SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 30
30 5. desember 2010
10.10.10 Atvinnumannssaga Loga
Geirssonar
Henry Birgir Gunnarsson
Vaka-Helgafell
Auðvitað misstíga ungir menn
sig og Logi hefur rekist á
nokkrar hindranir. Víða blikka
aðvörunarljós en því miður
hefur höfundur litið framhjá
þeim, haldið sig við
æsifréttastílinn og farið yfir á rauðu.
Steinþór Guðbjartsson
Hugsað með hjartanu, ævisaga
Guðrúnar Ögmundsdóttur
Halla Gunnarsdóttir
Veröld
Titill bókarinnar, Hjartað ræður
för, er líklega það besta við
bókina, því samkvæmt
bókinni, varpar hann einmitt
ágætu ljósi á þá köllun
Guðrúnar að láta gott af sér
leiða og beita sér fyrir málstað þeirra sem
minna mega sín, svo sem málstað
fatlaðra, flóttamanna, fórnarlamba
kynferðislegs ofbeldis, samkynhneigðra og
þeirra sem úr litlu hafa að spila. Lesandinn
velkist aldrei í vafa um það að Guðrún
Ögmundsdóttir er kona með stórt hjarta,
sem vill þeim sem minna mega sín, allt hið
besta.
Agnes Bragadóttir
Alvara leiksins, ævisaga
Gunnars Eyjólfssonar
Árni Bergmann
JPV útgáfa
Alvara leiksins, ævisaga
Gunnars Eyjólfssonar leikara,
er allt í senn; aldarspegill,
dramatísk fjölskyldusaga,
leikhús- og leiklistarsaga og
þroskasaga listamanns. Alvöru
leiksins prýðir flest sem prýða má eina
ævisögu. Þar fara saman frábær
frásagnargáfa Gunnars Eyjólfssonar og
afburða ritfærni Árna Bergmann
rithöfundar.
Agnes Bragadóttir
Sæmundarsaga - rútubílstjóra
Bragi Þórðarson
Uppheimar
Bragi Þórðarson er þekktur
fyrir vandvirkni sem höfundur.
Sæmundarsaga er engin
undantekning frá því. Að
ósekju mætti stíllinn þó
stundum fara á meira flug og
stílræn sviðsetning á ýmsum atburðum og
ökuferðum sem Sæmundur segir af hefði
ekki sakað. Og það hefði líka mátt setja
ofurlítið meira kjöt á beinin í einstaka
frásögnum. Umbrot bókarinnar er látlaust
en smekklegt og frágangur allur hinn besti
en betri og myndvænni pappír hefði ekki
sakað.
Sigurður Bogi Sævarsson
Þóra biskups
Sigrún Pálsdóttir
JPV útgáfa
Saga Þóru biskups er mun
meira en ævisaga, í bókinni
dregur Sigrún upp mynd af
íslensku samfélagi og setur í
samhengi við umheiminn. Hún
gerir hinu hversdagslega –
áhyggjum af kjólum og vangaveltum um
karlmenn – ekki síður hátt undir höfði en
hinum örlagaríkari þáttum. Fyrir vikið
verður sagan fyllri og blæbrigðaríkari og
færist nær lesandanum.
Karl Blöndal
Svo þú ert þessi Hákon!
Hákon Sigurgrímsson
Ormstunga
Hákon lýsir á einlægan hátt
uppvexti sínum og þroska fram
á fullorðinsár og lýsir jafnt
vonbrigðum sem sigrum lífsins
og það kryddar frásögnina að
hann hefur húmor fyrir sjálfum
sér á þessum tíma.
Helgi Bjarnason
Mér er skemmt
Einar Kárason
Mál & menning
Þetta eru slípaðar frásagnir, oft
sprenghlægilegar en líka
tragískar á stundum. Brugðið
er upp misstórum en
eftirminnilegum myndum af
fjölda fólks ... Hugleiðingar
höfundarins um menn og málefni eru
dregnar skýrum dráttum, oft í fáum orðum
og írónían er aldrei langt undan ...
Einar Falur Ingólfsson
Jónína Ben
Sölvi Tryggvason
Sena
Jónína Ben er án efa
skemmtilegasta hrunbókin og
vissulega merkilegt innlegg til
samtímasögu. Hugsanlega er
sums staðar slegið úr og í eða
ýkt og skreytt eftir þörfum og
hlutur Jónínu sjálfrar fegraður en það er
ekki hægt annað en að smitast af
sannfæringarkrafti hennar og sjá
samhengið í þeim svikamyllum sem hún
afhjúpar. Lesendur fá þar örugglega fyrir
sinn snúð.
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Jólabækurnar
R
unukrossar, hin nýja bók Helga Ingólfs-
sonar, er sakamálasaga í grunninn en
bókin byggist á því að íslam sé orðin
ráðandi trú á Íslandi.
„Ég er ekki bara sagnfræðingur, líka rithöf-
undur, og mér þykir forvitnilegt að velta því fyrir
mér hvernig Íslandssagan gæti þróast á 300 árum,
ef málið er skoðað í samhengi við síðustu skáld-
sögu,“ segir Helgi þegar spurt er hvað fái sagn-
fræðing til að rýna til framtíðar. Bók hans, Þegar
kóngur kom, fékk afbragðs viðtökur fyrir ári.
Helgi horfir fram á veginn, „ekki síst með tilliti
til hnattvæðingar og þeirrar Íslamsvæðingar sem á
sér stað. Íslam er í mikilli sókn á Vesturlöndum, í
Malmö er t.d. fjórðungur íbúa múslimar og innan
30 til 40 ára gætu þeir orðið í meirihluta, ef sú
þróun sem ég sé fyrir mér heldur áfram.“
Helgi nefnir að fyrir 150 til 200 árum hafi lýð-
ræði verið dýnamískasta aflið í þessum heims-
hluta en í raun hafi fjarað undan því. „Þegar
stjórnvöld á Vesturlöndum eru farin að tala um að
taka eigi af lífi þá sem koma sannleikanum á fram-
færi hljómar það ekki eins og jákvæð lýðræðisleg
þróun.“
Hið íslamska Ísland í bók Helga er karla-
samfélag. Lesandinn er í raun og veru settur í dá-
lítið harkalegur kringumstæður; hann verður að
horfast í augu við veruleika sem hann á sennilega
mjög erfitt með að samþykkja. En Helgi leggur
áherslu á að engin framtíðarsýn sé hin eina rétta.
„Ég er ekki að predika heldur að vekja fólk til um-
hugsunar. Og það er skemmtilegt að finna
óvenjulegt sögusvið fyrir sakamálasögu.“
Af bókinni má ráða að Helgi hefur sótt sér mik-
inn fróðleik um íslam. „Ég byrjaði á því fyrir
nokkuð mörgum árum, þegar ég var að kenna um
upphaf trúarbragða. Þá kynnti ég mér íslam ræki-
lega, las Kóraninn og annað sem tengist trúnni og
segja má að þessi bók sé lokapunktur þar á. Móðir
mín hélt reyndar að ég væri orðinn múslimi þegar
hún las bókina en það er víðs fjarri mér!“
Spurður hvort hann óttist þá framtíð sem hann
skrifar um segir Helgi að orðið óttast sé ekki það
rétta. „en ég held að um raunhæfan möguleika sé
að ræða ef þróuninni verði leyft að halda áfram á
tiltekinn hátt. Hér er ég að vísa til þess að ef menn
vilja halda vestrænum lýðræðishefðum þurfa þeir
að berjast fyrir þeim og verja að einhverju leyti. En
hins vegar þegar er þessi valkostur ekki alsæmur
frekar en hver annar,“ segir Helgi Ingólfsson.
Helgi Ingólfsson sögukennari og rithöfundur horfir 140 ár fram í tímann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rýnt til framtíðar
Helgi Ingólfsson, sögukennari og rithöfundur, stökk fram á
ritvöllinn fyrir ári með skáldsögu sem gerðist fyrir 140 ár-
um. Í nýrri bók skyggnist hann 140 ár fram í tímann.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Skáldsagan Sigurðar saga fóts eft-
ir Bjarna Harðarson er riddarasaga
í ýkju- og gamanstíl þar sem saga
brakúna er rakin frá því fyrir efna-
hagsbóluna miklu og fram yfir
hrun; frá því menn taka að braska
með land og laxveiðileyfi og þar til
þeir hafa sett þjóðina á hausinn
og leita skjóls utan landsteinanna.
Spurt er: Þú hefur ekki viljað glíma við viðfangs-
efnið, ris og hrun hagkerfisins, af meiri alvöru?
„Í frásögu reynir miklu meira á alvöru og ná-
kvæmni þegar sagt er frá í stíl gamansögunnar
heldur en þegar efnið er teygt inn í heim alvarleik-
ans.
Þó að þessir atburðir standi okkur ennþá býsna
nærri þá megum við alls ekki missa sjónar á því að
það sem gerðist hér á miklu meira skylt við farsa
heldur en tragedíu og flest með þeim hætti að það
er nær útilokað að ýkja nokkuð.
Og bara til að það sé á hreinu þá er okkur Sig-
urði fót innst inni fúlasta alvara með þessu öllu
saman.“
Bjarni Harðarson
Gamanið er alvara
Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur
þykir mörgum óttaleg og mæla með
að hún sé lesin í björtu. Spurt er:
Varstu ekkert skelkuð sjálf þegar þú
varst að skrifa hana?
„Ekki get ég nú sagt það enda erf-
itt að hræða sjálfan sig. Það er svo
að auki ekki alveg að marka mig þar
sem ég er með harðan skráp þegar
kemur að bæði spennu og hrolli því ég hef lengi verið
mjög veik fyrir slíku, bæði þegar kemur að því að velja
bækur og kvikmyndir. Ég sá til að mynda hverja ein-
ustu hryllingsmynd sem kom út á DVD þau ár sem ég
vann á Kárahnjúkum og horfði á þær ein inni hjá mér,
kolsvart einmanalegt umhverfið fyrir utan eingöngu til
bóta. Aldrei varð ég neitt sérstaklega taugaveikluð
eða hrædd, ætli sé ekki eins fyrir mér komið og mörg-
um öðrum nútímamanneskjum að það fáa sem raun-
verulega hræðir mann eru asnalegar ógnir á borð við
tölvuvírusa, frekari skattahækkanir eða ámóta. Ekkert
af því er neitt skemmtilegt og það er eflaust ástæðan
fyrir því að það er svo gaman að reyna sálartetrið við
öllu fornari hræðsluform.“
Yrsa Sigurðardóttir
Forn hræðsluform
LÆKNIR Í
BLÍÐU OG
STRÍÐU
holar@simnet.is
Hér segir Páll Gíslason
frá ýmsum uppákomum á
löngum læknisferli sínum,
störfum innan skátahreyf-
ingarinnar og átökum innan
stjórnmálanna, jafnt á meðal
andstæðinga og samherja