Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010  Hann Skúli Þórðarson er ekki bara mennskur heldur á hann auk- inheldur ættir að rekja til hinna stuðvænu og kaldhömruðu Vest- fjarða. Skúli hefur löngum gutlað við hljómlist, gaf m.a. út forláta sólódisk hér endur fyrir löngu en í kvöld kemur hann fram ásamt hljómsveitinni Grjót. Fara tónleik- arnir fram í Djúpinu, í kjallara Veitingahússins Hornið við Hafn- arstræti. Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari mun leika eigin verk og taka lagið með hljómsveitinni en auk verka Unu Sveinbjarnardóttur og Skúla Þórðarsonar verða lög James Brown, Elmore James, Tom Waits og Bo Diddley leikin m.a. Skúli mennski ásamt hljómsveitinni Grjót Fólk ÞORLEIFUR Örn Arnarsson leikstjóri, vinnur nú að því að setja upp nýtt verk í Borgarleik- húsinu. Leikritið, sem heitir Eilíf óhamingja, skrifaði hann sjálfur í samvinnu við Andra Snæ Magnason og er það sjálfstætt framhald verksins Eilíf hamingja sem var sýnt 2007. „Eilíf hamingja fjallaði um bankafólk að reyna að bjarga ímyndinni, um tómleika tímabilsins, hvernig allir unnu og unnu en þetta voru bara peningar í pappírsheimi. Hugmyndin á bakvið Eilíf óhamingja er að núna sé uppgjörið kom- ið. Í uppganginum var allt í lagi að fara inn í sig og leita að einhverjum gildum en svíkja þau svo og selja; það var allt til sölu. Síðan stendur þetta fólk eftir og botninn er dottinn úr og allt í einu er ekkert í lagi að hafa krafs- að svona inn í sig. Svo er líka verið að skoða hysteríuna,“ segir Þorleifur og minnir á að hvað sem kreppunni líði séum við ennþá að ganga um með fartölvurnar okkar, drekkandi latte. Þorleifur er annars nýkominn heim, en hann var ljúka við að frumsýna A Clockwork Or- ange í Þýskalandi. Uppsetningin olli nokkru fjaðrafoki og það gekk ekki áfallalaust að koma verkinu á fjalirnar. Þegar það fréttist að Þorleifur ætlaði ekkert að draga úr brjálæði sögunnar íhugaði leikhússtjórinn að hætta við sýninguna. Hún þótti gróf og ofbeldisfull og úr varð að hún var bönnuð börnum yngri en 16 ára, sem Þorleifur var tilbúinn að samþykkja. „Þetta gekk mjög vel,“ segir hann aðspurður um viðtökurnar, „fólk var annað hvort ofsa- lega hrifið eða alveg brjálað. Það hefði aldrei komið til greina að gera þetta öðruvísi, en ég hef séð uppsetningar þar sem sagan er gerð meinlaus. Það sem ég vildi ná fram var þessi tryllingur í Alex, þessi skilyrðislausa aðdáun á brjálæðinu þar sem engin lög fá að standa,“ segir hann og segir jafnframt að uppsetningin sé í raun ekki eins sjokkerandi og margir vildu meina. Á heimasíðu sinni hefur Þorleifur sjálfur velt vöngum yfir þeim spurningum sem vakna þegar viðfangsefni leikhússins er ofbeldi. Það virðist vera mun meira tabú þar en til dæmis í kvikmyndum og skemmst er að minnast þeirra sterku viðbragða sem uppsetningin á Rústað eftir Söruh Kane vakti hér heima. „Það er svo mikill misskilningur að listin sé sterkari ef hún hermir nákvæmlega eftir raunveruleik- anum. Ég held að það sé ákveðið meinleysi í því sem við sjáum í bíó þegar Leonardo DiCap- rio lemur á einhverjum vondum gaur og tekur af honum hausinn og það er hryllilega vel gert. Af því að það er svo raunverulegt þá er það svo mikið gervi. En í leikhúsinu þá stend- ur fólk bara, líkami og sál, fimm metra frá þér. Leikarinn þarf að standa inni í hlutverk- inu og þetta verður svo sterk upplifun, hvat- irnar standa svo berskjaldaðar.“ holmfridur@mbl.is Ofbeldi, brjálæði og firring í leikhúsinu Þorleifur Segir leikara til í Clockwork Orange.  