Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Fólk Eftir Hólmfríði Gísladóttur holmfridur@mbl.is VIÐBURÐAFYRIRTÆKIÐ AM Events stendur í stórræðum þessa dagana, en það sér um skipu- lagningu á Söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin 10. apríl næstkomandi og fagnar í ár tuttugu ára afmæli sínu. Fyrirtækið sinnir meðal annars ýmsum viðburðum á vegum fram- haldsskólanna og Háskóla Íslands, en að sögn Andra Geirssonar var það upphaflega stofnað til þess eins að sinna Söngkeppninni. „Þetta byrjaði þannig að ég tók þátt í Söng- keppni framhaldsskólanna 2006 og fannst að það væri ýmislegt við keppnina sem hægt væri að bæta. Ég var formaður nemendaráðsins í skól- anum (FÁ) þetta árið og mér fannst að það mætti laga skipulagið og gera þetta einhvern veginn meira að viðburði framhaldsskólanna,“ segir Andri. Hann segir að sér hafi fundist sam- skiptum milli skipuleggjenda og skólanna mjög ábótavant. „Ég sem formaður fékk til dæmis voðalega litlar upplýsingar um keppnina fyrr en kannski viku fyrir keppni,“ bætir hann við. Félag framhaldsskólanema hafði í mörg ár haft umsjón með keppninni og RÚV sá um hana í nokkur ár þar á eftir, en árið 2007 hringdu Andri og félagi hans í formenn allra nemenda- félaga framhaldsskólanna og fengu samþykki þeirra til að sjá um þá hlið er sneri að skólunum sjálfum. Þeir byrjuðu á því að sjá um að miðla upplýsingum á milli RÚV, framleiðslufyrirtæk- isins og framhaldsskólanna en tóku að lokum keppnina alveg að sér. Söngkeppnin hafði þá í nokkur ár verið haldin á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu til skiptis, en árið 2008 var ákveðið að heimili hennar yrði fyrir norðan. „Þegar við byrjuðum 2007 þá átti hún að vera fyrir norðan, hún var hérna í Reykjavík 2006 og mig minnir að það hafi mætt hundrað, kannski tvö hundruð manns að horfa. En þegar hún var haldin fyrir norðan mættu svona 2.000 manns. Þetta er í rauninni enginn viðburður hérna fyrir sunnan. Það er engin mæting og engin stemming. Það tóku allir mjög vel í það að hafa hana fyrir norðan,“ segir Andri og bætir því við að með því að gera þetta að ferðalagi líka myndist meiri stemming í skól- unum fyrir því að fara í hóp á keppnina. Söngkeppnin verður að venju haldin í íþrótta- höllinni á Akureyri og verður sjónvarpað í op- inni dagskrá á Stöð 2. Alls munu 34 skólar taka þátt í ár og verður keppnin með glæsilegasta móti í tilefni afmælisins. Andri vill þó ekki gefa mikið upp. „Það verður afmælisbragur á þessu öllu. Það á ekki að fara framhjá neinum að söng- keppnin á afmæli í ár. Eitthvað verður farið í sögu keppninnar. Hún verður stærri, hún verður flottari,“ segir hann að lokum. Skipuleggja 20 ára afmælissöngkeppni Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Hiti Það var mikið stuð á keppninni í fyrra.  