SunnudagsMogginn

Date
  • previous monthDecember 2010next month
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Issue
Main publication:

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 24

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 24
24 5. desember 2010 Köttum til varnar Gunnar Theódór Eggertsson JPV útgáfa Þar sem Gunnar segir í inngangi að hann hafi verið alinn upp með það að leiðarljósi að bera virðingu fyrir öðrum dýrum og að hann hafi ævinlega skynjað sig sem hluta af heimi katta, skal engan undra að hann standi upp þeim til varnar og er það vel. Eflaust veitir ekki af að einhver geri það, þegar þrengt er að köttum. Kristín Heiða Kristinsdóttir Sigurðar saga fóts Bjarni Harðarson Sæmundur Sigurðar saga fóts hefur sögulegan kjarna. Höfundur tínir til ýmislegt sem gerst hefur – eða gæti hafa gerst, lagfærir, ýkir og bætir við og spinnur úr því eigin sögu um ris og fall viðskiptaveldis. Kunnuglegir drættir eru fengnir að láni hér og þar frá útrásarriddurum Íslands. Sumir þeirra koma meira við sögu en aðrir en þó ekki í einni sögupersónu því þær eru blandaðar. Höfundurinn er fundvís á ýmis skondin atvik úr lífi venjulegs fólks sem flestir ættu að kannast við og jafnvel talið sína persónulegu upplifun. Þá er sagan hlaðin skemmtilegum lýsingum á atburðum og samskiptum fólks og tilsvörum. Helgi Bjarnason Útlagar Sigurjón Magnússon Bjartur Sigurjón Magnússon velur sér athyglisverðan bakgrunn í sögu sinni af ástum og örlögum ungs Íslendings á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar: átök kalda stríðsins, heitar hugsjónir sósíalista um paradís á jörðu, ástina á kenningunni. Sem fékk skell þegar hún mætti gaddfreðinni lífslyginni í Þýska alþýðulýðveldinu sáluga ... En þessi bók er ekki sagnfræði heldur skáldsaga. Það sem best er, afbragðs vel gerð. Hún er greinilega byggð að verulegu leyti á æviferli eins námsmannsins, Þorsteins Friðjónssonar, og foreldra hans. En víða er hnikað til og skáldað í eyðurnar. Kristján Jónsson Ein báran stök Ólafur Haukur Símonarson Skrudda Ein báran stök hagar sér stundum eins og bræðingur af heimspekifylltum Gauragangi og Hafinu. Sandvík er ekki máluð neinum ömurðarlitum en ekki ofurrómantískum heldur. Stíllinn vegur örugglega salt, til vitnis um reynslu þá og hið naska innsæi í hin mannlegu vandamál, léttvæg sem þungbær, sem höfundur býr yfir. Arnar Eggert Thoroddsen Allt fínt... en þú? Jónína Leósdóttir Mál og menning Persónusköpun Jónínu Leósdóttur er mjög góð. Nína er vönd að virðingu sinni, vill hafa alla góða en er samt algjörlega í rúst sjálf. Hún hugsar um alla en enginn um hana. Fyrir vikið verður hún bæði virðingarverð og óþolandi. Þetta er fyrstu persónu frásögn, við lesendur fáum að skyggnast inn í huga Nínu þótt fjölskylda hennar viti ekkert hvað býr þar. Við sjáum veiku hliðina á henni ... Allt fínt... en þú? er góð bók hjá Jónínu, oft er hún fyndin, stundum er hún sorgleg og alltaf er hún áhugaverð. Ingveldur Geirsdóttir Heimanfylgja Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar, byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð Steinunn Jóhannesdóttir JPV Steinunn nýtir sér margvíslegar heimildir og skáldar í eyðurnar. Um efnistökin segir hún í eftirmála: „Sagan er tilgáta mín, byggð á margra ára könnun heimilda og vísbendinga sem ég hef leyft mér að túlka með fyrirliggjandi hætti“ (383). Túlkun Steinunnar bætir þó ekki miklu við þá mynd af Hallgrími sem þegar er orðin til í þjóðarsálinni og spurningunni um hvað gerir mann að skáldi