Að bössa eða búkka, það er stóra spurningin hjá netverjum í dag, þó að sumir geri hvorugt og tísti bara. Hér er að sjálfsögðu verið að vísa í Fésbókina, útgáfu Google af slíku, „Buzz“ og Twitter. Spurningar um einkalíf notenda, og það hvort verið sé að ráðast inn á þeirra helgustu svæði og jafnvel nýta sér eru á sama tíma að verða æ algengari. Einn Fésbókarnotandi sem hefur sagt upp reikningi sínum hafði þetta um málið að segja: „Mér finnst alltaf meir og meir eins og Facebook sé námafyrirtæki sem grefur sig dýpra og dýpra inn í hegðunarmynstur okkar og selur auglýsendum gullmolana sem af okkur hrynja. Þegar öllu er á botn- inn hvolft eru það auglýsendur sem borga – fyrir aðgang að okkur! Við erum vörurnar!“ Er það svo að George gamli Orwell hafi haft rétt fyrir sér í einu og öllu. Eða er þetta ys og þys út af engu? „Fésbókin hún étur litlu börnin sín …“  Hinn skeleggi rýnir og farand- fræðimaður Haukur Már Helgason ritar nú reglulega pistla á kvik- myndamiðilinn Iceland Cinema Now, sem ritstýrt er af Ásgrími Sverrissyni. Haukur sótti sextug- ustu kvikmyndahátíðina í Berlín sem lauk nú á sunnudaginn og skrifar langan og ítarlegan pistil um þá ferð sína. Haukur er af skóla vinstri-gáfumanna og sá útgangs- punktur litar eðlilega sýn hans á hlutina. Heilt yfir segist hann ánægður með hátíðina, þó að þýskir séu allt of hallir undir markaðs- hyggju að amerískum hætti. Vinn- ingsmyndin er frá Ísrael og Haukur sendir henni jafnframt pillu og seg- ir hana forðast meðvitað það sem ekki má tala um – hörmungarnar í Palestínu. Haukur Már í djúp- köfun á Berlinale Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Ice- landic Cowboys hefur orðið sér úti um rétt á því að endurgera fyrir íslenskan markað fjölda sjónvarpsþátta, með samningi við belgíska fyrirtækið BGo- odMedia. Heimir Jónasson er stofn- andi og framkvæmdastjóri Icelandic Cowboys. Sem dæmi um þætti sem Icelandic Cowboys hefur eignast endurgerð- arrétt á eru The Cube, Cash Cab og Undercover Boss. Sá síðastnefndi (mætti þýða titilinn sem Forstjóri í leynum) var frumsýndur fyrir skömmu í Bandaríkjunum og er með mest áhorf allra raunveruleikaþátta- raða frá upphafi, að sögn Heimis. Í þættinum segir af forstjóra og æðstu stjórnendum fyrirtækis sem þykjast vera starfsmenn lægra settir og fá þannig að kynnast hinum „óæðri“ verkum, m.a. að þrífa klósett. Lærdómsríkt En hvað þýðir það að Icelandic Cowboys hafi orðið sér út um þennan rétt til framleiðslu á tilteknum sjón- varpsþáttum, á því sem kallað er í bransanum „formöt“? „Markmið mitt er í fyrsta lagi að reyna að koma einhverju af þessu efni í framleiðslu hjá íslenskum sjónvarps- stöðum. Markaðurinn er mjög erfiður og fá „slott“ (sýningartími) sem hægt er að komast í. Ég hef með þessu að- gang að framleiðendum og leik- stjórum í ýmsum löndum sem hafa framleitt þessa þætti,“ segir Heimir. Hann nefnir nokkur tilfelli þess að er- lendir framleiðendur hafi sent mann- skap hingað til lands að kenna mönn- um að vinna tiltekna þætti, t.d. Idol, X-Factor og Viltu vinna milljón?. Slíkt samstarf sé mikils virði fyrir þá Ís- lendinga sem vinna við sjónvarps- þáttagerð. Þá segist Heimir einnig vera með hugmyndir í þróun og fyrr- nefndur samningur greiði leiðina út. „Um leið og ég framleiði eitthvað fyrir sjónvarp hér sem gengur vel kemst ég með það efni inn í sölupíp- urnar hjá All3Media sem selur formöt um allan heim. Sambærilegt dæmi um slíkt er t.a.m. Næturvaktin. Í tilfelli Næturvaktarinnar var það Shine Int- ernational sem tók hana í söludreif- ingu frá Saga Film og það er vonandi að skila árangri núna.