Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 Páskaferð Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Aðeins 10 sæti í boði! Bjóðum allra síðustu sætin í sólina á Kanarí 17. mars á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð á Roque Nublo og einnig á Hotel Eugenia Victoria með hálfu fæði eða “öllu inniföldu”. Allra síðustu sætin um páskana. Aðeins 10 sæti! Ath. í heimflugi er millilent í London og dvalið eina nótt (gisting á Ibis Hotel eða sambærilegu). Verð kr. 129.900 Netverð á mann, m.v. 2 full- orðna og 1 barn, 2-11 ára, í íbúð á Roque Nublo í 8 nætur. Verð, m.v. gistingu í herbergi á Eugenia Victoria með hálfu fæði kr. 174.900. 28. mars - 6. apríl Verð frá 129.900 Kanarí Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is EF tillaga dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um happdrætti frá 2005 nær fram að ganga, mun er- lendum aðilum sem bjóða upp á fjár- hættuspil hvers konar ekki verða heimilt að auglýsa lengur í íslensk- um miðlum án íslensks starfsleyfis. Lögunum verður breytt þannig að bann við því að auglýsa, kynna eða miðla upplýsingum um happdrætti, sem ekki hefur leyfi samkvæmt lög- um um happdrætti, taki einnig til starfsemi sem rekin er erlendis. Þannig munu allir þeir erlendu að- ilar sem bjóða upp á þjónustu sem fellur undir happdrættislögin þurfa að sækja um starfsleyfi hér, svo þeim verði heimilt að auglýsa starf- semi sína. Sýkna sumarið 2009 Í júní síðastliðnum var fram- kvæmdastjóri birtingarfyrirtækisins MediaCom sýknaður af ákæru vegna fjölda auglýsinga sem fyrirtæki hans keypti fyrir hönd Betsson í íslensk- um fjölmiðlum. Í niðurstöðu Hæsta- réttar segir að ekki hafi verið unnt að sakfella viðkomandi fyrir brot á lögum um happdrætti, í ljósi þess að öll starfsemi Betsson færi fram utan Íslands, þó hægt væri að nýta sér hana innanlands. Fjöldi erlendra veðmála- og pók- ersíðna auglýsir í íslenskum miðlum í dag. Er þar skemmst að minnast Betsson, en einnig má nefna aðila á borð við Full Tilt Poker og Poker- stars sem auglýsa reglulega. Loka á auglýsingar Betsson  Fyrirhuguð breyting á lögum um happdrætti mun loka á auglýsingar erlendra aðila  Fyrirtækið sem sá um auglýsingar Betsson hér á landi sýknað sl. sumar Í HNOTSKURN »Lögum um happdrættiverður breytt þannig að starfsleyfisskilyrði vegna aug- lýsinga taki einnig til erlendra aðila. »Erlendum aðilum er heim-ilt að auglýsa hér á landi án starfsleyfis samkvæmt nú- gildandi lögum. TVEIR banda- rískir stjórn- málafræði- prófessorar fengu Félags- vísindastofnun til að framkvæmda stóra spurninga- könnun fyrir sig um helgina. Að sögn Magnúsar Á. Magnússonar, forstöðumanns stofnunarinnar, voru 1.500 manns meðal annars spurðir um afstöðu sína gagnvart Icesave og ESB, auk þess sem al- menn stjórnmálaþekking var könn- uð. thg@mbl.is Spyrja um Icesave Magnús Árni Magnússon UPP ÚR samningaviðræðum milli flugvirkja og Icelandair slitnaði um áttaleytið í gærkvöldi. Að sögn Kristjáns Kristinssonar, formanns samninganefndar flugvirkja, bar talsvert mikið á milli samninga- manna. „Það munaði líklega um 4 prósentum á því sem við vildum ná fram og því sem þeir buðu. Þeir voru tilbúnir að hækka laun að einhverju marki gegn hagræðingu á móti, eins breytingu á vinnutíma og fleira. Það vorum við ekki tilbúnir að fallast á.