Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 einfalt & ódýrt! Passionata pizzur Prosciutto & salami 259kr.stk. SJÓSUNDMENN halda í fræðslu- fund í kvöld um ofkólnun og hvernig má bregðast við henni. Meðal fyrir- lesara er Heimir Örn Sveinsson sem mun fjalla um upplifun sína á ofkæl- ingu. Sjósund nýtur nú mikilla vin- sælda og um 200 manns hafa gengið í Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykja- víkur, SJÓR. Aðrir fyrirlesarar verða dr. Þór- arinn Sveinsson lífeðlisfræðingur, Ófeigur Þorgeirsson, læknir og sjó- sundsmaður, og Árni Þór Árnason. Fundurinn er haldinn í Háskóla Reykjavíkur við Nauthólsvík í fyrir- lestrarsalnum Betelgás, stofu V1.02. Frítt er á fræðslukvöldið og veit- ingar verða í boði SJÓR. Ræðir um reynslu af ofkælingu Um 200 manns í sjósundfélagi Hrollkalt Þó oftast ekki of kalt. SETTAR verða siðareglur fyrir starfsmenn Stjórnarráðs Íslands, samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Verði frumvarpið að lögum verður skipuð „samhæfingarnefnd um sið- ferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna“. Meðal verkefna samhæfing- arnefndarinnar verður að stuðla að því að siðferðileg viðmið séu í háveg- um höfð í opinberum störfum. Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar á lögum um umboðs- mann Alþingis, um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins og á lögum um ráðherraábyrgð. Þá verður bannað að láta starfs- mann gjalda þess að hann greini við- eigandi aðilum frá lögbrotum eða brotum á siðareglum sem hann hef- ur orðið áskynja um í starfi. Siðareglur fyrir Stjórn- arráðið Eftir Andra Karl andri@mbl.is FERÐALANGAR á leið frá landi þekkja að framvísa þarf ferðagögnum og skilríkjum sínum eða vegabréfi nokkrum sinnum áður en komið er út í flugvél. Án efa hafa þó færri en fleiri uppgötvað það við brottfararhliðið að þeir hafi framvísað röngu vegabréfi í tvígang án þess að við það hafi verið gerð athugasemd. Friðrik Rafnsson, verkefnastjóri hjá STG Multi-Ice og forseti Alliance française á Íslandi, var nýverið á leið til Frakklands. Við innritunarborðið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar afhenti hann vegabréf sitt og fékk til baka brottfararspjald. „Við öryggisskoð- unina stóðu svo þrír menn, allir mjög ábúðarmikl- ir á svip en einn sýnu mest.“ Þetta þótti Friðriki eðlilegt enda hækkað ör- yggisstig á flug- vellinum í kjölfar tilraunar til að sprengja farþegaflugvél á leið til Detroit í Bandaríkjunum frá Amster- dam í Hollandi seint á síðasta ári. „Sá er virkaði öryggisvarða sam- viskusamastur spurði út í hvort ég væri með einhvern vökva eða hættu- legan varning, fór yfir brottfarar- spjaldið og vegabréfið. Að því loknu setti hann brottfararspjaldið að nýju inn í vegabréfið og afhenti mér.“ Við brottfararhliðið afhenti Friðrik vegabréfið þriðja sinni. Ung og at- hugul starfsstúlka flugfélagsins rak þá upp stór augu og benti honum á að myndin væri ekki af honum. Friðrik skoðaði vegabréfið og reyndist hann hafa gripið vegabréf dóttur sinnar í misgripum. „Hún er 18 ára, íðilfögur ljóshærð stúlka. Þó ég sé reyndar einnig íðil- fagur er ég um þrjátíu árum eldri, með hátt og myndarlegt enni og yfir- vararskegg. Seint verður því sagt að við séum mjög lík,“ segir Friðrik sem komst um borð á ökuskírteininu sínu en varð að fá rétt vegabréf sent út til Frakklands. Komst næstum úr landi á vegabréfi dótturinnar Friðriki Rafnssyni brá heldur betur í brún þegar hann var stöðvaður við brottfararhlið í Leifsstöð með rangt vegabréf Friðrik Rafnsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁKAFLEGA mikilvægt er að varlega sé farið með yfirlýsingar sem tengjast Icesave-málinu á þess- um viðkvæma tímapunkti. Um það sögðust for- maður Framsóknarflokks og forsætisráðherra sammála á Alþingi í gær. Formaðurinn lýsti yfir megnustu óánægju með greinarskrif fulltrúa Samfylkingarinnar í peningastefnunefnd Seðla- banka Íslands og spurði hvort ekki ætti að víkja honum úr nefndinni. Umrædd grein birtist í vefritinu Vox EU en þar er nær eingöngu fjallað um fjármál. Í grein sinni frá 13. febrúar sl. segir Anne Sibert, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í peningastefnunefndinni, að