“ Meira eða minna allt format – En hvað er „format“-þáttur? „Ég veit ekki um neinn þátt sem er í gangi sem ekki á sér fyrirmynd ein- hvers annars staðar í heiminum, hvort sem þátturinn heitir Silfur Eg- ils, klassískur panelþáttur; Útsvar, klassískur spurningaþáttur með tveimur keppnisliðum og stjórnanda eða Logi í beinni, klassískt „variety talk show“ í anda Jay Leno eða Let- terman,“ útskýrir Heimir. Erlendar sjónvarpsstöðvar vilji almennt kaupa þekkt formöt sem hafi gengið vel á öðrum mörkuðum, þannig sé dregið úr áhættu. – Hverjar eru líkurnar á því að ís- lensk stöð eða stöðvar kaupi af þér formöt sem þú átt réttinn að og þá ekki síst núna í kreppunni? „Almennt tel ég að líkurnar séu ekki slæmar. Hitt er annað mál að samkeppnin er mjög hörð og harðnar enn meira í kreppunni þar sem allir hafa minna fjármagn að spila úr og svo auðvitað þessi mikli samdráttur hjá RÚV – hann hefur einnig mikil áhrif. Þegar harðnar í ári þurfa menn líka að huga að því að minnka áhætt- una og það gera menn með því að kaupa format-þætti. Stöðvarnar á Ís- landi hafa mismunandi markmið í dagskránni og mismikið fé og maður verður að spila inn á það og mæta þeim í þeirra þörfum. Ég er sann- færður um að RÚV á eftir að auka innlenda framleiðslu til muna – þeir sem þar stjórna vita að íslensk fram- leiðsla er það sem skilar mestu áhorfi og meiri auglýsingatekjum. Þó að áhorf eigi ekki að vera sett á oddinn í öllum tilvikum, vilja Íslendingar sjá íslenskar hetjur, vonir, þrár og örlög í íslenskum samtímasögum. Ég treysti því að við eigum fljótt eftir að sjá breytingu í rétta átt hjá RÚV.“ Ekki hvort heldur hvenær – Eru tækifæri í því fyrir Íslendinga að búa til góð ,,formöt“, upp á sölu til erlendra framleiðenda? „Já, við eigum eftir að búa til þætti sem hægt verður að selja sem „form- öt“ á erlendum markaði. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær. Næt- urvaktin er gott dæmi um það og er að ryðja veginn í leiknu efni. Hér er dæmi um frumlega, íslenska sögu og faglega vinnu sem er í endurgerð í Ameríku sem stendur og vonandi sjáum við vaktina slá í gegn á þeim markaði.“ Heimir segir sparnað fólginn í því að vera í samskiptum við framleiðendur á formatþáttum sem hafi verið sendir út á öðrum mörkuðum og njóta leiðbein- inga þeirra. „Það kemur í veg fyrir að við fram- leiðslu þáttarins á Íslandi detti maður í pytti sem getur verið dýrkeypt þegar upp er staðið,“ segir Heimir. Þá hafi leiðbeiningar frá erlendum framleið- endum hækkað standardinn í íslensku sjónvarpi. – Eru einhverjir þættir á leið í fram- leiðslu hjá þér fyrir íslenskar stöðvar? „Það eru margir í þróun og góðir möguleikar að komast í framleiðslu þegar sólin hækkar á lofti. Á meðan sinnir maður erlendum aðilum við myndatökur á Íslandi.“ Fer íslenskur forstjóri í felur?  Icelandic Cowboys hefur eignast réttinn til endurgerðar á vinsælum, erlendum þáttum fyrir íslenskt sjónvarp  Næturvaktin ryður veginn sem íslenskt format Reuters Undercover Boss Larry O’Donnell, forstjóri fyrirtækisins Waste Management, e.k. bandarískrar Sorpu, er forstjóri í leynum í þættinum Undercover Boss og sinnir ýmsum verkefnum sem forstjórar koma sjaldan nálægt. Heimir Sannfærður um að RÚV muni auka innlenda framleiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.