Morgunblaðið - 24.02.2010, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 4. F E B R Ú A R 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
45. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«AF RÚV OG ÍSLENSKU SJÓNVARPSEFNI
MESTA VIRÐIÐ ER Í INN-
LENDRI DAGSKRÁRGERÐ
«VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON
Svipað að vera píanó-
leikari og íþróttamaður
6
MIKIL náttúrufegurð leynist umhverfis jöklana okkar og ekki
er útsýnið af þeim síðra. Það sem færri vita er að mikil fegurð
getur líka leynst inni í íshellum jöklanna.
Þrír ísklifrarar enduðu hringferð sína um landið í Öræfasveit-
inni þar sem þeir heimsóttu þennan fagra íshelli í Breiða-
merkurjökli.
Loft hellisins minnir á himingeiminn og þau ótrúlegu stjarn-
fræðilegu undur sem þar má sjá og sýnir svo ekki verður um
villst að undrin fyrirfinnast einnig í næsta nágrenni við okkur.
ÓTRÚLEGT LITASAMSPIL Í BREIÐAMERKURJÖKLI
Ljósmynd/Guðmundur Freyr Jónsson
Um 80% af auglýsingum sem
Hagkaup og Bónus birtu á síðasta
ári birtust í sjónvarpsstöðvum í
eigu 365. Að-
eins um 5%
birtust á RÚV
og 14% á Skjá
einum. Þetta
má lesa út úr
gögnum frá
Capacent.
Hagkaup og
Bónus hafa í
auknum mæli
beint auglýs-
ingum til sjónvarpsstöðva 365, því
að árið 2005 fóru um 50% auglýs-
inganna í þessa miðla.
Áhorfstölur Capacent sýna enn-
fremur að áhorf á RÚV er meira en
á Stöð 2 eða aðrar sjónvarpsstöðvar
í eigu 365. »6
Um 80% auglýsinganna
birtust á stöðvum 365
Landssamtök lífeyrissjóða taka
vel í áskorun Kennarasambands Ís-
lands um að fjárfesta ekki í fyr-
irtækjum í eigu og undir stjórn út-
rásarvíkinga. Stjórn samtakanna
fundaði í gær og m.a. var ákveðið
að fara ítarlega yfir verklagsreglur
sjóðanna. Formaður samtakanna,
Arnar Sigurmundsson, segir þetta
vera mjög brýnt mál. »4
Lífeyrissjóðir taka áskorun
KÍ um fjárfestingar vel
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
Í NIÐURLAGI bréfs Breta og Hollendinga frá því sl.
föstudagskvöld, sem inniheldur gagntilboð landanna til
Íslendinga um Icesave-samninginn, segir orðrétt „Þetta
er okkar besta boð“ (e. This is our best offer). Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins spunnust talsverðar um-
ræður um það á fundum forystumanna stjórnmálaflokk-
anna og íslensku viðræðunefndarinnar í Icesavemálum
nú um helgina, hvort líta bæri á þessa setningu sem af-
dráttarlausa yfirlýsingu breskra og hollenskra stjórn-
valda í þá veru að þetta væri þeirra lokatilboð og um ann-
að yrði ekki samið af hálfu bresku og hollensku þjóðanna.
Ef marka má fyrstu en óformlegu viðbrögð Breta og Hol-
lendinga við bréfi fjármálaráðherra, er talið allt eins lík-
legt að nýr samningafundur Breta, Hollendinga og Ís-
lendinga verði í dag eða á morgun í Lundúnum.
Samningatæknilegt atriði?
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kvaðst Lee
Buchheit, bandaríski sérfræðingurinn sem fer fyrir ís-
lensku viðræðunefndinni, vera undrandi á því orðalagi
sem Bretar og Hollendingar notuðu í tilboði sínu, um sitt
besta boð. Slíkt orðalag væri óvenjulegt á þessu stigi
málsins. Hann mun jafnframt hafa greint forystumönn-
um stjórnmálaflokkanna frá þeirri skoðun sinni að hugs-
anlega væri hér um samningatæknilegt atriði að ræða hjá
Bretum og Hollendingum og það þyrfti einfaldlega að
koma í ljós hvort Bretar og Hollendingar væru reiðubún-
ir til þess að setjast að samningaviðræðum með Íslend-
ingum á nýjan leik. Persónulega kvaðst Buchheit telja að
Bretar og Hollendingar vildu halda áfram viðræðum við
Íslendinga. Buchheit mun einnig telja að Bretum og Hol-
lendingum sé mikið í mun að ekki fari fram þjóð-
aratkvæðagreiðsla á Íslandi um Icesave-samninginn. Sið-
ferðilega standi Íslendingar vel að vígi, þar sem þeir hafi
sýnt sanngirni og ábyrgð með þeim drögum að tilboði
sem kynnt hafi verið í Lundúnum í síðustu viku.
Enn er beðið eftir formlegum viðbrögðum frá Bretum
og Hollendingum, en eins og áður segir gefa hin fyrstu
óformlegu viðbrögð þjóðanna frá í gær vísbendingar um
að enn sé svigrúm til þess að ræða saman. Í gærkvöldi
var allt eins búist við nýjum viðræðufundi í Lundúnum í
dag eða á morgun. Buchheit er nú þegar kominn til
Lundúna.
Önnur samningalota í vændum | 2
„Okkar besta boð“
Óformleg viðbrögð Breta og Hollendinga gefa til kynna
að nýr viðræðufundur þjóðanna fari fram í dag eða á morgun
» Beðið eftir formlegum viðbrögðum
» Buchheit undrandi á orðalagi
» Viðræðunefnd komin til Lundúna
» Ekki fari fram atkvæðagreiðsla
SKOTAR gætu misst yfirráð yfir
aflaheimildum í eigin lögsögu nái
breytingartillögur á Sameiginlegri
sjávarútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins (CFP) fram að ganga á
Evrópuþinginu en stefnt er að því að
greiða atkvæði um þær í dag.
Þetta er mat Struan Stevenson,
þingmanns skoska Íhaldsflokksins á
Evrópuþinginu, sem varar við afleið-
ingunum fyrir skoskan sjávarútveg.
Spænskir togarar geti sótt sjó í
skoskri landhelgi og landað aflanum
í heimahöfn þannig að tekjurnar
kæmu aldrei inn í landið. Með breyt-
ingunum geti Spánverjar haldið því
fram að þeir eigi sama nýtingarrétt
og Skotar á veiðisvæðum þeirra. | 14
Reuters
Óttast um
fiskimiðin
Skoskur þingmaður
óttast tillögur ESB
RÚV
5%
365 miðlar
80%