SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 52

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 52
52 5. desember 2010 Crude World - Peter Maas bbbbn Olía knýr heiminn og sá sem heldur um olíu- kranann er ansi valdamikill. Olíunni fylgir hins vegar ekki alltaf gæfa. Í bókinni Crude World fer blaðamaðurinn Peter Maass á milli olíuríkja og dregur upp upplýsandi mynd af flóknu samspili og ólíkum örlögum. Mörg þessara ríkja búa við „bölvun auðlindanna“. Á olíuleiðslu í Ekvador sá Maass-áletrunina „Más Petróleo = Más Pobreza“ eða meiri olía jafngildir meiri fátækt. Ein af spurningunum, sem Ma- ass veltir fyrir sér er hvernig á því geti staðið og niðurstaðan er að „skyndilegum ávinningi er iðulega sóað af ríkisstjórnum, sem hafa tilhneigingu til spillingar og vangetu. Olíudollarar kunna að gera þær ríkari, en ekki heiðarlegri, skilvirkari eða snjallari; venjulega gerist hið gagnstæða.“ The Prize - Daniel Yergin bbbbn Stórveldi heimsins telja öryggi sitt undir aðgangi að olíu komið. Yfirvöld í Peking reyna um allan heim að tryggja orku til að knýja eimreið kín- versks efnahagslífs. Bandarísk stjórnvöld vilja allt til vinna til að vera ekki háð duttlungum ol- íuríkjanna við Persaflóa. Sveiflur í rússnesku efnahagslífi fylgja sveiflum í olíuverði. The Prize eftir Daniel Yergin er komin til ára sinna – hann fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir hana 1992 – en þar er baráttan um „olíu, peninga og völd“ rakin frá því byrjað var að framleiða steinolíu í lampa til okkar tíma, stórveldapólitík, baktjaldamakk, tilurð viðskiptavelda og hrun þeirra. Má segja að bókin sé inngangur – nokkuð rækilegur – að Crude World, sem fjallað er um hér fyrir ofan. Handling the Undead – John Ajvide Lindqvist bbbnn Hinir dauðu lifna við í bók John Ajvide Lindqvist og taka að ráfa um. Þessi setning hljómar eins og upphaf að handriti hryllingsmyndarinnar The Night of the Living Dead. Slíkur hryllingur vakir þó ekki fyrir Lindqvist og á löngum köflum snýst bókin um það hvernig einstaklingar takast á við það að látnar eiginkonur, mæður, dætur, feður og afar snúa aftur til lífs í misheillegu ásigkomu- lagi og bælda sál á fertugu dýpi. Inn í fléttast fálmkennd viðbrögð stjórnvalda við vandanum. Útkoman er glettilega skemmtileg og merkilegt nokk lífleg lesning. Karl Blöndal kbl@mbl.is Erlendar bækur New York Times 1. Cross Fire – James Patter- son 2. The Confession – John Gris- ham 3. Hell’s Corner – David Bal- dacci 4. Crescent Dawn – Clive Cuss- ler & Dirk Cussler 5. Full Dark, No Stars – Steph- en King 6. The Girl Who Kicked the Hor- net’s Nest – Stieg Larsson 7. Towers of Midnight – Robert Jordan & Brandon Sand- erson 8. Squirrel Seeks Chipmunk – David Sedaris 9. I Still Dream About You – Fannie Flagg 10. Fall Of Giants – Ken Follett Waterstone’s 1. Jamie’s 30–minute Meals – Jamie Oliver 2. Last Sacrifice – Richelle Mead 3. Awakened – P.C. Cast & Kristin Cast 4. A Dance with Dragons – George R.R. Martin 5. Diary of a Wimpy Kid: The Ugly Truth – Jeff Kinney 6. One Day – David Nicholls 7. Sister – Rosamund Lupton 8. Prospero Burns – Dan Abnett 9. Guinness World Records 2011 10. Life and Laughing: My Story – Michael McIntyre Amazon 1. Decision Points – George W. Bush 2. Diary of a Wimpy Kid: The Ugly Truth – Jeff Kinney 3. Unbroken: A World War II Story of Survival, Resilience, and Redemption – Laura Hil- lenbrand 4. Autobiography of Mark Twa- in, Vol. 1 – Mark Twain 5. Life – Keith Richards, James Fox 6. The Investment Answer – Daniel C. Goldie, Gordon S. Murray 7. The Girl Who Kicked the Hor- net’s Nest – Stieg Larsson 8. Earth (The Book): A Visitor’s Guide to the Human Race – Jon Stewart 9. Decoded – Jay–Z 10. Broke: The Plan to Restore Our Trust, Truth and Treas- ure – Glenn Beck, Kevin Balfe Bóksölulisti Lesbókbækur F átt er skemmtilegra en að heyra aðra henda gaman að sjálfum sér, sjá þá skoða sig í spé- spegli, enda er það einmitt oft að finna mynd af okkur sjálfum líka. Bandaríski rit- höfundurinn David Sedaris er lunkinn við þá iðju að segja kímnisögur af sjálfum sér, að skreyta og færa í stílinn; reyndar komast hann