SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 10
10 5. desember 2010
M
ér finnst eitt af verri „floppum“ þessarar ríkisstjórnar
sem nú ræður ríkjum og kennir sig gjarnan við nor-
ræna velferðarstjórn vera stjórnlagaþingið, sem kosið
var til fyrir réttri viku. Leikurinn er augljóslega gerð-
ur til þess að dreifa athygli þjóðarinnar frá vandræðagangi rík-
isstjórnarinnar og getuleysi hennar til þess að taka á þeim málum
sem skipta allan almenning svo miklu meira máli.
Maðurinn sem fékk bestu kosninguna, þar sem einungis 35,95%
kosningabærra manna nýttu atkvæðisrétt sinn, hlaut 7.192 atkvæði
í 1. sætið eða 8,6% fylgi þeirra sen kusu en einungis 3,2% sé miðað
við þann fjölda sem var á kjörskrá. Þetta var Þorvaldur Gylfason
prófessor. Salvör Nordal heim-
spekingur lenti í öðru sæti hlaut
2.482 atkvæði, eða 3% fylgi. Það
voru 232.374 einstaklingar á
kjörskrá, svo það verður nú
varla annað sagt en þjóðin hafi
hafnað þessu helsta „beibíi“ Jó-
hönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra og þeirri röksemd að
stjórnarskráin sé helsti söku-
dólgur bankahrunsins, enda
hefur Jóhanna ekki sagt stakt
orð um stjórnlagaþingskosn-
inguna og þátttökuleysi þjóð-
arinnar í þeirri kosningu.
Mér finnst stjórnarskrá ís-
lenska lýðveldisins ágætis plagg.
Ég er sannfærð um að það er
ekki við það plagg að sakast,
þegar leita á sökudólganna sem
ollu hruninu. Hvers vegna eru
menn að berja höfðinu við stein?
Er ekki kominn tími til þess, nú
tveimur árum og tveimur mánuðum eftir hrun, að menn við-
urkenni það í eitt skipti fyrir öll, að það voru bankarnir sjálfir,
stjórnendur þeirra og eigendur, með óábyrgum rekstri, gífurlegri
skuldsetningu og taumlausri græðgi, sem settu bankana á hausinn?
Ég held að ef við getum horfst í augu við þá staðreynd, sé meiri
möguleiki á því fyrir okkur, hina hnípnu þjóð, að horfa fram á veg-
inn og hefjast handa við þá uppbyggingu sem hér bíður okkar.
Þótt ég segi að stjórnarskráin sé hið ágætasta plagg er ekki þar
með sagt að ekki megi skýra ýmislegt sem í henni er og sníða af ein-
hverja skavanka. En því fer fjarri, miðað við núverandi aðstæður í
íslensku efnahags- og atvinnulífi, að ég telji að slíkt verk sé eitt af
forgangsverkefnum þjóðarinnar. Reyndar kom á daginn fyrir viku
að meirihluti þjóðarinnar er sömu skoðunar.
Ég kaus til stjórnlagaþings og ég notaði hvern einasta reit. En þar
sem ég er aðeins í hópi tæplega 36% kosningabærra manna geri ég
enga kröfu til þess að það þing sem ég átti þátt í að kjósa hafi eitt-
hvert umboð. Þetta stjórnlagaþing, sem átti jú aldrei að vera annað
en ráðgefandi og niðurstöður þess koma svo til umfjöllunar hjá Al-
þingi, sem fer með réttinn til þess að breyta stjórnarskránni, er vita
umboðslaust og hljóta niðurstöður þess að verða skoðaðar í því
ljósi.
Að vísu fannst mér ágætt að þessi kosning leiddi í ljós hvers konar
gallar eru á því fyrirkomulagi sem ákveðið var að hafa við kosn-
inguna. Það er náttúrlega fáránlegt að af 25 manna hópi skulu ein-
ungis þrír einstaklingar utan af landi ná kjöri. Það gengur vitanlega
aldrei upp að 23 manna hópur af höfuðborgarsvæðinu, sem auk-
inheldur er einsleitur hópur háskólamanna, álitsgjafa og fjölmiðla-
manna, fái umboð til þess að semja nýja stjórnarskrá.
En ég óska tuttuguogfimm-menningunum alls hins besta í starfi
sínu. Ég vona svo sannarlega að sú ráðgjöf sem hópurinn bræðir
saman og afhendir svo Alþingi, gangi út frá því að standa vörð um
okkar ágætu stjórnarskrá og sníða af henni helstu vankanta.
Ekki get ég sagt að ég hafi fyllst bjartsýni á að svo geti orðið þegar
ég horfði og hlýddi á Þorvald Gylfason í Kastljósi Sjónvarpsins á
þriðjudagskvöld. Hann hlýtur að telja að hann sé hið augljósa for-
setaefni stjórnlagaþingsins, með meira en helmingi fleiri atkvæði í
fyrsta sæti en Salvör Nordal. Þorvaldur er ekki að boða neina smá-
vægilega endurskoðun, heldur byltingarkennda og nýja stjórn-
arskrá. Hann hefur séð ljósið í stjórnarskrá Suður-Afríku og vill
leita þangað í smiðju. Og hann vill ekki einu sinni að Alþingi fjalli
um ráðgjöf stjórnlagaþings, heldur semji stjórnlagaþingið nýja
stjórnarskrá. Þessi hugmynd samræmist ekki
stjórnarskrá okkar og er því, sem betur fer,
sjálfdauð. Þess vegna er ég þakklát fyrir um-
boðsleysi stjórnlagaþingsins.
