Morgunblaðið - 24.02.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SAMTÖKIN Nýtt Ísland mótmæltu innheimtu
bílalána fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka
við Kirkjusand í gær. Samtökin vilja leiðréttingu
á „stökkbreyttum höfuðstól bílalánasamninga“.
Þetta er í áttunda sinn sem samtökin mótmæla
lánunum. Mótmælin eru farin að vekja athygli
erlendra fréttastöðva. Bloomberg-fréttaveitan
fylgdist t.d. með mótmælunum við Íslandsbanka
í gær.
Mótmæltu hækkun höfuðstóls á bílalánum
Morgunblaðið/Ernir
Þeyttu flauturnar fyrir utan Íslandsbanka
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞAÐ er það að frétta að ég átti með
þeim símafund og við erum í við-
bragðsstöðu ef okkur tekst að koma
á fundi eða einhverjum samskiptum.
Þeir hafa verið að lesa í okkar bréf
og átta sig á því og við höfum líka
verið að reyna að átta okkur á því
hver staðan er til að reyna að hafa
áframhaldandi hreyfingu í málinu,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra um stöðuna í Icesave-
málinu síðdegis í gær.
Skýrist á allra næstu dögum
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins innan stjórnarráðsins var
staðan þá metin þannig að það myndi
skýrast á næstu dögum hvort samn-
ingaviðræður myndu hefjast á ný en
þar er horft til þess að Bretar séu
viljugir til að ljúka málinu sem fyrst
og því e.t.v. líklegri til eftirgjafar en
Hollendingar.
Sú breyting varð í samningavið-
ræðunum í gær að Wouter Bos, frá-
farandi fjármálaráðherra Hollands,
lét þá af embætti eftir stjórnarslitin
um helgina en úr hollenska stjórn-
kerfinu bárust þær upplýsingar að
Icesave-tilboðið um helgina væri
lokatilboð sem ekki yrði hvikað frá.
Steingrímur víkur að upplausninni
í Hollandi og áhrifum hennar.
„Það er óvissuástand Hollands-
megin sem er svolítið að vefjast fyrir
okkur. Ég ræddi
við Wouter Bos
[…] er hann var á
síðustu metrun-
um í embætti. Ég
átti ágæt símtöl
við ráðherrana
báða, Bos og Paul
Myners [banka-
málaráðherra
Breta]. Þetta er
miklu meira í
höndum Myners núna.“
– Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er um lokatilboð að ræða af
hálfu Hollendinga. Hvað viltu segja
um það?
„Við erum að reyna að tryggja að
það geti orðið frekari samskipti á
milli ríkjanna. Og ég tel að það séu
sæmilegar horfur um það en ég tel of
snemmt að segja hvenær það gæti
orðið.“
– Telurðu að það sé svigrúm til
eftirgjafar af hálfu Hollendinga,
þrátt fyrir pólitískan óstöðugleika?
„Þetta er auðvitað viðkvæmt
ástand sem er snúið við að eiga en
það er áfram til staðar í báðum lönd-
unum mikill vilji til að leysa þetta og
klára þetta núna. Og auðvitað hjá
okkur líka því að við höfum tækifæri
til þess núna sem er ekkert víst að
komi upp í hendurnar á okkur í bráð
[…] Ég átti gott samtal við Myners
og lagði áherslu á að næsta skref
væri að okkar fulltrúar gætu hist.“
– Hvenær?
„Það verður að koma í ljós. Við er-
um að vinna að því,“ sagði Stein-
grímur sem vildi að öðru leyti ekki
víkja að samtölunum við ráðherrana.
Önnur samningalota í vændum
Vonir bundnar við að afstöðubreyting Breta í Icesave-deilunni skapi svigrúm fyrir frekari tilslakanir
Bretar eru taldir ráða för og hafa vilja til að ljúka málinu Hollendingar segja um lokatilboð að ræða
Meiri líkur en minni eru taldar á
því að Bretar og Hollendingar
fallist á að koma að samninga-
borðinu á ný. Verði raunin önnur
er talið að það yrði fyrir áhrif
Hollendinga. Bretar vilji semja.
Paul
Myners
Wouter
Bos
Steingrímur
J. Sigfússon
80,1% aðspurðra er frekar eða mjög
andvígt því að Jóhannes Jónsson,
starfandi stjórnarformaður Haga,
fái að kaupa allt að 10% hlut í Hög-
um af Arion banka. Þetta kemur
fram í nýrri könnun MMR.
59,1% sagðist mjög andvígt, 21%
sagðist frekar andvíg, 12,9% frekar
fylgjandi og 7% sögðust mjög fylgj-
andi því að Jóhannes fengi að kaupa
10% hlut í Högum. 902 tóku þátt í
könnuninni en um net- og síma-
könnun var að ræða.
Finnur Sveinbjörnsson, banka-
stjóri Arion banka, sagði að miðað
við umræðuna sem verið hefði um
málefni Haga
kæmi þessi nið-
urstaða ekkert
sérstaklega á
óvart.
Stjórn Kenn-
arasambandsins
hefur samþykkt
ályktun þar sem
lífeyrissjóðirnir
eru hvattir til að
fjárfesta ekki í
fyrirtækjum sem eru í eigu eða und-
ir stjórn aðila sem hafa valdið sjóð-
unum alvarlegu fjárhagstjóni. Finn-
ur var spurður hvort hann hefði
áhyggjur af því að það gæti haft
áhrif á það verð sem Arion banki
fengi fyrir Haga ef lífeyrissjóðirnir
sýndu fyrirtækinu engan áhuga.
Finnur sagðist engu vilja svara um
þetta, en benti á að Hagar yrðu ekki
seldir á næstunni.
Í yfirlýsingu sem Jóhannes sendi
frá sér í gær segir: „Ég er þakk-
látur fyrir þann stuðning, sem ég fæ
úr öllum áttum frá fjölmörgum við-
skiptavinum Haga, fólki sem kemur
að máli við mig eða sendir mér línu.
Ég mun halda áfram að vinna að
hag fólks í landinu með lágu vöru-
verði, hér eftir sem hingað til.“
80% vilja ekki að Jóhannes
í Bónus fái hlut í Högum
Niðurstaðan kemur bankastjóra Arion banka ekki á óvart
Jóhannes
Jónsson
TRÚNAÐARRÁÐ
Félags flug-
umferðarstjóra
ákvað í gærkvöldi
að efna til at-
kvæðagreiðslu
um heimild til
verkfalls til að
fylgja eftir kjara-
kröfum félagsins.
Að sögn for-
mannsins, Ottós
Eiríkssonar, verður um leið kosið
um alla tilhögun verkfallsins, þ.á m.
hvenær það muni hefjast. Félags-
menn eru 114, kosið verður á fé-
lagsfundi og er búist við niðurstöðu
í málinu á laugardag. | 16
Fara flugum-
ferðarstjórar
í verkfall?
Flugturninn í
Reykjavík.
RÍKISSTOFNUNUM ber að fara
eftir sömu sjónarmiðum við ráðn-
ingar háskólanema í auglýst sum-
arstörf á vegum stofnana og þegar
um önnur auglýst störf er að ræða.
Þetta er meginniðurstaða frum-
kvæðisathugunar umboðsmanns
Alþingis. Fellst umboðsmaður ekki
á það sjónarmið tiltekinnar ríkis-
stofnunar að leyfilegt sé að fara
með umsóknir í gegnum „einfald-
ara ráðningarferli“ hafi slík störf
verið auglýst, þrátt fyrir undan-
þágu um auglýsingaskyldu á störf-
um til styttri tíma í senn.
Athugasemd við
sumarráðningar
ERFIÐ færð var vegum á Vest-
fjörðum og víða á Norðurlandi í gær-
kvöldi. Veðurstofan gaf út storm-
viðvörun í gær en búist var við
hvössum vindhviðum norðvestantil á
landinu og á sunnanverðu Snæfells-
nesi. Færð á vegum var farin að
spillast á Djúpvegi þegar leið á
kvöldið, en ekki var vitað um óhöpp
vegna veðurs eða færðar er blaðið
fór í prentun.
Stórhríð skall á í gærkvöldi í Ísa-
fjarðardjúpi, á Steingrímsfjarð-
arheiði og um Þröskulda. Ófært var
um Vatnsfjarðarháls. Snjóþekja og
skafrenningur var á Ströndum. Þæf-
ingsfærð og skafrenningur var á
milli Ísafjarðar og Súðavíkur, um
Gemlufallsheiði og á Klettshálsi.
Hálkublettir og skafrenningur var á
öðrum leiðum í Barðastrandarsýslu.
Á Norðurlandi vestra var snjóþekja,
skafrenningur og snjókoma víðast
hvar. Á Norðurlandi eystra var snjó-
þekja, snjókoma eða skafrenningur
á öllum leiðum í kringum Akureyri.
Snjóþekja og éljagangur var í kring-
um Húsavík, þungfært og éljagang-
ur á Hólasandi.
Stórhríð á vegum
í Ísafjarðardjúpi
Ófærð Búast má við að færð verði
víða erfið á vegum á Vestfjörðum.