Morgunblaðið - 22.03.2010, Síða 17

Morgunblaðið - 22.03.2010, Síða 17
Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 ✝ Svanlaug Ein-arsdóttir fæddist á Kaldárhöfða í Grímsnesi 25. desem- ber 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 13. mars 2010. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson og Sigurlaug Þorkelsdóttir. Systk- ini Svanlaugar voru tíu og eru tvö enn á lífi, Hulda Ein- arsdóttir og Óskar Jónsson. Svanlaug giftist Skúla Sigurðs- syni frá Stokkseyri, f. 13.1. 1898, d. 24.11. 1980. Eignuðust þau átta börn og eru sex enn á lífi en tveir drengir létust í frumbernsku. Eftir lifa: Sigurður Z. Skúlason, maki Gréta Sigfúsdóttir, eiga þau þrjú börn. Skúli S. Skúla- son, maki Elsa Að- alsteinsdóttir, eiga þau fjögur börn. Baldvin E. Skúlason, maki Unnur Tessnow, eignuðust þau fjögur börn en elsti sonur þeirra, Ingvar Svan- ur, er fallinn frá. Gillý S. Skúladóttir, maki Bjarni S. Þór- arinsson, eiga þau fimm börn. Ölver Skúlason, maki Katr- ín S. Káradóttir, eiga þau þrjú börn. Elías S. Skúlason, maki Kittý M. Jónsdóttir, eiga þau þrjú börn. Afkomendur Svanlaugar og Skúla eru orðnir 105. Útför Svanlaugar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 22. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku mamma mín, nú ertu loks- ins búin að fá hvíldina sem þú þráðir svo heitt síðustu vikurnar eftir að þú dast og slasaðir þig og þurftir hjálp við allt. Þú varst alltaf svo sjálfstæð og vildir helst ekki þurfa að ónáða fólk til að hjálpa þér, þótt allir vildu allt fyrir þig gera. Ég veit að pabbi hefur verið tilbú- inn að taka á móti þér og litlu dreng- irnir þínir líka og mamma þín og allir aðrir sem farnir voru á undan þér. Ég vil þakka þér allar ánægjustund- irnar sem við áttum saman síðustu árin og vona að þér hafi liðið vel hjá okkur. Ég er svo innilega þakklát fyrir alla þá hjálp sem ég fékk frá þér. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér og passa börnin mín, þegar ég þurfti á því að halda. Ég geymi minninguna um þitt góða skap og hvað þú varst alltaf meðvituð um útlit þitt og vildir vera vel til fara. Góður guð verndi þig og veiti þér frið, ég veit að þú verður ætíð nálæg og vakir yfir okkur öllum. Farðu í friði. Þín elskandi dóttir, Gillý. Mig langar að minnast og kveðja mömmu mína Svanlaugu Einars- dóttur sem lést 13. mars sl. 101 árs gömul. Frá því ég man fyrst eftir mér var mamma alltaf sáttasemjar- inn á heimilinu og þurfti oft að nýta sér þá hæfileika til að halda öllu í lagi og hafa hemil á okkur bræðrum og okkar einu systur, því ekki var alltaf dúnlogn eins og gefur að skilja þar sem stór hópur er saman kominn. Mamma var alltaf jákvæð og virt- ist gædd miklu jafnaðargeði. Hún var léttlynd og söngelsk og var ákaf- lega gott að eiga hana að. Hún var gestrisin og húsleg og heimilið því í góðu standi. Alltaf vildi hún vera vel til höfð og líta vel út. Ég naut þeirra forréttinda að búa hjá henni og með henni og pabba í 35 ár, því fyrstu 15 ár í búskap okkar Kötu bjuggum við á neðri hæðinni í Holtagerði en mamma og pabbi uppi og voru ófáar ferðirnar upp stigann til að spjalla eða fá pönnukökur þeg- ar lyktin tjáði okkur að nú væri verið að baka. Þegar við fluttum til Grindavíkur var Kári að klára gagnfræðaskólann og varð hann eftir hjá afa og ömmu til að þurfa ekki að skipta um skóla. Við Kata erum þakklát fyrir að hann átti skjól hjá þeim. Nú að leiðarlokum langar mig að þakka þér mamma fyrir að vera sú sem þú varst og ekki vildi ég hafa þig neitt öðruvísi. Ég þakka alla sam- veruna og veit að þér gleymi ég ekki. Vissa mín er sú að nú sértu komin þangað sem þú þráðir að komast seinustu stundir þínar hérna megin og ég veit að nú líður