Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Þessi í nýju umbúðunum bráðnar alveg jafn hratt. Ég tók tímann! eftirfyrir rifinn mozzarellaostur í nýjum umbúðum Þú finnur girnilegar uppskriftir með mozzarellaosti á www.gottimatinn.is NÝJAR UMBÚÐ IR Mozzarell a er nú hlu ti af Gott í m atinn línunni H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -0 0 7 1 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ORÐ fá ekki lýst þakklæti Betötu Morzine Scott í garð íslensku björg- unarsveitanna sem fundu hana og ell- efu ára son hennar eftir að þau höfðu verið týnd í átta tíma á Langjökli í ofsaveðri sl. sunnudag. „Þegar mér var sagt að 300 manns væru að leita að okkur ætlaði ég varla að trúa því,“ segir hún. „Þeir björguðu lífi okkar. Ég var þrekuð og mér var virkilega kalt. Ég var á síðustu metrunum og veit ekki í hvaða ástandi þeir hefðu fundið mig næsta morgun.“ Hárrétt viðbrögð Betötu er hún og Jeremy, sonur hennar, urðu viðskila við samferðafólk sitt í vélsleðaferð á jöklinum hafa vakið aðdáun og eru talin hafa bjargað lífi þeirra beggja. Þessi pólski talmeinafræðingur sem búsettur hefur verið í Edinborg síðastliðin tuttugu ár kveðst þó ekki hafa mikla þekkingu á fjalla- eða jöklaferðum. „Ég er ekki einu sinni í góðu formi, en almenn skynsemi og umhyggjan fyrir Jeremy leiddu mig áfram.“ Betata og Jeremy voru aftast í hóp ferðalanga er þau týndust. Vélsleði þeirra hafði drepið á sér skömmu áð- ur og einn leiðsögumannanna ræst vélina á ný áður en brunað var af stað. Hópurinn hélt svo sem leið lá upp brekku þar sem beygt var til vinstri, en Betata hafði ekki afl til að ná beygjunni. „Það þutu allir framhjá og við horfðum á hópinn hverfa. Við hrópuðum og veifuðum, en þau héldu bara áfram.“ Óðagot, hræðsla og reiði út í sjálfa sig fyrir að missa af beygjunni voru fyrstu viðbrögð hennar. „Síðan hugs- aði ég: Þeir koma aftur.“ Þeim datt líka í hug að reyna að snúa sleðanum og komast aftur á aðalslóðann. „En svo drap hann á sér og vildi ekki fara í gang.“ Hvert áttum við að fara? Viðbrögð þeirra Jeremys spönn- uðu allan tilfinningaskalann þessar átta klukkustundir, en tímaskynið er gloppótt. Þeim datt vissulega í hug að ganga af stað og reyna að finna hjálp. „En bara í sekúndubrot, því hvert áttum við að fara?“ Hún segir þau hafa misst stjórn á sér fyrst í stað. „Jeremy grét og ég líka. Síðan róuðum við okkur og töld- um að hópurinn kæmi fljótt aftur. Um tíma sátum við á vélsleðanum, en þegar vindurinn var farinn að færast í aukana datt mér í hug að velta hon- um, en hafði ekki afl til að gera það ein. Eftir nokkrar tilraunir tókst okk- ur þó að gera það í sameiningu,“ segir Betata og kveður þá hugsun hafa hvarflað að sér að þar með eyðilegði hún rándýrt tæki. Henni fannst líka mikilvægt að þau hefðu nóg fyrir stafni. „Þannig að ég sagði við Jeremy: Komdu, við skulum byggja snjóhús.“ Og þau hófust handa við að reisa vegg út frá hlið vél- sleðans og fylla í göt sleðans til að auka skjólið. „Ég braut vindhlífina af og notaði hana til að moka snjó, en svo feykti vindurinn henni úr höndum mér.“ Því næst beygði hún vélarhlíf- ina til að gera sleðann skjólbetri. „Þetta snerist allt um að finna eitt- hvað sem við gætum notað. Ég vissi líka að það ætti að vera eitthvað dót í hólfi undir sætinu, en það var læst.“ Sólin kom fram um tíma og þá fylltust þau von á ný, en það voru erfiðar stundir er þau heyrðu í þyrlu fyrir of- an, hoppuðu þá og veifuðu en fengu engin viðbrögð. Köld og þróttlítil Að lokum var Betata orðin vonlítil um björgun. Hún var köld og þrótt- lítil og búin að liggja lengi ofan á drengnum til að halda á honum hita er björgunarsveitirnar fundu þau. „Ég varð fyrst vör við þá er ég fann að það var tekið utan um mig. Síðan spurði einhver: Er í lagi með þig? Ertu með meðvitund? Er í lagi með drenginn? Svo heyrði ég fleiri radd- ir.