Morgunblaðið - 24.02.2010, Qupperneq 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010
Í HNOTSKURN
»Skilanefnd samþykkirkröfur fyrrverandi starfs-
manna um áunnið orlof.
»Kröfum framkvæmda-stjórnar er öllum hafnað.
Hæsta einstaka krafa fram-
kvæmdastjóra hljóðaði upp á
490 milljónir.
»Hæsta, samþykkta launa-krafan er 3,9 milljónir.
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
SKILANEFND Landsbankans hef-
ur tekið afstöðu til langflestra launa-
krafna sem lýst var í þrotabú bank-
ans. Alls hafa tæplega 500
launakröfur verið samþykktar, en í
engu tilfelli var gegnið að ýtrustu
kröfum fyrrverandi starfsmanna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er langstærstur hluti þeirra
launakrafna sem samþykktar voru
tilkominn vegna uppsafnaðs orlofs
fyrrverandi starfsmanna. Þetta
kemur fram í skrá sem birt var á lok-
uðu vefsvæði kröfuhafa í gær, en
skilanefnd mun kynna kröfuhöfum
afstöðuna á fundi sem verður hald-
inn á Hilton Nordica í dag.
Framkvæmdastjórum hafnað
Í skránni kemur fram að öllum
kröfum fyrrverandi starfsmanna
sem gegndu starfi framkvæmda-
stjóra var hafnað. Hæstu kröfuna
meðal framkvæmdastjóra átti Stein-
þór Gunnarsson, en hann lýsti tveim-
ur kröfum upp á samtals 490 millj-
ónir króna í þrotabúið. Kröfum
Yngva Arnar Kristinssonar upp á
samtals tæpar 230 milljónir var einn-
ig hafnað. Yngvi hefur lýst því yfir að
hann hyggist gefa allt það fé sem
honum hlotnast úr þrotabúi Lands-
bankans til góðgerðarmála.
Eins og áður sagði fær enginn
þeirra fyrrverandi starfsmanna sem
lýsa kröfu í búið kröfu sína sam-
þykkta að fullu, en svo virðist vera
sem flestir fái á bilinu 70-80% kraf-
innar upphæðar samþykkta. Sá
starfsmaður sem fær hæstu kröfuna
samþykkta er Steinþór Baldursson,
sem gegnir í dag starfi fram-
kvæmdastjóra Vestia, eignaum-
sýslufélags NBI. Steinþór lýsir
kröfu upp á tæplega 6,6 miljónir
króna í þrotabú Landsbankans, en
fær tæplega 3,9 milljónir samþykkt-
ar af skilanefndinni. Lægsta krafan
sem samþykkt var hljóðaði upp á
3.605 krónur.
Skilanefnd sam-
þykkir launakröfur
Framkvæmdastjórum hafnað Áunnið orlof samþykkt
Morgunblaðið/Golli
Landsbankinn Skilanefnd bankans hefur tekið afstöðu til langflestra launa-
krafna og samþykkir í meginatriðum aðeins kröfur vegna áunnins orlofs.
UPPI er ágrein-
ingur milli lífeyr-
issjóðsins Stafa
og slitastjórnar
Landsbankans
vegna milli-
færslu upp á 5,5
milljónir dollara
sem átti að fara
fram þann 6.
október 2008,
sama dag og Landsbankinn féll.
Stafir lýsa kröfu upp á ríflega 800
milljónir króna í þrotabú bankans
vegna málsins. Í fundargerð slita-
stjórnar og Stafa vegna fundar sem
haldinn var fyrir um mánuði kemur
fram að Stafir hafi undir höndum
kvittun vegna millifærslunnar, en
fjárhæðin átti að renna inn á reikn-
ing Stafa hjá Kaupþingi. Stafir
segja greiðsluna aldrei hafa skilað
sér til Kaupþings, og lögmenn líf-
eyrissjóðsins lögðu fram formlegt
skjal frá Kaupþingi þess efnis að
peningarnir hefðu aldrei borist.
Slitastjórn hefur hafnað kröfunni
að svo stöddu.
Ólafur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Stafa, segir að milli-
færslan sem lífeyrissjóðurinn ætl-
aði sér að framkvæma hafi verið
fullkomlega eðlileg. Millifærslan
var ætluð til uppgjörs á fram-
virkum samningum við Kaupþing,
sem voru gerðir voru við bankann
um það bil viku áður. thg@mbl.is
Segja
millifærslu
eðlilega
Vildu færa fé til 6.
október 2008
Krónur og dollarar
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
ÞAÐ GETUR verið misvísandi að bera saman kjör
á gjaldeyrislánum Norðurlanda annars vegar og
þeim breytilegu vöxtum sem bresk og hollensk
stjórnvöld buðu Íslendingum á dögunum vegna
lánsins í tengslum við lausn Icesave-deilunnar hins
vegar. Vaxtaálagið er í báðum tilfellum 275 punktar
ofan á grunnvexti en sá eðlismunur er á lánunum að
eign kemur strax á móti Norðurlandalánunum en
því er ekki að skipta vegna Icesave-lánsins.
Lánin frá Norðurlöndum nema ríflega 300 millj-
örðum króna og eru veitt í tengslum við efnahags-
áætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Grunnvextir lánanna miðast við þriggja
mánaða EURIBOR-vexti sem eru nú um 0,6%,
þannig að vextirnir á lánunum eru nú um 3,4%.
Líkt og láninu frá AGS er Norðurlandalánunum
ætlað að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans og
þar af leiðandi myndar lánsupphæðin vaxtaberandi
eign á meðan hún er ekki nýtt til þess að styðja við
gengi krónunnar. Þar sem gjaldeyrisforðalánin
þurfa að vera bundin í auðseljanlegum eignum bera
þau ekki háa vexti en að sama skapi ættu þau alla
jafna að minnsta kosti að bera sambærilega vexti
og grunnvextirnir sem álagið er reiknað ofan á.
Ólík lánafyrirgreiðsla
Eðli Icesave-lánafyrirgreiðslunnar er hins vegar
gjörólíkt. Það er að segja að því leyti að nú þegar er
búið að ráðstafa láninu af hálfu breskra og hol-
lenskra stjórnvalda og þar af leiðandi er engin eign
í sjálfu sér sem kemur á móti vaxtabyrðinni önnur
en eign í Landsbankanum að hámarki 650 millj-
arðar. LIBOR-vextir á láni í sterlingspundum til
þriggja mánaða standa einnig í 0,6% um þessar
mundir. Reynist væntingar á fjármálamarkaði rétt-
ar og vaxtakostnaður hækki umtalsvert á komandi
árum myndi það hafa gjörólík áhrif á greiðslubyrð-
ina af gjaldeyrislánunum frá Norðurlöndum annars
vegar og Icesave-láninu hins vegar þó svo að þau
beri sama vaxtaálag. Greiðslubyrðin af fyrrnefnda
láninu yrði bærilegri þar sem vextir af þeirri eign
sem kemur á móti láninu myndu einnig hækka
þannig að áhrif á vaxtabyrðina yrðu hverfandi. Því
yrði ekki að skipta í tilfelli Icesave-lánsins nema að
litlu leyti þar sem vaxtaþróun hefur ekki nema tak-
mörkuð áhrif á mögulegar endurheimtur lána-
safnsins, sem umtalsverð óvissa ríkir um, og eins og
fyrr segir takmarkast heimturnar handa íslenska
ríkinu við 650 milljarða.
Álagið skiljanlegt beri íslensk
stjórnvöld alla ábyrgð
Í sjálfu sér er hægt að færa rök fyrir því að 300
punkta vaxtaálag sé ásættanleg kjör fyrir ís-
lenska ríkið um þessar mundir. Það er til að
mynda sambærilegt því álagi sem er á grískum
ríkisskuldabréfum til tíu ára um þessar mundir
samanborið við ávöxtunarkröfu á þýsk rík-
isskuldabréf. Hins vegar er hægt að færa fyrir því
rök að slíkt álag á Icesave-láninu fái aðeins staðist
gangi menn út frá því að íslensk stjórnvöld beri
ein og sér alla ábyrgð á því hvernig fór með þá
reikninga. Fallist menn ekki á það hlýtur þá sú af-
staða að fela í sér kröfu um að vaxtaálagið verði
umtalsvert lægra en til að mynda á gjaldeyrisl-
ánunum frá Norðurlöndum auk þess sem áhættu-
dreifing vegna eignasafns Landsbankans og
gjaldeyrisáhættu verði útfærð með öðrum hætti
en rætt hefur verið um.
Eign á móti lánum skiptir sköpum
Eign myndast strax á móti gjaldeyrislánum Norðurlanda Þessu er ólíkt farið
með Icesave-lánið og það hlýtur að ráða miklu um hvaða vaxtaálag telst ásættanlegt
Morgunblaðið/Golli
Sumar ferðir eru til fjár Stuðningsmenn hollenska landsliðsins í fótbolta í blíðviðri á Austurvelli.