þér vel. Guð geymi þig um alla tíð. Þinn sonur, Ölver. Hún amma okkar lést á hjúkrun- arheimilinu Ási í Hveragerði 13. mars sl. rúmlega hundrað og eins árs gömul. Amma lætur eftir sig stóran hóp afkomenda sem telur nokkuð á annað hundrað. Hringt var í okkur og við látin vita að amma hefði kvatt þennan heim og fært sig yfir í annað umhverfi, komin til afa sem lést fyrir rétt þrjátíu árum. Amma var indæl kona, hlý og um- hyggjusöm, við Svanhildur erum elstu barnabörn hennar, en faðir okkar er elstur sex systkina. Við munum hve hlýtt og notalegt var að koma í heimsókn á Langholts- veginn en þar bjuggu þau afi og amma í nokkur ár. Við munum eftir mörgum útilegunum sem farnar voru og svo var yfirleitt farið á laug- ardögum frá Þorlákshöfn til Reykja- víkur til að hitta afa og ömmu. Nú er langri ævi ömmu okkar lokið sem var farsæl og í mikilli glaðværð, því amma var mikil félagsvera, henni leið hvergi betur en í stórum hópi fólks. Við viljum þakka ömmu alla þá hlýju og væntumþykju sem hún sýndi okkur öllum og fjölskyldum okkar. Sigurður Svavar, Sigfús Gauti og fjölskyldur þeirra sem ekki eiga heimangengt frá Noregi senda öll- um ættingjum sínar innilegustu samúðarkveðjur. Skúli og Hjördís, Svanhildur og Sævar. Elsku amma, mikið á ég eftir að sakna þín eins og svo margir aðrir. Fyrir mér ert þú merkiskona, þó ég sé ekki blóðtengd þér gæti ég svo sannarlega verið það, þar sem við náðum svo vel saman. Við höfum átt margar góðar stundirnar yfir kaffi- bolla og einum mola. Það var nauð- synlegt að fá sér einn mola með kaffinu. Fyrir mér er það mjög merkilegt að hlusta á sögu þessa fólk sem hefur lifað í 100 ár, það hafa svo sannarlega miklar breytingar átt sér stað frá því að amma var ung. Ein sagan er mér og Gylfa minnisstæð, þegar þú sagðir okkur söguna um silungana 4 sem pabbi þinn veiddi daginn sem þú fæddist, merkingin á bak við það var sú að ykkur myndi aldrei skorta mat og það var það sem skipti máli þá. Mér eru minnisstæðar búðarferð- irnar okkar til margra ára. Þér þótti alltaf svo gaman að vera fínt klædd og hafðir ansi ákveðnar hugmyndir hvað færi vel eða ekki. Ef eitthvað var lagt fyrir þig í búðinni og það var ekki eitthvað sem þú gætir hugsað þér þá var það bara: „Nei, þetta er ekki fyrir mig“. Þú sagðir oft: Mig vantar nú ekki neitt, en alltaf var farið heim með eitthvað fallegt í poka. Oft hef ég sagt söguna af þér þegar þú ein jólin fékkst hinn forláta náttkjól í jólagjöf frá nokkrum barnabörnum, þá varst þú orðin rúmlega 80 ára. Þú sagðir við mig hálf feimnislega hvort að það væri ekki í lagi að skila kjólnum, þér fannst hann svo kerlingalegur. Þarna var þér sannarlega rétt lýst. Þú vildir ekki vera í neinu sem þú varst ekki sátt við, þó svo að þetta væri nú bara náttkjóll. Eins með hárið sem var þitt hjartans mál og skipti það þig miklu máli að hafa það fínt. Þegar þú bjóst í Fannborginni þá fórst þú oftast í hádeginu niður í Gjábakka að fá þér að borða, arkaðir þangað í betri fötunum. Þegar heim var komið var skipt um og farið í heimafötin og þá tók við útsaumur- inn, saumaðir hvern dúkinn á fætur öðrum, sem öllum þykir vænt um að eiga og taka upp við hátíðleg tæki- færi. Jákvæðnina við hvað sem þú tókst þér fyrir hendur getum við öll lært af þér. Hreyfing var þér mikið mál og ef ekki var hægt að fara út að labba, þá labbaðir þú bara fram og til baka á svölunum í Fannborginni og seinna á fínu veröndinni hjá Bjarna og Gillý, það segir okkur mikið um viljann. Þú varst ekkert smá-heppin að fá að eyða seinustu árunum á heimili þeirra og var það þér mikils virði. En nokkuð lengi fannst þér að þetta væri nú bara orðið gott og þoldir ekki þá tilhugsun að verða ósjálfbjarga, stolt þitt var mikið. Um