SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 42
42 5. desember 2010 áhugasvið sín, eins og áhuga á ímynd- um, umhverfismálum, jaðarhópum og þróunarsamvinnu. Teikingar og tímastjórn Áður en hún lagði af stað var hún búin að læra einhver orð í tungumáli svæð- isins „fulfulde“. „Það gagnaðist mér mjög vel að kunna að segja: Ég skil ekki!“ grínast Kristín. Margir af far- andverkamönnunum, sem eru sí- stækkandi hluti WoDaaBe, töluðu ein- hverja frönsku eða brotna ensku en Kristín segir að það hafi verið „enda- laus misskilningur í gangi“. Hún segir að við aðstæður sem þess- ar þurfi maður að læra að taka sjálfan sig ekki of alvarlega. „Ég held maður lendi óhjákvæmilega í aðstæðum þar sem maður verður að sætta sig við að maður hefur ekki fulla stjórn.“ Annað sem hún hafði ekki fulla stjórn á var hvernig hún hagaði tíma sínum. „Mér fannst mjög erfitt hvað ég hafði litla stjórn á mínum tíma. Ég sætti mig aldrei alveg við það og var alltaf í stríði við sjálfa mig. Ég var að reyna að þröngva því sem ég hef alist upp við inn á veruleika þessa fólks. Maður mælir sér mót við einhvern klukkan tíu, hann kemur klukkan tólf. Maður fer til að taka viðtal, mætir og það er fullt af öðru fólki á staðnum og aldrei gefst tækifæri til að taka viðtal. Mér finnst gott að hafa hluti skipu- lagða,“ segir Kristín og hlær. „Ég þurfti alltaf að stoppa sjálfa mig og hugsa með mér: Jæja, Kristín, svona er þetta bara, þú ert ekki komin hing- að til að stilla fólki upp í röð og taka viðtal við það. Þú ert hér sem gestur og verður að aðlaga þig.“ Á meðan Kristín dvaldi í Níger gekk hún undir nafninu Mariyama. Nafnið er úr Kóraninum en WoDaaBe-fólk er múslimar. „Mér var bara tilkynnt að Kristín væri alltof erfitt nafn og allir kölluðu mig Mariyama eftir það.“ Hún notaði mikið stórar glósubækur til að skrifa niður fulfulde-orð og teikna. „Teikningarnar voru nytsam- legar þegar kom að samskiptum og voru leið fyrir fólk til að tengjast mér. Mann vantar ekki aðeins tungumálið heldur hefur maður kannski ekki reynslu sem rímar vel við reynslu fólksins í kringum mann. Ég vaknaði eina nóttina við að það var geit að naga bókina mína. Ég spratt upp til að bjarga bókinni og það hafð- ist.“ Kristín skrifaði ekki aðeins í glósu- bækurnar heldur skrifaði hún einnig bréf til foreldra og kærasta og skoðaði hún þau við ritun bókarinnar. Kærast- inn, Már Wolfgang Mixa fjármálafræð- ingur, er nú eiginmaður hennar og eiga þau saman þrjú börn, Mími, sem er sjö ára, og fjögurra ára tvíburana Alexíu og Sól. Skrifar gegn einsleitri mynd af Afríku Markmiðið með bókinni er sumsé að fjalla um vettvangsrannsóknir „og svo hins vegar að skrifa á móti þessari staðalmynd, þessari einsleitu mynd af Afríku, sem birtist svo oft í fjöl- miðlum. Eins og Níger, það er aðeins fjallað um þetta land þegar það er stjórnarbylting, hungursneyð eða ann- að, sem tengist hörmungum og volæði. Það er vissulega mikilvægt að þessi at- riði komist í fréttir en við stöndum uppi með einsleita mynd af álfunni. Eitt af mínum markmiðum var að bregða upp mynd af þessu fólki sem virkum gerendum í sínu eigin lífi“. Hún segir að vestrænar þjóðir hafi oft rómantíska sýn á hirðingja og minnihlutahópa, oft sem utan við rík- isvaldið og í tímalausu rými. „Ég reyni í gegnum bókina að benda á hvað hóp- ur eins og WodaaBe, sem virkar við fyrstu sýn einangraður, hefur verið í miklum tengslum við hnattvæddar breytingar. Nýlendutíminn hafði gríð- arleg áhrif og hefur enn. Landamæri í Vestur-Afríku voru sköpuð út frá hagsmunum nýlenduherranna. Eins hvar höfuðborgin Níamey er staðstett, það miðast ekki við neina sögu. Það er mikilvægt að skrifa á móti þessari ímynd Afríku sem heimsálfu vanþró- unar og benda á hvað hún á sér mikla sögu fyrir nýlendutímann. Margir hlutar þessarar sögu eru skráðir og vel þekktir.“ Rannsóknin hafði mikil áhrif á hana En hvað kom þér mest á óvart? „Ég held að að sumu leyti hafi það verið að koma aftur heim. Jafnvel þótt ég hafi lesið um að fólk fái menningar- áfall þegar það snýr aftur kom það mér á óvart hvað það var skrýtið að snúa til baka.