklum sálrænum erfið- leikum að gefa það frá sér. Þá er í skýrslunni bent á að ef það að ganga með barn fyrir aðra konu verður viðtekin lausn á ófrjósemi, sé hætt við því að konur sem næst standa þeim sem ekki geta alið barn upplifi sig þvingaðar til að bjóða sig fram sem staðgöngumæður. Á að heimila stað- göngumæðrun? Morgunblaðið/Ásdís Myndar tengsl Það getur tekið mikið á konur að afhenda börn sem þær hafa gengið með, jafnvel þótt þau séu þeim líffræðilega óskyld. Fjölmörg siðferðileg og lagaleg álitaefni fylgja staðgöngumæðr- un. Vinnuhópur heilbrigðis- ráðherra skilaði nýverið skýrslu um staðgöngumæðrun, sem fylgt verður eftir með opnum fundi. Í athugasemdum með frum- varpi frá árinu 2008 um breyt- ingar á lögum um tæknifrjóvg- un, en lög þau heimila ekki staðgöngumæðrun, kemur fram að helsta lögfræðilega álitaefnið við staðgöngumæðr- un sé hvernig skilgreina skuli móðerni barnsins. Skv. gild- andi reglum telst kona sem fæðir barn sjálfkrafa móðir þess. Í skýrslu vinnuhóps heil- brigðisráðherra, sem í sitja Guðríður Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri hjá ráðuneytinu, Kristján Oddsson yfirlæknir og Ástríður Stefánsdóttir dósent, kemur fram að staðgöngu- mæðrun sé hvergi heimil á Norðurlöndum. Er bent á mikil- vægi þess að samræmi sé á milli löggjafarinnar hér á landi og í þeim löndum sem við höf- um mest samskipti við. Í flestum löndum Evrópu er staðgöngumæðrun ekki heldur leyfð. Þó er staðgöngumæðrun t.a.m. leyfileg á Bretlandi, en ekki í hagnaðarskyni. Í Banda- ríkjunum eru reglur mjög mis- jafnar eftir fylkjum, en Indland er eitt þeirra landa þar sem nánast fullkomið frjálsræði rík- ir um staðgöngumæðrun. Víðast hvar bannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.