er enn ósvarað. Steinunn Inga Óttarsdóttir Tregðulögmálið Yrsa Þöll Gylfadóttir Sögur Lesandinn kemst fljótt að því að Úlfhildur og vinir hennar eru vel lesin því sífellt er vitnað í skáld og kennismiði. En þetta verður óskaplega þreytandi. Flest samtöl eru í raun langir heimspekilegir fyrirlestrar, sum hver í líkingu við langdregna Morfís-keppni ... Ég var alltaf að bíða eftir að kynnast stúlkunni Úlfhildi, að bókmenntafræðineminn viki fyrir manneskjunni. Það gerist aðeins einstaka sinnum, t.d. þegar Úlfhildi er synjað um skólavist og brotnar niður. Við það öðlast persóna hennar jarðtengingu og sá kafli er sá besti í bókinni. Sunna Ósk Logadóttir Snjóblinda Ragnar Jónasson Veröld Glæpasögur virðast njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og því kemur ekki á óvart að margir reyni fyrir sér á þessu sviði. Það er vel en ekki er auðvelt að finna réttu formúluna að slíkum skrifum og enginn verður óbarinn biskup. Arnaldur Indriðason og Árni Þórarinsson hafa til dæmis í nýjustu bókum sínum sýnt hvers þeir eru megnugir en Ragnar Jónasson er töluvert neðar í stiganum. Steinþór Guðbjartsson Skáldskapur Jólabækurnar Bók Láru Bjargar Björnsdóttur bygg- ist á pistlum sem hún skrifaði frá sumrinu 2009. Spurt er: Varstu með það í huga frá upphafi að gefa skrifin síðar út á prenti? „Ég hef reyndar aldrei bloggað en bókin mín byggist að hluta til á pistl- um sem ég skrifaði á Midjan.is. Ég hafði aldrei í huga að gefa út bók þegar ég fór að skrifa á Miðjuna haustið 2009. Ég skrifaði um það sem mér datt í hug þá stundina og í raun hvarflaði aldrei að mér að eitthvað meira yrði úr þessum skrifum. Meira að segja þegar ég fór að skrifa bókina mína ímyndaði ég mér aldrei að hún kæmi nokkurn tímann út. Það hjálpaði mér kannski í skrif- unum að ég var ekki meðvituð um viðbrögð fólks. Á móti kemur að mér bregður dálítið núna að fá öll þessi viðbrögð við bókinni, þótt flest séu góð, því hún er auðvitað dálítið persónuleg og prívat. Og ég, verandi lokuð og smábæld, á dálítið erfitt með að venjast at- hyglinni sem fylgir því að gefa út bók. Enda ætlaði ég aldrei að gera þetta. En ég gerði þetta víst. Svo. Takk útrásarvíkingar.“ Lára Björg Björnsdóttir Persónulegt prívat Í Ljóðum af ættarmóti eftir Anton Helga Jónsson skyggnist lesandinn inn í kollinn á ólíkum persónum – heyrum 82 raddir. Spurt er: Hyggstu gæða þær meira lífi, til að mynda snúa þeim í leiktexta? „Þegar ég var yngri langaði mig ákaflega mikið til að setja saman leikrit sem væri eitthvað í líkingu við Under Milk Wood eftir Dylan Thomas. Ég er ekki frá því að sú löngun hafi á einhvern hátt haft sín áhrif þegar ég var að setja saman Ljóð af ættarmóti og þótt ég hafi ekki planað neitt ennþá þá gæti það vel gerst að ég sneri bókinni í leiktexta. Ég gæti vel séð persón- urnar fyrir mér á sviði. Þetta yrðu fimm eða sex leik- arar sem tækju að sér tíu til tólf persónur hver og kæmu síðan saman í kór þegar það ætti við. Í mínum huga er þessi ljóðabók þó einhvers konar leikrit nú þegar, svolítið skrýtið leikrit samt; það eru ekki nein samtöl, mest einræður og nokkrir textar fyrir kór. En ef til vill er það einmitt ættarmótið sem er með persónunum; þær hlusta ekki á aðra, flytja bara ein- ræður.