Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 28
Eftir Sigurbjörgu Arnarsdóttur og Hörpu Grímsdóttur Reykjavík fashion festival var haldið á föstu-dags- og laugardagskvöldið í iðnaðarhús-næði Ó. Johnson og Kaaber. Þar voru sam-ankomnir helstu hönnuðir á Íslandi í dag sem sýndu nýjustu hönnun sína. E-label byrjaði með áhrifaríkum hætti, fyrirsæt- urnar litu allar út eins og gínur, sköllóttar og með rauðan varalit, áhrifaríkt útlit á móti svartri hönnun E-Label. Því næst var það Royal Extreme, þar sem hönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir sýndi fágaða, frumlega og mjög flotta hönnun sem stóð upp úr sýn- ingum kvöldanna. Emami sýndu alveg nýja línu sem var ekkert í líkingu við hinn þekkta Emami-kjól og kom lína þeirra skemmtilega á óvart. Hönnun Munda var næst á svið, hann sýndi prjónaflíkur sínar sem hann er orðinn þekktur fyrir og voru þær bæði á kon- ur og karla, skemmtileg nýjung hjá honum var m.a. prjónasamfestingur fyrir karlmenn. Sruli Recht valdi að sýna ekki hönnun sína með hefðbundnu sniði held- ur var með vídeóverk. Óvenjulegt, en kom á óvart og var áhrifaríkt innslag á milli atriða. Stílhreinir kjólar Skaparans voru lýtalausir með af- ar fallegan frágang. Kjólarnir voru í ljósum litum sem var góð andstæða við svarta litinn sem var mikið áber- andi bæði kvöldin. Séreinkenni hönnunar Elm skein í gegnum hönnun þeirra í fallegum sniðum, litum og efnum. Lokaatriðið kom gjörsamlega á óvart, þar sem vaxtarræktardömur sýndu hönnun Thelmu og Go with Jan með miklum tilþrifum og pósum. Voru þær með höfuðföt frá Telmu en slæður, hanska og sokka frá Go with Jan. Skemmtilegur endir á fyrra kvöldinu. Laugardagskvöldið byrjaði með Blik og svo Lúka, sem voru mestmegnis með íslensk, gróf símunstruð ullarföt. Næst var Sonja Bent með mjög skemmti- legar herraskyrtur, sem voru hefðbundnar í sniði en búið að bæta inn smáatriðum úr flaueli og prjóni, með bindi í stíl. Klassískt og flott. Hildur Yeoman var svo með mjög líflega og skemmtilega sýningu á töskum og hálsmenum, þar sem sýningarstúlkurnar dönsuðu inn á pallana. Farmers Market voru næst á sviðið, gömul og ný hönnun þeirra blandaðist þar saman. Buxur úr lambaskinni og fiskiroði voru skemmtileg nýjung hjá þeim og áttu þær mjög vel við lopapeysurnar. Ni- kita byrjuðu á því að sýna létta og litríka götutísku og skiptu svo yfir í brettafatnað, í báðum þessum línum fléttuðust saman skemmtileg mynstur og litir sem mynduðu eina heild. Kalda voru næstar á svið. Netaefni spilaði stórt hlutverk í hönnun þeirra. Áróra sýndi svo kraga sem minntu á byssu- hulstur, áhugaverðir aukahlutir sem voru í ýmsum útgáfum. Samfestingar, útijakkar, falleg snið, efni og frágangur Birnu skiluðu sér vel til áhorfenda ásamt því að vera ein af fáum sem sýndu síðkjól. Séreinkenni Spaksmannsspjara skinu í gegn í sum- arlegri línu úr fallegum efnum. Litirnir mildir og ljósir og myndaði sýning þeirra fallega heildarmynd sem var eftirminnilegust frá seinna kvöldinu. Næst á sviðið var Gust með hönnun úr íslenskri ull ásamt því að vera með flíkur úr þunnu ullarefni með silki í bland. Anderson og Lauth voru síðust á svið. Kven- fatnaður þeirra einkenndist af mikið skreyttum og útsaumuðum fatnaði í ljósum litum og lágstemmdum tónum. Karlafatnaður þeirra var mjög sportlegur, flott snið og efni. Á heildina litið voru þetta skemmtilegar sýningar og gaman að sjá gróskuna í íslenskri hönnun. Vonandi verður þetta árlegur viðburður, þar sem íslensk hönn- un er kynnt. ELM FARMERS MARKET Frumlegar flíkur og lifandi gínur SPAKSMANNS- SPJARIR ANDERSEN & LAUTH ROYAL EXTREME E-LABEL THELMA OG GO WITH JAN » Vaxtarræktar-dömur sýndu hönnun Thelmu og Go with Jan með miklum til- þrifum og pósum. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 SUMIR ERU HEP FRÁBÆR, GAMANSÖM OG RÓMCATHERINE ZETA-JONES JUSTIN BARTHA SÝND Í ÁLFABAKKA RÓMANTÍSK GAMANMYND HHH MBL. - H.S.S. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á MARTIN SCORSESE MYND HHHH „Scorsese veldur ekki vonbrigðum frekar fyrri daginn.... Shutter Island er útpæld, vel unnin, spennandi og frábærlega leikin.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH S.V. - MBL HHH ÓHT - Rás 2 HHHH Þ.Þ - FBL SÝND Í KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI FRÁ ÓSKARSVERÐ- LAUNALEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI STANLEY TUCCI MARK WAHLBERG STANLEY TUCCI RACHEL WEISZ SUSAN SARANDON BYGGÐ Á METSÖLUBÓKINNI SVO FÖGUR BEIN HHHH EMPIRE / KRINGLUNNI THE LOVELY BONES kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 THE BLIND SIDE kl. 5:50D - 8:10D 10 ALICE IN WONDERLAND Gæti valdið óhug ungra barna kl. 5:503D - 8:103D - 10:303D L SHUTTER ISLAND kl. 10:30 16 / ÁLFABAKKA BOUNTY HUNTER kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 THE BLIND SIDE kl. 5:20 - 8 - 10:40 10 BOUNTY HUNTER kl. 8 - 10:20 VIP-LÚXUS THE REBOUND kl. 8 - 10:20 L ALICE IN WONDERLAND Gæti valdið óhug ungra barna kl. 5:403D L 3D-DIGITAL VALENTINE'S DAY kl. 8 L ALICE IN WONDERLAND Gæti valdið óhug ungra barna kl. 5:40 - 8 - 10:20 L BJARNFREÐARSON kl. 5:50 L BROTHERS kl. 10:20 12 BROTHERS kl. 5:50 VIP-LÚXUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.