Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 20
20 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 ✝ Anna MargrétElíasdóttir fædd- ist á bænum Litla- Holti í Saurbæ, Dala- sýslu, 6. desember 1913. Hún lést á heimili sínu á Hrafn- istu í Hafnarfirði 12. febrúar sl. Foreldrar hennar voru Elías Guð- mundsson, bóndi í Litla-Holti, f. í Sel- vogsþingi, 13.4. 1884, d. 16.3. 1969, og Ragnheiður Guð- mundsdóttir, húsmóðir, f. á Ein- fætingsgili í Bitru, Strandasýslu, 24.3. 1893, d. 23.2. 1956. Systkini Önnu Margrétar voru: Maríanna Ingibjörg, f. 1916, d. 1991, og Jón Ólafur, f. 1922, d. 1995. Eiginmaður Önnu Margrétar var Magnús I.S. Guðmundsson, sjómaður og matsveinn, f. í Dýra- firði, V-Ísafjarðarsýslu 23.8. 1909, irtollvörður, f. 24.2. 1938, d. 9.3. 2008. Þeirra synir eru a) Magnús Eðvald Kristjánsson fram- kvæmdastjóri, f. 9.3. 1963, hans kona er Jónína Kristjánsdóttir, f. 29.8. 1963. Þeirra börn eru Svan- hvít Helga Magnúsdóttir, f. 5.7. 1992, og Alexander Eðvald Magn- ússon, f. 13.12. 2000, b) Halldór Kristjánsson verkefnisstjóri, f. 11.9. 1968, hans kona er Ingibjörg Herta Magnúsdóttir, f. 8.5. 1965. Þeirra börn eru Magnús Eðvald Halldórsson, f. 26.6. 1996, og Magnea Marín Halldórsdóttir, f. 24.9. 1998. 3) Elías Guðmundur Magnússon, f. 21.6. 1951, d. 27.4. 1952. 4) Elín Guðmunda Magn- úsdóttir, hárgreiðslumeistari og framreiðslumaður, f. 23.4. 1953. Hennar maður var Ágúst Vilhelm Oddsson trésmiður, f. 3.4. 1945, d. 30.4. 1998. Þeirra sonur er Ragnar Eggert Ágústsson tamningamað- ur, f. 30.3. 1978. Hans börn með fyrrverandi sambýliskonu sinni Eygló Rut Sveinsdóttur, eru Ágúst Einar Ragnarsson, f. 1.5. 2007, og Bjarndís Rut Ragnarsdóttir, f. 10.9. 2008. Útför Önnu Margrétar fer fram frá Garðakirkju í dag, 24. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. d. 17.11. 1996. Þau giftu sig á Akureyri 7.12. 1934. Þau eign- uðust fjögur börn. 1) Ragnar Stefán Magn- ússon prentari, f. 11.9. 1936, hans kona er Guðlaug P. Wíum húsmóðir, f. 15.10. 1937. Þeirra börn, a) Sigrún Ragnars- dóttir, f. 7.7. 1963, hennar sonur er Atli Bent Þorsteinsson, f. 30.7. 1984, b) Þór Ragnarsson, f. 9.7. 1964, d. 19.5. 1986, c) Magnús Páll Ragnarsson varðstjóri, f. 22.11. 1968, hans kona er Guðrún Bjarn- finnsdóttir, f. 3.11. 1964. Þeirra dóttir er Þuríður Magnúsdóttir, f. 16.5. 1993, d) Stúlka, f. 7.6. 1972, d. 9.6. 1972. 2) Svanhvít Magn- úsdóttir húsmóðir og ljósmóðir, f. 16.2. 1941. Hennar maður var Kristján Eðvald Halldórsson yf- Í dag kveð ég tengdamóður mína, Önnu Margréti Elíasdóttur, sem ég hitti í fyrsta sinn í ársbyrjun 1955. Mér leið strax vel í návist hennar. Hún var manneskja sem bjó yfir mikilli hugarró og þannig var hún alla tíð. Á kveðjustund er margs að minnast og margt ber að þakka. Þegar ég hugsa til baka og virði fyrir mér á hvern hátt tengdamóðir mín kom fram við aðra, bæði í vinnu sinni á Hrafnistu í Reykjavík sem og í einkalífinu þá er ég viss um að lög- málið um tilgang lífsins hafi verið henni meðfætt. Hún hafði fram að færa einstæða gjöf eða sérstakar gáfur til að gefa öðrum. Þegar tengdaforeldrar