SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 32
32 5. desember 2010
Þar sem fossarnir falla – Náttúrusýn og
nýting fallvatna á Íslandi 1900-2008
Unnur Birna Karlsdóttir
Hið íslenska bókmenntafélag
Doktorsnemi í sagnfræði sem
hikar ekki við að stinga sér í
ljónagryfju á heiður skilinn fyrir
hugrekkið. En Unnur Birna
Karlsdóttir gerir enn betur,
þessi stytta útgáfa af ritgerð
hennar er fagmannlega unnin úttekt á
deilunum um virkjun fallvatna landsins
síðustu hundrað árin, deilur þar sem
tilfinningar okkar leika ekki minna hlutverk
en tölurnar.
Kristján Jónsson
Stormurinn – Reynslusaga ráðherra
Björgvin G. Sigurðsson
Nýtt land
Frá því að bankakerfið hrundi
haustið 2008 hefur Björgvin
G. Sigurðsson, sem þá var
viðskiptaráðherra, barist fyrir
pólitísku lífi sínu. Bók hans
Stormurinn er að nokkru leyti
liður í þeirri baráttu og verður að skoða
hana sem slíka. Fyrir áhugamenn um
samtímasögu er jákvætt að þeir sem tóku
þátt í atburðarásinni segi sögu sína því þó
að saga þeirra verði alltaf einhliða frásögn
um hvernig þeir sáu atburðina gerast er
ávinningur fyrir sagnfræðinga
framtíðarinnar að geta leitað í slíkar
heimildir. Það verður þó að segjast að
frásögn Björgvins bætir furðulega litlu nýju
við það sem þegar hefur komið fram um
hrunið.
Egill Ólafsson
Takk útrásarvíkingar
Lára Björg Björnsdóttir
Sena
Pistlarnir eru margir alveg
ljómandi fínn afþreyingarlestur
en í bókinni fer hún á þvílíkt
flug að manni verður nóg um.
Ýkt kaldhæðnin og stælarnir,
sem birtast til dæmis í
sífelldum framíköllum, ávörpum og
útskýringum innan sviga, fá mann helst til
að halda að bókin sé í heild sinni einhver
brandari. Lára veður úr einu í annað og
þrátt fyrir að hitta oft naglann á höfuðið á
skemmtilegan hátt fer hún hreinlega offari.
Hún minnir helst á óþolinmóðan ungling og
mér varð raunar hugsað til dagbókaflokks
Berts þegar ég las Takk útrásarvíkingar;
heimurinn hreinlega snýst um Láru og allt
er annaðhvort glatað eða geggjað.
Hólmfríður Gísladóttir
Brasilíufanginn
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Sena
Textinn er ágætur og svo sem
ekki yfir miklu að kvarta.
Nokkuð um innsláttarvillur sem
skipta þó varla sköpum, en
segir sitthvað um
prófarkalesturinn. Bókin er
auðlesin og segja má að með lestrinum
bregði lesandinn sér í brasilískt fangelsi í
einn dag og hefur af því gott og gaman.
Eflaust hefur bókin þá mikið fordæmisgildi
ef á dagskrá er að flytja kókaín milli landa.
Andri Karl
Stelpur!
Kristín og Þóra Tómasdættur
Veröld
Stelpur! er góð og uppbyggileg
bók. Það gladdi mig
sérstaklega hvað tilfinningum
og samskiptum er gefið mikið
svigrúm og fjallað á
uppbyggilegan hátt um
mikilvægi góðrar sjálfsmyndar og
félagsskapar. Bókin er áminning um að það
er ekkert auðvelt að vera unglingur en að
sama skapi eru til ótal leiðir og lausnir.
Hólmfríður Gísladóttir
Nytjabækur Jólabækurnar
Helgi Jónsson
sendi á dög-
unum frá sér
fimmtándu
Gæsahúðarbók-
ina. Spurt er: Af
hverju finnst þér
svo gaman að
hræða börnin?
„Fátt er skemmtilegra, allt að því
notalegra, en að hjúfra sig saman
inni í hlýjunni og lesa spennandi
bók og láta hrollinn læsast um sig
innan frá. Bókstaflega fá gæsahúð.
Börn eru alveg sérlega næm og það
er heldur ekki til of mikið af hressi-
legu spennuefni handa þeim.