“ Hún segir mesta menningaráfallið í raun hafa verið hvað rannsóknin hafi haft mikil áhrif á hana sjálfa. „Maður hefur agað líkama sinn í að ganga og bera sig á ákveðinn hátt,“ segir Kristín sem nefnir nokkur dæmi til viðbótar í bókinni: „Borða án þess að tala, læra að segja ekki ákveðna hluti, læra nýja tegund af kurteisi eins og að lúta höfði kurteislega við ákveðnar aðstæður. Þannig mótaðist líkami minn smátt og smátt af því sem var rétt og eðlilegt þar sem ég var,“ skrifar hún og segir þar einnig að sér hafi þótt fólk óþarf- lega nálægt sér í fyrstu Kringluferðinni og fundist óþægilegt að finnast það rekast í sig. Hún heldur alltaf einhverju sam- bandi við fólkið sem hún var með. „Minn draumur er að fara aftur, ekki í tvö ár, heldur til að vera í styttri tíma. Bæði til að halda áfram með það sem ég var að gera og sjá breytingarnar sem hafa orðið frá því ég gerði þessa rann- sókn.“ Á meðan á dvölinni stóð kom henni einnig á óvart hvers hún saknaði úr eigin samfélagi, ekki síst allir litlu hlutirnir. „Ég hef alltaf verið mjög mikið á móti Coca Cola-væðingu heimsins. En eitt af því sem ég lét mig dreyma um var að fá kók að drekka. Eitt skiptið fór síðan einhver á mark- aðinn og keypti fyrir mig kók. Það má ekki taka flöskuna þannig að hann hellti vökvanum í aðra flösku og svo fór hann á úlfalda og flaskan hristist þar í hitanum í marga klukkutíma. Þegar ég fékk kókið var það goslaust og volgt en ég gleymi samt aldrei þess- ari tilfinningu hvað það var gott að drekka það.“ Þar sem WoDaaBe eru hirðingjar fór töluverður tími í að fara á milli staða. „Eitt sem ég hugsaði oft um til að drepa tímann á þessum ferðalögum var brauð með osti. Ég hugsaði um hvernig það liti út og velti mér upp úr því hvernig það bragð- aðist.“ Ein en alltaf með öðrum Henni fannst líka erfitt að vera mikið ein „en samt alltaf einhver að fylgjast með mér, ein en alltaf með öðrum. Stundum óskaði ég þess að ég gæti lokað mig af, lagst niður í rúmið mitt á Íslandi og hvílt mig. Þegar ég var á hirðingjasvæðinu var ekkert hús, ekk- ert herbergi. Í Níamey vildi fólk alltaf vita hvert ég væri að fara og af hverju ég væri að hitta þennan eða hinn. Ég held að fólk hafi fylgst mjög mikið með mér, bæði út af því að ég var ekki Wo- DaaBe og líka af því að fólki fannst það bera mikla ábyrgð á mér“. Kristín lýsir því í bókinni að hún hafi alltaf verið þyrst og hvernig til- finning það sé að drekka leirugt vatn. „Vatnið var sérstaklega gruggugt yfir regntímann og leit jafnvel út eins og kaffi. Að sumu leyti vandist ég þessu alveg, manni líður eins og maður sé með stein í maganum eftir að drekka svona þykkt vatn. Stundum þegar það var orðið alveg vatnslaust grétu börnin því þau voru svo þyrst. Það voru allir þyrstir.“ Kristín drakk líka ósoðna mjólk þeg- ar henni var boðin hún að drekka, þrátt fyrir að hafa ákveðið annað fyr- irfram, en mjólkin er mikilvæg meðal hirðingjanna. Hún getur líka borið með sér ýmsa sjúkdóma, þar á meðal stofn berkla sem engin lyf eru til við. „Ég tek þessa ákvörðun en eftir á hugsaði ég: Var þetta skynsamlegt? Ég er ekki viss um að allt sem ég gerði hafi verið skynsamlegt, þótt ég hafi ekki fengið berkla. Ég myndi ekki ráð- leggja nemendum mínum að gera hið sama. Eitt sem maður verður að sætta sig við þegar maður er að gera rann- sóknir er að maður tekur ekki alltaf alveg réttar ákvarðanir.“ Nýfæddur drengur. Hnífurinn á að fæla burt ill öfl. Höfundur uppáklædd ásamt prúðbúnum stúlkum því framundan eru hátíðarhöld. Ein tenging við umheiminn er í gegnum útvarp. „Eitt af því sem mér hefur alltaf þótt mikilvægt við mannfræðina er að skrifa á móti al- hæfingum um eðli manneskjunnar, að gera rannsóknir á samfélögum sem eru ólík okkar eigin, það veitir okkur innsýn í að það er ekkert endilega eðlilegt að gera hlut- ina á ákveðinn hátt,“ segir Kristín um einn tilgang mannfræðinnar sem fræðigreinar. „Þegar kvennabaráttan kom fram á Vesturlöndum voru mannfræðingar oft að benda á að það að vera karl eða kona hefur ólíka merkingu í ólíkum samfélögum. Mér finnst mikilvægt að benda á að það að vera manneskja er svo miklu meira en það sem við teljum oft í vestrænu samfélagi. Ég held að við hugsum oft að þetta sé þróunarferli. WoDaaBe-fólkið er ekki á sama stað og við fyrir 50 árum, þetta er ekki þannig. Í raun- veruleikanum erum við öll hluti af sama samtímanum. WoDaaBe-fólkið í jaðri Sahara er hluti af nákvæmlega sama samtímanum og við hér á Íslandi. Það er líka að glíma við afleiðingar ákvarðana sem voru teknar fyrir mörgum áratugum, Alþjóðabankann og vistfræðierfiðleika. Lönd eins og Níger eru flækt í alls konar alþjóðatengsl.“ Öll hluti af sama samtímanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.