Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 FÖSTUDAGINN 29. janúar síðastliðinn á hinu háa alþingi svaraði forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurð- ardóttir, undirbúinni fyr- irspurn samflokksmanns síns, Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur, sem felur í sér að landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðuneytið verði lagt niður í núverandi mynd, nokkuð sem er lengi búið að vera baráttumál fyrst Alþýðuflokksins og nú Samfylkingarinnar, sem tengir þetta baráttu fyrir aðild að Evrópusambandinu. Í svari sínu vísar forsætisráðherra ítrekað til „stjórnarsáttmála“ flokkanna tveggja, Samfylkingar og Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og segir orðrétt, „enda er þetta kirfilega neglt niður í stjórnarsáttmálann og það sem er í stjórn- arsáttmálanum hefur auðvitað ríkisstjórnin skyldur til að framkvæma, báðir flokkarnir“. Eftir áratugi í stjórnmálum hlýtur Jóhanna að vita að talsverður munur er á stjórnarsátt- mála og yfirlýsingu um samstarf, eins og plaggið heitir í raun og veru. Og, ef um ein- hverjar skyldur er að ræða í þessu samstarfi, væri þá ekki nær að forgangsraða í þágu al- mennings. Í yfirlýsingunni segir m.a. „Mark- mið allra endurbóta í heilbrigðisþjónustu og almannatryggingakerfi eiga að vera jöfnuður, gott aðgengi, gæði, öryggi og hagkvæmni“ og „Dregið verði úr vægi verðtryggingar í lána- viðskiptum.“ Ekki verður betur séð en að Samfylkingin leggi mun meiri áherslu á að koma íslenskri þjóð undir erlend yfirráð en hagsmuni almennings í landinu. Þess ber að minnast að í sitjandi ríkisstjórn sitja þrír ráð- herrar, sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í aðdraganda hrunsins og gætu þurft að svara fyrir ábyrgð sína sem ráðherrar þann tíma. Í svari Jóhönnu kemur einnig fram að undirbúningur að afsetningu landbún- aðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé á fullu í forsætisráðuneytinu og frumvarp komið lang- leiðina þrátt fyrir andstöðu Vinstri grænna, a.m.k. hluta þeirra eins og hún orðaði það. Hún minnist ekki á að fjölmörg hagsmuna- samtök í landbúnaði og sjávarútvegi hafa ályktað gegn þessu, auk sveitarstjórna. Fjöl- mennur flokksráðsfundur VG samþykkti sam- hljóða ályktun til varnar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu, þar með talinn for- maður og varaformaður flokksins. Sam- ræðustjórnmál Samfylkingarinnar þessa dag- ana virðast snúast um að beita afli og óvægni gegn öllu og öllum, með hótun um stjórn- arslit, til að koma gæluverkefnum sínum í framkvæmd. En eitt er víst að landsmenn vilja áfram öflugt sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneyti. Öflugt eins og ráðuneytið hef- ur reynst undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Hvað sem óskum Samfylkingarinnar líður um annað. GÍSLI ÁRNASON, Skagafirði. Við sama heygarðshornið Frá Gísla Árnasyni Gísli Árnason UNDIRRITAÐUR birti grein í Morgunblaðinu hinn 6.2. síðastliðinn undir fyrirsögninni „Sann- leikurinn um gjafakvótann“. Við vinnslu grein- arinnar fór undirritaður inn á vef Fiskistofu til að fá staðfestingu á þeim var- anlegu aflaheimildum sem hann hefur keypt. Undirrit- aður áttaði sig ekki á því að á vef Fiskistofu kemur ein- ungis fram núverandi nafn skips í upplýsingum um aflahlutdeildarfærslur, hafi nafni skips verið breytt frá því að aflahlutdeildar- færslan átti sér stað kemur fyrra nafn skipsins ekki fram. Í einhverjum til- fellum hafa skip skipt um eigendur og þar af leiðandi um nafn frá því að undirritaður keypti kvótann. Í greininni kemur fram að árið 2006 hafi ver- ið keypt 110 tonn af þorski, 16 tonn af ýsu og sex tonn af ufsa af Sveinbirni Jakobssyni SH-10 (1054), undirritaður vill taka fram að þessi kvótakaup tengjast ekki á neinn hátt núverandi eiganda bátsins sem er Útgerðarfélagið Dverg- ur hf. í Ólafsvík. Kvótinn var keyptur af fyrri eigendum bátsins sem hét þá Sæbjörg ST-7 (1054). Í samtölum undirritaðs við núverandi eigendur bátsins kom fram að þeir hafa aldrei selt frá sér kvóta, heldur einungis keypt og leigt til sín aflaheimildir. Ennfremur kemur fram í grein minni að keypt hafi verið árið 2005 77 tonn af þorski, fjögur tonn af ýsu og 15 tonn af ufsa af Val ÍS-18 (1324). Þessi