Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 9
5 að hann er heldur lítilsigldur, þar sem hann bendir okkur aðeins á fornar stað- reyndir, stundum þó á listrænan hátt, í stað þess að standa I fylkingarbrjósti nýrrar félagsvakningar og visa veginn með frjóleika skapandi salar. Hinn hopurinn, sem er fjölmennari og jafnframt hættulegri, virðist ætla að verða hér allrótgróinn. Þann hóp skipa flest hinna ýngri ljóðskálda. Það eru einkenni þeirra, að þau virðast rótslitin úr umhverfi sínu, verk þeirra gætu verið unnin I hvaða landi sem er, enda er lýð- hylli þeirra lítil. A þennan hátt hafa listamennirnir glatað því andlega forystu- hlutverki, er þeir hafa haft, eru raun- verulega orðnir utanveltubesefar, söngv- arar í auðum sal, ræðumenn á tómu torgi. Margir hinna yngri listamanna hafa hrifizt mjög af erlendum tízkustraumum og eru vel lesnir I bókmenntum annarra þjóða, en mistökin eru þau, að þeir leggja of mikið upp úr stílbrigðum fyiúr- myndanna og ætla sér þá ófæru að gera erlenda bókmenntastrauma að íslenzkri list án þess að gefa gaum að þjóðlegum staðháttum né menntaerfðum. Að öllu athuguðu virðist andlegri heilsu þjóðar- innar mikill háski búinn. Sökin liggur að miklu leyti hjá listamönnunum, þeir hafa brugðizt forystuhlutverki sínu, ekki tekizt að gera erlendar forskriftir að íslenzkri list og er því ekki nema eðli- legt að hin forystulausa hjörð fari vill vega. Við hóflegum erlendum bókmennta- straumum er ekkert að segja. Islenzkir listamenn hafa löngum orðið fyrir áhrif- um frá þeim, sótt þangað frjóar hug- myndir, tileinkað sér þær og þar til nú tekizt að samræma þær íslenzkum erfð- um, Þannig hafa hin erlendu áhrif verk- að frjóvgandi og endurnýjandi á íslenzkt menningarlíf. List slíkra manna er í senn þjóðleg og alþjóðleg og má líkja við tré„ er stendur í þjóðlegri moldu, en teygir lim sitt til fjarlægra landa. IV. Ég hef I þessu spjalli mínu drepið á nokkur atriði, sem ég tel miður fara I íslenzku menningarlifi. Það er ef til vill heldur fánýtt að bölva tiðarandanum, en þó er nauðsynlegt að SKÖLABLAÐIÐ Gefið út i Menntaskólanum í Reykjavik Ritstjóri : Júníus H. Kristinsson 5. -B Ritnefnd : Þorbjörn Broddason 6. -X. Kristín Waage 5. -E. Björn Björnsson 4. -Y Vésteinn Lúðvíksson 4. -A Þráinn Bertelsson 4. -B Jón örn Marinóson 3. -H Abyrgðarmaður : Örnólfur Thorlacius, kennari Forsíðumynd dró Magnús Þór Jónsson. Spédrætti gerði Örlygur Richter. Skreytingar önnuðust þeir Björn Björnsson og Gylfi Knudsen. gera sér ljóst hvar skórinn kreppir, hvaða ástæður séu fyrir hendi og hvaða meðul skuli notuð til lækningar. Ég þykist þess fullviss að margir séu ósammála þeim skoðunum, sem ég hef látið hér I ljós, en ég vona, að sá skoðanamismunur gefi tilefni til frjórra umræðna og þeim mun betur sem fleiri leggja orð I belg. Reykjavík, 10. október 1962. Júníus Kristinsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.