mínir unnu á Hrafnistu, Anna í borðsalnum og Magnús í eldhúsinu þá stjórnuðu þau spilakvöldum (félagsvist) fyrir vistfólk þar. Þetta gerðu þau einnig um skamma hríð á Hrafnistu í Hafn- arfirði eftir að þau fluttu í nágrennið við það heimili. Anna talaði oft um bernskustöðv- arnar. Saurbær í Dalasýslu var helg- ur staður í hennar huga. Hefði hún, innan við fermingu fengið einhverju ráðið hefði hún ekki farið úr sveitinni sinni. Hún sagði nokkrum sinnum við mig á síðustu vikunum sem hún lifði: „Ég vil fara heim.“ Töfrar liðins tíma tendra forna glóð. Tóna hrannir hrynja hellist geislaflóð. Vorsins leifturlitir ljóma augum við. Heyra má til heiða hundrað vatna nið. Sindrar yfir sundum sólarlagsins glóð, fuglar kveða’ og kvaka kvöldsins vögguljóð endurómur titrar innst við hjartastað: Flytur kannski kvakið kveðju heimanað? (Jón frá Ljárskógum.) Blessuð sé minning tengdamóður minnar. Hafi hún heila þökk fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Guðlaug P. Wíum. Nú er hún amma mín dáin, 96 ára. Mér finnst einhvern veginn að það að sofna saddur lífdaga eigi við hana og stöðugt fljúga fyrir orðin, „Nú lætur þú herra þjón þinn í friði fara.“ Og svo sannarlega kvaddi hún þannig, hægt og hljótt. Hún lifði góðu lífi. Var til staðar fyrir sitt fólk. Dugleg, drífandi, oft ákveðin og langminnug. Örlát, hlý, hófsöm, ekkert sérstaklega opin, frekar prívat með sitt. Þær sækja á mann minningarnar. Sérstaklega hvað ég er í mikilli þakkarskuld því hún veitti mér svo margt. Alltaf var ég velkominn til hennar og afa, alltaf var þar skjól fyrir lítinn strák sem stundum var svolítið ringlaður í sínum aðstæðum. Hlýtt faðmlag, strokinn vangi, klapp á koll. Alltaf var tími fyrir þann stutta. Tími til að spila á spil, spjalla um skólann, félagana og viðfangs- efnin. Það var einatt sjálfsagt að hjálpa til við ljóðagerð og hlusta á lestur. Maður fékk að fara með í Garða- kirkju, fékk miða í bíó og að vera með í eldhúsinu á Hrafnistu, ferðast til Þingvalla í hjólhýsi og seinna bú- staðinn. Svo voru það gjafirnar, ör- lætið, Spur, appelsín og jólaboðin. Ávallt fann maður fyrir miklum áhuga á að heyra um hvað það sem maður tók sér fyrir hendur, fylgjast með, heimsækja drenginn í sveitina, skoða aðstæður í eyjum, vera við út- skrift úr háskólanum í Glasgow, að- stoða við veisluna. Fylgjast með fyrstu sporum okkar Jollu, samgleðjast með fyrstu íbúð- ina, fagna börnunum, fylgjast með í erfiðleikum, vona og biðja og svo fagna, þakka og gefa. Við hverja heimsókn var okkur fagnað og alltaf var tími. Gleðin yfir langömmubörnunum var mikil, væntumþykjan og umhyggjan. Stundum voru fingraför barnanna á glerinu á sófaborðinu jafnvel ekki strokin af strax heldur látin vera daginn svona eins og til að heim- sóknin hefði verið framlengd. Gildin í lífinu voru ljós. Fjölskyldan var for- gangsmál. Nú þegar ég sit hér einn í næt- urkyrrðinni og hugsa um ömmu falla tárin eitt af öðru á lyklaborðið. En ég hugga mig við það að eins og allir sem lifa munu deyja þá munu allir sem deyja einnig lifa. Flestir sam- ferðamenn hennar af sömu kynslóð hafa þegar kvatt