“ Betata vill lítið tjá sig um Snow- mobile.is, fyrirtækið sem þau fóru í ferðina með. Hún hefur þó reynslu af vél- sleðaferð sem fjölskyldan fór í með fyrirtæki í nágrenni Kiruna í Svíþjóð fyrir tveimur árum. „Við fengum betri hanska þar,“ segir hún. „Þar fengum við líka þykka ullarsokka og volduga snjóskó, en hér vorum við í okkar eigin þunnu sokkum og skóm.“ „Þeir björguðu lífi okkar“ Morgunblaðið/Golli Erfið reynsla Betata Morzine Scott er kalin eftir dvölina á Langjökli og enn að jafna sig andlega. Jeremy son henn- ar sakaði hins vegar ekki og var hann staddur í Bláa lóninu ásamt föður sínum og bróður er viðtalið var tekið.  Horfðu á ferðahópinn hverfa er þau misstu af beygju  Var orðin vonlítil um björgun og taldi leit hafa verið hætt  Þakkar umhyggju fyrir syninum það að hún gat brugðist rétt við Skýli mæðginanna á jöklinum Vi nd át t Björgunarsveitarmenn á vélsleðum keyra hvor sínummegin að þeim Betata tekur vélarhlífina af sleðanum og stingur henni ofan í snjóinn til að mynda skjól Jeremy liggur á bakinu í skjóli við sleðann Betata leggst ofan á Jeremy til að halda á honum hita og skiptir af og til um stellingu Fætur Betötu eru ekki í skjóli fyrir vindinum og loðfóður í skóm hennar fyllist af ís Þau hlaða upp snjó til að auka skjólið H ei m ild :G uð m un du rA rn ar Ás tv al ds so n, FB SR Um og yfi r 20 m /s ek . o g m iki ll sk af re nn in gu r SAMKVÆMT upplýsingum Morgunblaðsins telja íslensk stjórn- völd og stjórnarandstaðan að ákveð- ið tilefni sé til bjartsýni í viðræðum við Hollendinga og Breta vegna Ice- save. Samninganefndin úti í London hafi stöðugt haldið því á lofti að komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkis- ábyrgð á Icesave-samningunum á Íslandi verði slík lög að líkindum felld með 80% atkvæða. Þetta er það atriði sem Hollendingar og Bretar munu óttast hvað mest samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Leggja fram áætlun Vonir manna í gærkvöldi stóðu til þess að Hollendingar og Bretar féll- ust á nýjan fund með samninga- nefndinni á morgun, fimmtudag. Ef af þeim fundi verður þá verður ný útfærð áætlun íslensku samninga- nefndarinnar kynnt viðmælendum en þar mun bandaríski sérfræðing- urinn Lee Buchheit gegna lykilhlut- verki. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á Alþingi í gær, í utandagskrárumræðu um stöðu efnahagsmála, að þjóðin mætti ekki við frekari töfum í Icesave-málinu. Nýjustu fréttir frá Lundúnum vektu hins vegar von um árangur og von- aðist hún til að sjá jákvæða niður- stöðu og málið leitt til lykta á skjót- an hátt. „Það er lítið hægt að segja um stöðuna annað en það að þessi við- ræðulota er ennþá í gangi,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, í samtali við Morgunblaðið í gær. Stilli væntingum í hóf Spurður hvort menn væru bjart- sýnir sagði Bjarni réttast að stilla öllum væntingum í hóf. „Ég er hins vegar mjög sáttur við þá samstöðu sem náðst hefur um það með hvaða hætti við höfum unnið að málinu fram til þessa. Málið er í þeim far- vegi sem lagt var upp með, þannig að ég er fullkomlega sáttur við það hvernig staðið hefur verið að málinu og það hefur þróast fram til þessa. Ég er líka mjög raunsær varðandi það að best er að vera ekki með of miklar væntingar, en um leið vonast ég til þess að þessi lota skili ár- angri.“ Tilefni til bjartsýni  Telja ákveðið tilefni til bjartsýni í viðræðunum í London  Benda á að Icesave-samningarnir yrðu kolfelldir Jóhanna Sigurðardóttir Bjarni Benediktsson NIKULÁS Þorvarðarson hjá Snowmobile.is segir um tuttugu manns hafa verið í hópnum sem var á Langjökli á sunnudag. „Á þessum stutta vegarkafla í bílana, sem var um 1,5 km langur, var stoppað reglulega og hópnum þjappað saman.“ Veðrið hafi hins vegar breyst óvenjuhratt til hins verra. „Ég er búinn að vera þarna á jöklinum í mörg ár og hef aldrei upplifað annað eins,“ segir hann og telur jákvætt að sýslumaðurinn á Sel- fossi rannsaki atvikið. Stoppaði reglulega Ljósmynd/Þór Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.