SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 8
8 5. desember 2010 Leslie William Nielsen fæddist í Regina í Kanada 11. febrúar 1926. Móðir hans var frá Wales en faðirinn frá Danmörku. Bæði fluttu þau ung að árum til Kan- ada. Nielsen átti tvo bræður og komst annar þeirra, Erik, til metorða í stjórnmálum. Var um skeið aðstoð- arforsætisráðherra Kanada á níunda áratugnum. Hann lést fyrir tveimur árum. Frændi Nielsens, Jean Hersholt, var leikari og víð- frægur fyrir túlkun sína á söguhetjunni í þáttunum um Christian lækni sem gengu árum saman í útvarpi vestra. Nielsen viðurkenndi að Hersholt hefði haft mikil áhrif á sig og í raun hvatt sig óbeint til að feta þessa braut. Faðir Nielsen var í landamæralögreglunni í Fort Norman, þar sem nú heitir Tulita, og þar óx pilturinn úr grasi. Sautján ára gekk hann í flugherinn en var of ungur til að berjast í seinni heimsstyrjöldinni. Niel- sen vann um tíma fyrir sér sem plötusnúður áður en hann hóf leiklistarnám í Toronto. Þar fann hann fjöl- ina sína og fékk styrk til framhaldsnáms í The Neighbourhood Playhouse í New York. Þangað hélt Nielsen skjálfandi á beinunum af ótta við að verða sendur beint heim um leið og hann opnaði munninn. Það fór á annan veg. Nielsen lagði um tíma stund á nám í hinu víðfræga Actors Studio áður en hann fékk sitt fyrsta hlutverk í sjónvarpi. Það var í þáttunum Studio One, þar sem hann hitti fyrir ekki minni mann en Charlton Heston. Nielsen fékk hvorki meira né minna en 75 Bandaríkjadali fyrir ómakið. Nielsen var fjórgiftur og lætur eftir sig eiginkonuna Barbaree Earl og dæturnar Maura og Thea sem hann átti með konu númer tvö, Alisande Ullman. Fjórgiftur og af dönskum ættum Nýleg mynd af Leslie Nielsen. Aldrei langt í brosið. Reuters Í óðagotinu missa lögreglumennirnir vammlausu Frank Drebin og Ed Hocken fólið Quentin Hapsburg út um gluggann. Hann fellur nokkrar hæðir en hafnar fyr- ir mildi Guðs á tjaldþakinu við inngang hótels- ins og skoppar með tilþrifum niður á gang- stétt, þar sem hann lendir vitaskuld á fótunum – óskrámaður. Hapsburg dustar rykið í róleg- heitum af sér en í því að hann hyggst ganga á brott ræðst glorsoltið ljón á hann og étur með húð og hári. Nokkur seinheppni í ljósi þess að Hapsburg er staddur í miðri stórborg í Banda- ríkjunum. En svona voru Naked Gun-myndirnar. Ekk- ert er sem sýnist og fátt eins og það á að vera. Sjálfur var Drebin aðstoðarvarðstjóri ekkert blávatn. Þegar Hocken varðstjóri ráðlagði hon- um einhverju sinni að fara varlega, með þeim orðum að þetta gæti kostað hann lífið, svaraði kappinn án þess að blikna: „„Þetta gæti kostað mig lífið“ er millinafn mitt.“ „En hvað um Jane?“ spurði Hocken þá áhyggjufullur um af- drif ástkonu Drebins, Jane Spencer. „Ég veit ekki hvert millinafn hennar er,“ var svarið. Frank Drebin aðstoðarvarðstjóri er sann- arlega með eftirminnilegri persónum á hvíta tjaldinu hin síðari ár en hann var leikinn af ísmeygilegri kímni af kanadíska gamanleik- aranum Leslie Nielsen sem sagði skilið við þessa tilveru í vikunni, 84 ára að aldri. Bana- mein hans var lungnabólga. Drebin hafði þann kost (eða ókost) að hafa ekki minnsta grun um hamfarirnar sem gengu yfir allt í kringum hann enda kom hann þeim ósjaldan af stað sjálfur. Fáránleikinn var á köfl- um algjör og misskilningurinn eftir því. „Hvað geturðu sagt mér um þennan mann?