SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 37

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 37
5. desember 2010 37 fyrr en núna seinustu árin en ég hef lengi grúskað. Það er skemmtilegt hobbí. Ég ólst upp á sögum frá blautu barnsbeini. Ég heyri til síðustu kynslóð Íslendinga sem óx úr grasi í myrkri, það var bara skíma frá glóðinni þegar mamma sagði okkur systkinunum sögur á kvöldin. Ég lærði ekki að lesa fyrr en átta ára en hef verið sílesandi síðan. Mér hundleiddist að vísu í skóla og er löngu búinn að gleyma öllu sem ég var látinn læra. En hef lært sitthvað annað í staðinn.“ Talandi um myrkur, þá upplýsir Jón að hann hafi alltaf verið myrkfælinn. „Það hefur ekki rjátlast af mér með aldrinum. Það var mikil skrímsla- og huldufólkstrú í Akureyjum og enn þann dag í dag myndi ég ekki þora að sofa þar einn.“ Því fer þó fjarri að Jón skammist sín fyrir myrkfælnina. „Var ekki Grettir Ás- mundarson logandi hræddur við myrkr- ið? Og Einar Ben. Það er ekki leiðum að líkjast.“ Getur bæði bætt og skaðað Obbann af bókinni helgar Jón starfi sínu en hann gekk í lögregluna árið 1958 – fyr- ir tilviljun. Vegna íþróttanna þurfti hann að fá betra og áreynsluminna starf en járnsmíðina sem hann hafði lært til. Það varð hans ævistarf. „Starf lögreglumannsins er mjög merkilegt starf,“ segir Jón með nokkrum þunga. „Það getur bæði bætt mann og skaðað. Það er margt ljótt og vont í manninum, skal ég segja þér. Grimmd og óeðli. Sem betur fer kynnist hinn almenni borgari þessu ekki. En það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera í lögregl- unni og þeir tímar komu að mig langaði að komast í burtu.“ Hann segir hryllinginn að mestu hafa vanist með tímanum og rifjar upp sögu af því þegar hann kom að illa leiknu líki en fann að það snart hann ekki á nokkurn hátt. „Í kjölfarið spurði ég lækni hvort ég væri að drepast tilfinningalega en hann svaraði því neitandi. Þetta væru eðlileg viðbrögð eftir að hafa upplifað þessar að- stæður ítrekað. Eitt vandist þó aldrei, óhugnaður þegar börn áttu í hlut.“ Starfið átti sér þó sannarlega bjartari hliðar. „Mikil ósköp,“ segir Jón. „Mest- megnis var þetta ánægjuleg vinna. Við vorum voðalega mikið í því að hjálpa fólki, einkum fyrstu árin, opna dyr á bíl- um, keyra fatlaða milli staða og svo fram- vegis. Lengi var til siðs að hjálpa mönnum að leggja bíl sínum hjá Dómkirkjunni við jarðarfarir og ég var alltaf með Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup og svo annan mann sem var örugglega blindur á öðru auga, jafnvel báðum. Ég komst aldrei al- mennilega að því. Það er mjög gefandi að geta hjálpað fólki og lögreglumenn verða að hafa þjónustulund og skilning á að- stæðum. Sjálfur vann ég þetta meira á til- finningunni en eftir laganna bókstaf.“ Hann segir starf lögreglunnar hafa breyst mikið í áranna rás, þetta sé orðið miklu harðari heimur sem reyni verulega á menn andlega. „Það veit ég gegnum son minn.