Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 11
- 7 - skrokk heldur og kraftaskap, sem er hverjum manni bragðmikið vegarnesti. Slíkur er máttur íþrótta og annarar dýrlegrar áreynslu. Eigi má láta hjá líða að minnast hlaupa meirra, er hlaupin hafa verið hér á landi að fornu og nýju. Hefur oftast verið hlaupið fram á við með misjöfnum árangri að vonum, En þar eð hlaup eru í rauninni nauðsynlegur hluti daglegs lífernis, skyldu allir æfa þau mikillega líkamlegu atgervi sinu til bóta, sem hér er dæmi um : "Þeir Kolbeinn og Sturla höfðu það að skemmtan að renna skeið að kastalavegginum og vita hver lengst gæti runnið 1 vegginn. En er Sturla rann í vegginn, gengu í sundur sinarnar aftan í fætinum og mátti hann nær ekki stíga í fótinn. Hann lá fyrst eftir. . . . Snarpir sprettir gjöra mönnum ein- læglega gott og styrkja ætíð kálfa, læri og öndunarfæri. Þá er ónefndur hinn mikli hraði, en af honum hlýzt tíma- sparnaður, svo segja má að sérhvert skeið sé hið drjúgasta sparimerki f æv- innar sparimerkjabók. Framar var lftillega minnzt á skap- festu og þann göfugleik, sem er í för með henni. Eitt hið allra yndislegasta atriði íþrótta er einmitt hinn fagri andi, sem yfir beím drettnar, fyllir hjörtu íþróttamaiuia og er þeim jafnan leiðarljós í blíðu og stríðu. Hinn unaðsfagri keppnisandi, sem býr í huga íþróttamanns- íns og fylgir honum í keppni með björtum vonum og bif- andi brjosti, heillar oss og vér verðum aðnjótandi sælu O'C' tilfinningar, sein engin oro fá lýst. Fer vel á því að enda þessa íþróttasfðu með gamalli og góðri sögu um keppnisskap: "Þá voru þeir Þórður í móti Skalla-Grími f leiknum, og mædd- ist hann fyrir þeim og gekk þeim létt- ara. En um kveldið eftir sólarfall, þá tók þeim Agli verr aö ganga. Gerðist Grímur þá svo sterkur, að hann greip Þórð upp og keyrði niður svo hart,að hann lamdist allur,og fékk hann þegar bana. GlR&i^k ÍKALLa-G-RlMR þfc wh ÍTíRKR,AT ' (HANftl QRÍÍP þöRO UPP ocr K.t'ÍROl NlöR , ivK ■ HöAT'; At) HANSt LAMDJ^K ALLR.OK FíKK NfrAR.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.