“ spurði hann téða Jane sem staðið hafði misindismann að verki. „Hann er hvítur með yfirvararskegg, svona einn og níutíu,“ svaraði hún. Drebin hleypti brúnum: „Það er ekkert smáræðis yf- irvararskegg!“ Airplane var vendipunkturinn Nielsen mun lifa um ókomin ár með alþýðu manna fyrir túlkun sína á Drebin og ekki síður sem læknirinn í stórslysamyndasatírunni Airplane árið 1980. Hann var álíka viðutan. Það kann að koma ýmsum á óvart en Leslie Nielsen hóf feril sín í kvikmyndum í alvar- legum hlutverkum um miðjan sjötta áratuginn. Hann var hávaxinn og myndarlegur og valdist gjarnan í hlutverk góða gæjans. Áratugirnir liðu án teljandi tilþrifa af hálfu Nielsens enda var framboð af slíkum mönnum glettilega gott vestur í Hollywood. Það er helst að fólk muni eftir honum sem skipstjóra á skemmti- ferðaskipi í Poseidon-ævintýrinu árið 1972. Eftir að einhverjum datt í hug að fá Nielsen í fyrstu Airplane-myndina lá leið hans hratt upp á við. Myndin féll í kramið, bæði hjá leik- um og lærðum, og Nielsen þótti vinna leiksigur í hlutverki Rumacks læknis. Loksins var hann kominn á rétta hillu. Fræg voru ummæli Ro- gers Eberts þess efnis að Nielsen væri „Olivier skopstælinganna“. Ekki amalegt veganesti. Í ljósi velgengni Airplane ákváðu sömu að- ilar, leikstjórarnir Jim Abrahams, David og Jerry Zucker, að hasla sér völl í sjónvarpi á svipuðum forsendum. Þættirnir kölluðust Po- lice Squad! og skörtuðu Nielsen í aðalhlutverki sem Frank Drebin aðstoðarvarðstjóri. Ekki reyndist hljómgrunnur fyrir Police Squad! og framleiðslu var hætt eftir aðeins sex þætti. Nielsen gat þó unað vel við sitt framlag enda var hann tilnefndur til Emmy-verðlauna. Þrátt fyrir ófarirnar stungu Abrahams og Zuckerarnir hugmyndinni ekki niður í skúffu og sex árum síðar voru þeir tilbúnir með kvik- mynd: The Naked Gun: From the Files of Po- lice Squad. Aftur var Nielsen trompið, dyggi- lega studdur af gamla brýninu George Kennedy og tveimur Séð & heyrt-fígúrum, Priscillu Presley og O.J. Simpson sem þá var enn með þokkalega hreina samvisku. Myndin sló rækilega í gegn og aftur hitti Roger Ebert naglann á höfuðið: „Þú hlærð og síðan hlærðu að sjálfum þér fyrir að hafa hlegið.“ Gagn- rýndur koma sannarlega ekki með kókópuffs- inu þarna vestra. Tvær framhaldsmyndir voru gerðar: The Naked Gun 2½: The Smell of Fear og The Na- ked Gun 33¹/³: The Final Insult. Þær gengu líka vel og lengi hafa verið uppi hugmyndir um að gera fjórðu myndina. Af því verður varla úr þessu. Húmar að háðfugli Leslie Nielsen kunni að kitla hláturtaugarnar Leslie Nielsen á góðri stundu með Priscillu Presley sem lék á móti honum í hinum kostulegu Naked Gun-myndum. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Leslie Nielsen var virkur í list sinni til hinsta dags og síð- ustu tíu árin lék hann í fjórtán bíómyndum, þeirra frægastar eru líklega Scary Movie 3 og 4 sem fengu mis- jafna dóma en prýði- lega aðsókn. Síðasta myndin sem Nielsen lék í, The Waterman Movie, verður frum- sýnd á næsta ári. Virkur til hinstu stundar ódýrt og gott Verð áður 2598 kr. Grísalundir, erlendar 1398kr.kg 46%afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.