SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 19
5. desember 2010 19 sannfæring, lífshættir eða bjartsýn trú á sigursæl svör vísindanna. Þá fara menn að velta fyrir sér: Hvað var nú aftur það sem ég heyrði í æsku, er það ef til vill til einhvers nýtt?“ Hafnar þú tilvist Guðs eða efast þú bara? „Ég er dæmdur til þess af mínum persónuleika að efast um allt sem er mér mikils virði og ég vildi gjarna setja traust mitt á. Eftir að ég hafði eitt sinn farið í messu spurði konan mín heitin: Hvernig er það með þig, Árni, trúir þú á Guð? Ég svaraði: Mér er vel til hans.“ Þú hefur alltaf verið yfirlýstur vinstrimaður. Hafa stjórnmálaskoðanir þínar breyst mikið í gegnum árin? „Ég held að þær hafi breyst meðal annars á þann veg að maður hættir að treysta á tilteknar einfaldar lausnir eins og til dæmis allsherjar þjóðnýtingu allra hluta. En þær hafa ekki breyst að því leyti að ég tel mig alltaf vinstri- mann og sósíalista í þeim skilningi að mér er meinilla við forréttindi og mis- munun sem byggist á forréttindum, hvort sem þau verða til með pólitísku ranglæti eða efnahagslegu. Þegar menn voru sem glaðastir í markaðshyggjunni var sagt að það skipti engu máli hversu ríkir sumir menn yrðu, þeir væru að tosa alla hina upp með sér. Þetta reyndist vitanlega bull. Sjálfur var ég alltaf sannfærður um að þessi mikla auðsöfnun hlyti að leiða til þess að lítill hópur mjög ríkra og þar með voldugra manna slitnaði úr sambandi við samfélagið í heild því þeir lifðu í öðrum heimi og hefðu önnur viðmið. Rétt áður en allt hrundi heyrði ég viðtal við rándýran bandarískan tísku- sálfræðing sem stundaði sálgæslu á peningahöfðingjum. Hann sagði að sálar- angist þeirra væri aðallega fólgin í því að þeir yrðu alltaf að bera sig saman við næsta mann í sínum hópi. Annað fólk kemur þessum auðmönnum ekki við. Hvað heldurðu að þessi hrokafulli maður sem stjórnaði Lehman Brot- hers hafi átt margar einkaþotur?“ Það veit ég ekki. „Sex og þyrlu að auki. Hann gat pissað lengra en allir hinir strákarnir.“ Skemmtilegt puð Þú varst í blaðamennsku í þrjá áratugi. Er það starf sem þú ert ánægður að hafa valið þér? „Já, það var mjög skemmtilegt.“ Þegar þú varst blaðamaður voru flokksblöð við lýði, var ekki mikil harka í pólitískum skrifum í þessum blöðum? „Menn tala um að umræðan hafi þá verið hörð og grimm, en ef horft er enn lengra til baka, til tíma hinna stóru einstaklinga, Ólafs Thors, Jónasar frá Hriflu og Einars Olgeirssonar var tónninn í íslenskum dagblöðum mun heiftarlegri og um leið persónulegri en á minni tíð. Skömmu eftir að ég byrj- aði á Þjóðviljanum lenti ég í ritdeilu um pólitík og bókmenntir við Sigurð A. Magnússon sem þá starfaði á Morgunblaðinu. Sá ágæti maður, Jóhann Hannesson skólameistari á Laugavatni, skrifaði þá grein og var óskaplega feginn þessari ritdeilu af því að við Sigurður höfðum skrifast á án þess að reyna fyrst af öllu að salla hvor annan niður. Á þessum tíma voru blöðin mörg, frekar lítil og fáliðuð, fyrir utan Morg- unblaðið – ég skildi reyndar aldrei hvað allt þetta lið á Mogganum var að gera. Ég skrifaði kannski eina til tvær síður á dag í Þjóðviljann, um allt mögulegt. Þessi afköst urðu til að dreifa getunni nokkuð mikið, samt var þetta mikla puð afskaplega skemmtileg. Oft varð maður að bjarga hlutum á síðustu stundu, sérstaklega á sumrin þegar margir voru í fríum. Ég man að ég kom á blaðið að morgni dags og Guðjón umbrotsstjóri sagði mér að það vantaði opnu í blað morgundagsins. Ég fór að róta í dótinu á borðinu mínu og sá ársrit Sögufélags Húnvetninga og í því stórmerkilega og meira en hundrað ára gamla samþykkt sýslunefndarmanna um það hvenær og hve oft mætti gefa kaffi á bæjum í Húnavatnssýslu. Með fylgdi hvenær mætti gefa gestum staup af brennivíni. Ábyrgir menn voru sumsé að reyna að skera niður gestrisni bænda svo þeir hleyptu sér ekki í skuldir við kaupmanninn. Ég birti textann og lagði út af honum og þá var heil síða komin og vel það. Í sama riti var ágæt kona að taka upp hanskann fyrir Hallgerði langbrók, og ég gat líka fjasað svolítið um það sígilda deiluefni. Þá var komin opna og ekki komið hádegi.