Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 34

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 34
30 - ur, því hátíðléga yfir, að hann mundi leggja niður völd., þakkaði samt sæmd þá, er sér hafði verið sýnd, en kvaðst ekki vilja vera meiri en þeir hinir, heldur "bara x samfélagi við þá og eftir megni með þeim efla ríkisins heillir". Þetta barst til eyrna yfirvaldanna og mun þeim hafa þótt nærri sér höggvið. Um þessar mundir fóru um álfuna frels- is og þjóðernisvakningar og sigldu bylt- ingar í kjölfarið. Þótti hinum háu herr- um nú voðinn vís. Því var það, að Ölaf- ur Stephensen, stiftamtmaður, bauð Geir biskupi Vídalín að rannsaka mál þetta. Vafalaust mun Geir hafa brosað að þessu tiltæki stiftamtmanns, því að sjálfur hafði hann verið einn helzti forsprakkinn í leikstarfsemi skólapilta á skólaárum sm- um og setti sjálfur saman leikrit fyrir sýningar þeirra, eins og ég hef áður get- ið; vissi þvx mæta vel, að hmar hátíð- legu seremoníur skólapilta voru ekki ann- að en græskulaust gaman. í svarbréfi sínu til stiftamtmanns seg- ist Geir ekkert hafa fundið "sigtandi til að lasta monarchiske Regering, eður til að uppvekja óleyfileg Friheds Principia". En samt sem áður, til þess að sýning- arnar hneyksluðu engan, bannaði hann skólapiltum að halda herranætur sínar. Með þessari tilskipun biskups var ís- lenzkri leiklist,. sem nú var x deiglunni, eettur stóllinn fyrir dyrnar, enda samdi Sigurður Pétursson ekki fleiri leikrit eftir það. Ekki gátu skólapiltar samt á sér setið og haustið 1801 sýndu þeir Skammkel, sem almennt er eignað Arna Helgasyni. Eftir það segir ekki meira af leiklist skólapilta, fyrr en í Bessa- staðaskóla kemur. 1801 var Hólaskóli lagður niður og sameinaður Hólavallarskola og 1805 flutt- ist skólinn til Bessastaða. Ekki hefur leiklistin legið með öllu niðri þar í skóla, þótt Herranóttin með tilheyrandi seremoníum væri úr sögunni, því að það er í frásögur fært, að skólapiltar þar hafi sýnt leikina um Alf á Nóatúnum á svefnlofti skólans og einnig er þess get- ið, að þar hafi farið fram formfastir leikir, sem byggðust að verulegu leyti á improvisation. Gleðispilið Alfr var ritað af skóla- piltinum Ögmundi Sigurðarsyni ( 17 99- 1845 ). Reit hann leikinn í dönskustíla- kompu sína, enda gáfu lærimeistarar hans honum þann vitnisburð, að hann væri með hugann fullan af skáldagrillum. Reyndar hefur Indriði Einarsson það eftir Páli Melsteð, að í Bessastaðaskóla hafi aldrei verið leikið, en fullvíst má telja, að ekki sé mark takandi á þessari fullyrðingu og hallast menn að þeirri skoðun, að Páll eigi við opinberar sýn- ingar. 1846 fluttist skólinn aftur til Reykja- víkur og hófst þá kennsla í húsi því, er hann býr enn við. Var nú aftur farið að leika gleðileiki í Reykjavík, en þeir höfðu verið sýndir hér á öðrum tug ald- arinnar. A þrettándanum 1847 sýndu skólapiltar A Langalofti, sem var svefn- loft skólans, Erasmus Montanus, vinsæl- asta gamanleik Holbergs, og buðu bæjar- búum til. Milli þátta sungu skólapiltar ýmis kvæði að tjaldabaki við mikla hrifn- ingu. Síðan hefur Montanus verið leik- inn þrisvar sinnum af nemendum skólans: 1923, 1946 og sfðast á Herranótt í fyrra, eins og menn rekur eflaust minni til. Tvö síðustu skiptin hefur leikurinn ver- ið fluttur í íslenzkri staðfærsju Lárusar Sigurbjörnssonar. Lætur hann leikinn gerast á Alftanesi um miðja 18. öld. Höfuðfígúran, Einar á Brekku, er Dimiss- us Scholae Schalholtinae og þykir því ekki annað samboðið virðingu sinni en að nefna sig Enarus Montanus, sem er latn- esk útlegging á nafni hans. Þótt leikur þessi kunni á yfirborðinu að þykja barnalegur og einfeldningslegur, leynist undir niðri, ef betur er að gáð, bitur ádeila á menntahroka og uppskafnings- hátt, en þessi fyrirbrigði eru jafnvel nú á dögum ekki sjaldgæf í þjóðlífi okkar og þess vegna á leikurinn alltaf erindi til okkar. Geta má þess, að önnur Holbergs- kómedfa hefur og verið færð til íslenzkra staðhátta. Það er Den Poletiske Kande- stjóber, sem sr. Sveinbjörn Hallgrímsson hefur staðfært og nefnir Vefarinn með tólfkóngavitið. Er það ádeila á smáborg- araskapinn í Reykjavík um miðja síðustu öld. 1849 sýndu skólapiltar Holbergskóme- díuna Tímaleysinginn ( Den Stundesl^se). Nokkrir framlegir menn í plássinu þökk- uðu fyrir sig með því að bjóða. skóla- Frh. á bls. 20.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.