SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Síða 28

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Síða 28
28 5. desember 2010 Moldarauki Bjarni Gunnarsson Uppheimar Moldarauki er heilsteypt og vel unnið verk sem sækir á við hvern lestur. Bjarni vinnur sparlega með myndhverfingar eða líkingar en bregður í hverju ljóði bálksins upp misóræðum og meitluðum myndum sem skapa tilfinningu í hugsa lesandans fyrir þeim aðstæðum sem ljóðmælandinn ýmist lýsir eða virðist upplifa og víða er komið við í þeirri skyggnusýningu. Einar Falur Ingólfsson Brúður Sigurbjörg Þrastardóttir JPV útgáfa Brúður er bæði frumleg og skemmtileg ljóðabók og hún er líka eiguleg í fallegu broti. Hún er uppáhalds-brúðargjöfin næstu árin. Teikningar Bjargeyjar Ólafsdóttur eru táknrænar og gefa heildarmynd bókarinnar aukna vídd. Brúðkaupum hefur fækkað stórlega í kreppunni en vonandi er ástin samt ekki á undanhaldi. Steinunn Inga Óttarsdóttir Á barmi næturinnar Hallberg Hallmundsson JPV útgáfa Vissulega slær Hallberg stundum ljóðrænni strengi og síðasta ljóð bókarinnar, áður óbirt, er í raun ástaróður hans til lífsförunautar síns, fallegur sonnettuflokkur þar sem hann minnist samverunnar. Hvað sem því líður þá er veruleikinn með sína þverstæðufullu kaldhæðni og járnkrumlu jafnvel nálægur í þessum óð. Þannig upplifi ég skáldskap Hallbergs og hef sannast sagna stund og stund blaðað í bókum hans mér til ánægju. Skafti Þ. Halldórsson Ljóð Ævisögur Birgir Andrésson í íslenskum litum Þröstur Helgason Crymogea Það má halda því fram að Birgir hafi unnið í sjálfstyftunarstíl sem hefur verið svo vinsæll á Íslandi undanfarna áratugi, í raun eðlilegt framhald af þeim sjálfbirgingshætti sem þjóðernisremban olli í sjálfstæðisbaráttunni og eitthvað fram yfir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Sjálfur fékk Birgir sín tækifæri á alþjóðavettvangi, til dæmis með velheppnaðri sýningu í Feneyjum en segir sjálfur í kartöflustíl að þeir hafi yfirgefið Feneyjar án þess að fylgja þeim árangri eftir. Birgir var víst ekki mikill plöggari. En hann var frábær listamaður sem gerði góðlátlegt grín að smásálarskap Íslendinga. Þröstur fer afskaplega vel með þennan merka listamann og fer að honum með orðum í anda listamannsins sjálfs. Börkur Gunnarsson Á valdi örlaganna – saga Kristjáns Jóhannssonar Þórunn Sigurðardóttir JPV útgáfa Téð verk hefir margt til síns ágætis og er langt í frá „púunarvert“. Það veitir þokkalegustu innsýn í líf viðfangsefnisins sem og óperuheimsins og ætti að geta svalað hnýsniþörf. Verkið er og ágætt aflestrar. En! Texti sem eingöngu er ágætur aflestrar fangar ekki beinlínis tilfinningaólgu persónunnar. Textinn kallast nefnilega ekki á við innihaldið. Þetta er dálítið eins og stórfínt verk, sem býr yfir öllum eiginleikum til að hreyfa við fólki, miðla stórum tilfinningum, líkt og Kristján hefir margsinnis gert á óperusviðunum, en auðnast það eigi. En lesandinn getur þó alltént verið viss um að örlög og ævi söngvarans séu öllu stórbrotnari en þessi „spjalluppfærsla“ segir til um. Hún er fremur bragðdauf að segjast verður. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Aþena, hvað er málið með Haítí? Margréti Örnólfsdóttur Bjartur Það sem gerir Aþenu að trúverðugri og áhugaverðri stelpu er að hún er ekki fullkomin, ekki frekar en annað fólk. Hún er ekki í svart-hvítu, heldur í alls konar litum og hún er breysk. Hún gerir mistök, hún er stundum ósanngjörn, kemur illa fram við fólk og á stundum erfitt með að hemja skap sitt. En hún er fyrst og fremst frábær og skemmtileg stelpa með mikla réttlætiskennd sem vill í raun öllum vel. Hún lærir af öllu því sem hún lendir í, þroskast við þrautirnar og verður betri manneskja fyrir vikið. Hún lærir að það er ekki sjálfgefið að allt gangi vel í lífinu og fari eins og flestir vilja að það fari. Þetta er lipurlega skrifuð bók, með skemmtilegum manneskjum á öllum aldri sem lenda í skemmtilegum uppákomum en þurfa líka að takast á við erfiða hluti og alvöru lífsins. Kristín Heiða Kristinsdóttir Jólabækurnar G unnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur, hefur sent frá sér bók- ina Þjóðgildin. Hann leggur áherslu á að ritið sé handa almenningi og öllum fræðihugtökum því sleppt. Frumhugmyndin að bókinni eru gildin 12 sem valin