Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 48. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-. *//,)- )*),+0 *1,10 *),2.. )+,3)) ))0,+1 ),-)32 ).2,.. )+-,/-  456  4 )3" 7 58 5 */)/ )*+,+. *//,31 )**,)- *1,--0 *),331 )+,331 )).,/3 ),-*/3 ).3,2+ )+-,21 *1/,*20 %  9: )*0,/. */),)* )**,2 *1,2)3 *),+*+ )+,+)2 )).,1. ),-*-+ ).+,)2 )+2,/* Heitast 0°C | Kaldast 11°C Norðaustan 1-7 m/s, skýjað með köflum eða léttskýjað og þurrt að kalla á vestanverðu landinu » 10 25 myndbönd og 50 stuttmyndir frá 20 löndum á Northern Wave-kvikmyndahá- tíðinni á Grundar- firði. »32 KVIKMYNDIR» Stór North- ern Wave FÓLK» Stórstjörnur á dreglinum í Berlín. »35 Crymogea sérhæfir sig í íslenskum ljós- mynda- og lista- verkabókum og leggur áherslu á al- þjóðlega útgáfu. »27 BÓKMENNTIR» Ljósmyndir og listaverk TÓNLIST» Söngkeppni framhalds- skólanna er 20 ára. »28 AF MÁLMI» Trivium glímir við sex höfða sæskrímsli. »31 Menning VEÐUR» 1. Skíðastúlkurnar eru fundnar 2. Förgun pólsks tóbaks stöðvuð 3. Mestu búferlaflutningarnir 4. Allt sprakk í loft upp  Íslenska krónan styrktist um 0,4% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Himnaríki og helvíti (Entre ciel et terre) eftir Jón Kalman Stef- ánsson kemur út í Frakklandi á morgun. Dómur birtist í vikuritinu Hebdomadaire og þar segir meðal annars að Jón Kalman sé einn mesti höfundur Íslands á vorum tímum og með ólíkindum sé að þetta sé fyrsta bók hans sem þýdd er á frönsku. Sagan sé sérstaklega fallega sögð og athyglin verði ávallt að vera vak- andi, annars sé hætta á að maður missi af einhverju stórfenglegu smá- atriði, athugasemd eða orðaskiptum persónanna. BÓKMENNTIR Jón Kalman fær glimrandi góða dóma í Frakklandi  Stefán Hrafns- son fór á kostum í gærkvöld þegar Skautafélag Akur- eyrar vann stór- sigur á Birninum, 6:0, á Íslands- mótinu í íshokkí. Stefán skoraði fjögur mörk og sagði við Morgunblaðið að hann hefði loks- ins „dottið í gírinn“. Akureyringar tryggðu sér með þessu réttinn til að leika til úrslita um Íslandsmeistara- titilinn en SR og Björninn kljást um að fá að mæta þeim. ÍSHOKKÍ Stefán datt í gírinn og SA vann þar með stórsigur  Leikritinu Góðir Íslendingar hefur verið boðið á leik- listarhátíðina Neue Stücke aus Eur- opa, eða Ný leikrit frá Evrópu, sem haldin verður í Wiesbaden 17.-24. júní. Góðir Ís- lendingar er í sýningum í Borgar- leikhúsinu og segir í tilkynningu frá því að hátíðin sé virtasta alþjóðlega leiklistarhátíð heims í flokki þeirra sem einbeiti sér að nútímaleikritum. Höfundar verksins eru Hallur Ing- ólfsson, Jón Atli Jónasson og Jón Páll Eyjólfsson. LEIKLIST Góðum Íslendingum boðið á Ný leikrit frá Evrópu OFT hefur verið bent á mikilvægt gildi íþrótta en það er eitt að æfa með heilsuna fyrst og fremst í huga og annað að æfa með árangur í keppni að leiðarljósi. Á dögunum veitti Íþróttabandalag Reykjavíkur um 650 reyk- vískum íþróttamönnum frá 13 ára aldri viðurkenningar fyrir Íslandsmeist- aratitla í fyrra. Í hópnum voru þrír bekkjarfélagar í 9. KI í Réttarholts- skóla, badmintonmeistarinn