Morgunblaðið - 24.02.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.02.2010, Qupperneq 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Ragnheiðar Guðmundsdóttur og Elí- asar Guðmundssonar. Þau höfðu hafið búskap á Neðri-Brunná í Saur- bæjarhreppi þegar Anna fæddist. Þar fæddust einnig yngri systkini hennar þau Maríanna og Jón. Hún er römm sú taug sem tengir okkur við ræturnar. Svo reyndist það að minnsta kosti með hana Önnu. Saur- bærinn var alla tíð sveipaður dýrð- arljóma æskunnar. Sú tilfinning hef- ur örugglega styrkst við að dvelja þar vestra að sumarlagi eftir að vera flutt þaðan. Fjölskyldan fluttist síð- an til Hafnarfjarðar eftir stutta bú- setu á Vatnsleysuströnd. Í Hafnar- firði kynntist Anna þeim manni sem hún síðan átti eftir að þreyta lífs- gönguna með, Magnúsi Guðmunds- syni sjómanni. Settust þau að í Hafn- arfirði eftir stutta búsetu á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Í Hafnarfirði bjuggu þau lengst af á Skúlaskeiði 26. Árið 1958 fluttu þau í Garða- hrepp og áttu þar heima síðan. Í Hafnarfirði ólust upp börnin Ragnar Stefán, Svanhvít og Elín Guðmunda. Drenginn Elías Guðmund misstu þau á fyrsta ári. Eftir að Magnús hætti til sjós tók hann að sér rekstur eldhússins á Hrafnistu í Reykjavík þegar það heimili tók til starfa. Þar áttu þau hjónin farsælan feril þar til starfsævi lauk. Anna og Magnús voru fyrstu íbúarnir sem settust að í húsum aldraðra við Hrafnistu í Hafnarfirði. Magnús lést 1996 og hafði þá verið heilsulítill um nokkura ára skeið. Þegar ég hugsa til frænku minnar, hennar Önnu Elíasar hlýtur að koma upp í hugann þakklæti fyrir þá hlýju og vináttu sem ég ætíð naut frá henni sem sýndi sig í því að fá að vera sem einn af fjölskyldunni um þriggja ára skeið. Það voru afleið- ingar þess að hún hafði sem lítil stúlka vestur í Dölum orðið sérstök vinkona föður míns, sem oft var gestur hjá bróður sínum og mág- konu á þeim árum og síðar hjá þess- ari frænku sinni í Hafnarfirði. Þegar degi hallar á langri ævi finnur maður gjarnan hvert hugurinn leitar. Þegar ég heimsótti frænku mína á síðustu misserum og hún var ef til vill ekki alveg klár á deginum í gær eða fyrradag gátum við alltaf skroppið í huganum vestur í Saurbæ og vakið upp menn og málefni. Þá voru hlut- irnir alveg á hreinu. Þegar ég nú kveð Önnu frænku mína með þökk fyrir að hafa nánast tekið mig í sinn afkomendahóp, óska ég henni vel- farnaðar á nýjum leiðum. Megi frið- ur ríkja með henni svo og þeim sem eftir sitja. Jóhannes Harry Einarsson. Nú er hún Anna farin, farin úr okkar jarðnesku veröld, eftir langa og farsæla ævi. En minningin um ljúfa konu mun lifa í hugum okkar samferðafólks hennar. Anna var kona Magga frænda, móðurbróður míns. Þau eru mér bæði í barnsminni. Á sumrin komu þau stundum í heimsókn á bernsku- slóðir Magga, til afa og ömmu, mömmu og „frænku“ á Þingeyri. Þá var mikil gleði og eftirvænting hjá fjölskyldunni á Litla-Holti, ekki síst hjá okkur ungu mönnunum, mér og Andrési Sverri, því Ragnar og Svana bættust snemma í hópinn. Já, Anna mín, þær eru margar minningarnar mínar, sem tengjast þér og fjölskyldu þinni, og allar eru þær ljúfar og góðar. Á Reykjavíkurárum mínum kom ég á Skúlaskeiðið og hlaut þar alltaf ljúfar móttökur. Og ég man vel eftir uppörvandi heimsóknum ykkar til mín á Vífilsstaði, þegar ég var þar sjúklingur 22 ára gamall. Við Sigrún og börn okkar nutum margra góðra stunda á heimili ykk- ar; í Hraunsholti, Garðabæ og Boða- hlein. Og alltaf var notalegt að koma til ykkar í eldhúsið á Hrafnistu. Þið glödduð okkur líka með ánægjuleg- um komum ykkar til okkar í Mjólk- árvirkjun, Andakílsárvirkjun og Borgarnes. Kæra Anna, það er margs að minnast, og margt þér að þakka. Við þökkum þér allar okkar samveru- stundir. Við Sigrún sendum börnum Önnu og fjölskyldum þeirra dýpstu sam- úðarkveðjur. Bjarni K. Skarphéðinsson. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is TILBOÐSDAGAR 20-50% afsláttur af völdum legsteinum með áletrun á meðan birgðir endast 10% afsláttur af öðrum vörum ✝ Elskulegur faðir minn og afi okkar, BJARNI MAGNÚSSON, Hrafnistu, áður Bergstaðastræti, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 21. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. mars kl. 13.00. Guðbjörg Bjarnadóttir, Helga Birgisdóttir, Ragnar Birgisson, Sverrir Birgisson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR, Bröttugötu 2, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabba- meinsfélögin. Jón S. Pétursson, Jakobína S. Stefánsdóttir, Sverrir Hjaltason, Pétur V. Hannesson, María E. Guðmundsdóttir, Friðþjófur Th. Ruiz, Birna R. Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, GEIRRÚN JÓHANNA VIKTORSDÓTTIR, Rúna Viktors, frá Karlsstöðum í Fljótum, sem lést miðvikudaginn 17. febrúar, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Björg Viktoría Zophaníusardóttir, Sverrir Sævar Ólason, Jón Friðrik Sigurðsson, Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Ólafur Sigurðsson, Margrét Bjarnadóttir, Svala Hólmfríður Sigurðardóttir, Steindóra Ágústa Sigurðardóttir, Stefán Jón Stefánsson, Sigurður Þorsteinn Jóhannsson, Helga Jóna Lúðvíksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis Lyngholti 9, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Björgvin Halldórsson, Rebekka Dagbjört Jónsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Hulda Árnadóttir, Kristín Halldórsdóttir, Þorgeir Ver Halldórsson, Inga Sjöfn Kristinsdóttir, Óskar Halldórsson, Hildur Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNNUR BJARNADÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, áður húsmóðir á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, verður jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju í Gnúpverja- hreppi laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Amalía Stefánsdóttir, Leif Bryde, Páll Stefánsson, Natalí Stefánsson, Guðný Stefánsdóttir, Hafsteinn Stefánsson, Sigrún Óla, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐJÓN TRYGGVASON bóndi, Raufarfelli, A-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju, A-Eyjafjöllum, laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Þórunn Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson, Tryggvi Ólafsson, Sigrún J. Heiðmundsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Sigurður Kjartansson, Ingi Ólafsson, Anna Kristín Birgisdóttir, Anna Björk Ólafsdóttir, Kristinn Stefánsson, Jón Pálmi Ólafsson, Hildur Hjaltadóttir, Rósa Íris Ólafsdóttir, Katrín Jóna Ólafsdóttir, Einar Þór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HILDUR AÐALBJÖRG BJARNADÓTTIR fyrrv. húsmóðir í Hvammsgerði, Vopnafirði, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 18. febrúar. Útför fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Kristín Brynjólfsdóttir, Arthúr Pétursson, Guðrún Brynjólfsdóttir, Andrés Magnússon, Elín Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÞÓR PÉTURSSON, Pétursborg, Kjalarnesi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt laugardagsins 20. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Bestu þakkir til starfsfólks á deild 11E Landspítalanum við Hringbraut og líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun. Árnína Kristín Dúadóttir, Þóra Kristín Sigurðardóttir, Heimir Björgvinsson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Pétur Már Sigurðsson, Árnína Björt, Þórdís Rún, Sigurður Darri og Sölvi Þór. ✝ Látin er ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ÞORSTEINSDÓTTIR píanókennari, áður til heimilis Nesvegi 76, Reykjavík. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 11.00. Lára K. Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Finnbogi Rútur Hálfdanarson, Emil Gunnar Guðmundsson, Þórunn Hulda Guðmundsdóttir, Bjarni Lárusson, Hulda Birna Guðmundsdóttir, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, Óskar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.