“ Mannlífið í miðborginni Starfsvettvangur Jóns var lengi miðborg Reykjavíkur og minnist hann stemning- arinnar þar með gleði í hjarta. „Borgin var mjög skemmtileg, sérstaklega fram undir 1970. Ég var í Stykkishólmi um tíma og þegar ég kom aftur, 1973, fannst mér hún hafa breyst. Áður fyrr var mið- borgin bara niður frá – maður náði utan um hana. Hún var iðandi af mannlífi, troðfull frá morgni til miðnættis af fólki af öllum stærðum og gerðum. Sumu hverju skrítnu. Nú má ekki nokkur maður stinga í stúf lengur – þá er hann umsvifalaust settur á hæli.“ Hann segir þessa Reykjavík aldrei verða endurskapaða, hvað sem menn reyna. „Það má endurskapa hana í hús- um en mannlífið og andrúmsloftið verð- ur aldrei aftur eins. Það er ekkert óeðli- legt við það. Þannig er bara lífið. Það getur verið söknuður hjá þeim sem muna þessa tíma en hann líður hjá. Þeir sem ekki þekkja hafa einskis að sakna. Sjálfur kann ég vel að meta nýjan hugs- anagang. Hef aldrei litið svo á að allt hafi verið betra í gamla daga.“ Jón kynntist mörgum mætum mönn- um í lögreglunni og gefur þeim sumum gott rými í bókinni. Ein er sú tegund manna sem er honum sérstaklega að skapi, sagnamenn. „Þarna kynntist maður mönnum sem kunnu að segja frá. Þá var það ennþá listgrein. Hana þarf að endurvekja. Það er ekki nóg að segja góða sögu, það þarf að kunna að krydda og herma eftir. Það er tvennskonar nátt- úra að segja sögu og setja hana á blað.“ Kannski bara stórgáfaður? Frá sagnanáttúru berst talið að pólitík og Jón viðurkennir að hafa skoðanir. „Ég lít á mig sem hægrimann og hef kosið Sjálf- stæðisflokkinn þótt ég sé að mýkjast með aldrinum. Hef tilhneigingu til að vera sammála síðasta ræðumanni. Sama máli gilti um tengdamóður mína, Ragn- heiði Einarsdóttur, sem var stórgáfuð kona. Kannski er ég bara stórgáfaður líka?“ Jón kveðst geta flutt stemningsræður en er sannfærður um að innra eðli hans hefði ekki hentað í pólitík. „Ég er ekki með þvargnáttúruna sem er nauðsynleg á þeim vettvangi. Svo er ég gefinn fyrir samstarf og samvinnu og maður fer ekki út í pólitík með þann hugsunarhátt!“ Jón gerir ekki lítið úr kreppunni en er sannfærður um að íslenska þjóðin muni fljótlega rétta úr kútnum. „Þetta eru þrengingar til skamms tíma. Auðvitað á fólk bágt en við megum ekki láta hug- fallast. Að mínu viti er það glapræði að ætla að æða inn í ESB. Ég var bara átta ára þegar lýðveldið var stofnað en man vel eftir löngun fólksins til að komast undan Dönum. Þá var mikil hátíð í Ak- ureyjum, eins og á Þingvöllum. Núna, tæpum sjötíu árum síðar, á bara að fara aftur undir Dani, eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Ég hef keppt fyrir Íslands hönd á mótum, hef alltaf verið ákaflega stoltur af því að vera Íslendingur og vil vera það áfram. Að þykja vænt um þjóð sína heitir allt í einu þjóðremba. Hverslags með- höndlun er þetta eiginlega á manni?“ Hann hristir höfuðið. Jón fær sér í nefið áður en hann lýkur máli sínu – með ríkri áherslu: „Sem þjóð eigum við að leysa okkar vandamál sjálf. Ég sé ofboðslega marga möguleika hér heima. Þá skulum við nýta. Það er gömul saga og ný að menn haldi að grasið sé grænna handan við lækinn, fyrir lýðveldistímann voru til Össurar sem vildu ekki að Ísland yrði sjálfstætt – beita þurfti þá fortölum. Þeir verða eflaust alltaf til en í guðanna bæn- um látum þá ekki hafa vit fyrir okkur!