Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 14
- 10 - um m! - ramtídarinnar gera skal ýtarlega áætlun um starf félags þess skóla sem annars staðar, verða eftirtalin skilyrði að vera uppfyllt : að skrá um mánaðarfrí liggi frammi, að skrá um dauðsföll í liði kennara, nemenda og annarra mektarmanna liggi frammi, nákvæmar upplýsingar um skyndipróf o.fl. o. fl. Ekkert framangreindra atriða er unnt að uppfylla, áætlunin verður því aðeins lausleg, aðeins frumdrættirnir, og eru þeir að öllu leyti háðir framangreindum ástæðum og öðrum. I. MALFUNDIR. Aætlað er að haldn- ir verði u. þ. b. 10 málfundir með fé- lagsmálafundi, sem haldnir eru 1 lok hvers skólaárs. Efni málfunda er ekki unnt að segja fyrir um, en reynt verður eftir því, sem hægt er, að nota þau mál- efni, sem efst eru á baugi, svo og þau, sem sífellt leita á hugi manna. Hlutverk okkar í stjórn FRAMTÍÐARINNAR er fyrst og fremst að efla málfundastarf- semina. Mest er áríðandi að fá sem flesta inn í starfið, og eru nokkrar nýj- ungar á döfinni í því sambandi, en að þvi kem ég síðar. II. FYRIRLESTRAR á vegum FRAM- TÍÐARINNAR verða eins og undanfarna vetur. Meiningin er, að haldið verði áfram fyrirlestrum um deildir háskólans og einnig verði fengnir menn til fyrir- lestrar um erlenda háskóla. Fyrirlestr- arnir verða í sama formi og undanfarna vetur, þannig að nemendur leggi fram fyrirspurnir að loknu erindi fyrirlesara. III. MALSVARNIR. Síðast liðinn vetur voru málsvarnir alltof fáar. A málsvörnum gefst félagsmönnum kostur á að verja mál sitt, skoðanir sfnar, ^ halda um þær fyrirlestur og svara síð- an fyrirspurnum, sem viðstaddir kunna að bera fram. Fjölmargir menn innan skólans bera í brjósti áður leyndar hug- sjónir og það eru einmitt þessir menn, er við þurfum á að halda. IV. SPILAKVÖLD. Tvo síðast liðna vetur hefur reynslan verið sú, að þessi liður starfseminnar er hvað vinsælastur, Þangað hópast fólk, sem yfirleitt lætur ekki sjá sig annars á samkomum í íþöku. Auk spila mætti þarna hafa fleirra til skemmtunar, t.d. upplestur, tónlist eða kaffiveitingar. En frumskil- yrði er, til þess að þetta megi vel tak- ast, að hafa góðan stjórnanda og hefur skólinn nóg af slíkum mönnum. V. LJÖSMYNDAKLUBBURINN. Fyrir nokkru var stofnaður ljósmyndaklúbbur innan FRAMTÍÐARINNAR. Þessi klúbb- ur hefur ætíð verið þröngur hópur manna, sem FRAMTÍÐIN hefur styrkt til að sinna áhugamálum sínum. Slíkt er ótækt. Við viljum undirstrika það, að verði starf LJÖSMYNDAKLUBBSINS ekki betra en verið hefur, mun stuðningur við hann lagður niður. En verði starf hans rekið þannig, að vert þyki stuðn- ings, munum við gera okkar bezta. Verkefni eru fjölmörg fyrir áhugamanna- hóp sem þenna, og ætti þeim að vera fært að sinna bæði ljósmyndun bekkja, svo og ljósmyndun ýmissa atriða úr skólalífinu. Starf Ljósmyndaklúbbsins verður að ná til sem flestra eins og annað starf félagsins. VI. RAUNVÍSINDADEILD hefur nú á að skipa ágætu forystuliði: Þar eru menn, sem án efa munu ekki liggja á liði sínu við eflingu starfsins og er, að ég tel þarflaust að hvetja þá til dáða. Bæði raunvísindi og ljósmyndun sitja enn í óplægðum akri og sá akur er vissulega sá, sem okkur væri af gleði, ef sáð- korni væri dreift í.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.