voru á Þjóðfundinum 2009; heiðarleiki, jafn- rétti, virðing, réttlæti, kærleikar, ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskylda, jöfnuður og traust. „Ég bætti svo við einu, hófsemd, einu af höf- uðgildum Forn-Grikkja sem felst í sjálfsaga og nægjusemi. Því að hver maður þurfti jafnvel að fækka löngunum sínum til að geta unnið betur með tiltekna hæfileika – þetta er akkúrat and- stæðan við græðgi, sem felst í því að uppfylla sem flestar hvatir og langanir. Mikið var talað um að græðgin væri meginlöstur Íslendinga og því vildi ég hafa hófsemdina með, því hún er sjaldan valin sem vinsælt gildi en allir þurfa samt á henni að halda.“ Gunnar setur síðan fram eftirfarandi tilgátu: Ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugmyndum, með það að markmiði að bæta heiminn, batnar það sjálft. Gjöf gefin af góðsemi hefur gæfu að geyma. Hann segir meginspurninga í þessum vanga- veltum vera í hvernig samfélagi Íslendingar vilja búa. „Þegar svona margir koma saman, eins og á Þjóðfundinum, og nota samræðuaðferðina til að laða fram visku þá segir innri rödd þjóðarinnar að efla þurfi þessi gildi. Það er byrjunin, síðan verð- um við að finna leiðir til þess. Hvað þurfum við þá að gera? Við getum ekki bara hengt þau upp á vegg heldur þurfa menn að leggja eitthvað á sig, til dæmis að líta í eigin barm og temja sér heið- arleika, að gæta þess að traðka ekki á öðrum eða hlunnfara aðra; leggi maður áherslu á það í upp- eldi barnanna smitar það út í nærumhverfið. Lykilatriðið er að eiga samtal um málið. Íslend- ingar gleyma því oft heldur er ákveðið að gera siðareglur, einhverjir semja þær og skrifa niður, þær eru stimplaðar og samþykktar en þar sem enginn tekur þátt í umræðunni fer enginn eftir reglunum.“ Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur: Megin spurningin er í hvernig samfélagi vilja Íslendingar búa. Morgunblaðið/Eggert Að bæta samfélagið Bókin Þjóðgildin eftir Gunnar Hersveinn er veganesti inn í umræðu um það í hvernig samfélagi Íslendingar vilja búa. Verkefnið framundan er að eiga samræðu um það mál. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Í smásagnasafninu Doris Deyr eru minni endurtekin. Spurt er: Hvað er málið með ferðalög og fossa? „Stuttu eftir að ég byrjaði á Doris Deyr fór ég á samkomu hjá Baháí- söfnuði. Þar var vitur öldungur sem talaði um það hvernig maðurinn öf- undar vatnið sem fossar fram af kletti. Eða af því að hafa svona ein- falda köllun sem það getur ekki annað en hlýtt. Þetta fannst mér falleg hugsun og ég skildi að klárlega öf- unda ég fossa. Í bakgrunni sagnanna eru síðan ýmis náttúrufyrirbrigði: Jarðskjálftar, kóralrif, eyðimörk, skógur, og fossar. Jörðin getur skolfið hvenær sem er, kóralrifin hægja stöðugt á vextinum, eyðimörkin mun taka yfir, skógarnir deyja, jöklarnir fossa … Í forgrunni eru svo skaðvaldarnir að þvælast í flugvélunum sín- um, frjálsir, þjáðir og skelfingu lostnir yfir sífelldri hreyfingu lífsins. Rétt eins og ég sjálf þegar sögurnar urðu til, en þá bjó ég í Kanada, ferðaðist um Bandarík- in og Suður-Ameríku og heimsótti svo Ísland eins oft og ég gat. Bókin er sem sagt sannsöguleg.“ Kristín Eiríksdóttir Ferðalög og fossar Lilja Sigurðardóttir sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu á síðasta ári, reyfarann Spor. Í nýrri bók hennar, Fyrirgefningu, er sama söguhetja og í Sporum. Spurt er: Er hér hafin bókaröð? „Já, ég held að það sé orðið ljóst. Mér skildist það fljótt eftir útgáfu Spora að það væri lenska í glæpa- sagnabransanum að skrifa framhald. Svo ég gerði það og nú stefnir í framhald af framhaldinu. Ég var í mótþróa við þennan sið fyrst en nú er ég afar ánægð með þetta og þykir vænt um að fólk er orðið hænt að sögupersónunum og vill vita meira um þær. Það eru bæði kostir og gallar við þetta form á skáldskap. Ég hef heyrt frá höfundum sem eru orðir leiðir á persón- unum sínum og erfiða við að halda þeim lifandi en svo getur verið ákveðinn léttir að geta leyft persónunum að þroskast hægt því þær eiga sér framtíð í næstu sögu. Ég hugsa þetta eina bók í einu og skuldbind mig ekki í meira í bili en verð að játa að í huganum þyrlast allnokkur framtíðarævintýri fyrir Magna og hans fólk!“ Lilja Sigurðardóttir Magni og framtíðin

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.