SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 53

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 53
5. desember 2010 53 LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KARL KVARAN 17.11. 2010 - 13.2. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN, 5. des. kl. 14. Í NÝJU LJÓSI Halldór Björn Runólfsson fjallar um list Karls Kvaran og áhrif hans á íslenska myndlist fyrr og síðar. ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 SAFNBÚÐ Listasafns Íslands LAGERÚTSALA á listaverkabókum og gjafakortum. Allt að 70% afsláttur. Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. Sýningin Guðmundur og Samarnir. Málverk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal úr ferðum hans um lönd Sama í Finnlandi og munir tengdir menningu þeirra. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is NÝLISTASAFNIÐ Bjarni H. Þórarinsson Sjónþing: Upprifjun og yfirlit Sýningin á verkum Bjarna H. Þórarinssonar stendur til 5. des. 2010 Sunnudaginn 28. nóvember kl. 15 verða Bjarni H. Þórarinsson og Jón Proppé, listheimspekingur, með spjall og leiðsögn um sýninguna. Föstudaginn 10. desember kl. 17 opnar stuttsýningin TÍMI; sýning átta lokaársnema í Myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Sýningin er einnig opin laugardaginn 11. desember kl.15-18. Nýlistasafnið er lokað frá 12. desember 2010 til 8. janúar 2011. Opið þriðjudag - sunnudags kl. 12-17 og eftir samkomulagi Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. www.nylo.is, nylo@nylo.is, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík Listasafn Reykjanesbæjar TÓMT – J.B.K.Ransu “Að ramma inn tómt” Byggðasafn Reykjanesbæjar: Völlurinn Bátasafn Gríms Karlssonar: 100 bátalíkön Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 Fyrirlestur á aðventu: 5. des. kl. 14. Húsgagna- og vöruhönnun, Elísabet V. Ingvarsdóttir. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Veiðimenn Norðursins Andlit Aldanna Ljósmyndir Ragnars Axelssonar Sýningin stendur til 30.12.2010 Ókeypis aðgangur Safnið er opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga www.gerdasafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 27. nóv. til 19. des. 2010 Þar spretta laukar Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar Arnarson, Salvör, Kristján, Hallgerður og Helga Thorlacius Finnsbörn búa með fjölskyldunni í safninu Safnið er opið 13-17 alla daga nema mánudaga Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is GEYSISSTOFA – MARGMIÐLUNARSÝNING Í nútímalegu margmiðlunar- safni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. OPIÐ: alla daga 10.00-17.00. AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og hópa Geysir í Haukadal, sími 480 6800 www.geysircenter.is Jólin koma! Jóladagskrá sunnudaginn 5. desember kl. 14-16 Grýla, Leppalúði og jólakötturinn Pollapönkararnir • Jólasýningar • Jólaratleikur Ókeypis aðgangur og allir velkomnir Fjölbreyttar sýningar fyrir alla fjölskylduna! Jólavörurnar komnar í safnbúð Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Þjóðleg fagurfræði 12 listamenn – tvennra tíma Kaffistofa leskró - leikkró OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði 30. október – 2. janúar 2011 Gjörningaklúbburinn - TIGHT Eggert Pétursson - Málverk Laugardag 4. desember – Syngjandi jól kl.10-18 Sýningar Hafnarborgar lokaðar þann dag. Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis S ögusvið bókarinnar Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þor- valdsson er í æsilegri kantinum: Siðblindir útrásar- gosar sem svífast einskist, dem- antaviðskipti, mafíustarfsemi og blóðugt morð fléttast saman í atburðarás sem teygir anga sína til skuggalegra afkima alþjóða- viðskipta sem fyrirfinnast í helstu varnarþingum auðmanna í Evrópu. En þrátt fyrir æsileg umfjöllunarefni tekst höfundi bókarinnar ekki að skrifa eftir- minnilegan reyfara sem fangar lesandann. Í stuttu máli fjallar Martröð millanna um morð á auðmanninum Reyni Sveini Reynissyni – aðdraganda þess og eftirmál. Hér á ferðinni frá- sögn af viðskiptafélögum sem hafa helgað líf sitt því að véla fé út úr öðrum, með einum eða öðrum hætti, en gamanið fer að kárna þegar þeir beina spjótum sínum hver að öðrum. Þó ekki svo mikið að ekki gefist tími til svallveislna með hórkörlum og -konum um borð í skemmti- snekkjum og annars staðar og fleira sem á að einkenna úrkynj- aðan lífsstíl hinna ofurríku. Andlagið við þetta í söguni er svo frásögn af hversdagslegum lögreglumönnum sem rannsaka morðið og blaðamönnum sem flytja fréttir af rannsókninni. Þó svo að þetta kunni að hljóma klisjulega er frásögnin alls ekki fyrirsjáanleg með öllu og af henni má hafa gaman. Hins vegar líður sagan fyrir hversu óáhugavert persónugallerí hennar er. Útrásargosarnir sem bera uppi söguna eru afskaplega óáhugaverðar persónur og ekki verður séð að neitt annað drífi þá áfram í ótrúlegri atburðarás en hrein og bein græðgi. Höf- undur gerir lítið til þess að varpa afhjúpandi ljósi á þessar persón- ur – hann einblínir nánast ein- göngu á klæðaburð þeirra. Klif- un hans á þeim merkjavörum sem söguhetjurnar klæðast hverju sinni er afskaplega þreytandi lesning. Einnig eru samtölin í bókinni oft á tíðum stirð og frekar ósannfærandi. Höfundi virðist mikið í mun að útskýra hin aug- ljósustu smáatriði í framvindu sögunnar í samtölunum og það dregur verulega úr trúverðug- leika sögunnar og uppbyggingu spennu. Einhvern veginn á maður bágt með að trúa því að reyndir lögreglumenn séu að útskýra hvor fyrir öðrum mitt í vettvangsrannsókn hvernig luminol-vökvi lýsir upp blóð- slettur, svo dæmi sé tekið. Óskar Hrafn hefur greinilega lagst í töluverða rannsóknar- vinnu við ritun bókarinnar. En stundum gleymir hann sér og flóð upplýsinga sem koma sög- unni ekki beint við verður yfirgengilegt. Umfjöllun hans um borgina Antwerpen og langa sögu hennar sem miðstöð dem- antaverslunar á frekar heima í kynningarefni ferðamálaráðs Belgíu en í harðsvíruðum glæpakrimma. Rannsóknar- vinnan kemur þó ekki í veg fyrir að meinlegar villur slæðist með. Þannig er hinn myrti í bókinni sagður hafa skólastyrk frá Col- umbia-háskóla í New York út á knattspyrnuhæfileika. Col- umbia tilheyrir Ivy-deildinni í Bandaríkjunum og þar af leið- andi veitir hann einungis styrki út á námshæfileika. Martröð í ódýrari kantinum Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson er í æsilegri kantinum. Morgunblaðið/RAX Bækur Martröð millanna bbnnn Eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson. JPV. 2010. 238 bls. Örn Arnarson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.