þetta líf. Amma hefur á sinni vegferð þurft að kveðja og sjá á eftir mörgum. Endurfund- irnir síðustu daga hafa án efa verið góðir. Nú skilur leiðir um stund. Við Jolla, Svanhvít og Alexander segjum takk og bless við Önnu ömmu. Guð blessi minningu hennar. Magnús E. Kristjánsson. Móðursystir okkar, Anna Margrét Elíasdóttir, er látin hátt á tíræðis- aldri. Anna var elst þriggja systkina, næst henni í aldri var móðir okkar, Maríanna Ingibjörg, og yngstur var Jón Ólafur. Þau systkinin fæddust í Dölunum þar sem foreldrar þeirra, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Elí- as Guðmundsson, bjuggu, lengst á Neðri-Brunná í Saurbæ. Árið 1925 brugðu þau búi og fluttu suður, fyrst á Vatnsleysuströndina, en síðan í Hafnarfjörð þar sem þau höfðu byggt sér hús, Selvogsgötu 16. Rannveig Löve lýsir heimili þeirra í bók sinni Myndir úr hugskoti sem út kom árið 2000. Rannveig dvaldi á heimilinu í nokkrar vikur í æsku þar sem hún fékk tilsögn í „kvenlegum dyggðum“ eins og hún orðar það, lærði m.a. að bródera og spila á org- el. Hún lýsir kvöldvökum með ljóða- lestri, sögum, orgelleik og söng og áherslu húsmóðurinnar á vandaða framkomu og borðsiði. Rannveig þakkar henni sérstaklega fyrir að hafa opnað sér heim bókmennta og tónlistar. Að þessari arfleifð bjuggu þau Anna og systkinin þegar þau stofnuðu eigin heimili og könnumst við systkinabörnin sannarlega við ýmislegt sem þarna kemur fram. Foreldrar Önnu skildu þegar yngri systkinin voru unglingar. Anna var þá gift Magnúsi Guð- mundssyni. Anna og systkini hennar voru alla tíð mjög náin og mikil sam- skipti milli heimilanna. Við systkina- börnin nutum þess í uppvextinum og eigum margar góðar minningar sem við dveljum oft við og njótum þess að rifja upp þegar við komum saman. Fyrsti bíllinn í stórfjölskyldunni var í eigu þeirra Önnu og Magnúsar, for- láta Lincoln-bifreið. Oft var þétt- skipað í sæti þegar farið var í ferða- lög um landið. Sérstaklega eru berjaferðirnar eftirminnilegar þar sem Ragnheiður amma og systurnar Anna og Maríanna klæddust teinótt- um ferðadrögtum með hárið bundið upp með kömbum og klúta. Meðferð- is voru stórir mjólkurbrúsar undir berin. Dalirnir og þá sérstaklega Saur- bærinn var í hugum Önnu og systk- ina hennar æskustöðvarnar og það treysti enn frekar tengslin þangað vestur að fimm móðursystur þeirra bjuggu þar langt fram eftir öldinni. Varla leið það sumar að ekki væru farnar ferðir á þessar slóðir meðan þeirra naut við. Anna fór sína síðustu ferð í Dalina sumarið 2008. Það var bæði fræðandi og skemmtilegt að skoða með Önnu gömlu albúmin með myndum af fólkinu fyrir vestan og hlusta á sögur af skyldfólkinu, af fyrsta kennaranum hennar, Jóhann- esi úr Kötlum, og Steini Steinarr sem bjó ungur í skjóli Steingríms og Steinunnar, móðursystur Önnu. Hún fór gjarnan með ljóð eftir þá og einn- ig ljóð Stefáns frá Hvítadal sem var uppeldisbróðir Ragnheiðar ömmu. Þessum gömlu myndum sá Anna um að komið var til vörslu í Skjalasafn Dalasýslu. Anna naut góðrar heilsu um æv- ina. Hún sagði stundum að sér hefði aldrei orðið misdægurt utan einu sinni og það hefði