“ Morgunblaðið/Eggert ’ Þetta greip Hallgrím svo að hann vildi gefa bókina út. Merkilegur maður, Hallgrímur. Hann er með rollur og mér hefur alltaf þótt þeir menn skynsam- ari en aðrir menn. Þeir hafa alltént vit á því að éta gælu- dýrin sín. Ég vona bara að hann beri ekki skaða af þessu, blessaður. Jón Pétursson uppgötvaði snemma að hann væri íþrótta- maður af Guðs náð. „Ég fædd- ist með mikinn stökkkraft. Eða var það vinnan í sveitinni? Alla vega hafði ég góða tilfinn- ingu fyrir allri hreyfingu. Ég náði ungur valdi á badminton og var ekki fyrr búinn að henda mér í hyl í Reykholtsdal en ég var orðinn syndur,“ rifjar hann upp. Jón hafði yndi af öllum greinum sem hann stundaði, fyrir utan eina. „Ég sá alltaf eftir því að fara að æfa lyftingar. Það voru mistök að bæta á sig einhverjum vöðvum – afskræma líkama sinn.“ Leiðin lá í frjálsar íþróttir og Jón var jafnvígur á margar greinar enda þótt hástökkið yrði hans aðalgrein. „Maður verður að hafa brennandi áhuga á íþróttum, annars gerist ekkert. Og ég hafði brennandi áhuga. Fjölhæfnin var minn helsti styrkur. Fyrir utan stökkin var ég sleipur í kastgreinum sem var merkilegt í ljósi þess hvað ég var grannur og léttur.“ Jón flutti til Reykjavíkur og fór að æfa með KR. Eins efnilegur og hann var þótti tíðindum sæta hvað hann var óheppinn með meiðsli. Svo óheppinn raunar að Benedikt Jakobsson þjálfari var sannfærður um að einhver fjandi fylgdi honum. Endanlega sannfærðist Benedikt þegar festing uppi við loft slitnaði þegar Jón var að sveifla sér í kaðli í íþróttahúsi Háskólans með þeim afleið- ingum að hann hentist stjórnlaus fram í salinn og skall í hart gólfið. Háðu þau meiðsli honum lengi á eftir. „Ég varð aldrei var við þennan fylgdarmann,“ segir Jón sposkur, „en hvað veit mað- ur svo sem“. Hitti Ginu Lollobrigidu Hápunkturinn á íþróttaferli Jóns en um leið mesta svekkelsið var Ólympíuleikarnir í Róm 1960, þar sem hann keppti í hástökki. „Það var einstök upplifun að vera með á Ól- ympíuleikum en það urðu mér mikil vonbrigði að komast ekki í aðalkeppnina. Ég var nokkuð frá mínu besta í undankeppninni og felldi tvo metra en þá hæð var ég nokk- uð öruggur með að fara. Það tók sig eitthvað upp í stökkfætinum. Því fór sem fór.“ Margt merkra manna var í Rómaborg þetta sumar og hitti Jón þá suma. Skemmtileg er frásögn hans í bókinni af fundi með einu helsta kyntákni kvik- myndanna. „Ég sé á lítilli úrklippu úr Alþýðublaðinu frá þessum tíma, að ég hef hitt að máli þá frægu ítölsku kvikmyndaleikkonu og bombu, Ginu Lollobrigidu, lík- lega þennan dag, og fengið hjá henni eiginhandaráritun. Eina afrek mitt í þessari ferð og því fréttnæmt. Þess ekki getið að ég hefði þegið lengri fund með kon- unni.“ Það er til marks um getu Jóns að þetta ár, 1960, varð hann annar í kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins á eftir Vilhjálmi Einarssyni. Árið eftir fór Jón til æfinga í Malmö en leiddist þar þófið. „Ég féll ekki inn í samfélagið í Svíþjóð og hvort sem það var af þeim sökum eða öðrum hvarf íþróttaáhuginn nánast á einni kvöldstund. Ég hélt áfram að keppa en það var aldrei eins.“ Jón Pétursson stökk fyrstur Íslendinga yfir tvo metra í hástökki. Á þeim tíma tíðkaðist hinn skemmtilegi grúfustíll. Hentist stjórnlaus fram í salinn Gina Lollobrigida

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.