Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 nýjar vörur vorbæklingurinn kominn Opið: má-fö. 12-18 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is í bústaðinn - á heimilið • Rótgróið fyrirtæki í innflutningi og framleiðslu óskar eftir meðfjárfesti til næstu ára. Nánari upplýsingar á www.kontakt.is • Fjárfestar óskast að vænlegum fyrirtækjum til að ljúka afskriftarferlum við bankana. • Rótgróið ræstingafyrirtæki með góða samninga. Ársvelta 100 mkr. • Innflutningsfyrirtæki á matvöru með eigin verslun. Ársvelta 80 mkr. • Lítil efnalaug. Auðveld kaup. • Heildverslun með neytendavörur og góða markaðshlutdeild. Velta 200 mkr. EBITDA 30 mkr. • Hluthafi óskast að rótgrónu framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. EBITDA 40 mkr. Litlar skuldir. • Rótgróið bakarí með góðan hagnað. • Heildverslun með fatnað og vefnaðarvörur. Ársvelta 100 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir heimili. Ársvelta 70 mkr. • Lítil heildverslun með snyrtivörur. • Heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 250 mkr. • Þekkt iðnfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til almennings. Ársvelta 350 mkr. • Innflutnings- og þjónustufyrirtæki. Ársvelta 220 mkr. • Rótgróið útgáfafyrirtæki tengt ferðaþjónustu. EBITDA 5 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki með bygginga- og viðhaldsvörur. Ársvelta 90 mkr. Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is „GILDI skáta- starfsins falla aldrei úr gildi enda hefur þátt- taka í starfinu aukist mikið á allra síðustu ár- um,“ segir Bragi Björnsson, sem kjörinn var skátahöfðingi Ís- lands á Skátaþingi sem lauk í gær. Hann fékk 49 atkvæði þegar kjörið var í embættið, einu fleira en mótherji hans, Hrólfur Jóns- son, sviðsstjóri hjá Reykjavík- urborg og áður slökkviliðsstjóri. Bragi er 42 ára og hefur starfað innan skátahreyfingarinnar í 30 ár. „Ég byrjaði tólf ára í skátafé- laginu Ægisbúum í Vesturbænum í Reykjavík, sem seinna þróaðist út í að ég tók að mér foringjastörf ýmiskonar,“ segir Bragi sem starfaði lengi sem yfirlögfræð- ingur hjá skattyfirvöldum en und- anfarin ár hefur hann sinnt lög- mennsku á eigin stofu. „Skátastarfið hefur gert mér ákaf- lega gott,“ segir Bragi. sbs@mbl.is Bragi kjörinn nýr skátahöfð- ingi Íslands Bragi Björnsson „MÁLEFNAGRUNNUR flokksins hefur sannað gildi sitt en ég stefni á að skerpa tóninn í málflutningnum,“ segir Sigurjón Þórðarson, nýr for- maður Frjálslynda flokksins. Sigurjón var einn í framboði og því sjálfkjörinn. Ásta Hafberg var kjör- in varaformaður og Grétar Mar Jónsson var sjálfkjörinn í embætti ritara. Sigurjón segir fyrsta verkefn- ið að virkja fleiri til starfa fyrir flokk- inn. Það sé nauðsynlegt þar sem stefnt sé á framboð í næstu sveit- arstjórnarkosningum og alþingis- kosningum. „Ekki veitir af nýju blóði í Reykjavík og víðar. Fjármál sveita- félaganna eru afar erfið núna og þau mörg hver skuldsett upp í rjáfur. Sjá þarf til lands hvað það varðar og koma verður þessum loforðastjórn- málum frá í bili.“ svanbjorg@mbl.is Málefnin sannað sig Sigurjón Þórðarson Nýr formaður. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ATVINNULEYSIÐ á landinu er nú einna mest í Reykja- nesbæ. En þótt margir búi nú við skert kjör virðist ekki sem ástandið hafi valdið miklum erf- iðleikum í tengslum við ferming- arundirbúning, að sögn Skúla Ólafs- sonar sóknarprests. Margir leysi vandann með því að fara rólega í sak- irnar, haldi t.d. veisluna heima og fái aðstoð hjá vinum og vandamönnum. Hann segir að kreppan hafi valdið því að talsvert meira hafi verið um að fólk úr félagsmálaþjónustunni og aðr- ir sem vinni með Hjálparstarfi kirkj- unnar í sveitarfélaginu hafi þurft að aðstoða fólk fyrir jólin. En ekki hafi borið meira á slíkum beiðnum vegna ferminga. „Fermingar byrja ekki hjá okkur fyrr en eftir páska,“ segir Skúli. „Sjálfur hef ég ekki orðið mikið var við að fólk eigi í erfiðleikum með að fjármagna veislurnar. En strax í fyrra buðu einstaklingar í veitingaþjónustu á svæðinu fram krafta sína ef við vissum um einhverja sem ættu undir högg að sækja. Þeir gáfu stóran hluta af veit- ingunum í þær veislur. Þetta var mjög höfðinglegt. Það hafa komið einhver erindi til okkar vegna ferminganna en þetta er alls ekki einhver skriða. Fólk reynir að gera daginn ógleyman- legan með einhverjum öðrum hætti en að vera með rán- dýra veislu, bakar sjálft og er með veislu í heimahúsi.“ Halda utan um Velferðarsjóð Keflavíkurkirkja heldur utan um svonefndan Velferð- arsjóð á Suðurnesjum sem lögð voru drög að þegar í des- ember 2008. „Við söfnuðum með frjálsum framlögum og stuðningi frá ýmsum félagasamtökum 20 milljónum króna og höfum úthlutað alls 10 milljónum af því fé til einstaklinga og fjölskyldna hér á svæðinu. Þetta hefur dugað vel og svo erum við alltaf með hefðbundnar út- hlutanir í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar sem vinnur á svipaðan hátt og Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík.“ „Fólk bakar sjálft og er með veislu í heimahúsi“  Margir laga sig að kreppunni með minna bruðli í tengslum við fermingar en sumir verða þó að leita sér aðstoðar Þótt verulegt atvinnuleysi sé nú á Suðurnesjum og margir í miklum fjárhagsvanda virðist fólk yfirleitt reyna að finna eigin leiðir til að gera fermingardag barnanna eftirminnilegan. Skúli Ólafsson Við veitum fermingarstyrki eins og við höfum allt- af gert, líka fólki af landsbyggðinni,“ segir Ragn- hildur Guðmundsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd. „Það er víða svo erfitt, okkur fannst þetta reyndar byrja haustið 2007. Það er töluvert um að fólk þurfi núna aðstoð vegna ferminga. Við látum fólkið hafa Bónuskort þannig að það geti keypt ýmislegt vegna veitinga í veislunum.Við höfum líka gert samninga við verslanir, keypt gjafakort handa fermingarbörnunum. Þau geta þá valið sér sjálf föt, við náðum þannig samningi við verslanir Sautján. Þær gefa góðan afslátt og við leggjum pening á móti.“ Víða erfitt hjá fólki Morgunblaðið/Jim Smart Á fermingardaginn Kirkjan og fyrirtæki hafa aðstoðað fólk fjárhagslega við fermingarundirbúninginn. Myndin er úr safni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.