Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 26
Söngleikurinn Gauragangur er byggð-ur á vinsælli skáldsögu Ólafs HauksSímonarsonar sem kom út seint áníunda áratugnum. Hann var fyrst settur upp í Þjóðleikhúsinu 1994 og var skrif- aður með því hugarfari að fá ungt fólk í leik- hús. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var það ekki einungis ungt fólk sem kunni að meta verkið heldur náði það einnig til breiðari aldurshóps. Höfundurinn Ólafur Haukur er sérstaklega fær í að fjalla um venjulegt fólk í venjulegu umhverfi sem flestir kannast við á einn eða annan hátt. Hann sér spaugilegar hliðar á tilverunni en einnig þær sem dekkri eru. Leikritið hefur verið sett upp víða um land á síðustu árum en nú er komið að Borgar- leikhúsinu að gera verkinu skil undir leik- stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Sagan fjallar um unglinginn Orm Óðinsson og félaga hans. Ormur er ódæll hrokagikkur að mati kennara sinna, snillingur í augum vina hans og óþolandi að mati sumra skóla- félaga. Ormur er ljóðskáld og hugsjónamaður en orðsnilli hans kemur honum í vandræði á margan hátt. Heimurinn er meingallaður eins og hann sér hann og því er erfitt að fóta sig í honum. Þetta er þroskasaga því Ormur sér að lok- um að lífið er ekki svart og hvítt, það eru aðrir litatónar sem vissulega er hægt að sætta sig við. Með hlutverk Orms fer Guðjón Davíð Karlsson. Síðan hann útskrifaðist árið 2005 hefur hann oft sýnt að hann er fær gam- anleikari með góða söngrödd og hefur vald á blæbrigðum tilfinningaskalans. Hér bregst honum ekki bogalistin. Hallgrímur Ólafsson fer með hlutverk Ranúrs, traustasta félaga Orms sem er um leið nokkurs konar sam- viskurödd hans, a.m.k. þegar kemur að sam- skiptum við hitt kynið. Hallgrímur fer mjög vel með hlutverk sitt og gefur ekkert eftir í söng og dansi. Birgitta Birgisdóttir er lifandi og skemmtileg í hlutverki sínu sem Halla, vinkona Orms og Ranúrs, og er enginn eft- irbátur félaganna í uppátækjasemi. Í sýningunni eru yfir 20 leikarar og væri of langt mál að fjalla um ágæti hvers og eins. Þó verður að minnast á nokkra í viðbót. Kristín Þóra Haraldsdóttir er hreint út sagt frábær í hlutverki Ástu, systur Orms. Hún sýnir á fallegan hátt hlýju og húmor þess- arar seinþroska persónu sem heillar alla í kringum sig. Valgerður Guðnadóttir sem leikur ofurskutluna Lindu sýnir það enn og aftur að söngrödd hennar og leikgleði er til fyrirmyndar. Jóhann Sigurðarson er óborg- anlegur sem Gummi leikfimikennari og Berg- ur Þór Ingólfsson fer vel með hlutverk hins taugaveiklaða kennara. Jóhann og Bergur syngja saman frábæran dúett um armæðu sína í skólastarfinu. Nýliðarnir í verkinu þau Guðrún Bjarnadóttir (Gunnfríður systir Orms) og Walter Geir Grímsson (Knútur unnusti hennar) eru skemmtileg í hlut- verkum sínum. Söngur og dans eru veigamiklir þættir verksins. Þarna hefur verið vel unnið og gaman að sjá svo samhæfðan hóp á sviðinu. Í verkinu eru persónurnar dæmigerðar staðalímyndir, taugaveiklaður kennari, kenn- arasleikja, óhaminjgusöm móðir, ógæfumað- ur, íþróttafrík, snobbhænsn og svo mætti lengi áfram telja. Þetta er vissulega einföld- un á margbreytileika mannlífsins en í söng- leik sem þessum virkar þetta vel. Þarna kemur til kasta Filippíu I. Elísdóttur bún- ingahönnuðar og Elínar Sigríðar Gísladóttur sem sér um gervin. Ný dönsk semur tónlistina og eru mörg lögin grípandi. Þó eru nokkur þeirra heldur of keimlík. Hljómsveitin á sviðinu er þétt og kraftmikil. Stundum var tónlistin aðeins of hávær svo erfitt var að heyra