Gæsahúð spratt fram fyrir tilviljun,
börnin kunnu að meta hana og vildu
meira. Það gladdi mig og hvatti mig
til að halda áfram.“
Hressileg
spenna
Helgi Jónsson
É
g lagði upp með það að bókin byggðist
frekar upp á samtölum og þankagangi
en venjulegum söguþræði,“ segir Yrsa
Þöll Gylfadóttir um fyrstu skáldsögu
sína, Tregðulögmálið, í samtali við Morg-
unblaðið.
„Ég hef skrifað lengi og oft verið komin lang-
leiðina að einhverju sem ég hélt að yrði skáldsaga
en ekkert orðið af útgáfu. Hver veit, kannski má
að einhverju leyti þakka það að ég fékk kjarkinn
til að gefa út að ég er komin inn í tengda-
fjölskyldu þar sem fólk gefur út bækur eins og
ekkert sé!“ Gunnar Theodór Eggertsson rithöf-
undur er unnusti Yrsu Þallar og tengdamóðir
hennar er Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir sagn-
fræðingur og rithöfundur.
Yrsa Þöll segist hafa skrifað töluvert í gegnum
tíðina, bæði sögur og ljóð, og birt á meðan hún
var í menntaskóla en gera má ráð fyrir því að
tímafrekt nám sé ein ástæða þess að hún hefur
ekki sent frá sér bók fyrr en nú. Hún er með BA
próf í frönskum bókmenntum og málvísindum
frá Sorbonne í París og MA próf í frönsku frá Há-
skóla Íslands.
Nú er hún byrjuð í doktorsnámi sameiginlega
frá Sorbonne og HÍ en segist samt ákveðin í að
gefa sér tíma til skrifta. „Ég verð að skipuleggja
mig vel en er með stanslausa sektarkennd ef ég er
að skrifa handrit í staðinn fyrir að læra. Það er
samt gott að sumu leyti að gera þetta samhliða.
Maður fær allskonar hugmyndir af því sem maður
les í náminu, það sígur inn í undirmeðvitundina
og verður einhvers konur fóður fyrir hugann.“
Bókin er ekki hefðbundin að því leyti að í sög-
unni er ekki sú algenga uppskrift, kynning,
flækja og lausn. „Þær slæddust stundum inn í
handritið, flækjurnar og lausnirnar, en svo
hreinsaði ég þær markvisst í burtu, mér fannst
þetta ekki vera þannig saga. Það var ekki mein-
ingin að gera handritið torræðara en ég var með-
vituð um að vilja ekki detta ofan í klisjur. Mér
fannst handritið hreinna og fallegra í einfaldleika
sínum.“
Foreldrar Yrsu Þallar lásu bókina yfir áður en
hún afhenti hana til útgáfu og voru mjög hrifin,
„en voru að sjálfsögðu hlutdrægir gagnrýnendur.
Pabbi tók svo til orða að þetta yrði ekki met-
sölubók, en mamma sagði að þetta væri bók fyrir
hugsandi einstaklinga.“
Viðbrögð við Tregðulögmálinu hafa verið
blendin,Yrsa Þöll segist hafa fengið góð viðbrögð
frá langflestum og hrós frá þekktu fólki innan rit-
höfundageirans, en gagnrýni í blöðum hefur ver-
ið misgóð. „Maður tekur það nú ekki nærri sér,
en finnst það að sjálfsögðu skrítið þegar einhver
dæmir bókina út frá því hvernig honum fyndist
hún hefði átt að vera en ekki hvernig hún er. Ætli
íþróttauppeldið hjálpi mér ekki bara, en ég var
lengi í fótbolta. Manni er kennt að halda haus
þegar maður fær á sig mark. Maður má ekki gef-
ast upp.“
Yrsa Þöll, Gunnar Theodór, Þórunn og Megas
halda sameiginlegan útgáfufögnuð á Kaffi Rósen-
berg í kvöld, sunnudag, kl. 20, þar sem þau lesa
upp úr nýútkomnum bókum sínum og leika tón-
list.
Yrsa Þöll Gylfadóttir
Morgunblaðið/Eggert
Fyrir fallega hugsandi
Tregðulögmálið
er fyrsta skáld-
saga Yrsu Þallar
Gylfadóttur. Þetta
er saga um vit-
undarvakningu
ungrar háskóla-
stúlku og er
fremur óhefð-
bundin í upp-
byggingu.
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„Skemmtileg bók“
EINAR KÁRASON
SÞH / MBL
„Óskar Magnússon skrifaði í laumi þar til hann gaf frá sér
skemmtilegt safn af smásögum fyrir fáum árum …
Nú hefur [hann] bætt við öðru safni sem ekki er síðra …
Óskar hefur stílgáfu …“ PBB / FT