Kvikmyndagerðarmenn ætla ekki að taka fyrirhuguðum nið- urskurði ríkisins til kvikmynda- gerðar þegjandi og hljóðalaust. Eins og sagt hefur verið frá tók Ragnar Bragason og Vakta- gengið hans upp innslög í bens- ínstöðinni þar sem ævintýrið hófst, þar sem Georg Bjarnfreð- arson „leiðréttir“ ýmsan misskiln- ing. Nú hefur Grímur Hákonarson sett fyrsta innslag sitt af sex á YouTube, þar sem dagskrárstjóri innlends efnis hjá ríkisútvarpinu fær á baukinn. Dagur Kári Pét- ursson leikstjóri situr á fundi með dagskrárstjóranum og kynnir honum hugmyndina að Nóa albinóa, í von um að RÚV vilji taka þátt í verkefninu, að vinna kvikmynd upp úr handritinu. Dagskrárstjórinn, leikinn af Jó- hannesi Hauki Jóhannessyni, efast um að sagan sé efni í kvikmynd og spyr hvort ekki væri nær að vinna upp úr henni spil eða söng- leik. Grímur segir ekki ólíklegt að einhver innslaganna verði sýnd á Edduverðlaunahátíðinni. „Er RÚV að sinna menningarhlutverki sínu?“ er yfirskrift innslaga Gríms og fæst ekki betur séð en að í hans huga sé svarið: Nei. Andspyrnuinnslög frá Grími á YouTube  Í gær barst inn á borð menning- ardeildar tilkynningar frá tveimur metnaðarfullum kvikmyndahátíð- um sem eru haldnar úti á landi. Annars vegar er um að ræða Al- þjóðlegu stuttmyndahátíðina Northern Waves á Grundarfirði, sem fjallað er um hér á síðum blaðs- ins og annars vegar Hreindýraland, sem fram fer á Egilsstöðum 20. mars næstkomandi. Báðum hátíð- um er stýrt af konum (Dögg Mós- esdóttir, Kristín Scheving) eins og reyndar er með RIFF (Hrönn Mar- ínósdóttir) og svo kvikmynda- miðstöð (Laufey Guðjónsdóttir). Kvikmyndageirinn er því vel kven- lægur eftir allt saman. Nú vantar bara fleiri leikstjóra. Kvikmyndahátíðir í krafti kvenna  Út er komin hljómskífa með lög- unum úr leiksýningunni Algjör Sveppi – Dagur í lífi stráks en leik- ritið er sýnt í Íslensku óperunni um þessar mundir. Sýningin er byggð á barnaplötu Gísla Rúnars Jónssonar, Algjör sveppur, og er leikstýrt af Felix Bergssyni. Platan inniheldur öll lögin sem er að finna í sýning- unni. Hljómplata með lög- unum úr Algjör Sveppi Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SÖNGKONAN Emilíana Torrini heldur þrenna tónleika um helgina, á föstudag, laugardag og sunnudag. Fara þeir fram í Háskólabíói en þriðju tónleikunum var bætt við eftir að uppselt varð á hina á augabragði. Og ekki að undra sosum, en Emilíana hefur líklega aldrei notið jafnmikillar al- mannahylli og einmitt nú. Besta plata hennar til þessa, Me and Armani, kom út 2008 og heillaði bæði hökustrjúkandi poppspekinga sem og al- menning. Hið ægigrípandi „Jungle Drum“ átti svo eftir að njóta mikillar hylli; sat í fyrsta sæti þýska vinsældalistans í tvo mánuði – árangur sem er ein- stakur fyrir íslenskan listamann. Emilíana hefur þá verið á löngu og yfirgripsmiklu tónleikaferðalagi um heim allan vegna plötunnar en törninni verður svo slitið með áðurnefndri tónleikaþrennu. Æft og svo af stað! „Ég er búin að vera ferðalagi núna í eitt ár og fjóra mánuði að ég held,“ segir Emilíana blaða- manni. „Við erum búin að fara út um allt; Ástralía, Japan, Ameríka …þetta er búið að ganga rosalega vel.“ Emilíana segir ferðalagið ekki það lengsta til þessa en nú hafi verið farið til fleiri landa, auk þess sem staðirnir hafi verið stærri. „Þetta voru kannski 3.000 manna hallir. Svo tók- um við líka slatta af tónlistarhátíðum.“ Emilíana segir að það hafi ekki verið neitt sér- staklega erfitt að koma plötunni til skila á tón- leikum. „Ég veit það ekki … við bara æfðum lögin og fór- um af stað (hlær). En svo breytast lög alltaf eitt- hvað þegar þau eru spiluð svona oft og lengi, það er ekki hægt að halda þeim frosnum.