“ Tveir lyklar að heiminum Á Þjóðviljanum varstu um árabil einn áhrifamesti gagnrýnandi landsins. Var ekkert erfitt að bera þá miklu ábyrgð? „Ég held að það hafi bjargað mér að ég gerði mér ekki nógsamlega grein fyrir því hve mikla ábyrgð ég bar. Mér fannst reyndar alltaf erfiðara að skrifa um ljóðabækur en skáldsögur. Skáldsaga er heill heimur og það er hægt að nálgast hann frá ýmsum sjónarhornum, en í umfjöllun um ljóðabók kemur fljótt í ljós að hver og einn lesandi hefur sínar takmarkanir og er opnari fyrir sumum hlutum en öðrum, burtséð frá gæðum skáldskaparins. Mér fannst stundum dálítið snúið að skrifa um ljóð. Ég var fyrir ekki ýkja löngu í útvarpsþætti með Þorsteini Pálssyni og þar var spurt um fjölmiðlaheiminn. Ég sagði að það væri viss eftirsjá að menn- ingarskrifum þessa gamla tíma. Þorsteinn svaraði að þau skrif hefðu verið of pólitískt lituð. Það er að mörgu leyti rangt. Umsagnir og ritdómar voru að einhverju leyti lituð af pólitík en enn meira af kunningsskap og skyldum bræðralögum. En það sem vann á móti þeim hugsanlega skaða sem gæti ver- ið tengdur þessu var að fimm blöð komu út, rithöfundur eða listamaður gat búist við fimm umsögnum og út úr því kom heilmikið litróf af skoðunum og matsaðferðum. Morgunblaðið sagðist vera blað allra landsmanna og mörgum fannst að svo væri. Sumir vildu ekki einu sinni opna Þjóðviljann eða Tímann þótt í boði væri, það voru pólitísk blöð, þeir vildu bara Moggann af því að þeim fannst blaðið eiginlega utan við pólitík. Ég man enn svo sem 30 ára gamlan leiðara í Mogganum sem var dæmigerður fyrir hugsunarhátt Morgunblaðs- manna og flokksfélaga þeirra. Þar stóð: „Sjálfstæðisflokkurinn er hinn eðli- legi vettvangur málamiðlana í íslensku þjóðfélagi.“ Þetta þýðir að aðrir flokkar séu nánast óþarfir. Þessi skoðun einkennir sjálfstæðismenn enn þann dag í dag. Ég hitti sjálfstæðismennina vini mína, þeir segja að rík- isstjórnin geri og geti ekki neitt og hvísla því að mér að stjórnarandstaðan sé líka fjandi aum, og þar með Sjálfstæðisflokkurinn. En innst inni finnst þeim samt að enginn geti og enginn megi stjórna þessu landi nema Flokkurinn þeirra. Næstum því hneyksli að láta sér detta eitthvað annað í hug.“ Áttu vini í Sjálfstæðisflokknum? „Því ekki það? Ég þoli illa fól og fanta en ég hef verið svo heppinn að ég á auðvelt með að umgangast alls konar fólk í pólitík og trú. Ég hef þekkt ágæt- lega rétttrúaða gyðinga, kaþólikka, spíritista og einn ágætur vinur minn í æsku var rammasti guðlastari landsins. Ég er hrifinn af fjölbreytileika tilver- unnar.“ Það hlýtur líka að vera viss gæfa að kynnast öðrum menningarheimi eins og þú kynntist Rússlandi þegar þú fórst þangað ungur maður til náms? „Þau ár eru feikna mikilvægur hluti af lífi mínu. Ef ungur maður fer á mótunarárum í heim sem hann veit lítið um áður tekur það kannski tvö ár að skilja til fulls að þetta er allt annar heimur en sá sem hann ólst upp í. Mað- ur gengur svo inn í þennan heim og hugarfar hans, talar nýtt tungumál og eignast kunningja og vini af ýmsu tagi og þar með bæði vonir þeirra og von- brigði. Upp frá því er eins og maður hafi tvo lykla að heiminum – og síðan er hægt að fjölga lyklunum. Ég fékk Írlandsdellu um tíma og hugsaði ekki um neitt annað en Írland og svo fékk ég Ítalíudellu, fór þangað í tvígang og oftar síðar og hugsaði um fátt annað en það sem gerðist á Ítalíu.“ Hvernig finnst þér að eldast, er ekki rétt að fólk verði vitrara með ár- unum? „Það finnst náttúrlega öllum gamalmennum! Ég skal ekki segja. Ég skil vel vinkonu mína Göggu Lund sem sagði hálftíræð: Æ, Árni minn, þetta unga fólk er ósköp indælt – en það veit ekki neitt. Að eldast er dálítið eins og að vera í klaustri. Það fjölgar þeim þáttum í tilverunni sem maður veit að skipta litlu máli og óþarft er að gera sér mikla rellu yfir.“ ’ Ég er dæmdur til þess af mínum persónu- leika að efast um allt sem er mér mikils virði og ég vildi gjarna setja traust mitt á. Eftir að ég hafði eitt sinn farið í messu spurði konan mín heitin: Hvernig er það með þig, Árni, trúir þú á Guð? Ég svaraði: Mér er vel til hans.“ Ein gjöf sem hentaröllum GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 N B Ih f. (L an d sb an ki nn ), kt .4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 18 8 Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp á að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu til áramóta. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.