SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 26
26 5. desember 2010
Maxímús Músíkús trítlar
í tónlistarskólann
Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már
Baldursson
Forlagið
Það er skemmst frá því að
segja að bókin og diskurinn
eru miklir gæðagripir. Sagan
er stórskemmtileg, sögð frá
sjónarhóli músarinnar, sem
þvælist um og lendir í ýmsum
ævintýrum ... Bókin er fræðandi um heim
hljóðfæra og tónlistar og gerist í ramm-
íslenskum raunveruleika. Frábært framtak
hjá þeim Hallfríði og Þórarni sem gerir
starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar enn
aðgengilegri unga fólkinu. Svo er gaman að
bjóða Maxímús velkominn í hóp
eftirminnilegra söguhetja í
bókmenntasögunni.
Birta Björnsdóttir
Kvöldsögur Disney
Helga Soffía Einarsdóttir þýddi
Edda
Kvöldsögur eru upp til hópa
skemmtilegar sögur fyrir
svefninn, þó þær flokkist
kannski seint undir
tímamóta bókmenntaverk.
Þær eru passlega langar og
með mjög fallegum myndum, eins og við var
að búast. Eðlilegt er að börnum þyki gaman
að lesa enn meira um persónur sem þeim
eru kunnugar frá öðrum vettvangi.
Birta Björnsdóttir
Flateyjarbréfin
Kristjana Friðbjörnsdóttir
JPV útgáfa
Ólöf Arndís lærir ýmislegt nýtt í
Flatey, t.d. um náttúruna,
sögu landsins eða gamla
verkhætti, og lýsir því fyrir
kennaranum sínum í
bréfunum og um leið lærir
lesandinn án þess að átta sig á því.
Kristjana laumar þessum fróðleik svo vel
inn í textann á skemmtilegan hátt að
lesandinn verður mikils fróðari að lestri
Flateyjarbréfanna loknum án þess að gera
sér grein fyrir því ... Ég hafði mjög gaman
af lestri bókarinnar því Ólöf Arndís er lífleg
stelpa sem lendir í alls konar ævintýrum
og lætur sér detta ýmislegt (mis)sniðugt í
hug. Þetta er lífleg og létt bók og ætti að
kæta alla krakka.
Ingveldur Geirsdóttir
Með á nótunum 2
Hrafnhildur Sigurðardóttir tók saman
JPV útgáfa
Að syngja með börnum
hlýtur að flokkast undir
skemmtilega samverustund
og því stórfínt að hafa við
höndina bók með textum,
nótum og uppskrift að
hreyfingum með lögunum. Bókinni fylgir
diskur þar sem lögin eru flutt og hjálpar
það þeim sem ekki þekkja öll lögin í
bókinni.
Birta Björnsdóttir
Barnabækur
Sýrópsmáninn
Eiríkur Guðmundsson
Bjartur
Textinn er kraftmikill og
ljóðrænn, fullur með hnyttið
myndmál og skáldið slær sína
tóna með tilvísanir í skáldskap
annarra á hverjum fingri. Þannig
er textinn stöðugt settur í
samband við annan texta, lifir og nærist á
honum eins og tíðkast nú um stundir í heimi
póstmódernismans. Þetta er því í senn
myndríkur texti og texti skáldskaparleifa frá
öðrum tíma.
Skafti Þ. Halldórsson
Raddir úr fjarlægð
Ingvi Þór Kormáksson
Sögur
Ingvi Þór er ágætur penni og
skrifar fínan texta en það vantar
eitthvað í sumar sögurnar til að
gera þær áhugaverðar, þær eru
sumar hverjar of
hversdagslegar. Það er ekki á
allra færi að gera hversdaginn áhugaverðan
og óáhugaverðar persónur spennandi. Ingva
Þór tekst það í nokkrum sögum en aðrar eru
bara þreytandi lesning eins og „When in
Rome...“, „Só hó!“, „Kallaðu mig Kurt“ og „Í
fylgd með Jesú“. Þessar ofantöldu sögur eru
kannski fyndnar í góðra vina hópi í
matarboði en annars ómerkilegar og eiga
ekkert erindi í bók. En bókin hefur að geyma
fimmtán sögur og eru sumar þeirra góðar.