Eign kemur strax á móti gjaldeyrislánum frá
Norðurlöndum en málið er flóknara þegar
kemur að lánveitingum Breta og Hollendinga
vegna Icesave.
● ÚTGJÖLD hins opinbera nærri tvö-
földuðust, jukust um 91%, á föstu
verðlagi frá árinu 1980 til ársins 2008,
að því er fram kemur hjá Hagstofunni.
Miðað við verðvísitölu samneyslunnar
hafa útgjöld hins opinbera vaxið úr
1.087 þúsund krónum á mann árið
1980 í 2.071 þúsund árið 2008. Á sama
tíma jukust útgjöld ríkissjóðs úr 875
þúsund krónum á mann í 1.492 þúsund
krónur og er vöxturinn rúmlega 70%.
Útgjöld sveitarfélaga á mann hafa
aukist mun meira, eða nánast þrefald-
ast (185% vöxtur) á tímabilinu á þenn-
an mælikvarða. Útgjöldin námu 226
þúsund krónum á mann 1980 en voru
646 þúsund krónur árið 2008. Útgjöld
almannatrygginga hafa vaxið úr 217
þúsund krónum á mann 1980 í 341 þús-
und krónur árið 2008 og er raunvöxt-
urinn því 57% á umræddu tímabili.
Tvöföld opinber útgjöld
● TM, Trygginga-
miðstöðin, vill
árétta að at-
hugasemd Fjár-
málaeftirlitsins
(FME) við viðskipti
félagsins varðar
lágverðs-
vörumerkið El-
ísabetu, sem er
skrásett vörumerki í eigu TM. Á vef FME
kemur fram að gerðar hafi verið at-
hugasemdir við viðskipti tveggja trygg-
ingafélaga.
Athugasemd FME laut að framsetn-
ingu auglýsinga og því að ekki hefði
komi fram með nógu skýrum hætti að
vörumerkið Elísabet væri í eigu TM. TM
segir að brugðist hafi verið við at-
hugasemdunum innan tilskilinna tíma-
marka.
FME gerir athugasemd
● VÍSITALA Gamma yfir skuldabréf,
Gamma: GBI, hækkaði um 0,2% í gær í
6,2 milljarða króna viðskiptum. Verð-
tryggði hluti vísitölunnar hækkaði um
0,3% í 2,7 milljarða viðskiptum, en
óverðtryggð skuldabréf lækkuðu lít-
illega í 3,6 milljarða króna veltu.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,25%
og nam velta með hlutabréf 24 millj-
ónum króna. Hækkuðu bréf í Færeyja-
banka um 1,73% í verði, en bréf Öss-
urar lækkuðu í verði um 0,3%.
Lítil læti í Kauphöll
Stuttar fréttir…
● FJARÐARKAUP
hlutu hæstu ein-
kunn allra fyr-
irtækja og hæstu
einkunn sem
mælst hefur í Ís-
lensku ánægju-
voginni frá upp-
hafi, en
niðurstöður voru
kynntar í gær. Hlaut fyrirtækið 91,3 af
100 mögulegum. Í öðru sæti í flokki
smásöluverslunar varð ÁTVR, með
73,1 stig.
Þetta er ellefta árið sem ánægja við-
skiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld
með þessum hætti. Í fyrsta sæti í flokki
banka og sparisjóða var Sparisjóð-
urinn með einkunnina 78,6, í öðru sæti
varð Byr sparisjóður með 69,9 og í því
þriðja varð Íslandsbanki með 54,5. Í
flokki tryggingafélaga var Vörður í
fyrsta sæti með 68,4, í öðru sæti varð
TM með 68 stig og því þriðja VÍS með
einkunnina 63,7.
HS orka var í fyrsta sæti raforkusala
með 69,8, Fallorka í öðru sæti með
68,8 og Orkuveita Reykjavíkur í því
þriðja með 67 stig. Nova var í fyrsta
sæti í flokki farsímafyrirtækja með ein-
kunnina 79,4, en þar á eftir komu Voda-
fone með 66, Tal með 65,6 og Síminn
63 stig.
Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í
fimm atvinnugreinum mæld. Nið-
urstöður byggjast á svörum rúmlega
6.000 manns, eða um 250 við-
skiptavina hvers fyrirtækis.
ivarpall@mbl.is
Fjarðarkaup efst