bátur hefur einn- ig skipt um eigendur og nafn frá því að kaupin voru gerð og tengjast þessi viðskipti núverandi eigendum bátsins ekki á neinn hátt. Þegar und- irritaður keypti aflahlutdeildina af bátnum hét hann Bjarni Gísla SF (1324). Að auki hefur undirritaður fengið upplýs- ingar um það að eitt tonn af þorski, sem und- irritaður keypti árið 2008 og var flutt af Esjari SH-75, hafi einungis verið í geymslu hjá þeim bát, seljandi þess kvóta hafi verið eigandi báts- ins Gróttu KÓ-3 (1777). Vill undirritaður biðja hlutaðeigandi aðila velvirðingar á þessum rang- færslum. Ástæðan fyrir því að undirritaður tók fram nafn þeirra báta sem keyptar varanlegar aflaheimildar voru fluttar frá, frekar en eig- endur að bátunum, er sú að hægt er að sann- reyna á vef Fiskistofu aflahlutdeildarfærslur á milli báta síðustu tíu kvótaár. Eftir sem áður stendur efnisinnihald greinar minnar, í gegnum árin hefur undirritaður keypt til sín af var- anlegum aflaheimildum 717 tonn af þorski, en úthlutun á þorskkvóta fyrir kvótaárið 2009- 2010 er 551 tonn af þorski. Þennan „gjafakvóta“ ætla stjórnvöld að fara að taka eignarnámi. MATTHÍAS ÓSKARSSON, útgerðarmaður Bylgju VE-75. Meira um sannleikann um gjafakvótann Frá Matthíasi Óskarssyni Matthías Óskarsson Blessaður Össur. Mér hefur alltaf þótt barnsleg ein- lægni þín gera þig trúverðugan stjórn- málamann. Það gerir þig svo mannlegan í þessum pólitíska stormi sem gengið hefur yfir Ísland. Það var gaman að sjá þig í fréttum RÚV sl. föstudagskvöld þar sem þú horfðir á EXPO 2010 prufuuppsetninguna og gast varla ráðið þér fyrir kæti. Þú áttar þig á nauðsyn þess að taka þátt í EXPO, til að kynna land og þjóð fyrir umheiminum. Sérstaklega núna þegar álit út- lendinga á okkur er í sögulegu lág- marki. Eins og þú veist þá er EXPO 2010 íslenskt hugverk sem samanstendur af kvikmynduðu myndmáli, umhverfishljóðum og ís- lensku tónverki. Mikla fagmennsku þarf til að halda utan um verkefni sem þetta og framkvæma. Það mætti segja mér að yfir 50 manns hafi haft atvinnu af þessu verkefni með einum eða öðrum hætti. Það kom fram í fréttum að þessi kynn- ing kostaði íslenska ríkið um 200 milljónir og að þér finnist það síst of mikið. Ég er sammála þér. Þarna hefur tæknin sem Íslend- ingar eru svo fljótir að tileinka sér hjálpað öðru fremur við að halda kostnaðinum niðri. Sem dæmi, þá var myndmálið í EXPO 2000 myndað á 35 mm filmu en það var tekið upp stafrænt fyrir EXPO 2010. Þetta þýðir að fyrir 10 árum þurfti að kaupa filmuna erlendis frá, síðan leigja myndavélina frá útlöndum sem og linsurnar og flest það sem kom nálægt myndavélinni. Átekna filman var síðan send út í framköllun og framkallaða efnið sent aftur heim, til að hægt væri að klippa það saman. Þegar klipp- ingu myndefnisins var lokið þá fór leikstjóri og/eða tökumaður út til að litaleiðrétta lokaútgáfuna. Þetta er mjög kostnaðarsamur ferill og fer nær allur fram í erlendum gjaldmiðli. Í dag þarf ekki að not- ast við filmu, og því helst stór hluti af þeim peningum, sem annars hefði þurft að nota er- lendis, í landinu. Framleiðslufyrirtæki hafa auk þess á liðn- um árum fjárfest í stafrænum upp- tökubúnaði, linsum og flestu því sem þarf að nota við kvikmynda- töku. Til að átta sig á þessari framþróun þá voru árið 2009 frum- sýndar fimm kvik- myndir í fullri lengd sem áttu það sameiginlegt að vera kvikmyndaðar stafrænt. Þá eru ótalin önnur verk eins og heim- ildamyndir, stuttmyndir og annað sem einnig rötuðu í kvikmynda- húsin. Árið 2006 var ein kvikmynd í fullri lengd kvikmynduð stafrænt samkvæmt Kvikmyndamiðstöð Ís- lands. Tilgangur þessa bréfs er að vekja ráðherra til umhugsunar. Hvernig hefur hann hugsað sér að standa að nauðsynlegri landskynn- ingu eins og t.d. EXPO 2015 þegar stjórnin sem hann er meðlimur í áformar niðurskurð sem mun ganga af íslenskri kvikmyndagerð dauðri? Nú hef ég ekkert á móti eðlilegum niðurskurði og átta mig á því að það er nauðsynlegt að skera niður út af ástandinu í þjóð- félaginu. Ég meira að segja mælist til þess að frekar verði skorið nið- ur í kvikmyndagerðinni heldur en í t.d. mennta- og heilbrigðismálum. Það sem ég vil er að jafnræðisregl- unni sé haldið til haga og að nið- urskurður í kvikmyndagerðinni sé sá sami og