leið og ég kveð þig, bið ég guð að blessa minningu þína og eins og þeg- ar við kvöddumst seinast, þá segi ég: Sjáumst seinna, elsku amma. Aðalbjörg Baldursdóttir (Bogga). Amma Svanlaug var glæsileg kona og við minnumst hennar alltaf þannig, alveg frá því við vorum smá- pollar og komum í jólaboðin í Holta- gerðinu til afa og ömmu – þar var iðulega margt um manninn á jóla- dag, afmælisdag ömmu. Spilað var og skrafað í öllum hornum enda stór fjölskylda sem þau áttu, 6 börn og 22 barnabörn. Við kynntumst ömmu síðan meira í seinni tíð, í jólaboðum hjá pabba og mömmu, þá hló hún hástöfum og naut þess að vera innan um sitt fólk. Heimsóknir okkar til hennar fyrir jólin með jólakaffið, súkkulaðið og góðgæti sem henni þótti gott að fá. Gleðin yfir að fá barnabarnabörnin í heimsókn og geta nuddað kaldar tærnar þeirra. Ömmu var sjálfri allt- af kalt á fótum en gríðarlega hjarta- góð. Ánægjulegar voru líka þær stundir sem við áttum um fjölda- mörg áramót þegar fjölskyldan skemmti sér við skraf og spila- mennsku eftir góða máltíð. Amma var alltaf kölluð „Drottn- ingin“ og bar hún það nafn með virktum. Hún var einstaklega já- kvæð manneskja sem vildi lifa lífinu. Hún bar höfuðið hátt, var teinrétt í baki og vildi líta vel út. Hún sagði að hreyfing væri líf og lifði samkvæmt því. Hún var mjög félagslynd og átti auðvelt með að eignast vini. Hún tók mikinn þátt í öllu félagsstarfi eldri borgara í Kópavogi, dansaði, söng og spilaði meðal annars. Merkilegt er að hlusta á fólk sem hefur sögu að segja, sem búið er að lifa í 100 ár, það eru miklar breyt- ingar sem átt hafa sér stað frá því að amma var ung. Saga þessa fólks er okkur yngra fólkinu mikils virði og ber okkur að varðveita það. Fyrir okkur er mjög merkilegt að hafa hlustað á þessar sögur og hvernig fólk lifði. Við getum svo sannalega tekið ömmu til fyrirmyndar. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Með þessum orðum kveðjum við ömmu Svanlaugu með virðingu og þökk. Gylfi, Anna Sigríður, Svan- laug Inga og Örn Viðar Skúlabörn og fjölskyldur. „Nú er Drottningin okkar dáin.“ Þessi setning hljómaði með saknað- arhreim í Gjábakka á mánudaginn 15. mars er fregnin af andláti Svan- laugar Einarsdóttur barst. Svanlaug var hluti af félagsstarf- inu í Gjábakka, Fannborg 8 í Kópa- vogi um árabil. Þessi glæsilega kona var ávallt glaðleg og klæðaburður hennar og fáguð framkoman hafði þau áhrif að eftir henni var tekið. Þegar hún, vegna persónulegra ástæðna, ákvað að flytja í Hvera- gerði var hennar sárt saknað af starfsfólki og gestum Gjábakka. Vissulega kemur alltaf maður í manns stað en „sama rósin sprettur aldrei aftur“ var viðkvæðið þegar nafn hennar var nefnt og að hún væri flutt. Við starfsmenn Gjábakka kveðj- um Svanlaugu og minnumst hennar með virðingu og þökk og segjum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Aðstandendum vottum við samúð. Blessuð sé minning Svanlaugar Ein- arsdóttur. F.h. starfsmanna Gjábakka, Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Svanlaug Einarsdóttir ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANLAUG ERMENREKSDÓTTIR kennari, Eikjuvogi 4, Reykjavík, lést á Skjóli þriðjudaginn 16. mars. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 23. mars kl. 13.00. Kristján Benediktsson, Baldur Kristjánsson, Svafa Sigurðardóttir, Ólöf Kristjánsdóttir, Sigurður Pétursson, Benedikt S. Kristjánsson, Sigrún Ásdísardóttir, Ársæll Kristjánsson, Ásdís Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, HULDA GUÐJÓNSDÓTTIR, Hólabraut 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. mars kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Haukur Sveinsson. Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.