“ Hún segir að sig hafi svo langað til að enda ferða- lagið hér heima. „Þetta er svona afsökun fyrir því að komast heim! Við spiluðum hérna reyndar alveg í upphafi og þess vegna langaði mig til að enda þetta líka hérna. Við ætlum að taka tónleikana upp og svona. Mér finnst eitthvað afslappandi við að fara að spila hérna, og þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem ég finn fyrir slíku.“ Plata er plata Emilíana segir að bransinn hafi breyst mikið á síðustu tíu árum, kröfur til listamanna séu mun meiri. „Viðtölin eru orðin fleiri og lengri, það er útvarp og sjónvarp og svo þarftu að teikna líka fyrir tíma- ritin! (Mojo og Uncut hafa verið með efnisþætti þar sem stjörnurnar teikna sjálfsmyndir.) Svo áttu allt- af að vera mjög persónulegur og skemmtilegur. Ég hef aldrei verið neitt sérstakur kandídat í svona lagað. Og ef þú spilar ekki með þá ertu algjör fáviti – í „þeirra“ augum. Það er ætlast til mjög mikils fyrir mjög lítið.“ Hún segist þá hafa skrítnar tilfinningar hvað vel- gengni „Jungle Drum“ varðar. „En þetta var voða gaman … ég er fegin að það var svona asnalegt og skemmtilegt lag sem sló í gegn frekar en eitthvað annað.“ Emilíana segir að lítil mynd sé komin á næstu plötu, hún sé þó byrjuð að skrifa lög. „Það er svona að gerast í rólegheitum. Ég er í fyrsta skipti að prufa mig áfram með nýja aðferð. Ég ætla að skrifa 25 lög og velja svo úr. Leyfa bara öllu að flæða – ekkert stopp. Ég hef nefnilega alltaf skrifað bara eins og þarf til að fylla plötu. Aldrei neinar b-hliðar eða neitt og það hefur fengið menn til að klóra sér í kollinum úti, þeir eru ekki vanir slíkum vinnubrögðum. En ég hef séð tilganginn í að gera meira. Plata er plata.“ Farsæl „Mér finnst eitthvað afslappandi við að fara að spila hérna, og þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem ég finn fyrir slíku.“ Allt flæðir, ekkert stopp  Emilíana Torrini heldur þrenna tónleika í Háskólabíói um helgina  Klárar ferðalag vegna Me and Armani sem hefur staðið í tæpt eitt og hálft ár ÞANNIG var fyrirsögnin í dómi Atla Bollasonar í blaði þessu um Me and Armani, þriðju plötu Emilíönu Torrini sem út kemur á erlendri grundu. „Geirinn sem Emilíana hef- ur valið sér er fullur af auð- gleymanlegum skífum, en hún og Armini bera höfuð og herðar yfir þær. Þau hafa skapað sannkallað listaverk, og það er verðmætara en öll hlutabréf,“ sagði hann í nið- urlaginu. Í viðtali, rétt áður en platan kom út, sagði hún svo frá tilurð lagsins sem átti eftir að fanga hjörtu þýskra, „Jungle Drum“. „Ég varð ástfangin og sagði við þann sem ég var skotin í með stjörnur í aug- unum: „Ég skrifaði handa þér lag...“ (bregður fyrir sig stelpulegri rödd). Ég verð al- veg hrikalega „uncool“ þegar ég verð ástfangin! Ég á margar mjög „embarrassing“ minningar sem tengjast því ástandi og er fyrir löngu búin að sætta mig við þetta „eðli mitt“. En allavega, hann hélt að þetta væri þá ljóðrænt og fallegt ástarlag en þá var það bara „Jungle Drum“ (hlær).“ „Sannkallað listaverk“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.