Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • SÍ A • 9 22 3 0 DCD945B2 Öflug 12 V borvél m. höggi 3ja gíra, 0-450/1200/1800 Hersla 44 Nm. 2x2,6 Ah Ni-Mh rafhlöður. 40 mín. hleðslutæki. Taska fylgir. Borvél m. höggi 12 V 66.900 Áður kr. 79.900 TILBO Ð Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is UM helmingur skattaskjóla heimsins tengist Bretlandi á einn eða annan hátt og hefur stjórn Verkamanna- flokksins nánast ekkert beitt sér í að uppræta spillinguna sem þar fyrir- finnst frá því hún komst til valda 1997. Þetta segir John Cristiansen, hag- fræðingur og formaður ritararáðs samtakanna Tax Justice Network, al- þjóðlegs hóps fræðimanna og bar- áttufólks sem vinnur að rannsóknum á skattkerfum og ýmsu misferli. Nægir þar að nefna ýmsa fjár- glæfra sem við- gangast í skatta- skjólum og á „aflandseyjum“ og alþjóðleg und- irboð skatta, oft af hálfu smáríkja. Aðspurður um aðgerðir breskra jafnaðarmanna til að sporna gegn skattsvikum segir Christiansen að Tony Blair, forveri Gordons Browns í embætti forsætisráðherra, hafi heitið aðgerðum í þessa veru fyrir kosning- arnar 1997 en svo lagt áformin á hill- una eftir valdatökuna. Christiansen er ekki bjartsýnn á að þetta muni breytast með líklegri valdatöku íhaldsmanna, undir stjórn Davids Camerons, í kosningunum framundan og vísar til þess að lög- fræðingurinn John Maples, einn nán- asti ráðgjafi Camerons, sé tengdur fyrirtæki á Cayman-eyjum þar sem hvorki fleiri né færri en 12.000 fyr- irtæki eru skráð í sama húsinu. Stefni ekki ríkjum í gjaldþrot Inntur eftir því hvort hann taki undir með Martin Wolf, einum rit- stjóra Financial Times, að Icesave- byrðin sé of þung fyrir Ísland miðað við stærð hagkerfisins bendir Christi- ansen, sem hefur árum saman unnið með Evu Joly, á að ekki sé skynsam- legt að stefna ríki í gjaldþrot. For- gangsmál sé að endurreisa hagkerfið og rétta yfir fjármálamönnum hafi þeir gerst brotlegir við lögin. Christiansen flytur erindi í sal ReykjavíkurAkademíunnar á fundi Attac-samtakanna JL-húsinu kl. 20 í kvöld. Meira á mbl.is Um helmingur skattaskjóla er tengdur Bretlandseyjum Formaður baráttu- samtaka varar við Icesave-byrðum John Christiansen REIÐI vegna meintra kynferðisbrota gagnvart unnustu og fleiri stúlkum var ástæða skotárásar við Þverársel í Reykjavík sl. haust. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi byssumanninn, Birki A. Jónsson, 25 ára, í sex ára fangelsi fyrir skotárás og tilraun til manndráps. Dóminum verður áfrýjað til Hæstaréttar að sögn Brynjars Níelssonar, verjanda Birkis. Birkir var ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann játaði að hafa hleypt af haglabyssu á húsráðanda. Réttarhaldið var lokað vegna þáttar unnustu ákærða í málinu. Unnustan var einnig handtekin í tengslum við málið, en hún hafði áður kært mann, sem var í húsinu sem skotið var á, fyr- ir kynferðisbrot, þó ekki þann sem varð fyrir árásinni. Lögregla hafði á fyrri stigum tekið það mál til rann- sóknar en lét það niður falla. Unnust- unni var sleppt úr haldi lögreglu eftir skýrslutöku. Mildi að húsráðandi slapp Mikil mildi þótti að húsráðandi skyldi sleppa nánast ómeiddur en Birkir var ákærður fyrir að hafa bankað á útidyrnar og, þegar húsráð- andi opnaði, rekið byssuhlaupið í enni hans og síðan skotið fimm skotum úr haglabyssunni á húsið. Húsráðandan- um hafði þá tekist að loka dyrunum og stóð fyrir innan þær. Tvö skotanna hæfðu hurðina en þrjú fóru inn í íbúð- ina í gegnum rúðu við útidyr. Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni, að verknaður Birkis hafi verið stórhættulegur og beinst að lífi og heilsu mannsins sem hann skaut á. Af framburði ákærða og vitna verði ráðið að Birkir hafi verið í hefndarhug þeg- ar hann hélt af stað með haglabyssu um nóttina. Þó verði ekki fullyrt að ásetningur hans til skotárásarinnar hafi myndast fyrr en húsráðandinn skellti aftur hurðinni. Fram kemur í dóminum, að Birkir sagðist hafa verið búinn að neyta áfengis þetta kvöld. Þá hafði hann einnig tekið 100 ml af hormónalyfinu testósteróni tvisvar sinnum í viku síð- ustu þrjá mánuði áður en þetta gerð- ist. Hann sagðist þó ekki hafa fundið fyrir skapgerðarbreytingum vegna þessara lyfja. Auk fangelsisdómsins var Birkir dæmdur til að greiða hús- ráðanda bætur sem og málsvarnar- laun. sbs@mbl.is Byssumaður fær sex ár  Skaut á hús í Þverárseli  Í hefndarhug vegna kynferðislegrar áreitni húsráð- anda og félaga hans  Stórhættulegur verknaður  Fimm skot á hurð og rúðu „HJÓLREIÐAR geta orðið vaxtarbroddur í ferðaþjónustu ef vel er að því staðið,“ segir Stefán Helgi Valsson, leiðsögumaður hjá Ice- land Bike – Reykjavík Bike Tours, fyrirtæki sem sérhæfir sig í reiðhjólaferðum um borg- ina með leiðsögn. Í kynningarskyni hefur fyrirtækið boðið fólki upp á ókeypis hjólreiða- ferðir, þar sem er lagt upp vestur í bæ og far- ið um Kvosina, suður í Vatnsmýri og vestur á Ægisíðu. „Það er afar mismunandi hversu margir koma með í hvert sinn. Suma daga er þetta svolítill hópur en í annan tíma er messu- fall. Einstaka ferðamenn sem koma með okk- ur í hjólreiðaferð láta okkur fá lítilræði í þjórfé, en menningin fyrir slíku hér á landi er ekki sterk. Þegar kemur fram á sumarið er meiningin að innheimta gjald fyrir þjón- ustuna,“ segir Stefán Helgi. Hann segir að í mörgum af helstu höfuðborgum heimsins, til dæmis Kaupmannahöfn, London, Berlín og París, séu starfrækt fyrirtæki sem bjóða upp á samskonar þjónustu. Á myndinni má sjá Stefán Helga með ferða- mönnum á Austurvelli í gær. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar HJÓLAR ÓKEYPIS MEÐ FERÐAMENN UM BORGINA HERMANN Valsson, varaborg- arfulltrúi VG, greiddi atkvæði með tillögu Ólafs F. Magnússonar í borgarstjórn í gær, um að Reykjavík og Álftanes hæfu sameiningar- viðræður. Borgarfulltrúar meiri- hlutans svöruðu útspili Ólafs með frávísunartillögu. Atkvæðagreiðsla um þá tillögu fór fram með nafna- kalli þar sem allir í meirihlutanum sögðu já. Lína minnihlutans var að sitja hjá. „Hann situr hjá,“ kallaði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, yfir borgarstjórnarsalinn þegar ljóst var að Hermann hefði greitt at- kvæði með tillögu Ólafs. Urðu snörp orðaskipti vegna þessa. Ákvað for- seti borgarstjórnar því að endurtaka atkvæðagreiðsluna þar sem Her- mann undirstrikaði óbreytta afstöðu með atkvæði sínu. sbs@mbl.is Sagði nei en átti að sitja hjá Sóley TómasdóttirHermann Valsson Árásarmaðurinn, Birkir Arnar Jónsson, var metinn sakhæfur af geðlækni. Sá telur að Birkir hafi verið undir áhrifum áfengis þeg- ar brotið var framið. Þá sé þekkt að „sterar valdi hegðun- arbreytingu eins og aukinni árásargirni og hvatvísi,“ segir í dómnum. Mál kærustu ákærða hafi þó verið honum efst í huga og gert útslagið um gjörðir hans. Þessi geðrænu einkenni leiði þó ekki til ósakhæfis, skv. 15 grein hegningarlaga, eða komi í veg fyrir fangavist eða refsingu. Sterar juku hvatvísi FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins mun í næstu viku mæla með því að aðildarviðræður hefjist við Ísland. Þetta hafði Reut- ers-fréttastofan eftir embættis- manni hjá ESB í gær. „24. febrúar mun fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins senda frá sér álit þar sem mælt er með að aðildarviðræður hefjist,“ hafði Reuters eftir embættismanninum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði eftir fund með José Manuel Barroso, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, í byrjun febr- úar að ef umsókn Íslands fengi já- kvæðar viðtökur á fundi framkvæmdastjórnarinnar yrði hún tekin fyrir á leiðtogafundi Evrópu- sambandsins í mars. Í samtali við ríkissjónvarpið í gær sagðist Jóhanna fagna þessari nið- urstöðu. Nú gæti fólk hætt að tengja saman aðildarviðræðurnar og lausn Icesave-málsins. Þegar mynd kæm- ist á umsóknarferlið yrðu viðhorf til aðildar jákvæðari en þau væru nú. Mun mæla með viðræð- um við Ísland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.