einmitt á kortið, varð að stjörnu, vegna frásagna af spaugilegum uppá- komum í lífi sínu. Í nýrri metsölubók, Squirrel Seeks Chipmunk - A Wicked Bestiary, bregður hann speglinum upp að okkur, segir dæmisögur af dýrum sem eru öll búin mjög mannlegum eiginleikum; hroka, öfund, reiði, leti, ágirnd, ofáti og munúðlífi. Eins og hann hefur lýst því sjálfur þá urðu ein- hverjar sögurnar þannig til að hann langaði að svara því sem honum fannst yfirborðs- eða heimskulegt í fari fólks, en í stað þess að hella sér yfir viðkomandi fékk hann útrás með því að skrifa sögu. Dæmi um það eru tilraunarotturnar tvær; önnur langþreytt á eitruðum innspýtingum og annarri pínu, banvæn úr krabbameini, en hin er með skýringuna á hreinu: Veikir geta engum um kennt nema sjálfum sér - þeir eru bara of neikvæðir. Sedaris segist hafa heyrt á tal fólks sem sammála var um þetta, sjálfsagt uppnumið yfir dellumakeríinu í Leyndarmáli Rhonda Byrne, og þá hafi hann fengið útrás með því að skrifa rottusög- una í stað þess að skammast upphátt. Sedaris er á sextugsaldri, fæddur í Binghamton í New York fylki, en alinn upp í Raleigh í Norður- Karólínu. Hann stundaði nám i Karólínu og síðar í Kent í Ohio, en settist svo að í Chicago. Í viðtalið við Morgunblaðið þegar hann kom hingað til lands á síð- asta ári segist hann hafa glímt við skáldskap þegar honum var boðið að lesa uppúr verkum sínum á út- varpsstöð þar í borg, en þegar á reyndi komst hann að því að ekki mátti lesa skáldskap, frásagnirnar yrðu að vera sannsögulegar. Hann var þó ekki af baki dottinn, heldur greip til dagbóka sinna, sem hann hafði haldið samviskusamlega í þrjátíu ár, og þar var nóg af skemmtilegum sögum, ekki síst þegar búið var að færa þær aðeins í stílinn, skreyta lítillega og prjóna við. Óendanlega skemmtilegar óhappasögur Alla jafna eru sögurnar af Sedaris óhappasögur, sem gefur óendanlega skemmtun, en í dýrasög- unum beitir hann öðrum aðferðum og feta þar í fótspor ekki ómerkari höfunda en gríska þrælsins Esóps, en dæmisögur hans hafa til að mynda komið sex sinnum út á íslensku, í fyrsta sinn 1895, franska rithöfundarins Jean de La Fontaine, indverska fræðarans Vyasa, höfundar Fimmdægru, og George Orwell, sem samdi Dýrabæ. Í þeim sögum nota menn dýr til að draga fram það sem betur má fara hjá mannfólkinu, gera þau svo mannleg að þau verða táknmyndir sem nota má til að sýna fram á gallana í fari okkar. Sedaris gerir slíkt hið sama og tekur fyrir sjálfselsku, sem honum er reyndar sér- staklega í nöp við, tillitsleysi, slúður og valdhroka. Sem dæmi má nefna söguna af því þegar kartan, skjaldbakan og öndin standa saman í röð og sam- einast um að níða skóinn af náunganum þar til kartan og skjaldbakan taka höndum saman um að útiloka öndina með því að snúa útúr orðum hennar og saka hana um kynþáttahatur (slíkri ásökun verður trauðla varist). Áður er getið um rotturnar tvær, en annað nagdýr kemur líka við sögu, mús sem elur upp snák með fyrirsjáanlegum afleið- ingum. Ein besta saga bókarinnar er af uglu sem er sífellt í leit að fróðleik og sleppir þeim nagdýrum sem hún handsamar ef þau ná að kenna henni eitt- hvað nýtt. Þar kemur að hún hittir fyrir rottu sem segir henni frá því að í endaþarmi flóðhesta lifi sér- stök tegund sníkjuorma sem hvergi lifa annars staðar. Ekki verður sú saga rakin frekar, en hún tekur svo undarlega snúninga að trauðla verður lýst. Eins og getið er byrjaði Sedaris sinn höfundar- feril með skáldskap, en sneri sér síðan að sjálfs- ævisögulegri skreytni. Hann stígur fyrstu skrefin í átt að skáldskap að nýju með Squirrel Seeks Chip- munk og eins og bókinni hefur verið tekið, situr í áttunda sæti metsölulista dagblaðsins New York Times, má gera ráð fyrir að hann geri fleiri slíkar tilraunir. Bandaríski rithöfundurinn David Sedaris skrifar dæmisögur af dýrum. Skreytið meinhorn Bandaríski rithöfundurinn David Sedaris hefur notið mik- illa vinsælda fyrir ýkjusögur af sjálfum sér og ótal mein- legum uppákomum. Í nýrri bók sinni stígur hann skref í átt að meiri skáldskap í smásögum af dýrum með óþægilega mannlega eiginleika. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.