verið í eina skiptið sem hún tók inn lyf. Allt fram yfir ní- rætt fór hún í daglegar gönguferðir og naut þess að vera úti í náttúrunni. Við systurnar þökkum Önnu frænku ævilanga samfylgd. Pétrún Pétursdóttir og Elsa G. Jónsdóttir. Þeim fækkar nú óðum sem hófu störf í upphafi kreppuáranna milli 1930 og 40. Það er hinsvegar ljóst að þeim sem þá voru komnir til starfa, finnst barlómur nútímamannsins heldur hjáróma. Sú bylting lífshátta sem þetta fólk hefur lifað verður í augum nútímamannsins næsta óraunveruleg, svo hörð var lífsbar- átta þeirra tíma. Anna Elíasdóttir lifði þessa byltingu. Hún kynntist henni upphaflega í íslenskri sveit eins og hún gerðist þjóðlegust og síðar í útgerðarbæ, einnig sjó- mennsku í gegnum föður og eigin- mann. Þetta er hið dæmigerða lífs- hlaup kynsystra hennar á sama aldri. Anna var elst barna þeirra Anna Margrét Elíasdóttir SÁ SÉRSTÆÐI at- burður, er forseti Ís- lands neitaði að und- irrita ný Icesave-lög og vísa þeim í þjóð- aratkvæðagreiðslu, kom mörgum á óvart, sérstaklega vegna þess að lögin fjölluðu um milliríkjasamning og aukin útgjöld þjóð- arbúsins, þannig að einsýnt var að hæstvirtir kjósendur myndu örugglega hafna lögunum. Það verður einnig að líta til þess að stjórnarandstaðan var öll á móti, Indefence-hópurinn safnaði tuga þús- unda lista kjósenda, sem skoruðu á forsetann að hafna lögunum. Neit- unarvald forseta sem er stjórn- arskrárbundið hefur aldrei verið út- fært nánar og augljóst er að Alþingi hefur álitið að þetta ákvæði væri bara upp á punt. Sem dæmi má taka að ennþá óma öskrin í Matthíasi Bjarnasyni, fv. ráð- herra, þegar frú Vigdís Finn- bogadóttir dró í nokkrar klukku- stundir að undirrita lög á flugfreyjur því dagurinn var kvennadagur. Fjöl- miðlalögin voru strax dregin til baka er forseti neitaði að staðfesta þau og áður óþekkt samstaða myndaðist á Alþingi til að hægt væri að koma í veg fyrir að Icesave-lögin færu í þjóð- aratkvæðagreiðslu.Þegar litið er hve illa Alþingi bregst við neitunarvaldi forseta og hversu illa Icesave-lögin hentuðu til þjóðaratkvæðagreiðslu, er ekki úr vegi að reyna að túlka neitun forseta og rökstyðja það. Mín túlkun er sú að forsetinn sé að benda á að tími sé kominn til að breyta stjórnskipun Íslands, sem sé nýtt lýðveldi. Stjórnskipan getur aldrei orðið fullkomin og aldrei verð- ur hægt að tryggja að asni klyfjaður gulli verði ekki fremstur meðal jafn- ingja. Mín hugmynd að nýrri stjórn- skipan er sú að forseti verði þjóðkjör- inn eins og nú, en að viðbættum varaforseta. Forsetinn skipi ráðherra sem þurfa viðurkenningu þingsins. Landið verði eitt kjördæmi og alþing- ismönnum fækkað í 31 og hafi aðeins löggjafarvald í sínum verkahring t.d. frumvörp sem koma frá forseta. Staða dómskerfisins verði einnig end- urmetin. Ekki þarf að láta sér detta það í hug að Alþingi geti verið nytsamlegt við samningu nýrrar stjórnarskrár. Nefnd til endurskoðunar stjórn- arskrárinnar hefur verið starfandi eins lengi og elstu menn muna, án þess að þaðan heyrist hósti né stuna, því verður að kjósa stjórnlagaþing sérstaklega. Stjórnlagaþing verður að styðjast