Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 8
4 málið ekki sízt vegna þess, að sömu ein- kenni eru að brennimerkja sjálfa þjóðar- sálina. II. Við lifum á öld talnanna. Með auk- inni tæknimenntun hefur vegur raunvís- indanna orðið meiri og meiri, gengið út í öfga og haft lamandi áhrif. Jafnvel ein- staklingurinn getur glatað nokkru af gildi sínu þegar kaldir fingur talnanna hafa krufið hann með "óskeikulleik" sínum, sett gáfnafar hans og mannkosti upp í töflur og "skema" og neglt. skoðanir hans á kóordínatakerfi. Fyrir utan þá beinu hættu, sem stafar af slí'kum vinnubrögð- um, er fleira sem kemur til greina. Þetta ofræði talnanna hefur einnig haft sín óbeinu áhrif. Það hefur dregið vaxt- arbroddinn ur hinni "húmanistísku" menn- ingu og gert mörg af hinum óáþreifanlegu verðmætum okkar að yfirborðsfyrirbrigð- um, en það eru emmitt. mörg af þessum óáþreifanlegu verðmætum, sem eru forsendur þess, að við getum kallað okkur sjálfstæða þjóð. Eitt ágætt dæmi um þessa hrörnun er hin þverrandi þjóðernis- kennd. Að vísu er sjaldan meir en nú glamrað um elsku til fósturjarðarinnar, en flest er þó mælt án þess að nokkur eldur bui á bakvið. Þjóðmálaskúmar og kjaftaaskar slá gjarnan á strengi þjóð- armetnaðar með því að umvefja forn af- rek dýrðarljóma. Fjármálabraskarar gera íslendinga að forsögulegum aftur- göngum með því að flytja forn afrek þeirra út í skrautumbúðum handa útlend- ingum, sem hugsa með pyngjunni. Ferða- menn eru látnir syngja landi og lýð lof- gerðarsöngva. Landslýður dýrkar sjálfan sig vegna afreka liðinna kynslóða, stend- ur á haus og hrópar : "Sjáið hvað við erum stór". Vissulega er þetta fram- ferði hlálegt en það er of alvarlegs eðlis, til þess að hægt sé að hlæja að þvíýað minnsta kosti fyrir okkur Islendinga. Þessi nýtilorðna meirimáttarkennd hefur fært. okkur í ógöngur og látið okkur fremja hvert axarskaftið á fætur öðru. Til dæmis höfum við varpað hlutleysis- stefnu okkar fyrir borð^til þess að laga það i skjóli stríðsvopna, sem okkur þykir miður fara í heimsmálunum. Þannig höf- um við raunverulega fallizt á að rök- semdafærsla vopnanna skuli í heiðri höfð. Þetta er smáþjóðiin, sem aldrei hefur haft eigin her og ætti þess vegna að vera sjálfkjörinn fulltrúi friðar og vopnleysis á alþjóðavettvangi. Það megum við muna að ekki unnum við snefil af sjálfstæði okkar með vopnavaldi og sizt ástæða nú til þess að taka upp á hernaðardýrkun né gerast taglhnýtingar stríðsvelda, hvorki í austri né vestri. Þannig má segja að hm ósanna þjóðerniskennd hafi fært okkur á refilstigu, svæft þjóðina og látið hana staðna í yfirborðskenndri forn- aldardýrkun. Rétt mat og virðing fyrir afrekum fyrri kynslóða eru að vísu sjálf- sagðir hlutir, en þegar minning þeirra er okkur aðeins aðdáunarefni en ekki sífrjó hvöt til hliðstæðra afreka í samtíðinni, er sú minning ekki lengur á heilbrigðum grunni reist. III . Bókmenntir og listir Islendinga hafa ekki heldur farið varhluta af hinu nýja svipmóti þjóðlífsins. Allt fram að þessu höfum við átt ágæta rithöfunda og skáld en list þeirra hefur átt það sammerkt, að hún hefur verið í nánum tengslum við menningarástand þjóðarinnar og jafnan verið hæsti tindur eða undanfari nýrra þjóðfélags- eða menntahreyfinga. Listamennirnir hafa verið þjóðlegir og alþjóðlegir í senn. Þjóðlegir á þann hátt, að list þeirra er spegilmynd hugð- arefna og baráttu fólksins og alþjóðlegt gildi þeirra liggur í listrænum vinnu- brögðum og almennum boðskap. En nú hefur skipazt veður í lofti. Síðustu árin hafa fá efnileg skáld eða rit- höfundar kvatt sér hljóðs. Að vísu dufla enn margir við skáldskapargyðjuna, en flest sem eftir hina yngri listamenn ligg- ur, er óeðlilega fálmkennt og bragðlaust og hefur lftinn hljómgrunn fengið. Astæð- una til þessa tel ég tvíþætta : Annars vegar eru listamenn, er fást við vanda- mál, sem ekki eiga lengur hliðstæður í daglegum hugðarefnum þjóðarinnar, hafa ef til vill átt það en fyrri listamenn þá tekið til meðferðar. Þessi fyrri hópur eru þá eftirlegukindurnar, sem fylgjast ekki lengur með straumum þjóðlífsins. Stundum eru sknf þeirra stælingar á eldri og þá rétt tímasettum verkum, eða unnin undir mjög sterkum áhrifum frá þeim. Um þennan hóp er það að segja,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.