SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 45
5. desember 2010 45
Þ
eir sem hafa vanið sig á að reykja maríjúana í þeirri
trú að það leiði til betra kynlífs ættu að gera reyk-
ingarnar að undantekningu frekar en reglu. Rann-
sókn sem nýlega birtist í tímaritinu Cancer bendir
til ótvíræðs sambands milli mikilla maríjúanareykinga og
krabbameins í eistum. Í ákveðnum hlutum heimsins er hlut-
fall þeirra karlmanna sem greinast með eistnakrabbamein
hærra en annars staðar og svo virðist sem þeim hlutum
krabbameinsfrumnanna sem eru móttækilegir fyrir kanna-
bisefninu sé um að kenna.
Niðurstöður bandarískrar
rannsóknar benda til þess að tíð-
ar maríjúanareykingar – dagleg
notkun eða meira – og langtíma
notkun, geri karlkyns
maríjúananotendur mun líklegri
til að fá nonseminoma, sem er
ein tegund eistnakrabbameins.
Þessar niðurstöður eru þó aðeins
þær nýjustu til að fordæma maríjúanareykingar með tilliti til
kynlífs og æxlunar, en fyrri rannsóknir hafa gefið sterkar vís-
bendingar um að maríjúana setji strik í reikninginn þegar
kemur að tilraunum til barneigna.
Í rannsókn sem framkvæmd var við University of Buffalo
árið 2003 voru niðurstöðurnar þær að mikil notkun marí-
júana minnkaði frjósemi karlmanna vegna þess að reyking-
arnar hefðu þau áhrif að sáðfrumurnar syntu of hratt of
snemma, sem gerði það að verkum að þær hefðu ekki næga
orku til að komast að egginu, hvað þá til að frjóvga það.
Það kemur heldur ekki á óvart að menn sem reykja marí-
júana hafa talsvert minna sæðismagn en aðrir karlmenn, oft
helmingi minna. THC, virka efnið í maríjúana, hefur líka
áhrif á æxlunarfæri kvenna sem nota það, sem aftur hefur
áhrif á sáðfrumurnar þegar þær koma inn í líkama þeirra og
breyta þeim.
Maríjúana leiðir líka til leggangaþurrks og miklar reyk-
ingar geta orðið til þess að magn testosteróns í líkamanum
eykst, sem aftur getur leitt til ófrjósemi. Hjá karlmönnum
sem reykja maríjúana í miklu magni er hins vegar hætt við
ófrjósemi vegna þess að testosterón magn líkamans minnkar
við reykingarnar. Hjá báðum kynjum getur langtímanotkun
orðið til þess að draga úr kynhvötinni og jafnvel algjörlega
slökkva á henni.
Maríjúana hefur lengi verið upphafið fyrir að auka kyn-
ferðislega örvun, helst vegna þess að það losar um hömlur.
Það hefur ennfremur haft á sér það orðspor að notkun þess
leiði til þess að örvun hinna ólíklegustu líkamsparta geti leitt
til fullnægingar, að það magni kynferðislegar tilfinningar, að
það hafi slakandi áhrif og leiði til andlegrar fullnægju sem og
líkamlegrar, og að það breyti tímaskynjuninni þannig að
kynlífið virðist standa lengur en ella.
En á meðan maríjúana hefur örvandi áhrif á suma getur það
haft afar ólík áhrif á aðra og leitt til óvandaðs, ófullnægjandi
og frústrerandi kynlífs. Það er þekkt að efnið takmarkar vald
notandans á líkamshreyfingum sínum, það sljóvgar dóm-
greindina (sem getur leitt til áhættuhegðunar eins og óvarins
kynlífs) og það getur orðið til þess að áhuginn á kynlífi hverf-
ur, sem og getan til að örvast kynferðislega. Sljóvgunin verð-
ur einnig til þess að menn geta átt erfitt með að fá ris og/eða
sáðlát.
Það er því spurning, nú þegar það hefur verið staðfest að
tíðar reykingar valdi krabbameini í
eistum, hvort orðspor maríjúana
sem kynörvandi efnis sé ekki við
það að fuðra upp.
Maríjúana og betra
kynlíf: Notendur
ættu að hugsa sig
tvisvar um
Kynlífs-
fræðingurinn
dr. Yvonne Kristín
Fulbright
’
Maríjúana
hefur lengi
verið upp-
hafið fyrir að
auka kynferð-
islega örvun.
Gatan mín
V
ík í Mýrdal gefur helstu stórborgum
heimsins lítið eftir. París stendur á
bökkum Signu og Lundúnir við Tha-
mes-fljótið og svo mætti áfram telja. Til
eru frásagnir um stríðsrekstur þar sem stórfljót
hafa verið markalínur, þó að aldrei hafi komið til
viðlíka orrusta hér í þessu litla þorpi sem Víkuráin
rennur í gegnum. Hér hefur dafnað afskapleg frið-
sælt og gott mannlíf,“ segir Guðný Guðnadóttir
sem býr við Ránarbraut í Vík í Mýrdal.
Í Víkinni hefur hún búið síðan hún var á fyrsta
ári og er staðnum trygg enda þótt hún hafi farið
um veröld víða. Mýrdælingum er tamt að tala um
Guðnýju á símstöðinni enda var hún á Pósti og
síma alla sínar starfsævi og sá um síma- og póst-
þjónustu í Vík og í Mýrdalnum.
