SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 46

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 46
46 5. desember 2010 Meistaraverk Clash frá 1979, London Calling, mun verða grunnurinn að nýrri kvikmynd sem er ver- ið að vinna að. Mun hún fjalla um upp- tökustjórann Guy Ste- vens og gerð plöt- unnar en handritið skrifar leikskáldið Jez Butterworth. Mick Jones og Paul Simonon, fyrrverandi meðlimir sveitarinnar eru líka á meðal framleiðenda. Aðalframleiðandi er Alison Owen – móðir Lily Allen – og segir að aðdáendur Clash eigi skilið að sjá sögu sveitarinnar gerð almenni- leg skil á hvíta tjaldinu. Tökur hefjast á næsta ári en ekkert hefur verið tilkynnt um hverjir muni fara með helstu rullur. Clashplata verður að bíómynd Umslag plötunnar frægu. Lady Gaga er með þetta. Reuters Lady Gaga mun gefa út fyrstu smáskífuna af væntanlegri breiðskífu sinni, Born This Way, í febrúar komandi. Óhætt er að segja að spennan sé mikil fyrir þessari næstu plötu poppdrottningarinnar sem er að gera sig lík- lega til að fella sjálfa Madonnu af stalli. Söngkonan hefur hins vegar ekki gengið svo langt að upplýsa okkur dauðleg um lagatit- ilinn. Annars er uppi typpið á söngkonunni og hefur hún lýst því yfir að væntanleg plata verði besta plata áratugarins. Kemur hún út í kjölfar plötunnar The Fame (2008) en þess ber að geta að árið 2009 kom út platan The Fame Monster, sem var eins konar kjör- útgáfa af The Fame. Ný smáskífa frá Lady Gaga í febrúar F erðalag The Black Eyed Peas um popplendur hefur verið æv- intýralegt í meira lagi. Undanfarin tíu ár eða svo hafa verið á valdi sveitarinnar og átti hún t.d. lög á toppi bandaríska Billboardlistans hálft árið 2009. Allt síðan söngkonan Fergie gekk til liðs við þá félaga will.i.am, apl.de.ap og Taboo árið 2001 hefur yfirreið þeirra yfir vinsældalista og skyngáttir jarðarbúa verið allsvakaleg; en hamfarirnar hófust með plötunni Elep- hunk árið 2003. Þar á undan hafði verið um nokkuð hefðbundna rappsveit að ræða (sjá fylgju) en á einhverjum tíma virtist hún, og þá aðallega potturinn og pannan í henni, will.i.am, hafa fundið poppofurmennið í sér. Elephunk gat af sér þrjá smelli, „Where Is the Love?“, „Hey Mama“ og „Let’s Get It Started.“ Tveimur árum síðar fór sveitin svo í yfirgír, með plötunni Monkey Bus- iness sem hefur nú selst í yfir tíu milljónum eintaka. Danspoppsyfirhalningin á fyrri tíma rapptöktum hafa reynst ein farsælustu poppvísindi seinni tíma og á þessum tíma varð ekki þverfótað fyrir sveitinni. Engu að síður áttu eftir að líða fjögur ár á milli platna. Bilinu var hins vegar vel varið með sólóplötur, rauðadregilsheimsókn- um og endalausum hliðarverkefnum og -framkomum og will.i.am. treysti sig enn frekar í sessi sem einn eftirsóttasti upptökustjóri samtímans. The E.N.D eða The Energy Never Dies poppaði síðan upp í fyrra. Hungur fólks eftir meiri baunum var greinilega slík að platan atarna sló heldur en ekki í gegn. Fyrsta smáskífan, hið heilalímandi „Bo- om Boom Pow“ sat til að mynda á toppi Billboard sleitulaust í tólf vikur. Hamra skal járnið meðan heitt er og nýja platan, The Beginning, kom út í síðustu viku. Leiðtoginn, will.i.am, lýsir plötunni sem einslags nýju upphafi, með tilvísun til titilsins, hún muni bera með sér vöxt, þroska og endurnýjaðan fókus. „The Time (Dirty Bit)“ er farið að rúlla um öldur ljósvakans og af því að dæma er sosum ekki um neinar stórkostlega byltingu að ræða, og hljóðbúti úr „(I’ve Had) The Time of My Life“ er skemmti- lega lyft. Engin bylting nei, en will.i.am veit sem er að það þarf að vera vakinn og sofinn yfir heilnæmri þróun ætli maður að lifa af á popplendum. Spyrjið bara Madonnu. Hvert er leyndarmálið? Ein vinsælasta sveit Bandaríkjanna í dag, The Black Eyed Peas, gaf út sína sjöttu plötu fyrir stuttu. Verð- ur popplegum heimsyfirráðum viðhaldið? Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is The Black Eyed Peas hafa haldið poppheimum í stuðvænum heljargreipum um langa hríð. Verður hnykkt á því með nýju plötunni? Fyrstu tvær plötur Black Eyed Peas, Behind the Front (1998) og Bridging the Gap (2000) voru „hreinar“ hipphopp plötur í ætt við það sem A Tribe Called Quest og De La Soul voru að gera. Þegar söngkonan Fergie slóst í hópinn tóku meðlimir popplegt innsæi sitt upp á næsta stig sem endaði svo í danspoppi því sem við þekkjum í dag. Rætur Black Eyed Peas liggja í sveitinni Atban Klann, sem hafði á að skipa þeim will.i.am (William James Adams, Jr.) og apl.de.ap (Allan Pineda Lindo, Jr.). Gekk sveitin svo langt að gera samning við Rut- hless Records sem Eazy E stýrði en ekkert kom út úr því enda tónlistin ansi langt frá ofbeld- israppi Eazy E og félaga. Einhvers staðar byrjar þetta … Tónlist Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Emilíönu Torrini. Me and Armini fer enn reglulega í spilarann, en verkefna- og prófayfirferðardiskarnir með Dido og Beck (sjá lokaspurningu) eru samt að taka yfir. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Sign o’the Times með Prince. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Held örugglega að það hafi verið Go- Gos, Beauty and the Beat. Hún hefur sennilega verið keypt í plötubúð á Akureyri, þó ég muni ekki hvað sú búð hét. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Aldarminningu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, það var platan sem læknaði heimþrána þegar ég bjó í Bandaríkjunum. Og Áfram stelpur, að sjálfsögðu! Á bæði á vínyl og geisladisk. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Dido. Hvað syngur þú í sturtunni? „I Am Woman, Hear Me Roar“ með Hel- en Reddy. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Beyoncé, Britney Spears og Justin Tim- berlake. En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? Dido og Beck – þau eru prófa- og rit- gerðayfirferðartónlistin mín og eru með mér flesta daga á þessum tíma árs, ekki bara sunnudagsmorgnum. Í mínum eyrum Silja Bára Ómarsdóttir Dido og Beck eru sem heimilisgestir Silja Bára Ómarsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.