Ingveldur Geirsdóttir
Ég sé ekkert svona gleraugnalaus
Óskar Magnússon
JPV útgáfa
Persónur í bók Óskars eru jafnan
dregnar skýrum dráttum og
dálítið stórkarlalegum. Myndir
hans eru gjarnan af ýmsum
oddborgurum í ýmiss konar
tilvistarkreppu eða þá að hann
teflir fram grófum alþýðleika andspænis
yfirdrepsfullri siðfágun. Það er ekkert
meðalhóf í þessum mannlýsingum og
burleskan er aldrei fjarri, sumt er jafnvel
meinhæðið ... Megineinkenni sagnanna í
þessari bók er hversu frásagnargleðin er
ríkuleg og hversu fundvís höfundur er á
skemmtileg söguefni. Stíllinn er knappur og
kaldhæðinn og sögurnar hnyttnar. Það má
hafa verulega ánægju af lestri þessarar
bókar.
Skafti Þ. Halldórsson
Jólabækurnar
H
luti útvarpsþáttar
Sigríðar Péturs-
dóttur um stafræna
ást fyrir rúmum ára-
tug varð kveikja að smásagna-
safninu Geislaþráðum sem hún
var að senda frá sér. Segja má að
bókin sé „stafræn“ að því leyti að
textinn er allur í formi tölvupósts
sem sögupersónur senda á milli
sín.
Þetta er frumraun Sigríðar sem
rithöfundar. „Fyrstu söguna, Af
ást og pólskum vöfflum, samdi
ég inn í fléttuþátt sem ég var með
í útvarpinu árið 1999, um sam-
skipti fólks á netinu. Á þessum
tíma var ekki auðvelt að fá fólk til
að tjá sig um hvernig það væri að
kynnast öðrum á netinu og til
þess að fylla upp í þáttinn skrif-
aði ég söguna. Viðbrögðin voru
góð og smátt og smátt urðu fleiri
sögur til,“ segir Sigríður spurð
um upphafið. Það var þó ekki
fyrr en að þremur árum liðnum
að hún áttaði sig á því að hugs-
anlega væri hún komin með vísi
að bók. „Það var ýmislegt sem
rak mig áfram; í fyrsta lagi þótti
mér brjálæðislega gaman að
skrifa og svo fannst mér margir
með of svarthvítar hugmyndir
um þessi mál. Netið var ann-
aðhvort algott eða alvont; myndi
annaðhvort bjarga öllu eða þá að
þar þreifst allur skítur mannlífs-
ins.“
Sögurnar í bókinni skrifaði
Sigríður smám saman á síðasta
áratug, þá nýjustu í janúar á
þessu ári. „Mikið hefur gerst í
heiminum á þessum tíma og það
hjálpaði mér mjög mikið þótt
ekki hafi allt verið gott fyrir
heiminn; tæknibreytingar, sam-
félagsbreytingar, hryðjuverk og
hrun koma við sögu í bókinni.“
Í elstu sögunni spila menn
Nintendo-leiki, þótt ekki sé al-
mennt vitað í dag hvaða fyr-
irbæri það var! Slíkum atriðum
hefur Sigríður ekki breytt; hún
vann stöðugt í textanum en lét
tilfinninguna fyrir samtímanum
halda sér með slíkum hætti.
Hún segir dálítið um þrástef í
bókinni. „Þarna er ýmislegt um
börn, samskipti foreldra og
barna, tónlist og bíómyndir. Svo
kemur Björk fyrir í öllum sög-
unum enda er ég á því að hún
hafi haft meiri áhrif á þjóðarsál-
ina en við höldum.“
Hlutverk Bjarkar er ekki alltaf
stórt. Í einni sögunni kemur hún
ofan í heitan pott og þá þagna
allir sem þar eru fyrir. Í annarri
er fjallað um konu sem er mikill
náttúruverndarsinni og afar
hrifin af náttúrutónleikunum
sem Björk hélt ásamt fleirum og í
einni sögunni segir af 15 ára ung-
lingsstúlku sem dýrkar Björk og
óskar þess helst að hafa fæðst
fyrr og lært á fiðlu, svo hún hefði
fengið tækifæri til að leika með
söngkonunni.
„Ég rannsakaði minn eigin
tölvupóst og póst vina og vanda-
manna á þessum árum. Útlend-
ingar sem við höfðum skrifast á
við spyrja allir um Björk,“ segir
Sigríður.
Hún tekur svo til orða að í
bókinni sé nútíminn í hnot-
skurn. „Það er meðvitað hjá mér
að fjalla bara um hversdagslegt
fólk, það er meiri ögrun og
skemmtilegra en að búa til mjög
undarlegar persónur. Ég er að
fjalla um fólkið sem maður mætir
á götunni og býr jafnvel yfir alls
konar leyndarmálum. Allir halda
að fólkið í næsta húsi sé mjög
hversdagslegt en á langri ævi hef
ég kynnst því að svo er ekki!“
Hversdagslegt fólk
Sögurnar í Geislaþráðum Sigríðar Pétursdóttur eru tölvupóstar.
Morgunblaðið/hag
Sigríður Pétursdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV,
þreytir nú frumraun sína sem rithöfundur með smásagna-
safninu Geislaþráðum. Textinn er allur í formi tölvupósts.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Í Allt fínt, en þú … er sagt frá
prestsfrúnni Nínu sem líf hennar er í
slíkum hnút að erfitt er úr að leysa.
Þar sem bókinni lýkur er hún á tíma-
mótum. Spurt er: Verður framhald?
„Þótt Nína sé aðeins tæplega fer-
tug hefur hún lengi verið mátt-
arstólpi fjölskyldunnar og sú sem
ætlast er til að reddi öllu, enda á
hún afar erfitt með að segja nei. Þar að auki hefur hún
alla tíð reynt að lifa samkvæmt því mottói að koma
fram við aðra eins og hún vildi gjarnan að þeir kæmu
fram við hana, þótt hennar nánustu lifi samkvæmt ein-
hverjum allt öðrum kennisetningum. Þetta er auðvitað
uppskrift að vandræðum, eins og Nína kemst heldur
betur að, og breytingar eru óumflýjanlegar.
En það er hægara sagt en gert að taka á vanda-
málum sem hafa gerjast lengi og vafið hressilega upp
á sig. Því dýpra sem fólk er sokkið, þeim mun meira
átak er að tosa sig upp úr pyttinum. Ég held að í bók-
arlok vefjist ekki fyrir lesendum hvert framhaldið verð-
ur. Margir þekkja það hreinlega úr eigin lífi.“
Jónína Leósdóttir
Vandi máttarstólpa
Fyrir tæpum tveimur áratugum skrif-
uðu þau Megas Erlu og Þórunn
Valdimars bókina Dag kvennanna.
Útgefendum fannst bókin klúr og
heyktust á að gefa hana út þar til
fyrir stuttu. Spurt er: Eru fleiri falin
handrit í handraðanum?
„Ég er ekki skúffuskáld, tuttugu
bóka maður í mannheimum sem
textast hefur í aldarfjórðung. Ekki vantaði ég færi bón-
arveg til útgefenda fyrir hönd okkar Manga með Dag
kvennanna. Allir urðu glaðir og héldu þetta væri
namminamm, en svo var því skilað með skrítnum
svip, ósýnilegur dómari velsæmisins togaði í spott-
ann. Að fara út í skýringar á því væri að reyna að skilja
hrunið. Allt hefur alltaf viljað ganga hér út á lygi og
blekkingar, sumir líkamspartar eru ekki til og svína-
börn eru pyntuð. Walt Whitman sagði: „When I give I
give myself.“ Geri maður sig að fífli verða allir glaðir.
Maður ætti að verða ærlega feitur til að gleðja fólk í
kringum sig með því að flagga veikleikum meira en
það. Því læt ég alla mína texta í friði fara.“
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir
Ekki skúffuskáld