SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Síða 54
54 5. desember 2010
Á
rið 1960 hófst skipuleg söfnun þjóðhátta á vegum
Þjóðminjasafns Íslands og er söfnunin því hálfrar
aldar gömul um þessar mundir. Síðan þá hefur
skipulega verið safnað heimildum um lífshætti á
Íslandi með því að semja spurningaskrár og senda út til fólks,
heimildarmanna Þjóðminjasafns Íslands.
Fyrir daga þjóðháttasöfnunar Þjóðminjasafnsins hafði ver-
ið unnið að söfnun og útgáfu á þjóðsögum og öðrum þjóð-
legum fróðleik, en sá sem öðrum fremur getur kallast faðir
íslenskrar þjóðháttafræði var Jónas Jónasson frá Hrafnagili
(1856-1918). Einnig hafði verið staðið að hljóðritunum á
rímnalögum og gömlum þjóðlögum. Í upphafi var markmiðið
að safna nákvæmum lýsingum á íslensku atvinnulífi fyrri
tíma, til sjávar og sveita, utanhúss og innan og koma þannig
upp heimildasafni um íslenska þjóðhætti eins og gert hafði
verið í nágrannlöndum okkar.
Á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins árið 1963 ákvað rík-
isstjórnin að stofnuð yrði sérstök þjóðháttadeild við Þjóð-
minjasafnið, nú nefnt þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands.
Þjóðháttasöfnun efldist þá mjög og stuðlaði það að auknum
rannsóknum og útgáfu. Í upphafi var mest spurt um at-
vinnuhætti, en einnig lífshætti og þjóðtrú. Upp úr 1980 færð-
ist áherslan smám saman yfir á þjóðlíf á síðari hluta 20. aldar
og samtímann. Mikill fjöldi viðtala var tekinn í gegnum tíð-
ina, oft í tengslum við ýmsar spurningaskrár eða við aðra
heimildasöfnun.
Áhersla í þjóðháttasöfnun síðustu áratuga hefur verið afar
fjölbreytileg og spannar marga þætti þjóðlífsins. Sem dæmi
má nefna þvotta, lestur og skrift, bíla, ljósmyndun, her-
námsárin, aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar, alþýðleg
læknisráð, stúdentalíf og fiskvinnu. Þá hefur samstarf verið
við fræðimenn og aðrar stofnanir á þessu sviði. Handrita-
stofnun Íslands, sem seinna fékk heitið Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum, var árið 1966 falið að annast
söfnun þjóðsagna, þjóðkvæða, þjóðlaga og ævintýra frá og er
meginhluti þess efnis hljóðrit. Þar er einnig varðveitt afar
merkt þjóðfræðasafn.
Spurningaskrá sú sem Þjóðminjasafnið sendi nýlega út ber
heitið Heimatilbúið, viðgert og notað. Tilgangurinn með
henni er að kanna hvort og í hvaða mæli fólk gerir við bús-
hluti, fatnað eða annað heima hjá sér, hvað það býr til sjálft
og hversu mikið það notar hlutina eða endurnýtir. Spurn-
ingaskráin er til marks um nýjar áherslur eftir efnahags-
hrunið, en enn fremur má nefna könnun um kreppuna og
búsáhaldabyltingina, sem unnin var á vegum Þjóðminja-
safnsins. Þjóðminjasafnið hvetur fólk til að leggja söfnuninni
lið og varðveita þannig mikilvæga þekkingu sem annars færi
forgörðum. Spurningaskráin er á vef Þjóðminjasafnsins.
Heimildir þjóðháttasafnsins eru nánast óþrjótandi brunnur
þekkingar. Þar eru gögn til rannsókna á flestum hliðum ís-
lensks mannlífs í nútíð og fortíð. Sendar hafa verið út á annað
hundrað aðalspurningaskrár. Svör við þeim ásamt öðrum
upplýsingum sem berast eru uppistaðan í þjóðháttasafninu,
sem spannar um 17.000 númer. Stefnt er að því að gera þjóð-
háttasafnið aðgengilegt á netinu í gagnagrunni íslenskra
minjasafna, Sarpi, sem nú verður opnaður á veraldarvefnum.
Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands varð til í nánu sam-
starfi við landsmenn, sem miðlað hafa af reynslu sinni og
þekkingu. Án þeirra framlags væri safnið ekki það sem það er
í dag. Samstarf við heimildarmenn Þjóðminjasafnsins í hálfa
öld er undirstaða þeirrar þekkingar sem varðveitt er í þjóð-
háttasafninu. Vert er að þakka öllum þeim heimildamönn-
um, körlum og konum, sem lagt hafa söfnuninni lið. Þáttur
þeirra allra er ómetanlegur. Er það von okkar að nýir heim-
ildarmenn, ungir sem eldri, sláist nú í hópinn og leggi þjóð-
háttasafninu lið í framtíðinni. Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns
Íslands er minningarbrunnur þjóðarinnar, frá landsmönnum
kominn og aðgengilegur öllum til rannsókna og þekking-
aröflunar um ókomna tíð.
Þjóðhátta-
söfnun í
hálfa öld
Einn af fyrstu sjö heimildarmönnum þjóðháttasafns sem svör-
uðu tilraunaspurningaskrá árið 1959, Hjalti Jónsson Hoffelli, síð-
ar bóndi á Hólum í Hornafirði, fæddur 1884, látinn 1971. Myndin
er líklega tekin um 1910-1915.
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands
Þankar um
þjóðminjar
Margrét Hallgrímsdóttir
margret@thjodminjasafn.is
Lesbók
S
umar erlendar bækur eru þeirr-
ar gerðar að rétt er að þýða þær
upp á nýtt reglulega og búa í
hendurnar á nýjum kynslóðum.
Dæmi um það er ný þýðing Böðvars
Guðmundssonar á barnabókum breska
rithöfundarins Rudyards Kiplings,
Jungle Book, sem er sennilega þekktasta
verk hans í dag og sannkölluð klassík.
Uppheimar gefa bókina út.
Sögurnar hafa oft komið út á íslensku,
ýmist í sögusöfnum með öðru efni, eða
saman. Einhverjir kannast sjálfsagt við
útgáfu Snælandsútgáfunnar 1945 og
1946, Dýrheimar og Nýir Dýrheimar, en
þær voru ekki í samræmi við upp-
runalega útgáfu, efnið var fært til til að
gera Dýrheima samstæða að efni og lítil
tengsl á milli
bókanna að
öðru leyti, ólíkt
því sem var
upphaflega.
Kipling skrif-
aði sögurnar í
Frumskóg-
arbókinni á ár-
unum 1893–94,
en þær birtust
síðan á bók það
ár með mynd-
skreytingum
eftir föður hans
o.fl. Í þeim eru
dýr manngerð
meðal annars til að varpa ljósi á mann-
lega hegðan og þá breytni sem Kipling
taldi rétta, líkt og fræðarar og rithöf-
undar hafa stundað í gegnum árin og
gera enn (sjá umfjöllum um nýja bók
David Sedaris framar í blaðinu). Lífs-
spekin er einföld og skýr og segir sitt að
skátahreyfing Badens Powells sótti inn-
blástur í sögurnar og sækir enn, eins og
sjá má á aldursflokkaheitum í skáta-
hreyfingunni.
Líkt og vill vera með nýjar þýðingar
verka sem maður þekkir út og inn hnýt-
ur maður um sitthvað, til að byrja með í
minnsta. Dæmi um það er þegar Böðvar
þýðir mongoose mongús, sem er við-
urkennd þýðing núorðið, en í útgáfunni
1946 notaði Gísli Guðmundsson orðið
húsmörður (enda er mongoose líkur
merði í útliti þó hann sé ekki af marða-
ætt); ekki nákvæm þýðing en gefur góða
mynd af skepnunni. Verr kunni ég að
meta það þegar Böðvar snarar heiti gler-
augnaslöngunnar illskeyttu Nag sem
Trunta. Kipling notar orð úr hindí, Nag,
til að gefa framandi andblæ, en það þýðir
einmitt gleraugnaslanga, en Böðvar
virðist vera að snara enska orðinu nag
sem þýðir nöldur, trunta eða bikkja.
Annað er ekki út á þessa afbragðsþýð-
ingu að setja og eflaust finnst þeim sem
koma að sögunni í fyrsta sinn at-
hugasemdir mínar sparðatíningur.
Frum-
skógar-
bókin
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
’
Sumar
erlendar
bækur
eru þeirra
gerðar að rétt
er að þýða þær
upp á nýtt
reglulega og
búa í hend-
urnar á nýjum
kynslóðum.
S
víar eru að mörgu leyti magnaðir þegar kemur að
glæpasögum. Hver höfundurinn á eftir öðrum hef-
ur slegið í gegn á undanförnum árum og nú hafa
Michael Hjorth og Hans Rosenfeldt stolið senunni
með frábærum krimma, einum þeim besta sem kemur út um
þessar mundir.
Maðurinn sem var ekki morðingi fjallar aðallega um leit-
ina að morðingja 16 ára unglings en einkamál réttarsálfræð-
ings fléttast inn í atburðarásina. Sögusviðið er sænski bærinn
Västerås, skammt fyrir vestan Eskilstuna, dæmigerður, ró-
legur sænskur bær á stærð við Reykjavík, þar sem lífið geng-
ur sinn vanagang, þar til ódæði er framið.
Bókin er mjög vel skrifuð og þýðing Höllu Kjartansdóttur
skilar sér í sérlega góðum texta. Persónurnar eru eins mis-
munandi og þær eru margar en mannlýsingarnar, söguþráð-
urinn og leyndin sem hvílir yfir mörgu og mörgum gera það
að verkum að lesandinn
fylgist spenntur með frá
fyrstu blaðsíðu til þeirrar
síðustu. Hann er þátttak-
andi í samfélaginu í nær-
mynd. Þarna er sein-
heppni
lögreglumaðurinn, sér-
fræðingarnir hver á sínu
sviði, menn og konur
með ýmis vandamál, fólk
eins og ég og þú. Jafnt í
hópi rannsakenda sem
annarra en sumum leyfist
það sem öðrum er refsað
fyrir án þess að brjóta lög.
Myndin er vel gerð hjá
höfundum.
Á bókarkápu segir að
Maðurinn sem var ekki
morðingi sé næsta
sprengja á eftir Stieg Larsson og sú fyrsta í væntanlegri röð
glæpasagna með réttarsálfræðingnum Sebastian Bergman í
aðalhlutverki. Þetta er góður krimmi þar sem mörgum stein-
um er velt við áður en málin skýrast til fulls. Sagan lofar svo
sannarlega góðu um framhaldið og ég bíð spenntur eftir
næstu bók.
Spennan magn-
ast enn í Svíþjóð
Bækur
Maðurinn sem var ekki morðingi bbbbm
Eftir Michael Hjorth og Hans Rosenfeldt. Bjartur gefur út. 431 bls.
Sænsku rithöfundarnir Michael
Hjörth og Hans Rosenfeldt.
Ljósmynd/Leif Hansen
Steinþór Guðbjartsson