Hreinn
skrípaleikur
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þorvaldur
Gylfason
Jóhanna
Sigurðardóttir
’
Stjórnlaga-
þingið er vita
umboðslaust og
hljóta niðurstöður
þess að verða skoð-
aðar í því ljósi.
07.00 Morgunganga um
Laugardalinn með hundinum.
Hugsaði um verkefni dagsins, en
1. desember er ávallt mjög við-
burðaríkur í mínu starfi.
07.45 Spjallaði aðeins við
Auði og Brynjar 15 ára, sem voru
á leið í skólann. Spennandi dag-
ur framundan hjá þeim, enda
hæfileikakeppnin Flemmið á
dagskrá í kvöld. Þar ætlaði
Brynjar, ásamt félaga sínum, að
flytja frumsamið lag á gítarinn.
08.30 Stjórnarfundur Unicef
með skemmtilegu fólki. Fram-
undan er Dagur rauða nefsins er,
sem er söfnunarátak UNICEF.
10.00 Hitti samstarfsfólk
mitt í Vesturvör í Kópavogi þar
sem safnkostur Þjóðminjasafns-
ins er varðveittur. Afhenti þar
gamalt olíumálverk, sem vel-
unnari safnsins færði safninu
daginn áður.
11.00 Athöfn á Bessastöðum.
Tekið við höfðinglegri gjöf til
Þjóðminjasafns Íslands og
Bessastaða. Um er að ræða skrif-
púlt Sveinbjarnar Egilssonar
skálds og þýðanda. Við það voru
Hómerskviður þýddar og text-
inn Heimsumból skrifaður, svo
eitthvað sé nefnt.
12.00 Kom aðeins við í Bíó
Paradís, þar sem birtar voru
niðurstöður rannsóknarverk-
efnisins þar sem fram kemur að
skapandi greinar eru einn af
undirstöðuatvinnuvegum þjóð-
arinnar.
12.30 Fundur í Laugarnes-
kirkju, sem nýlega var friðuð
ásamt Laugarnesskóla.
13.00 Heilsaði aðeins upp á
móður mína á vinnustað hennar
við Þjónustuíbúðir aldraðra við
Dalbrautina og skoðaði þar fallega
sýning á athyglisverðu jóla-
handverki.
13.30 Komin á skrifstofuna og
náði góðri törn við tölvuna, af-
greiddi mörg erindi, gekk frá
mánaðarlegum pistli, Þönkum
um þjóðminjar, fyrir helgarblaðið
og fór einnig yfir nokkrar greinar,
sem unnið er að vegna vænt-
anlegra sýninga í safninu. Náði
einnig að huga að fundargögnum
vegna funda morgundagsins.
Fékk tvær góðar heimsóknir og
fór yfir mál.
15.00 Fór yfir í safnhúsið og
gekk í gegnum sýningarsalina.
Það er orðið jólalegt í safninu og
koma hinna einu sönnu jólasveina
undirbúin! Hitti marga á kaffihúsi
safnsins og spjallaði við marga.
16.00 Mætti á hátíðleg athöfn í
Þjóðmenningarhúsinu þar sem
afhentir voru styrkir út Þjóðhá-
tíðarsjóði. Var afar þakklát fyrir
hönd Þjóðminjasafnsins sem fékk
fjóra veglega styrki til verðugra
verkefna.
17.30 Mætt á athöfn í Lista-
safni Íslands þar sem kynntar
voru tilnefningar til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Ein
af bókum Þjóðminjasafnsns
þetta árið, Sögustaðir, Í fótspor
W.G. Collingwood – eftir Einar
Fal Ingólfsson, var tilnefnd í
flokki fræðirita, sem gefin eru
út í tengslum við samnefnda
sýningu í Bogasal safnsins.
Þjóðminjasafnið gefur bókina
út í góðri samvinnu við Crymo-
gea.
19.00 Naut þess að koma
heim eftir annasaman dag.
Kvöldmaturinn borðaður á
hlaupum, börnin á leið í hæfi-
leikakeppnina. Elsta dóttirin
Arndís í heimsókn, en hún er í
miðjum próflestri í lyfjafræði,
svo ég lét lítið fyrir mér fara og
kíkti yfir til vina í næstu hús í
kaffi.
22.00 Tvíburarnir komin
heim alsæl eftir hæfileika-
keppnina og Brynjar með stór-
an farandbikar eftir sætan sig-
ur.
23.00 Spjallaði aðeins á
skype við næstelstu dótturina
Kolbrúnu, sem er í myndlist-
arnámi í New York. Gott að
heyra að vel gangi í stórborg-
inni. Ræddum góða stund um
niðurstöður skýrslunnar, sem
kynnt var í Bíó Paradís. Vorum
sammála um að skapandi
greinar og menning eru undir-
staðan þegar öllu er á botninn
hvolft.
Morgunblaðið/Kristinn
Dagur í lífi Margrétar Hallgrímsdóttur, þjóðminjavarðar
Annir 1. desember
Fáir núlifandi menn njóta meiri
lýðhylli í Argentínu en knatt-
spyrnugoðið Diego Armando Mara-
dona. Gildir þá einu hvar í valda-
stiganum menn standa. Það kom
glögglega fram á kosningafundi
forseta landsins, Cristinu Fern-
ández de Kirchner, á föstudag þegar
hún smellti rembingskossi á goðið.
Veröldin
Reuters
Goðið kysst