“ Anton Helgi Jónsson Ljóðabókin er leikrit Að flestu leyti er þetta hefð- bundið bókaár. Rétt er þó að geta tveggja bóka sem slógu óforvar- andis í gegn, Rannsókn- arskýrslu Alþingis og Stóru Disney matreiðslubókarinnar, sem tylltu sér á toppinn á árinu en lúta væntanlega í lægra haldi fyrir Arnaldi þegar nær dregur jólum. Þetta ár hefur líka verið ár norrænu spennusögunnar; út komu sænskar, norskar og danskar spennusögur: Aldrei framar frjáls, Barnið í ferða- töskunni, Blóðnætur, Dans- kennarinn snýr aftur, Dávald- urinn, Hafmeyjan, Hvarfið, Kallinn undir stiganum, Land draumanna, Maðurinn sem hvarf, Maðurinn sem var ekki morðingi, Nemesis, Stelpurnar mínar, Svívirða, Utangarðs- börn, Vetrarblóð, Vitavörð- urinn, Það sem mér ber og Póst- kortamorðin. Þegar við síðan bætum við íslenskum reyfurum er ljóst að þetta var sannkallað reyfaraár: Ég man þig, Furðu- strandir, Fyrirgefning, Martröð millanna, Morgunengill, Mörg eru ljónsins eyru, Runukrossar, Skaðamaður, Snjóblinda og Önnur líf. Miklar breytingar í bóksölu Þegar bóksala er skoðuð aftur í tímann sést hve gríðarlegar breytingar hafa orðið á síðustu árum. Það má meðal annars, að mati Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags bókaútgefenda, lesa úr aukinni sölu á met- sölubókum. „Þegar ég byrjaði að vinna í bókabransanum fyrir fimmtán árum þótti feikilega mikið ef bók seldist í 5.000 ein- tökum, en 10.000 eintök sérstök metsala,“ segir Kristján. Til sam- anburðar má nefna að mest selda bók síðasta árs, Svörtuloft Arn- aldar Indriðasonar, seldist í hátt í þrjátíu þúsund eintökum og á þessu ári hafa þrjár mest seldu bækur ársins þegar selst af- skaplega vel; Stóra Disney mat- reiðslubókin í um 13.000 ein- tökum, af Furðuströndum eru um 14.000 eintök farin út af lag- er útgefanda og Rannsóknar- skýrsla Alþingis hefur selst í um 6.000 eintökum. Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á bóksölu á síðustu árum er hve snar þáttur bók- sölu hefur færst í stórmarkaði fyrir jólin, en þó bendir Krist- ján á það að fyrir þessi jól beri mun minna á prósentuslag markaðanna en áður, þ.e. að þeir auglýsi bækur með mikl- um afslætti. Þar ræður eflaust miklu að útgefendur eru margir hættir að gefa upp op- inbert verð bóka, sem er reyndar kallað „leiðbeinandi verð“, og í Bókatíðindum 2010 má til að mynda sjá að ýmsir útgefendur gefa ekki upp neitt verð, þar á meðal um- svifamesta útgáfan á þessu sviði, Forlagið, sem spannar meðal annars Mál & menn- ingu, JPV útgáfu, Vöku- Helgafell og Iðunni. Allir tala um bækur Kristján segir að þrátt fyrir mikinn styrk stórmarkaða í bóksölu fyrir jólin, sýni við- horfsmælingar meðal almenn- ings að fólk telji almennt að bækur eigi heima í bókabúðum þó það segi kannski ekki svo mikið um hlutfallsskiptingu bóksölu á milli bókaverslana og stórmarkaða. „Það má líka benda á að Samkaupskeðjan sér til dæmis um bóksölu úti á landi og sumstaðar er hún eina bóka- búðin á staðnum.“ Þó ekki beri eins mikið á pró- sentuslag og oft áður hafa menn verið að slást með bókum og um bækur undanfarið og nægir að minna á innkomu N1 inn á bókamarkaðinn. Kristján segir að sú ákvörðun N1 að sækja inn á gjafamarkað fyrir jólin með bækur að vopni sýni betur en margt annað hve staða bók- arinnar sé sterk. „Úti í sam- félaginu er fólk að tala um bæk- ur, fjölmiðlar fjalla um bækur og stjórnmálamenn og álitsgjafar nota bækur til að koma sjónar- miðum á framfæri, segja sína sögu og birta þeirra mynd af ný- liðnum atburðum. Það segir sitt að þeir telja bókina betri leið til þess en að koma fram í viðtals- þáttum í sjónvarpi og útvarpi eða ræða við dagblöð.“ Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue: 05. desember (05.12.2010)
https://timarit.is/issue/337096

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

05. desember (05.12.2010)

Actions: