Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 ✝ Erla Kristín Þor-valdsdóttir Eg- ilson fæddist á Pat- reksfirði 13. mars 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði, 14. mars 2010. Móðir Erlu var Stefanía Erlends- dóttir, f. 20. nóv- ember 1896 í Graf- arósi í Hofshreppi , Skagafirði, d. 18. febrúar 1943. Faðir Erlu var Þorvaldur Egilson Jónsson, f. 13. júní 1897 á Blönduósi, d. 6. febrúar 1971. Systkini Erlu sammæðra voru: Bolli A. Ólafsson, f. 1926, Heba A. Ólafsson, f. 1928, d. 1991, Sjöfn A. Ólafsson, f. 1929, d. 1989, Sif A. Ólafsson, f. 1931, Hera A. Ólafsson, f. 1933, Pétur A. Ólafsson, f. 1937, þau eiga tvö börn, c) Ásgerður Inga, f. 1979, unnusti Arnar Þór Egilsson, þau eiga tvo syni, d) Stef- án Einar, f. 1983, unnusta hans er Dagný Jónsdóttir. Sonur Stefáns af fyrra sambandi er Arnþór Har- aldur, f. 1966. 2) Guðrún Lofthild- ur, f. 25. janúar 1949, d. 13. ágúst 1982. Hún var gift Sverri Jónssyni, börn þeirra: a) Erla Jóna, f. 1974, unnusti hennar er Andri Ottó Ragnarsson, þau eiga einn son, b) Skarphéðinn Kristinn, f. 1981, d. 2005. Erla lauk námi í hattasaumi frá Iðnskólanum í Reykjavík og varð meistari í þeirri iðngrein. Hún starfaði síðan í Hattabúð Reykja- víkur, Tískuvöruversluninni Eros, Silfurbúðinni, Holtsapóteki og síð- ast vann hún hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík 1971-1982. Hún tók virk- an þátt í starfi Thorvaldsensfélags- ins og Oddfellowreglunnar um ára- bil og þótti afar vænt um þau félög. Útför Erlu fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 22. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 15. d. 1998. Bróðir Erlu samfeðra var Svein- björn Þorvaldsson Egilson, f. 1928. Eiginmaður Erlu var Skarphéðinn Kristinn Loftsson, f. 27. júlí 1922 að Arn- arbæli á Fellsströnd, Dalasýslu, d. 28. júní 2001. Hann var lög- regluvarðstjóri í Reykjavík. Foreldrar Skarphéðins voru þau Loftur Georg Jónsson og Kristín Ketilríður Alexandersdóttir. Börn Erlu og Skarphéðins: 1) Stefán, f. 1. apríl 1945, kvæntur Ingibjörgu Ingimarsdóttur, börn þeirra: a) Þórunn Erla, f. 1971, gift Jóhanni Samsonarsyni, þau eiga tvö börn, b) Kristín María, f. 1974, gift Róberti Grétari Péturssyni, Nú er kær tengdamóðir mín kvödd. Hún hefur verið mín trausta vinkona og hjálparhella í 40 ár. Erla fæddist á Patreksfirði, en var tekin í fóstur til föðurafa síns og ömmu, Guðrúnar Blöndal og Jóns Egilson þegar hún var tveggja ára gömul. Þar naut hún hins besta atlætis. Á sumrin var hún gjarnan fyrir vestan hjá móð- ur sinni, Stefaníu, stjúpa sínum Að- alsteini P. Ólafssyni og hinum mynd- arlega og glaða hópi hálfsystkina sinna. Minntist hún alltaf með hlýju Patreksfjarðar og fallega heimilisins í Valhöll. Er Jón afi hennar lést flutti hún með ömmu sinni til Fannýjar föður- systur sinnar og hennar fjölskyldu. Þau bjuggu í Vík við Langholtsveg, sem þá var talin sveit. Þar óx hún úr grasi. Snyrtimennska og reglufesta einkenndi heimilið og bar Erla því vitni alla tíð. Þann 10. júní 1944 giftist hún Skarphéðni Kristni Loftssyni, lög- reglumanni, síðar varðstjóra. Í Vík fæddust börnin þeirra tvö, Stefán og Guðrún, en þar bjuggu þau í 14 ár, eða þar til þau byggðu eigið húsnæði. Á brattann var að sækja við að koma eigin þaki yfir fjölskylduna og vann Erla oft utan heimilis og Skarphéð- inn starfaði mörg sumur í fríum sín- um á síldarárunum sem lögreglu- maður á Raufarhöfn. Heimili þeirra var ætíð miðstöð fjölskyldunnar og náinna vina. Í við- urgjörningi mátti aldrei neitt skorta. Erla var húsmóðir af guðs náð. Hún