söngtexta, að- allega í hópsöngsatriðum. Leikmynd Snorra Freys er einföld og hag- kvæm. Húsgögnum er rúllað inn á sviðið og öll sviðstækni er notuð til hins ýtrasta: snún- ingur, sviðsop í gólfinu og flugið svokallaða. Baktjaldið er þannig gert að leikarar geta gengið í gegnum það en um leið er það einn- ig notað sem tjald fyrir frábæra myndbands- hönnun Henriks Linnet. Magnúsi Geir hefur tekist vel upp í leik- stjórn sinni enda með góðan hóp leikara og listrænna stjórnenda. Að lokum má bæta við að í leikskrá er ýmislegt skemmtilegt, m.a. grein eftir menntaskólanemann Guðmund Felixson sem fjallar um það hvað það er að vera unglingur. Gauragangur er þéttur og skemmtilegur söngleikur með sögu úr hversdagslífinu sem höfðar jafn til ungra sem aldinna. Hörkustuð á fjölum Borgarleikhússins Gauragangur Þéttur og skemmtilegur söngleikur með sögu sem höfðar til ungra sem aldinna. Borgarleikhús Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson bbbbn Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafs- son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson, Rúnar Freyr Gíslason, Dóra Jóhannsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Pétur Einarsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Birgitta Birgisdóttir, Walter Grímsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Guðrún Bjarnadóttir, Ellert A. Ingi- mundarson, Þorsteinn Gunnarsson, Jóhann Sig- urðarson og Örn Árnason . Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Myndband: Hen- rik Linnet. Danshöfundur: Margrét Bjarnadóttir. Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir. Hljómsveit: Börkur Hrafn Birgisson, Ingi Björn Ingason, Krist- inn Agnarsson, Stefán Már Magnússon, Þorbjörn Sigurðsson. Hljóð: Thorbjørn Knudsen. Tónlistar- stjórn: Jón Ólafsson . Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Frumsýning 19. mars 2010. INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST Sími 462 3500 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 Daybrakers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára The Good Heart kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára From Paris With Love kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Legion kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára Nikulás litli kl. 6 LEYFÐ Lovely Bones kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Daybreakers kl. 8 - 10:15 B.i.16 ára The Good Heart kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.10 ára Precious kl. 5:30 - 8 B.i.12 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 10:30 B.i.14 ára Mamma Gógó (síðustu sýningar) kl. 6 LEYFÐ Bounty Hunter kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára The Green Zone kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára From Paris With Love kl. 6 B.i. 16 ára Artúr 2 kl. 4(550kr) LEYFÐ Skýjað með kjötbollum á köflum kl. 4(550kr) LEYFÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI STANLEY TUCCI MARK WAHLBERG STANLEY TUCCI BYGGÐ Á METSÖLUBÓKINNI SVO FÖGUR BEIN HHHH EMPIRE RACHEL WEISZ SUSAN SARANDON FRÁBÆR MYND Í ANDA “THE MATRIX” OG “28 DAYS LATER” ÁRIÐ ER 2019 OG VIÐ ERUM VERÐMÆTASTA AUÐLINDIN BARÁTTAN MILLI MANNKYNSINS OG HINNA ÓDAUÐLEGU ER HAFIN SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI SÍÐUSTU SÝNINGAR SÝND SMÁRABÍÓI Besta leikkona í aukahlutverki Besta handrit 2 ÓSKARSVERÐLAUN SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM HHH -Dr. Gunni, FBL HHHH -H.S.S., MBL HHHH -Ó.H.T. - Rás 2 HÖRKU SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.