Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 23
19 -
jfKSy AÐ er sennilega meiri vandi að
búa til góða vísu en margur
llr/aíw»* hyggur. Hinn þröngi rammi
ferskeytlunnar knýr menn til
mnftUsf þess að vera gagnorða og skýra
í hugsun, en vifillengjur og orð-
shrúð falla illa að hinu fágaða
formi. Sá mikli þáttur er ferskeytlan
hefur átt í Ijóðagerð íslendinga er engin
tilviljun, því 1 henni hafa þeir fundið það
form, er féll vel að máli þeirra og hugs-
anagangi þjóðarinnar. Og ekki nóg með
það, heldur hefur ferskeytlan verið þeim
skætt vorpn, hárbeittur fleinn 1 höndum
kunnáttumannsins.
"Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur
en verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur. "
Það er leitt til þess að vita, að þetta
hnitmiðaða ljóðform skuli vera á undan-
haldi fyrir öðrum háttum ljóðlistarinnar.
Ennþá eru þó margir, er geta kastað
fram stöku. Jafnvel í kennslustundum
hér í skólanum laumast þær milli borða
illkvittnar, háðskar eða spriklandi af
fjöri. Skopleg framkoma kennara, ná-
unginn við næsta borð gefa tilefni til vísu,
sem skýzt á milli og laðar fram niður-
bældan hlátur mitt í hátíðleik kennslunnar.
Ritnefnd Skólablaðsins hefur nú ákveð-
ið að efna til vísnasamkeppni og verður
þáttur þessi framvegis í blaðinu í vetur,
og í vor munu nokkrir kennarar setjast
á rökstólana og dæma um hvaða vísa sé
bezt og siðan veitir Skólablaðið höfundi
verðlaunavísunnar góð verðlaun ( 500 kr. ).
Að lokum vonum við að samkeppni þessi
verði til þess að auka áhuga manna á
þessari göfugu þjóðlegu íþrótt og margar
snjallar ferhendur megi fram koma.
Og hér birtast fyrstu vísurnar:
Eitt sinn komst þú inn til mín,
ást og hlýju'að bjóða.
Síðan minnist þráfallt þín
þokkadísin góða.
Einu sinni þekki'ég þig,
og þínar hlýju mundir.
Kæra frú, þu minnir mig
á margar góðar stundir.
H. P.
Tvær öfugmælavísur :
Full af víni'er tunnan tóm,
tarfurinn er kenndur.
Grasstráin á grænum skóm,
ganga'um víðar lendur.
í helvíti'eru heiðursmenn,
í himnaríki fjandar.
Hala fá og hofa senn,
helgir verndarandar.
G.K.
Gríðarstór minn gúllinn er,
galar líka'að vonum.
Hann er eins og úlpa mér,
ef ég loka honum.
S, R.
Bónorð:
Eg vil gjarnan eignast þig,
og það mín er krafa:
Að þú ljúfan látir mig,
lausan veðrétt hafa.
Bisnessmaður :
Ekki dæma manninn má,
því mjög svo er hann slyngur.
Að hanzka ber'ann höndum á,
sem hylja langa fingur.
J.K.
Kvenlýsing:
Hlandgul augu, heili tómur,
hárið rytjótt, skrækur rómur,
engar mjaðmir, undnar lappir
eins er bringa'og flatar klappir,
VL.