virtist alltaf hafa lítið fyrir hlutunum. Hún hafði yndi af að taka á móti gest- um og var alltaf gleði í kringum hana. Í eitt ár bjuggum við Stefán hjá þeim með elstu dótturina og var það okkur ómetanleg hjálp. Árið 1982 urðu þau fyrir þeirri sáru raun að missa Guðrúnu dóttur sína frá eiginmanni og tveimur ung- um börnum, átta ára og átta mánaða. Eftir það tóku þau mikinn þátt í umönnun og uppeldi þeirra. Einnig hýstu og önnuðust þau börn okkar Stefáns meðan þau voru í framhalds- skólum, þar eð við höfum lengst af búið úti á landi. Erla fylgdist af kost- gæfni með námi þeirra og þroska og gladdist mjög er vel gekk. Veganesti það er amma þeirra gaf þeim verður þeim ómetanlegt allt lífið. Höggið var þungt er dóttursonur- inn, Skarphéðinn, fórst í bílslysi árið 2005. Þá sýndi Erla mikinn styrk, sem hjálpaði fjölskyldunni mjög. Er ég lít til baka sé ég Erlu á fallega heimilinu sínu með bros á vör, fallega klædda takandi á móti fjölskyldu og vinum. Ég sé hana líka fara uppá- klædda á fundi hjá Thorvaldsens- félaginu eða Oddfellowreglunni. Ég sé hana akandi um bæinn að snúast með barnabörnin. Heilsu hennar hrakaði mjög síð- asta árið, en fram á síðasta dag fylgd- ist hún með öllu er fjölskyldan tók sér fyrir hendur. Ég kveð tengdamóður mína með djúpum söknuði og þakklæti. Ingibjörg Ingimarsdóttir. Í dag kveð ég Erlu ömmu og allar minningarnar streyma fram. Amma var mikil fjölskyldukona og fjölskyld- an var henni mjög mikils virði. Þegar ég var lítil vorum við mamma nánast daglega hjá henni en þær mæðgur voru mjög samrýndar. Þegar mamma dó þá keypti pabbi neðri hæðina í Barðavogi 30, en Erla amma og Kiddi afi bjuggu á efri hæðinni. Amma var ótrúlega sterk kona og hélt öllu gangandi á þessum erfiða tíma hjá fjölskyldunni. Hún ákvað að hætta að vinna og aðstoða pabba með okkur Skarphéðin litla bróður. Við systkinin ólumst því upp hjá pabba, ömmu og afa. Það var oft glatt á hjalla í Barða- voginum, amma var mjög félagslynd og var þannig gerð að fólk gat alltaf leitað til hennar og talað við hana. Amma hafði gaman af að taka á móti gestum og var myndarleg í mat- argerð. Þær voru ófáar stundirnar sem ég var hjá ömmu í eldhúsinu og fylgdist með henni galdra fram alls kyns kræsingar. Amma var mikið jólabarn og skreytti heimilið svo fallega hver jól, ein minning er mér mjög kær, þá sát- um við systkinin inni í stofu og ég var að lesa jólasögur fyrir litla bróður, amma var að baka inni í eldhúsi, allt var svo jólalegt og friðsælt og við systkinin vorum svo örugg í faðmi ömmu og afa. Á jólunum kemur þessi minning alltaf upp í hugann. Það var mikið fjör í Barðavoginum þegar Stefán frændi og Inga komu frá Patreksfirði á páskunum með börnin sín. Við Skarphéðinn hlökk- uðum mikið til að fá þau í heimsókn og töldum niður dagana fram að páskum. Á páskadagsmorgun var amma búin að leggja á borðstofu- borðið og skreyta það með fallegu páskaskrauti og svo setti hún páska- egg við hvern disk. Ömmu og afa fannst svo gaman þegar öll fjölskyld- an var samankomin. Þegar ég var í fæðingarorlofi vorum við sonur minn nánast daglega hjá ömmu, amma var fljót að fá vagn lánaðan sem sá stutti svaf í hjá henni og við áttum margar góðar stundir saman á þessum tíma. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það eru aðeins sex ár síðan þetta var. Amma var mér sem móðir og hún var einnig mín besta vinkona sem ég gat alltaf leitað til. Ég er þakklát fyr- ir að hafa átt hana að og fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Hér á eftir er ljóð eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur úr bókinni Tilfinning- ar sem amma hélt mikið upp á: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Erla Jóna Sverrisdóttir. Í dag kveð ég elskulega ömmu mína. Það er svo margs að minnast og hafa undanfarna daga farið um hugann margar sælar minningar. Amma mín var stórbrotin mann- eskja. Hún var okkur barnabörnun- um miklu meira en bara amma. Hún var vinkona okkar allra. Við héldum reglulega ömmukvöld síðustu ár meðan heilsa hennar leyfði þar sem mikið var spjallað og hlegið. Hún var svo ung í anda og fylgdist með öllu í kring um sig. Amma var alltaf með á hreinu hvað til stóð hjá okkur barna- börnum hennar. Amma og Sigga vin- kona hennar til áttatíu ára voru alltaf til í að vera með. Minnist ég gaml- árskvöldsins 2004 þar sem ég og unn- usti minn vorum hjá ömmu í Árskóg- unum ásamt Siggu. Eftir miðnætti spurðum við vinkonurnar hvort þær vildu koma með okkur á rúntinn til að skoða jólaljósin og virða fyrir okkur flugeldana. Það stóð ekki á þeim og skiluðum við þeim ekki heim fyrr en rétt fyrir þrjú um nóttina, eftir að hafa rúntað um alla höfuðborgina. Við unga parið og tvær áttræðar kon- ur. Talaði amma oft um þetta kvöld við mig, sagði að þetta hefði meðal annars verið eftirminnilegt að því leyti að mannlífið væri svo breytt. Eftir að hafa lifað í 86 ár hlýtur margt að hafa breyst, en amma var svo nýjungagjörn. Hún varð sem dæmi að eiga nýjustu gerð af gsm- síma, vera í nýjustu tísku og eiga flotta fylgihluti. Amma var alltaf svo fín í tauinu og hafi mikið gaman af því að skoða tískuna. Þannig náði hún að fylgjast vel með og eiga mikla sam- leið með okkur yngra fólkinu. Þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt var amma sú fyrsta sem fékk að vita af komandi erfingja. Hún fékk svo heið- urinn af því að láta aðra fjölskyldu- meðlimi vita. Henni þótti það síður en svo leiðinlegt og var hún ekki lengi að hringja í alla sem henni þótti þurfa að fá að vita að von væri á litlu hjarta- gulli. Það er mér mikils virði að amma fékk að kynnast sonum mín- um, þó svo að sá yngri hafi aðeins heimsótt hana á sjúkrabeðinn. Þar gaf hún honum koss á ennið þegar ég lagði hann á rúmið hjá henni og bað Guð um að geyma litla englakroppinn sinn, en það kallaði hún nýjustu fjöl- skyldumeðlimina gjarnan. Þetta var svo henni líkt. Hún bar mikið traust til hins al- máttuga. Nú er hún farin í hvíldina og mun þar hitta þá sem horfnir eru á braut og voru henni svo kærir. Afi mun taka vel á móti henni með hlýju og stóru faðmlagi, þar eru líka Guð- rún dóttir hennar og Skarphéðinn barnabarn hennar sem hún saknaði og syrgði í hljóði. Nú eru þau öll sam- einuð á ný. Við hin sem eftir erum munum sakna elskulegu ömmu okkar og minnast hennar ávallt með hlýju. Langar mig að enda þetta á nokkrum orðum úr bók sem amma gaf mér sem heitir Tilfinningar eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Ásgerður Inga. Hún amma mín var engum lík, hún var einstök. Það er skrýtið að hugsa sér lífið án hennar Erlu ömmu minn- ar sem ég hef verið þeirrar gæfu að- njótandi að hafa átt að í næstum 39 ár. Amma var ekki aðeins amma mín heldur einnig besti vinur minn og okkar barnabarnanna og gátum við leitað til hennar með allt milli himins og jarðar. Hún hafði alltaf brennandi áhuga á því sem við vorum að gera og fylgdist ávallt vel með þeim straum- um og stefnum sem voru í gangi hverju sinni. Heimili ömmu og afa í Barðavoginum var okkar aðalsam- komustaður og athvarf, þar átti mað- ur öruggt skjól. Amma og afi tóku okkur alltaf opnum örmum og vissu ekkert