í sambærilegum at- vinnugreinum. Virðingarfyllst. Opið bréf til utanríkisráðherra Eftir Tómas Örn Tómasson » Það sem ég vil er að jafnræðisreglunni sé haldið til haga og að nið- urskurður í kvikmynda- gerðinni sé sá sami og í sambærilegum atvinnu- greinum. Tómas Örn Tómasson Höfundur er kvikmyndatökumaður og starfar við íslenska kvikmynda- gerð. ÞESSA spurningu hefur mátt lesa á net- inu frá ársbyrjun 2009 á www.hann- arr.com, jafnframt var félagsmálaráð- herra og Vinnu- málastofun sent er- indið. Þá voru 10.000 at- vinnulausir á landinu. Nú rúmu ári síðar eru atvinnulausir orðnir 17.000 sam- kvæmt Vinnu- málastofnun og fer enn fjölgandi. Svarið í flestra huga við fram- angreindri spurningu er og hefur auðvitað verið nei, en til að- gerða til að sporna við þróuninni hefur ekki verið gripið, a.m.k. ekki sem hafa dugað. Sé það haft í huga að í opinbera geir- anum varð fjölgun starfa um 300 sam- kvæmt nýjustu frétt- um, á árinu 2009, í stað þess að þar hefði átt að fækka störfum um 3.000 til að halda í við fækkun á almenna vinnumark- aðnum, þá má halda því fram að á þessu tímabili hafi atvinnulausum fjölgað um 10.000 alls og hafi at- vinnuleysið því nú þegar náð fram- angreindu marki, þ.e. 20.000 manns atvinnulausir. Laun þessa fólks greiðast jú með sköttum okkar hinna. Einnig má nefna brottflutta um- fram aðflutta sem eru á árinu um 3600 (2700 jan.-sept.) og sem er í raun útflutningur á atvinnuleysi, en þeir eru ekki teknir með í þessum tölum, enda erum við ekki í bili að greiða þeim atvinnuleysisbætur. Atvinnulausir kosta samfélagið mikið í beinum útgjöldum og einnig í glötuðum skatttekjum. Sé reiknað með að hver atvinnulaus kosti sam- félagið 2,5 miljónir króna á ári (ónákvæm tala) og að atvinnuleysið sé 17.000 manns þá er heildar- upphæðin 42,5 milljarðar á ári. Sé miðað við 20.000 manns er sú upp- hæð 50 miljarðar. Á þetta er bent vegna þess gríð- arlega kostnaðar sem samfélagið ber vegna þessarar stöðu og nú einnig vegna þess að ekki hefur tekist að snúa þessari þróun til betri vegar. Grein okkar fyrir ári var sett fram sem við- vörun um það hvert stefndi og samtímis var þar sett fram hugmynd um það hvað mætti gera til að snúa þróuninni við á sem skemmstum tíma og með sem minnstu fjármagni. Einnig var á það bent að þó að aðferðin myndi binda töluvert fé í nokkurn tíma þá kostuðu aðgerðirnar ekkert, þvert á móti myndu þær skila góðum hagnaði inn í samfélagið. Hér var sem sé um að ræða að ríkið legði fram pening í formi lána sem það fengi til baka á nokkrum árum á sama verðgildi a.m.k. og fengi í staðinn ákveðinn fjölda starfa hjá þeim sem ættu kost á þessari lánafyrirgreiðslu. Valdar væru greinar sem skiluðu flestum störfum og jafnframt sem bestri afkomu og eftirlit væri haft með að þetta skilaði þeim störfum sem samið væri um. Í dag (8.2. 2010) birtist í fjöl- miðlum frétt um það að Actavis ætlaði að fjárfesta hér á landi um 900 milljónir króna og skapa með því 50 störf í sinni lyfjafram- leiðslu. Með afleiddum störfum verða þetta væntanlega 100-150 störf og miðað við það er fjárfest- ingin 6-9 milljónir króna á hvert starf. Þetta er nákvæmlega það sem við bentum á fyrir ári, bæði upphæðir og atvinnugrein. Þetta má gera miklu víðar, gera strax og gera kerfisbundið þannig að at- vinnutækifærin verði til á þeim stöðum þar sem þau verða flest og jafnframt verðmætust til lengri tíma litið. Hagnaður hins opinbera af nýj- um störfum kemur fyrst og fremst fram í minni greiðslum til atvinnu- lausra, en einnig í auknum skatt- tekjum hins opinbera frá þessum sömu einstaklingum og þeirra vinnuveitendum. Auk þessa mundu þeir einstaklingar sem fengju vinnuna verða eðlilegir neytendur að nýju og gætu staðið undir sínum skuldbindingum í rík- ari mæli en nú og keypt vöru og þjónustu á eðlilegan hátt og stuðl- að þanig að því að koma á eðlilegu ástandi í þjóðfélaginu á ný. Viljum við sjá 20 þúsund manns atvinnulausa á Íslandi ? Eftir Sigurð Ingólfsson » Grípa þarf til að- gerða gegn atvinnu- leysi í landinu, til hags- bóta fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild – eftir hverju er verið að bíða? Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hannarr ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.