SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Síða 15
5. desember 2010 15
M
emfismafían fer mikinn fyrir þessi jól og er
árið 2010 tvímælalaust ár umræddrar mafíu
í íslenska tónlistarheiminum. Plötur tengd-
ar henni skipuðu nýverið þrjú efstu sætin á
Tónlistanum. Vikuna 11.-17. nóvember var Baggalútur á
toppnum með plötuna Næstu jól, Prófessorinn og Mem-
fismafían með Diskóeyjuna voru í öðru sæti og Hjálmar í
því þriðja með Keflavík Kingston. Vikuna á eftir kom síð-
an út jólaplatan Nú stendur mikið til með Sigurði Guð-
mundssyni og Memfismafíunni þannig að mafíuplöt-
urnar, sem koma út fyrir jólin, eru alls fjórar.
Til viðbótar hefur Diskóeyjulagið „Það geta ekki allir
verið gordjöss“ sem Páll Óskar syngur verið vinsælasta
lag landsins í langan tíma hvort sem litið er til útvarps-
spilunar eða tónlistarsölu á netinu.
Memfismafíunafnið tengir tvær af fjórum plötum en að
öðru leyti virðast þær vera ótengdar. Svo er alls ekki því
hljómsveitirnar eru meira og minna skipaðar sama fólki.
Einn fær þó titilinn mafíuforingi á plötuumslagi Diskóeyj-
unnar en það er Guðmundur Kristinn Jónsson, eða Kiddi
Hjálmur, eins og hann er oft kallaður. Lá því beinast við
að leita til hans til að kanna innviði og krosstengsl tónlist-
armafíunnar.
Með eigið hljóðver
Kiddi er jafnframt upptökustjóri og hljóðmaður með eigið
upptökuver í Hafnarfirði. Upptökin voru þó í öðru hljóð-
veri, Geimsteini í Keflavík. Kiddi er einnig gítarleikari í
Hjálmum og Baggalúti. „Tvær ólíkar hljómsveitir sem
byggðar eru á sama kjarnanum. Ólíkt fólk mætir á tón-
leika þó að það sé sama fólkið sem er á sviði,“ segir Kiddi.
Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður í Baggalút, sem-
ur texta fyrir Hjálma og allir Hjálmarnir spila mikið undir
fyrir Baggalút, svo augljósustu tengslin séu nefnd. Bragi
Valdimar er afkastamikill laga- og textahöfundur, sem
hefur vakið mikla athygli fyrir hnyttna texta sína, sem
veita einstaka innsýn í íslenskt samfélag.
Hliðarverkefnin eru mörg og má þar nefna Senuþjóf-
ana, en Megas og Senuþjófarnir hafa sent frá sér fjórar
plötur.
Megas á Senuþjófanafnið og festist það því ekki við
önnur verkefni. Sami hópur en undir nafninu Skugga-
sveinar gerði plötuna Minni karla sem inniheldur lög
eftir Tony Joe White með íslenskum textum Braga.
Þessi plata fór ekki hátt og festist nafnið Skugga-
sveinar ekki. Á þessum tíma var samt komin upp
hugmyndin um Memfismafíunafnið en „Braga
fannst það ekki nógu íslenskt,“ upplýsir Kiddi.
Nafnið varð þó ofan á að lokum þegar tvær
plötur Memfismafíunnar slógu í gegn árið 2008,
barnaplatan Gilligill og Oft spurði ég mömmu þar
sem andi fortíðar svífur yfir vötnum.
Nánustu samstarfsmennirnir þrír í hópnum
eru Kiddi, Bragi Valdimar og Sigurður Guð-
mundsson. Kiddi er svolítið maðurinn á bak við
tjöldin.
„Maður er að leggja svo mikið í plöturnar en
er alltaf fyrir aftan. Ég verð að hafa eitthvað á
plötunum sem ber vott um að ég sé að halda ut-
an um þetta og leggja allt mitt í verkefnið,“ segir
Kiddi um Memfismafíunafnið.
Nafnið varð til meira í gamni en alvöru eftir
að Kiddi flutti með hljóðver sitt til Hafn-
arfjarðar úr Keflavík. Björgvin Halldórsson
hringdi í hann og spurði: „Ert þú að koma til Memfis?“
Hafnarfjörður er enda heimabær Björgvins en Hjálmar
áttu heimili í Keflavík, sem stundum hefur verið kölluð
Liverpool Íslands.
„Þegar þetta var orðinn góður hópur að vinna í stúd-
íóinu kölluðum við þetta alltaf í gríni Memfismafíuna,“
segir Kiddi en það sem byrjaði sem innanhússbrandari er
nú orðið nafn á allra vörum. Hljóðfæraleikararnir eru
kannski ekki alltaf þeir sömu en nafnið stendur.
„Það verður að vera hægt að halda merkinu gangandi.
Það er ekki hægt að loka fyrirtækinu. Það er mikil velta í
kringum þetta sumt hvert. Þetta er skapandi fólk, enginn
að gera þetta í fyrsta skipti og allir með skoðanir. Þá verð-
ur bara einhver að ráða í ákveðnu verkefni,“ útskýrir
Kiddi.