skemmtilegra en að hafa sem flesta í kringum sig enda var ávallt líf og fjör í Barðvoginum. Eftir að afi dó héldum við frændsystkinin „ömmu- kvöld“ en þá hittumst við öll heima hjá ömmu. Þessi kvöld eru ógleym- anleg í minningunni því aldrei hefur maður hlegið eins mikið og á þessum kvöldum. Amma átti stóran þátt í þessum gleðistundum vegna þess að hún var mikill húmoristi og hafði ein- stakan húmor fyrir sjálfri sér og hló yfirleitt manna mest. Alltaf var hún tilbúin til að fara með okkur í leikhús, í bæinn, út að borða eða hvert sem við vorum að fara, hún var opin fyrir öllu. Amma var líka einstaklega sterk og raunsæ kona sem stóð ávallt sterk, sama hvað bjátaði á, það sá maður þegar stór áföll urðu í fjölskyldunni. Ég kveð hana ömmu mína með miklum söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig, fyrir að vera mér einstök fyrirmynd og besti vinur sem hægt er að hugsa sér. Minningarnar eru ótal margar og geymi ég þær með mér um ókomin ár. Þórunn Erla. Það blandast saman mikill söknuð- ur og þakklæti þegar ég hugsa til elsku ömmu minnar. Heimili ömmu og afa í Barðavogi var alla tíð griða- staður okkar systkinanna. Það var ómetanlegt fyrir okkur að fá að búa hjá þeim á menntaskólaárunum og ekki spillti fyrir að frændsystkini okkar bjuggu í sama húsi. Amma og afi hljóta að hafa verið gædd mikilli þolinmæði, því oft gekk mikið á þegar allur hópurinn var saman kominn. Amma var ein myndarlegasta hús- móðir sem ég hef kynnst. Það var alltaf allt svo fínt og strokið hjá henni og alltaf nóg til af heimabökuðu bakkelsi, en samt virtist sem hún hefði ekkert fyrir því. Það lék líka allt í höndunum á henni, þannig gat hún hrist fram úr erminni glæsileg veislu- borð úr litlum efniviði. Hún var líka mikil listakona og liggja eftir hana óteljandi fallegir hlutir. Amma var líka mjög dugleg að föndra með okk- ur þegar við vorum lítil og voru það algjörar sælustundir, því hún var svo hugmyndarík og endalaust þolinmóð við okkur. Það sem einkenndi ömmu helst var hversu félagslynd hún var og vildi hún fyrir alla muni ekki missa af neinu skemmtilegu. Hún var alltaf búin að gera plön langt fram í tímann og ef einhvers staðar á dagatalinu virtist vera laus stund þá var hún ekki lengi að finna sér eitthvað skemmtilegt til að fylla þar upp í. Amma var alltaf svo hress og skemmtileg og aldrei nein lognmolla í kringum hana. Amma hafði nefnilega mikinn húmor og sérstaklega húmor fyrir sjálfri sér. Við barnabörnin sóttum mikið til ömmu, enda skipaði hún stóran sess í lífi okkar allra. Hún fylgdist líka vel með öllu sem var að gerast í lífi okkar og alveg fram á síðasta dag vissi hún Erla Egilson HINSTA KVEÐJA Þegar komstu þá var hlýtt, þau voru okkar kynni, allt var göfugt, gott og blítt er gafst í návist þinni, ef að jarðlífs mæddu mein mest var kærleiksdáðin, skorinorð og hjartahrein hollust gafstu ráðin. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Sverrir Jónsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Vatnsnesi Sólheimum 20 Reykjavík lést á líknardeild Landakots laugardaginn 20. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 26. mars kl. 13.00 Jóhann Hjartarson, Bjarnfríður Jóhannsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Jóhann Jóhannsson, Jóna Lúðvíksdóttir, Málfríður Jóhannsdóttir, Ragnar Snær Karlsson, Hjörtur Magni Jóhannsson, Ebba Margrét Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín JAKOBÍNA HALL IAGUESSA Knoxville Tennesee Lést laugardaginn 6. mars sl. Kristján K. Hall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.