Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 21
Dagbók 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 Sudoku Frumstig 4 1 5 6 2 6 8 5 2 9 6 4 1 2 5 9 8 8 3 1 9 4 4 5 3 2 7 9 6 1 5 3 8 7 5 2 1 7 1 5 3 3 9 5 3 5 7 2 9 2 6 8 9 4 5 3 1 7 1 6 5 6 9 3 4 6 8 3 5 8 7 3 9 4 8 6 1 8 1 7 3 9 5 4 2 6 9 3 6 2 8 4 7 1 5 5 4 2 6 7 1 9 8 3 1 8 4 9 5 6 3 7 2 6 7 3 4 2 8 5 9 1 2 5 9 7 1 3 6 4 8 3 2 1 5 4 7 8 6 9 7 9 5 8 6 2 1 3 4 4 6 8 1 3 9 2 5 7 8 3 6 5 9 7 4 2 1 7 5 2 4 1 8 3 6 9 9 1 4 6 3 2 7 8 5 4 7 1 8 6 9 2 5 3 3 8 9 2 5 1 6 7 4 6 2 5 7 4 3 1 9 8 1 6 8 3 7 5 9 4 2 5 4 3 9 2 6 8 1 7 2 9 7 1 8 4 5 3 6 4 7 3 5 9 6 2 8 1 9 8 1 7 2 4 6 3 5 5 6 2 1 8 3 7 4 9 7 3 5 2 4 8 1 9 6 2 4 9 6 1 5 8 7 3 8 1 6 9 3 7 5 2 4 1 2 8 4 6 9 3 5 7 6 5 4 3 7 2 9 1 8 3 9 7 8 5 1 4 6 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 22. mars, 81. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I. Kor. 13, 13.) Enn minnir landið okkur á að viðerum eins og peð gagnvart nátt- úruöflunum. Gosið á Fimmvörðuhálsi virðist reyndar ætla að verða lítið og nett en aldrei er hægt að fullyrða neitt um framhaldið. Ef Katla vaknar er meiri vá fyrir dyrum. x x x En Víkverja er létt eftir að hafaséð hve frábærlega vel aðgerða- áætlun yfirvalda og Rauða krossins gekk upp. Það er ekki lítið afrek að flytja á örfáum klukkustundum 700 manns af svæðinu um miðja nótt og það algerlega áfallalaust. x x x Víkverji man eftir því að sýnd var ísjónvarpi á Norðurlöndunum mynd þar sem lýst var viðbrögðum Íslendinga við gosinu í Heimaey 1973. Myndin var sýnd víðar, í einu Evr- ópulandinu sagði sjónvarpsrýnir víst að sér hefði þótt undarlegt að sjá fólkið ekki sýna nein mannleg við- brögð, æpa eða slást, til dæmis. Þetta væri varla eðlilegt fólk sem byggi á Íslandi, hlyti að vera eitthvað bogið við það. x x x Kannski er eitthvað bogið við okk-ur. En Víkverji man ekki betur en að Danir, gestgjafar hans á þeim árum, væru fyrst og fremst fullir aðdáunar á því hvað stillingin var mikil, ekkert fát eða skelfing. Vest- mannaeyingar hefðu tekið atburð- unum eins og við ættum öll að gera þegar við fáum engu breytt um fram- vinduna: af æðruleysi. x x x En ætli við séum orðin allt önnurþjóð núna? Orðin ofdekruð, stöðugt rellandi og vælandi undan öllu sem okkur finnst óþægilegt, eins og agalausir krakkar sem hafa ekki fengið almennilegt uppeldi? Víkverji vonar að svo sé ekki. Hann er meira að segja nokkuð vongóður um að þrátt fyrir hrun, klofning og útbreidda tortryggni sé enn eftir nægileg samheldni til að bregðast skynsamlega við miklum nátt- úruhamförum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skýla, 4 svellalög, 7 sjór, 8 upp- skrift, 9 máttur, 11 sæti, 13 náttúra, 14 frek, 15 heitur, 17 passa, 20 bók- stafur, 22 steinn, 23 styrk, 24 glitra, 25 lík- amshlutarnir. Lóðrétt | 1 kryppu, 2 frystihús, 3 grískur bók- stafur, 4 skraf, 5 ákveð, 6 sparsemi, 10 frétt, 12 und, 13 skurðbrún á bitjárni, 15 stilltum, 16 ósannindi, 18 heldur, 19 ilmur, 20 æsa upp, 21 á fingri. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 arðvænleg, 8 laust, 9 getur, 10 urg, 11 totur, 13 sárin, 15 hatts, 18 eflir, 21 tel, 22 nagla, 23 lofið, 24 ruglingur. Lóðrétt: 2 raust, 3 vitur, 4 naggs, 5 ertur, 6 klút, 7 grön, 12 urt, 14 álf, 15 hund, 16 tuggu, 17 stall, 18 ellin, 19 lyftu, 20 rúða. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 0-0 5. g3 b6 6. Bg2 Bb7 7. 0-0 Be7 8. b3 d5 9. cxd5 exd5 10. Re5 c6 11. Bb2 Rbd7 12. Hc1 Hc8 13. Dc2 He8 14. e4 c5 15. exd5 Bxd5 16. Bh3 Bd6 17. Hfe1 Be6 18. Bxe6 Hxe6 19. Rdf3 h6 20. Dc4 Df8 21. Kg2 Hce8 Staðan kom upp á MP Reykjavík- urskákmótinu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ilya Nyzhnyk (2.495), hinn 14 ára al- þjóðlegi meistari frá Úkraínu, hafði hvítt gegn íslenska kvennastórmeist- aranum Lenku Ptácníkovu (2.315). 22. Rg6! Hxe1 23. Hxe1 og svartur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt. Nyz- hnyk þessi var hársbreidd frá því að ná áfanga að stórmeistaratitli á mótinu en hann tapaði vænlegri stöðu í lok- umferðinni gegn hinum reynda stór- meistara Jaan Ehlvest en sigur í þeirri skák hefði tryggt Úkraínumanninum áfangann eftirsótta. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Kjarkmaður. Norður ♠ÁD97 ♥DG93 ♦K94 ♣97 Vestur Austur ♠865 ♠K2 ♥102 ♥K8754 ♦D875 ♦G632 ♣G652 ♣84 Suður ♠G1043 ♥Á6 ♦Á10 ♣ÁKD103 Suður spilar 6G. Þeir voru hissa, umsjónarmenn mótsblaðsins í Reno. Tilefnið var Sví- inn Peter Fredin, sá frumlegi villimað- ur, sem sífellt kemur á óvart við spila- borðið. Hann lenti í öðru sæti í svokölluðum Hvítagulls-tvímenningi með bandarískum makker, Gary Gott- lieb. Þeir félagar voru í N-S. Gottlieb í norður vakti á 1♦, Fredin sagði spaða og var hækkaður í 2♠. Fredin sagði nú 3♣, fékk dularfulla 3♦ á móti og stökk þá í 6G. Hjartatían kom út. Lesandinn getur reynt að giska á spilamennsku Fredins, en óvíst er um árangur. Það sem gerðist var þetta: Fredin átti fyrsta slaginn á ♥D, fór heim á ♦Á og spilaði litlu laufi að blind- um. Vestur lét lítið og nían hélt. Bingó. En af hverju? Nú, Fredin dró sínar ályktanir af útspilinu – hjartatíu. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Lát ekki metnaðinn leiða þig í gön- ur. Láttu partí (og drukknu ökumennina) lönd og leið og kúrðu þess í stað heima með ástinni þinni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú átt hugsanlega í mikilvægum við- ræðum við maka í dag, ekki samþykkja neitt. Hertu upp hugann því nú hefurðu allt að vinna og engu að tapa. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að hefja þrætur við aðra. Mundu að það eru augnablikin sem búa til lífstíð- arminningar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Peningar eru tilfinningamál. Nám- skeið gæti hjálpað þér að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Notaðu daginn til þess að sinna samningaviðræðum eða skrifa undir samninga. Veltu samskiptamáta þínum fyrir þér. Með góðri skipulagningu tekst þér ætlunarverkið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þótt þú tapir áttum er nóg af leið- togum í kringum þig. Láttu það eftir þér að fara á námskeið sem þig hefur lengi langað á. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ræddu málin við lánardrottna og þú munt undrast hversu auðvelt reynist að lagfæra hlutina. Einhver nákominn þér þarf á hjálp að halda. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einhver átök gjósa upp á vinnustað þínum, en þú skalt halda þig ut- an við þau af fremsta megni. Ekki leyfa neinum að draga þig niður. Málið er að hafa sitt á hreinu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur oft óskað þess að þú værir skipulagðari. Kannski sérðu ekki ávinning áhættunnar þegar í stað, en þú getur verið viss um að hann er þarna. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Gerðu ráð fyrir auknu annríki á heimilinu á næstu vikum. Reyndu að láta það hafa sem minnst áhrif því þú ert ekki á rangri leið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Taktu námskeið til að vera samkeppnishæfur á vinnumarkaði. Berðu höfuðið hátt og vertu hvergi smeyk/ur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur lagt mikið á þig til að komast að því hverjir standa með þér og hverjir ekki. Ef þú lætur aðra komast upp með að hlýða ekki settum reglum ertu í vondum málum. Stjörnuspá 22. mars 1881 Frost á Akureyri mældist 32 stig á Réaumurmæli (40 stig á Celsíusmæli) en það var mesta frost sem þar hafði orðið þennan mikla frostavetur. Metið er ekki viðurkennt. 22. mars 1968 Snjódýpt í Vestmannaeyjum mældist 90 sentimetrar, sem mun vera einsdæmi. Hitamæl- irinn á Stórhöfða fór á kaf. Fólk þurfti víða að fara út um glugga á íbúðarhúsum og björgunarsveitir grófu eitt hús upp, en í því bjuggu eldri hjón. 22. mars 1974 Undirskriftir 55.522 Íslend- inga voru afhentar forseta sameinaðs Alþingis þar sem varað var við uppsögn varn- arsamningsins við Bandaríkin. Þetta var stærsta undir- skriftasöfnunin hérlendis og var hún nefnd Varið land. Vestmannaeyjar 22. mars 1982 Fjarhitun Vestmannaeyja var formlega tekin í notkun, en það var fyrsta hraun- hitaveitan í heiminum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Ragnheiður Lilja Maríudóttir og Snædís Bára Hrafnsdóttir héldu tombólu við Bónus í Hraunbæ og söfnuðu 2.568 krónum sem þær færðu Rauða krossinum. Hlutavelta „ÉG hlakka þvílíkt til,“ segir Ragnar Friðrik Ragn- ars flugmaður og hlær. „Ég ætla nú ekkert að halda upp á 35 ára afmælið mitt heldur eiga rólegan mánu- dag.“ Ragnar er fæddur og uppalinn á Akureyri en ferðast reglulega til Reykjavíkur þar sem hann vinn- ur hjá Flugfélagi Íslands. Þar flýgur hann bæði inn- anlands og til Grænlands. Hann vinnur vaktavinnu en er svo heppinn að vera í fríi á afmælisdaginn. Ragnar segist sjaldan hafa lent í kröppum að- stæðum í fluginu, helst að það þurfi að snúa við út af veðri. Hann hlakk- ar til páskanna og ætlar að eyða þeim á Akureyri þar sem hann segir að aðalstemningin sé. Þá vill hann komast á skíði með vinum sínum eða, kíkja á tónleika eða hvað sem verða vill. Hann hefur verið mikið í fjalla- mennsku og útivist og í „gamla daga“ var hann í björgunarsveitinni. Ragnar kláraði atvinnuflugmanninn fyrir 11 árum og var flugkenn- ari áður en hann byrjaði hjá Flugfélaginu en núna kennir hann í hjá- verkum hjá Flugskóla Akureyrar. Að sögn vina hans er hann mjög dríf- andi og hefur unnið ötult starf fyrir flugskólann í gegnum tíðina. Hann er mikil félagsvera, á fullt af vinum en í gamansömum tón segir besti vinur hans að helsta markmið Ragnars þessa dagana sé að verða betri í golfi svo hann geti slegið vini sínum við. Ragnar Friðrik Ragnars 35 ára Aðalstemningin á Akureyri Nýirborgarar Akranes Ísólfur fæddist 6. desember kl. 20.34. Hann vó 3.485 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Arna Þrándar- dóttir og Guðlaugur Fjeldsted. ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd, og nafn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.