„Við Siggi vinnum mikið saman í stúdíóinu. Plöturnar
klárast ekkert nema ég og Siggi séum búnir að liggja yfir
þeim,“ segir Kiddi um samstarfið en hann segir þá mjög
ólíka en þó eiga svona farsælt samstarf í hljóðveri.
Memfismafían í leikhúsið
Memfismafían er núna að teygja anga sína í leikhús borg-
arinnar. Bragi Valdimar semur tónlistina við barna-
leikritið Ballið á Bessastöðum sem frumsýnt verður í
Þjóðleikhúsinu í lok janúar.
Ennfremur upplýsir Kiddi að til standi að koma Diskó-
eyjunni í leikhús en verið er að vinna að því að Diskóeyjan
verði söngleikur. Má því búast við annarri Diskóeyjuplötu
samhliða uppsetningunni þó að lögin af fyrri disknum
muni einnig hljóma í sýningunni.
Fjölbreytni einkennir starfsemi mafíunnar. „Ástæða
þess er að við erum með okkar eigið stúdíó og ég er hljóð-
maður. Við getum því leyft okkur að prófa ýmislegt án
þess að það kosti mikið.“
Hann segir þetta snúast mikið um að fylgja plötunum
eftir. „Maður verður ekki ríkur á að búa til plötur en þeg-
ar hlutirnir ganga upp eins og Hjálmar eða Baggalútur er
hægt að vinna við þetta. Það þýðir heldur ekki að gefast
upp eftir tvær plötur,“ segir hann.
Lög með bæði Hjálmum og Baggalúti hafa notið mikilla
vinsælda og fólk virðist tengjast mörgum þessara laga
sterkum böndum. Þó að lögin séu ólík eiga þau eitt sam-
eiginlegt og það er að þau eru sungin á íslensku.
„Okkur hefur aldrei dottið í hug að gera plötu með
enskum textum. Ég hlusta sjálfur á Spilverkið, Megas og
alla þessa músík sem er á íslensku. Það er auðveldara að
fela sig á bak við enskan texta en ég hef alltaf verið með
svo góða textasmiði í kringum mig að ég hef ekki þurft að
gera það.“
Hvernig tilfinning er það að tilheyra svona sterkum
hópi? „Ábyggilega eins og í fótboltaliði, manni líður miklu
betur ef maður er með góða menn í kringum sig í liðinu.
Ég er enginn sérstakur músíkant og bara djamma með. En
til þess að hljómsveitir virki þarf einn lagahöfund og ann-
an frontmann sem selur og einn duglegan sem vaknar
snemma á morgnana til að tala við blöðin. Þetta þarf að
vera ákveðin blanda til að virka. Það verður að vera ein-
hver varnarmaður þó að það sé leiðinlegt að vera í vörn.
Þetta snýst líka um samskipti, fólk þarf að passa saman.“
Kiddi játar að hann sé „meiri leikstjóri heldur en leik-
ari“ og „meiri bissnessmaður en listamaður“. Hann á líka
mikið af hugmyndum, eins og að gera barnaplötu með
prófessornum, Óttari Proppé.
„Þetta er stórt fyrirtæki og veltir miklum peningum þó
að enginn fái há laun enda koma svo margir að þessu. Það
þarf að reka fyrirtækið fram í tímann og hugsa lengra en
núið. Símreikningurinn minn er alltaf mjög hár,“ segir
Kiddi og hlær.
Flestar helstu plötur tengdar Memfismafíunni hafa far-
ið í gullplötusölu, sem þýðir fimm til tíu þúsund
eintök seld. „Það eitt gerir það að verkum að hægt
er að fylgja þeim eftir.“
Ljóst er að Kiddi er metnaðarfullur. „Frekar gef
ég eftir launin mín heldur en gæðin á plötunum.
Ég get ekki lifað með því að gera eitthvað illa.“
Ferðast um Evrópu og glysrokk í Los Angeles
Kiddi og félagar hans í Memfismafíunni eru
líka vinnusamir en hann segir nauðsynlegt að
hafa nóg að gera til að lifa af tónlistinni. „Það
er svo erfitt að lifa á þessu. „Nú þarf ég eig-
inlega að vera búinn að kasta með veiðistöng-
inni út í næstu tvær, þrjár plötur,“ segir hann.
Ein þeirra er eins og áður sagði, Diskóeyjan
í leikhúsi. Ennfremur er hugmyndin að næstu
Hjálma- og Baggalútsplötum líka stór-
skemmtileg. Hjálmar stefna í Evrópureisu
næsta sumar, ætla að keyra á milli þekktra
hljóðvera og taka upp tíu lög í tíu löndum.
„Svo er draumur Baggalúts að fara til Los
Angeles og gera þar glysrokksplötu.“
Hulunni svipt af
Memfismafíunni
Angar Memfismafíunnar teygja sig víða eins og fram
kemur í viðtali við mafíuforingjann Guðmund Kristin
Jónsson. Hér verður varpað ljósi á innviði og kross-
tengsl þessarar íslensku tónlistarmafíu.
Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is
Kiddi