Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ELDGOSIÐ á Fimmvörðuhálsi raskar daglegu lífi fólks á rýming- arsvæðinu í Rangárþingi eystra. Íbúarnir þurftu að yfirgefa heimili sín í snarhasti og gista annars stað- ar og komust ekki heim aftur fyrr en síðdegis í gær. Íbúar fjórtán bæja fengu ekki að sofa heima í nótt. Fólkið tekur hlutunum með ró en vonar að eldgosið fjari fljótt út svo lífið komist aftur í fastar skorð- ur. Engin umferð var um þjóðveginn undir Eyjafjöllum eftir hádegið í gær og fáir bílar heima á bæjunum. Það var sýnilegasta táknið um hættuástand vegna eldgoss á Fimmvörðuhálsi, ofan við Eyjafjöll- in. Lágskýjað var yfir Fjöllunum og ekki sást til eldstöðvanna. Ekki sást heldur í reykjarstrókinn. Síðdegis í gær var umferðin orðin meiri, enda búið að opna þjóðveginn og dregið hafði verið úr viðbúnaði. Svartur reykjarmökkur frá eld- stöðvunum sást hins vegar vel síð- degis þegar ekið var inn Fljótshlíð- ina. Þá loksins teiknaði hann sig vel frá skýjunum sem verið höfðu dökk framan af degi. Enn sást ekkert til eldsins. Bjarminn frá eldstöðvunum hafði sést vel um nóttina, á stóru svæði. Þá urðu bændur í Fljótshlíð varir við smávegis ösku í lofti og fundu brennisteinslykt. „Tæmum ísskápinn“ „Við sitjum hér í góðu yfirlæti hjá Önnu Birnu og Sigga og tæmum ís- skápinn,“ sagði Helga Haraldsdóttir frá Núpakoti þegar blaðamenn Morgunblaðsins litu inn í Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Hún sat ásamt fjölskyldu sinni og nágrönnum í stofunni og fylgdist með fréttum af gosinu í Sjónvarpinu. Heimilisfólkið í Núpakoti og á Þorvaldseyri fór í Varmahlíð í fyrri- nótt, eins og til var ætlast. Þar voru fyrir Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík og Sigurður Jakob Jónsson og tvö börn þeirra, en þau eiga sitt annað heimili í Varmahlíð. Pétur Freyr Pétursson í Núpa- koti segist hafa fengið smáskilaboð frá Neyðarlínunni um klukkan tutt- ugu mínútur yfir tólf. „Ég hélt að þetta væri gabb og þegar ég sá enga hreyfingu á Þorvaldseyri hringdi ég í Neyðarlínuna og fékk þetta staðfest,“ segir Pétur. Þegar betur var að gáð sáu þau örlítinn roða á skýi í norðaustri. Til þess að sjá bjarmann varð þó að fara út í myrkrið. Búið að fara yfir áætlunina Rýmingin gekk vel enda var ný- lega búið að efna til funda og fara yfir áætlunina með íbúum. Heimilisfólkið í Núpakoti og á Þorvaldseyri fékk ekki að sofa heima í nótt, af öryggisástæðum. Íbúðarhús þess eru meðal þeirra fjórtán sem áframhaldandi rýming nær til. Ekkert minnir á eldgos  Fámenni undir Eyjafjöllum og lítil umferð er helsta tákn um náttúruhamfarir  Lífið fer úr skorðum þegar rýma þarf hús og fara frá búi  Fólkið tekur hlutunum með ró og vonast til að gosið fjari fljótt út Morgunblaðið/Ómar Fréttir Sigurður Jakob Jónsson í Varmahlíð fylgdist með fréttunum með unga fólkinu, Einari og Ingveldi Önnu Sigurðarbörnum og Pétri Loga Péturssyni. Rýming Gestkvæmt var í gær í Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Þangað komu nágrannar sem þurftu að rýma hús sín, Pétur Freyr Pétursson og Helga Haraldsdóttir frá Núpakoti og Guðný Valberg, Hanna Lára Andrews, Ólaf- ur Pálsson og Páll Eggert Ólafsson frá Þorvaldseyri. „GOSIÐ er á fínasta stað, eins og túristagos. Ég átti ekki von á að það yrði svona austarlega og norðar- lega,“ segir Þórarinn Ólafsson, kornbóndi í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Hann var staddur hjá kunningja sín- um í Landeyjum á laugardagskvöldið. Ólafur Gunn- arsson, faðir hans, var heima í Drangshlíð, ásamt gest- komandi foreldrum sínum, Gunnari Sæmundssyni og Ástu Halldóru Ágústsdóttur. Þórarinn lét föður sinn vita og fór síðan á Hvolsvöll. Ólafur segist síðan hafa fengið staðfestingu á þessu frá bróður sínum í Reykjavík sem hafði séð fréttir um eld- gosið og hringt til að spyrjast fyrir um málið. Hann við- urkennir að það hafi fyrst komið upp í hugann að þetta væri æfing enda hafði almannavarnanefndin nýlega fundað með íbúum og farið yfir rýmingaráætlun. „Það fór ekki á milli mála að eitthvað var að gerast. Björg- unarsveitarbíll ók um með blikkandi ljós. Þegar ég fór síðan til að setja traktorinn inn fyrir Þórarin kom bíla- lestin og stefndi til nágranna míns,“ segir Ólafur. Drangshlíð er talin á öruggu svæði og þangað er stefnt fólki af næstu bæjum þegar rýma þarf íbúðarhús. Hélt fyrst að tilkynningin um rýmingu væri æfing Morgunblaðið/Ómar Erfitt að trúa Ólafur Gunnarsson og Þórarinn Ólafsson eru kornbændur í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. „ÉG sá fljótt að gosið var ekki framan til í jökl- inum og ógnaði okkur því ekki,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri og oddviti Rang- árþings eystra. Eldgos í Eyjafjallajökli eru þekkt og jarðskjálftar und- anfarnar vikur hafa minnt íbúana sem undir honum búa á þá stað- reynd. „Við höfum verið mánuð í spennitreyju,“ segir Ólafur um að- draganda gossins. „Börnin hafa verið að spyrja um þetta og við þurfum að hafa gætur á þeim og hjálpa þeim í gegn um þetta,“ seg- ir oddvitinn. helgi@mbl.is Sá fljótt að gosið ógnaði okkur ekki Ólafur Eggertsson „EYJAFJALLAJÖKULL er jökull- inn minn. Ég er ekki hrædd við hann,“ segir Oddný Jónsdóttir. Hún var í sumarbústað í Skógum um helgina ásamt eiginmanni sínum, Sveini Ingimarssyni, og þremur börnum. Þau fóru til Víkur ásamt öðrum íbúum í Skógum en komu við í bústaðnum á leiðinni í bæinn, þegar þjóðvegurinn var opnaður í gær. Oddný er alinn upp í Skógum og segist vera hræddari við Kötlu en Eyjafjallajökul. Eldgosið var mikið ævintýri fyrir börnin og búast má við að það lifi lengi í minningunni. Aldrei hrædd við Eyjafjallajökul Morgunblaðið/Ómar Í Skógum Oddný Jónsdóttir og Ingimar Sveinsson á heimleið. Eldgos á Fimmvörðuhálsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.