við netskoðanakannanir, þannig að þjóðin verði með í ráðum um nýjar hugmyndir. Ísland er komið inn í hringiðu alþjóðavæðingar og ekki verður snúið til baka, því þarf að velja öðruvísi til forystu en áður hefur verið gert og má því til sönnunar spyrja hve margir stjórnvitringar voru í hópi þeirra 27 nýju þingmanna er síðast voru kjörnir. Mörg lög sem sett hafa verið af þingkjörnum rík- isstjórnum hafa ekki verið skynsamleg, verst var þó þegar ein- staklingum eða fyr- irtækjum var leyft að veðsetja óveiddan fisk í sjó, þótt viðurkennt væri að sjávarauðlindin væri í eigu þjóðarinnar. Líkur eru fyrir því að enginn beinn arður sé af fiskveiðum, því allt sem afgangs verður rennur til erlendra fjármálafyrirtækja í formi vaxtagreiðslna. Það má einnig áætla að auður sægreifanna vegna sölu á 90/100 hlutum af auðlindinni hafi brunnið upp í hlutabréfafallinu. Upphaf hrunsins má rekja til einka- væðingar ríkisbankanna, þegar ráð- herrum fannst ljúft að láta ljúga að sér um þýska leppa og stóra sjóði frá St. Pétursborg, en skipulögðu jafn- framt krosslán ríkisbankanna til að fjármagna kaup á sjálfum sér. Ekki má gleyma ránvíkingunum sem keyptu 27% í Fjárfestingabanka at- vinnulífsins með fulltingi Íslands- banka og með það að markmiði að yf- irtaka Íslandsbanka. Þótt mikið væri varað við þeirri peningahyggju sem réð fyrir landinu máttu þingkjörnir ráðherrar sín lítils því útrásarvíkingarnir báru 5-30 kúl- ur í einu til að troða í friðarpípu ráð- herrana og þegar mikið lá við vegna Icesave kom höfundurinn sjálfur af hinni tæru snilld og tróð sjálfur 25 kúlum í friðarpípu forsætisráðherra. Friðarpípukúlurnar virkuðu so vel að Seðlabankinn dauðsigraði sjálfan sig með lánum til óráðsíumanna, svo not- uð séu orð bankastjórans sjálfs er hann vaknaði á grúfu í hrúgunni. En hvað um það veðsetning ófæddra barna er ekkert merkilegri en veð- setning óveidds fisks í sjó. Er núver- andi ríkisstjórn var mynduð var stjórnarsáttmálinn einfaldur. Sækja um aðild að ESB og stoppa stóriðju og orkuframkvæmdir. Byrjað var á aðildarumsókn, þrátt fyrir að þjóðin hefði ekki efni á slíku og fjár- málakreppan gæti verið fyrsti nagl- inn í líkkistu ESB í núverandi mynd. Efnt var til þverpólitískrar umræðu um Icesave, en þær umræður líktust umræðum Bakkabræðra: „Gísli Ei- ríkur Helgi, faðir vor kallar á kútinn“. Þegar forsætisráðherra Sjálfstæð- isflokksins kvaddi í sjónvarpi, bað hann Guð að blessa Ísland og ber að þakka honum það, en við Íslendingar verðum líka að hafa það í huga að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir og því þurfum við að finna okkur nýtt og betra stjórnskipulag. Ný stjórnskipan Eftir Elías Kristjánsson Elías Kristjánsson » Stjórnskipan getur aldrei orðið full- komin og aldrei verður hægt að tryggja að asni klyfjaður gulli verði ekki fremstur meðal jafningja. Höfundur er forstjóri. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskil- ur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi ein- stakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefn- um. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.