Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 33

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 33
-29 - utanhúss a haustin, þegar lokið var nið- urröðun í bekki skólans og var efni henn- ar krýningarathöfn. Gerðu skólasveinar sér leiksvið á upphækkun milli húsgafla Stórabúrs og Reflaskemmu. Þar var efsti maður í efra bekk, öðru nafni Supremus. krýndur til konungs, en aðrir léku ýmsa embættismenn andlegrar og veraldlegrar stéttar, stiftamtmann, bisk- up, dómendur o. s.frv. Ein mesta skemmtun næturinnar var ræða, er bisk- up hélt og nefndist Skraparotsprédikun. Ræða þessi var í gamansömum tón með hátíðlegu prédikunarformi: prólógus, texta, exordium og útleggingu. Sagt er, að Skraparot hafi verið músahræða 1 Skálholti, en rottur gerðu skólapiltum þar oft. gramt í geði. Skraparot, sem var ferleg ásýndum, var í miklum metum hjá skólapiltum, og færðu þeir henni gjafir á Herranóxt sem þakklætisvott fyrir vel unnið starf. Arið 1785 flutt:st Skálholtsskóli til Reykjavíkur og hófst þá skólahald á Hólavell:. Hélzt þá Herranótt áfram um skeið, en núa þegai skólinn var fluttur í jafn fí'nan kaupstað og Reykjavílt var í þá daga, þotti skraparotsprédikunin ekki við eiga. f þess stað voru fiutt "atriði úr einhverjum gamanleik". Sveinn Pálsson segir frá þessu í ferðabók sinni, er hann var viðstaddur Herranótt í Hólavallarskóla 17. október 1791 : ". . . . Leikurinn er fólginn í krýn- ingu og er sá efstí f skólanum ávallt kóngur. Um leið og kórúnan er sett á höfuð kóngi. og honum fenginn veldissprot- inn og ríkiseplið f hendur er haldin stutt en viðeigandi ræða á latínu. Síðan ganga tignustu menn hver á eftir öðrum fyrir kónginn og færa honum heillaóska- kvæði á latínu. Þess á milli ganga allir f fylkingu fram og aftur endilangt gólfið og einnig út og umhverfis skólann með söng og hljóðfæraslætti, ef unnt er að fá hann. Þá er og hleypt af nokkrum skot- um. Sumir lærisveinanna sýna atriði úr einhve^jum gamanleik, en hver getur vænzt þess, að unglingar þessir, sem ekki v.ita, hvað leikhús er, sýni fullkom- inn smekk í meðferð leiksins. . . . . " Atriði það, er Sveinn segir frá f ferðabók sinni, gæti hafa verið Bjarglaun- in ( öðru nafni Brandur ) eftir Geir Vída- lín ( 1761-1823 ), en um þær mundir var Geir nýkominn heim frá námi og nýorð- inn dómkirkjuprestur í Reykjavík. Arni Helgason, stiftprófastur, segir, að leik- rit þetta, sem var einþáttungur, hafi ver- ið "fyrsta gleðispil, sem í skólanum ( i. e. Hólavallarskóla ) var leikið". Allir kannast við hin vinsælu leikrit Sigurðar Péturssonar ( 1759-1827 ) Hrólf og Narfa, en þau urðu einmitt til um þessar mundir. Bæði þessi leikrit samdi hann fyrir skólapilta f Hólavallar- skóla að beiðni þeirra, en hann bjó þá í skólanum hjá Gfsla Thorlacius, skóla- meistara. Sigurður hefur vafalaust ver- ið lífið og sálin í leikstarfsemi skóla- pilta. Hann kom á þeirri breytingu á Herranæturhaldinu, að þeir skólasveina, er gengu næst kóngi að tign, voru nefnd- ir ráðgjafar, en ekki sýslumenn, eins og verið hafði og voru nöfn þeirra á dönsku, svo sem Indenrigsminister, Krigsminister og Udenlandsminister. Skyldi sá síðastnefndi hylla kónginn á dönsku. Hefur ráðstöfun þessi eflaust skotið stiftsyfirvöldunum skelk í bringu og stuðlað að því, að Herranóttin var afnumin, en að þvf mun vikið nánar hér á eftir. Sigurður varð stúdent frá Hróars- kelduskóla 1799 og lögfræðiprófi lauk hann frá Hafnarháskóla níu árum sfðar. Hefur hann eflaust komizt í kynni við kómedíur Holbergs ( 1684-1754 ) á Kaup- mannahafnarárum sínum, enda eru leik- rit hans víða í Holbergskum anda. Hann var skyldur Stefáni Olafssyni í Valla- nesi í móðurætt, svo að skáldhneigðin hefur verið honum í blóð borin. Þykja leikrit hans bera mjög af verkum sr. Snorra og Geirs Vfdalfn, og er fyrst með tilkomu þeirra hægt með sanni að tala um íslenzka leikmennt. Má nærri geta, að leikrit hans höfðu ómetanlegt gildi fyrir íslenzka leiklist á frum- bernskuárum hennar. Hrólfur hét í öndverðu Slaður og trú- girni, comædia í 3ur flokkum og var frumsýndur 5.des. 1796. Narfi eður sá narraktugi biðill var frumsýndur 28.jan. 17 99 í annari kennslustofu skólans. Var leikið við kertaljós, eins og endranær. Haustið 1799 var Herranótt haldin í síðasta sinn. Var orsökin til þess sú, að í lok Herranætur það ár lýsti sá skólasveina, er kjörinn hafði verið kóng-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.