Ís- land sé ekki of lítið land til að standa undir skuld- bindingum sínum gagnvart Bretum og Hollendingum. Þetta taldi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, óvið- unandi. Hann sagði tímasetninguna með stökustu ólíkindum og að skrifin gætu verið skaðleg í þeim viðræðum sem eiga sér stað milli Íslendinga og Breta og Hollendinga. Sigmundur sagði greinina eingöngu ganga út á að hægt væri að kreista hverja krónu út úr Íslend- ingum og það í vefriti sem lesið væri af embættis- mönnum í Brussel og starfsmönnum ráðuneyta í Bretlandi. Hann sagði skrif Sibert hljóta að vekja undrun, reiði og hneykslan forsætisráðherra, áður en hann spurði hvort henni yrði ekki vikið úr nefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra viður- kenndi að hafa ekki lesið greinina, en hún væri fullkomlega sammála Sigmundi ef lýsing hans reyndist rétt. Hún sagðist jafnframt ætla að kynna sér efni greinarinnar. Hún sagðist hins veg- ar ekki ætla að víkja Sibert úr peningastefnu- nefndinni. Það væri ekki í hennar verkahring, þó svo að hún væri sammála Sigmundi, nefndin og Seðlabankinn störfuðu sjálfstætt. „Afar óheppileg ummæli“  Formaður Framsóknarflokks vill að Anne Sibert víki úr peningastefnunefnd SÍ vegna greinarskrifa  Forsætisráðherra segir slíkt ekki í sínum verkahring Jóhanna Sigurðardóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Anne Sibert Eftir Andra Karl andri@mbl.is SKIPTAR skoðanir voru á Alþingi í gær um ágæti aðgerða ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum. Formaður Sjálfstæðisflokksins benti á fyrirheit stjórnarinnar þegar hún tók við völd- um og sagði árangurinn alls engan. Formaður Framsóknarflokks sagði stjórnina fresta öllu sem hægt væri að fresta. Forsætisráðherra og fjármála- ráðherra sögðu betur hafa gengið en vonir hefðu staðið til, en Icesave-mál- ið ylli óvissu um þessar mundir. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði efnahagsmál- in mestu máli skipta fyrir Alþingi þessi misseri og að leggja ætti aukinn kraft í umræðu um þau. Hann þuldi upp fyrirheit stjórnarinnar, s.s. um skjaldborg heimilanna og velferðar- brúna, og spurði hvað hefði orðið um þau. Þá benti hann á að sökum þess að ríkisstjórnin hefði lagt meiri áherslu á skattahækkanir en aðhald í ríkisfjár- málum biði enn hrikalegur niður- skurður. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði reyndar rétt hvað varðaði niðurskurðinn að gífurlega myndi taka á við fjárlagagerð næsta árs, enda væri komið að þolmörkum velferðarkerfisins. Hún sagði að sú vinna yrði gríðarlega erfið. Margt gott verið gert Þrátt fyrir það sagði Jóhanna að margt gott hefði verið gert og minnt- ist sérstaklega á viðskiptabankana sem búið væri að fjármagna að fullu. Þeir hefðu borð fyrir báru til að mæta áföllum, gætu tekið til við endur- skipulagningu fjármála heimila og fyrirtækja auk þess að útvega fjár- magn til atvinnureksturs. Það sagði hún gríðarlega mikilvægt. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra vísaði til þess að í kjölfar hrunsins hefði verið spáð 10-12% at- vinnuleysi og 10-12% samdrætti landsframleiðslu á árinu 2009. Reynd- in hefði hins vegar verið að samdrátt- ur landsframleiðslu hefði verið 7,5- 7,7%, atvinnuleysi um 8%, stýrivextir væru komnir niður fyrir 10% og verð- bólga væri 7% og á niðurleið. Þannig hefði árið 2009 gengið betur en spár hefðu gert ráð fyrir, þó svo að horfurnar væru nú óvissari og spár um samdrátt færu aftur versnandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ríkisstjórnina fyrirstöðu endur- reisnarinnar. „Það gerist ekki neitt nema ríkisstjórnin grípi til þeirra rót- tæku aðgerða sem þarf til að bregðast við þeim vanda sem við erum í. Það átti ríkisstjórnin að gera í fyrstu vik- unni en þess í stað frestar hún öllu sem hægt er að fresta,“ Hann bætti við að það þyrfti ríkis- stjórn sem veitti framtíðarsýn og væri tilbúin að ráðast í þær aðgerðir sem þyrfti. Óvissan hefur aftur aukist Tekist var á um stöðu efnahags- mála á Alþingi Morgunblaðið/Ómar Átök Forsætisráðherra sagði að mikið myndi taka á við fjárlagagerð næsta árs. Áfram verður annasamt á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.