Sara Högnadóttir, júdómeistarinn Aron Brandsson og skylmingameistarinn Böðvar Freyr Stefnisson. Meistararnir setja markið hátt og einn stefnir á Ólympíuleikana 2016. | 15 Þrír meistarar í bekknum Júdómeistari Aron Brandsson Morgunblaðið/Golli Badmintonmeistari Sara HögnadóttirSkylmingameistari Böðvar Freyr Stefnisson Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is NOKKRAR alþjóðlegar hótel- keðjur hafa sýnt áhuga á að reka hótel við Austurhöfnina við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stærð hótelsins er hins vegar ekki sú sama og gert var ráð fyrir í upphafi; engar íbúðir er lengur að finna í hótelinu og her- bergjum hefur verið fækkað. Áfram er gert ráð fyrir að þarna rísi lúxushótel og ef markmið nást gæti það orðið árið 2013. Pétur J. Eiríksson, stjórnarfor- maður Situsar, sem hefur meðal annars með fasteigna- og rekstrar- félag hótels við Austurhöfnina að gera, segir að fyrsta skrefið hafi verið að gera upplýsingarit um þetta hótel í hjarta Reykjavíkur. Þýskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í hótelbyggingum og -rekstri, vann skýrsluna. Næst á dagskrá er að kynna hótelkeðjum verkefnið og vekja áhuga þeirra og síðan að finna fjárfesta. Meiri áhyggjur af fjárfestum „Þessi skýrsla liggur fyrir og þreifingar hafa átt sér stað við nokkrar hótelkeðjur,“ segir Pétur. „Nokkrar keðjur hafa mikinn áhuga á Reykjavík og í stöðunni hef ég meiri áhyggjur af fjár- festum. Orðspor Íslands hefur beð- ið hnekki og veikur og sveiflugjarn gjaldmiðill er ekki aðlaðandi fyrir fjárfesta. Venjan er sú að fjárfest- irinn byggir húsnæðið sem hót- elkeðjan síðan leigir, en þessir að- ilar útfæra teikningar í samein- ingu.“ Í deiliskipulagi er hámarkshæð hótelsins sex hæðir og er enn mið- að við þá hæð. Grunnflötur getur hins vegar dregist saman frá því sem skilgreint er sem hámark í deiliskipulagi. „Ég reikna með að húsið verði minna en reiknað var með í upp- hafi. Áður var áformað að þarna risi hótel með 390 herbergjum og 100 íbúðum. Búið er að taka allar íbúðirnar út og nú er miðað við að herbergin verði 250-350. Það er markmið okkar að opna þetta hótel árið 2013, en þá þurfa allar okkar áætlanir um samstarf við hótelkeðju og fjárfesta að ganga upp,“ segir Pétur J. Eiríks- son. Hótelkeðjur sýna áhuga en hótelið verður minna  Stefnt er að því að lúxushótel á hafnarbakkanum taki til starfa árið 2013  Ekki er lengur gert ráð fyrir 100 íbúðum „ÉG er búin að vera á ferðalagi núna í eitt ár og fjóra mánuði að ég held. Við erum búin að fara út um allt; Ástralía, Japan, Ameríka … þetta er búið að ganga rosalega vel,“ segir Emilíana Torrini sem heldur þrenna tónleika í Háskólabíói um helgina. Hún segir að sig hafi svo langað til að enda ferðalagið hér heima. „Þetta er svona afsökun fyrir því að komast heim! Mér finnst eitthvað afslappandi við að fara að spila hérna, og þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem ég finn fyrir slíku.“ | 28 Endalokin Emilíana Torrini. Langaði að enda heima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.