„Ég man fyrst eftir mér hér vestur í þorpi. Eins
og Skaftfellinga er háttur þá er alltaf talað hér í átt-
um og þar sem minni mitt hefst, voru húsin í vest-
urþorpinu við aðalgötuna, sem nú heitir Vík-
urbraut, miðdepill alls hér staðnum. Þarna voru
verslun Kaupfélags Vestur-Skaftfellinga, Versl-
unarfélag Vestur-Skaftfellinga með allan sinn
rekstur, hótel, bensínstöð símstöð og íbúðarhús.
Allir sem voru á leiðinni austur yfir Mýrdalssand
stoppuðu í Víkinni. Einhvers staðar þurfti að æja,
áður en lagt var á Sandinn. Ég flutti sem lítið barn
hingað austur með móður minni, Helgu Sveins-
dóttur. Afi minn Sveinn Þorláksson var skósmiður
og símstöðvarstjóri í hjáverkum, sem síðan varð
sífellt umfangsmeira verk sem í fyllingu tímans
varð hans aðalstarf. Húsið þar sem við bjuggum var
kallað Símstöðin og skiptiborð símans var í einu
herbergja hússins. Þaðan stjórnuðum við umferð á
símalínunum út frá Vík. Þegar lengra leið fram tók
mamma við starfi afa og síðar ég en þá var sím-
stöðin flutt í nýtt hús við Austurveginn sem er
austan Víkurárinnar. Þar bjó ég í tæp rúmlega
þrjátíu ár. Fyrir tíu árum flutti ég svo hingað á
Ránarbrautina, enda breyttir tímar. Allt orðið
sjálfvirkt og símstöðin hafði verið lögð niður,“
segir Guðný.
Ránarbraut liggur út frá Víkurbraut. Nokkur
íbúðarhús standa við götuna og andspænis húsi
Guðnýjar, sem er eitt það syðsta við götuna, eru
grunnskóli þorpsins, íþróttahús og sundlaug sem
var tekin í gagnið þegar Mýrdælingar komu niður á
þá gullæð að heitt vatn fannst í þorpinu. „Sund-
laugin er mikið sótt og íþróttaaðstaðan. Sundinu til
dæmis fylgja mikil lífsgæði,“ segir Guðný sem yfir
sumarið stundar líkamsrækt sem er sannarlega
óvenjuleg. Gengur þá gjarnan suður að sjó, sem er
aðeins örstutt frá húsinu hennar við Ránarbraut-
ina, og finnur þá til strigaskó. „Þegar fram í fjöru
er komið tek ég af mér skóna og geng um sandinn
berfætt. Og það gerir mér alveg ótrúlega gott.“
Vík í Mýrdal er fjölfarinn staður yfir sumartím-
ann. Margir hafa viðkomu á tjaldsvæðinu á staðn-
um, í Víkurskála, ferðamannaverslun Víkurprjóns
og víðar. „Sá mikli ferðamannastraumur sem hér
er yfir sumarið gefur þorpinu gildi. Að vísu mættu
ferðamenn fara víðar hér um, til dæmis vestur í
Hrap þar sem er einstaklega fjölbreyttur gróður og
mikið fugla- og dýralíf,“ segir Guðný sem telur
fásinnu að halda því fram að meira rigni í Vík en
annars staðar. Í skeytum veðurathugunarstöðva
sem lesnar eru í Útvarpinu megi heyra að Mýrdal-
ur sé veðursæll, snjóléttur og sólríkur á sumrin.
sbs@mbl.is
Ein af stórborgum
1. Héðan úr Víkinni er hægt að fara upp á Reynisfjall,
bæði gangandi og akandi. Uppi á fjallinu er skemmti-
legt umhverfi og þar er t.d. gömul lóranstöð, sem á
sínum tíma gegndi mikilvægu hlutverki í flug-
fjarskiptum. Af fjallinu er frábært útsýni til allra átta
meðal annars yfir Víkurþorp, Mýrdalssand og austur
að Hjörleifshöfða og sé horft til vesturs blasa Dyrhóla-
ey og Vestmannaeyjar við. Af þessari brún sést niður
á Reynisdranga sem eru einstakt kennileiti hér. Sjálf
tek ég mikið af myndum og þarna eru frábær myndefni
eins og víða í Mýrdalnum
2. Ég hef lengi tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar hér í
Vík og starfi eldri borgara núna seinni árin. Kirkju-
starfið er stó hluti af minni tilveru. Víkurkirkja stendur
hér austast í þorpinu, á svonefndu Skeri, á mjög áber-
andi stað og er að vissu leyti kennimark byggðarlags-
ins eins og Reynisdrangarnir fallegu.
Uppáhaldsstaðir
1
2
Ránarbraut
Vík
Austurvegur (þjóðvegur 1)
Vík
urb
rau
t
Sun
nub
rau
t Má
nab
rau
t
Bak
kab
rau
t
M
ýrarbraut
HátúnSu
ðu
rv
ík
ur
ve
gu
r
Mýrdalur er veðursæll, snjóléttur og sólríkur á sumrin, segir Guðný Guðnadóttir, fv. símstöðvarstjóri.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson