Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.10.1962, Qupperneq 24

Skólablaðið - 01.10.1962, Qupperneq 24
- 20 Þegar kroppar kjaga'um fold, og konur toppum skarta. A mér hoppar allt mitt hold og mitt stoppar hjarta. Bakkus konungur: Drjúglega ég drakk í nótt, djöfla mikill her. Með hamri'og nöglum hamast ótt, í höfðinu á mér. En næst drekk ég meira og næst drekk ég ver, og næst klikkar fleira í hausnum á mér. Og loks verð ég róni og loks svo ég fer, að lokum - Ö Bakkus - í faðminn á þér. Eg geng hér á götunni dapur, gegnblautur kaldur og sár. Og vindurinn næðir mig napur nú vildi'ég brennivinstár. Sig. R. Atombullið i særir sál, saur á þjóðarlimnum. íslenzkt rím er aðalmál, englanna á himnum. Þráinn. HERRANOTT. . . . , frh. af bls. 30. piltum til gildis eftir sýninguna. tJt úr gildi þessu spannst hið illræmda pereat, þegar skólasveinar undir foryztu Arnljóts Ölafssonar gerðu uppsteit gegn Svein- birni Egilssyni, rektor sínum. Eins og sjá má, var Holberg nytja- mest kind í kví leikritahöfundanna og önnuðust skólapiltar sjálfir þýðingar. 1845 var sýnd kómedían Pakk eftir Thomas Overskou. Meðal þýðenda var Benedikt Gröndal. Aðgöngumiðar kostuðu þrjú mörk fyrir sæti og tvö mörk fyrir stæði. Þjóðólfur getur þess, að flestir heldri menn staðarins hafi farið tvisvar EMBÆTTISMANNATAL, frh. af bls. 18. Halla Hauksdóttir III.-F. Þorsteinn Helgason III.-G. Einar Sveinsson III. ~D. Björn Másson III. -H. Sigríður Gunnarsdóttir III. -I. Ingveldur Sverrisson III.-J. Stefán Sæmundsson III.-K. Gunnar Gunnarsson III.-M. Bekkjarráðsmenn : Katbín Fjeldsted III.-A. Ölafur Guðmundsson III. -B. Pétur Guðjónsson III. -C. Ömar Örn Anderson III. -E. Vilborg Arnadóttir III.-F. Tómas Zoéga III. -G. Jón Sigurðsson III.-D. Þórhallur Sigurðsson III.-H. Erna Jónsdóttir III. -I. Nína Geirsdóttir III. -J. Trausti Eiríksson III.-K. Björn Hafsteinsson III.-M. Ennþá vantar menn í nokkur embætti og verða nöfn þeirra birt í næsta blaði. og þrisvar á leikinn og sumir oftar. Sýnir þetta glöggt, hver viðburður leik- sýningar skólasveina þóttu. Um þetta leyti kemur Sigurður Guð- mundsson til sögunnar og tekur að leið- beina skólapiltum, en áður hafði ekki verið neinn sérstakur leiðbeinandi. Sig- urður hafði dvalizt langdvölum í Dan- mörku og numið málaralist. Jafnframt hafði hann kynnst þar leiklistinni. Fyrstu fslenzku landslagsmálverkin mál- aði hann á leiktjöld sín við Utilegumenn Matthíasar Jochumssonar. Þannig má segja, að leiksýningar skólapilta hafi einnig haft áhrif á xslenzka málaralist. Séra Matthías samdi Utilegumennina ( síðar Skugga-Svein ) í jólaleyfinu með- an hann sat x 5. bekk hér í skóla, en hann varð stúdent 1863, tuttugu og átta ára að aldri. Leikritið var frumsýnt í öndverðum febrúar 1862 af Leikfélagi Andans, en það var leikfélag presta- skólastúdenta og fóru sýningar fram í Frh. 1 næsta blaði.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.