“ Kristján segir rekstur Icelandair ganga vel núna og telur að vel sé svigrúm til launahækkana. Hann segir byrjunarlaun flugvirkja með sveinspróf vera um 318 þúsund í dagvinnu og að launin geti hækkað um 26 og hálft prósent á fimmtán ár- um. Flugvirkjanám er fimm ára nám og fara flestir til náms í Danmörku þar sem ekki er boðið upp á nám í flugvirkjun hérlendis. Flugvirkjar fóru í nokkurra klukkustunda verkfall fyrir nokkr- um vikum. Samningaviðræðum var þá ekki slitið og náðust þá samn- ingar sem síðar voru felldir. Verkfallið sem hófst klukkan eitt í nótt hefur eingöngu áhrif á flug Ice- landair en ekki annarra flugfélaga. Þegar blaðið fór í prentun hafði ekki verið boðað til nýs fundar samninga- nefnda. Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair eru hvattir til þess að fylgjast með fréttum og upp- lýsingum um komu- og brottfar- artíma á Keflavíkurflugvelli. svanbjorg@mbl.is Flug- virkjar í verkfall REYKJARSTRÓKURINN frá eldstöðvunum við Eyjafjallajökul sást vel síðdegis í gær þar sem hann lá út Fljótshlíðina, undan austanroki. Ekki sást til eldstöðvarinnar sjálfrar vegna dimm- viðris. Fáir voru á ferli í Fljótshlíðinni framan af degi í gær enda hafði efri hluti sveitarinnar verið rýmdur og fólki bannað að fara heim nema til að sinna skepnum eða af öðrum brýnum ástæðum. Síðdegis var vegurinn opnaður og þá var mikil umferð um Fljótshlíðarveg. Fjöldi hrossa er á útigangi á Suðurlandi og hafa bændur áhyggjur af þeim í öskufalli vegna eldgossins. Dýralæknar mæla með því að hross- unum sé gefið nóg að éta, þannig að þau þurfi ekki að krafsa. Víða við vegi má sjá stóð standa í heyrúllum þannig að bændur hafa farið eftir ráðum dýralæknanna. Morgunblaðið/Ómar Nóg fóður Hestarnir láta reykjarstrókinn ekki á sig fá og fylgjast með umferðinni um Fljótshlíðarveg. Í baksýn grillir í Eyjafjallajökul. Reykjarstrókur liggur yfir Fljótshlíð Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um embætti sérstaks saksóknara. Breytingunum er ætlað að taka af allan vafa um hver verk- efni og verksvið embættisins séu. Mörg þau mál sem emb- ættið hefur til rannsóknar tengjast eigendum stórra fjár- málafyrirtækja. Sum þeirra atriða sem eru til rannsóknar í tengslum við brot slíkra einstaklinga falla ekki undir fyrstu grein laganna sem er bundin við starfsemi fjármála- fyrirtækja. Orðalagi verður nú breytt og mun nú einnig miðast við eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja. Umfang brota var ekki ljóst „Ég er að leggja fram lagabreytingu sem gerir það al- veg skýrt hver verkefni embættisins eru. Þegar lagt var af stað í þessa vegferð lá ekki alveg ljóst fyrir um hvers kyns brotastarfsemi væri að ræða og hversu mikið umfangið væri,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra í sam- tali við Morgunblaðið. „Ef þannig færi að sérstakur saksóknari væri utan síns lögformlega verksviðs þegar ákæra frá honum væri til um- fjöllunar dómstóla gæti það þýtt formgalla á málinu. Þessi rannsókn er svo mikilvæg að störf sérstaks saksóknara verða að vera hafin yfir allan vafa,“ segir hún. Lagaumhverfi taki mið af starfsháttum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að í umfjöllun um embættið hafi menn jafnan velt fyrir sér af- mörkun á verkefnum þess. Í einhverjum tilvikum hafi hún þótt óljós: „Lagaumhverfið og starfshættirnir þurfa að geta þróast eftir framvindu mála og framvindu verkefna.“ Skýrari löggjöf um sérstakan saksóknara  Skýra orðalag er varðar stöðu eigenda fjármálafyrirtækja » Umfang rannsókna og tegund brota óljós í upphafi » Lagaumhverfi og starfshættir þróist eftir framvindu verkefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.